Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. D E S E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  293. tölublað  105. árgangur  Fáðu gjafirnar sendar heim á elko.is Stúfur kemur í kvöld 11 jolamjolk.is dagar til jóla HRAFNHILDUR KEPPIR Í SINNI EINU GREIN Í DAG KVÖLDLOKKUR Á JÓLAFÖSTU FINNUR NÝJAR LEIÐIR FYRIR FJÖRUGA KRAKKA BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR 30 HLÍN MAGNÚSDÓTTIR 12ÍÞRÓTTIR 4 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna. Kemur þetta fram í skýrslu ríkjahóps gegn spill- ingu (GRECO), sem Evrópuráðið birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að stjórnvöld á Íslandi hafi fram- kvæmt sumt af því sem ríkjahóp- urinn lagði til í skýrslum á síðasta ári til að draga úr hættu á spillingu meðal alþingismanna, dómara og saksóknara. Því er sérstaklega fagnað að Alþingi hefur sett alþing- ismönnum siðareglur. Ekki þykir það þó nægjanlegt og eru stjórn- völd landsins hvött til að koma á meira gagnsæi og auka virkni og trúverðugleika í sambandi við fjár- hagsupplýsingar sem þingmenn veita. Telja of langt gengið Þar er sérstaklega átt við fjár- hagsupplýsingar maka alþingis- manna og barna á framfæri þeirra en um það hefur forysta Alþingis haft efasemdir og talið of langt gengið með kröfu um það. Ríkjahópurinn telur einnig að framfarir hafi orðið hjá dómurum og saksóknurum. Þó er fundið að því hvernig valið er í félagsdóm og hvatt til endurskoðunar á því fyrir- komulagi. Þá er talið rétt að athuga nánar hvernig fyrirbyggja má hagsmunaárekstra. Í heildina hafa stjórnvöld á Ís- landi tekið fullt tillit til fimm af tíu ráðleggingum ríkjahóps GRECO. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þau atriði sem standa út af svo hægt sé að meta þau á næsta ári og því þarnæsta. helgi@mbl.is Árangur í baráttunni  Ríkjahópur Evrópuráðsins gegn spillingu vill auka gagnsæi með ítarlegri fjárhagsupplýsingum þingmanna Aukinn kaupmátt má glöggt sjá í jólaversl- uninni í ár, hún er bæði meiri en undanfarin ár auk þess sem dýrari hlutir seljast betur en oft áður. Í Kringlunni hefur verið rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desem- ber. Jólaverslunin virðist líka hafa færst framar núna, m.a. með tilkomu tilboða á Svörtum föstudegi sem að sögn markaðs- stjóra Smáralindar kom mun sterkari inn þetta árið en undanfarin ár. Í miðborginni hefur gott en kalt veður hjálpað til við jóla- verslunina. » 6 Morgunblaðið/Hari Góð jólaverslun og dýrari hlutir seljast betur Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæð- inu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Sam- taka atvinnulífsins „Við sjáum ekki betur en að framboðsskorturinn muni fara vax- andi á næstu þremur árum ef mið- að er við talningu Samtaka iðn- aðarins og áætlaða íbúðaþörf á næstu árum,“ segir Ásdís Krist- jánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs samtakanna. Að mati samtakanna er húsnæð- isvandinn fyrst og fremst fram- boðsskortur. „Það þarf því að grípa til einhverra ráða strax til að auka framboð íbúða til að unnt sé að mæta væntri íbúðaþörf. Að öðrum kosti mun skortur á framboði ein- faldlega áfram ýta undir frekari hækkun íbúðaverðs að öðru óbreyttu,“ segir hún. Að hennar sögn er þétting byggðar tímafrek vinna og fyrstu vísbendingar séu komnar fram um að það gangi hægar að koma nýju framboði á markaðinn. Hún segir að æskilegt sé að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu enda vand- fundin dreifðari byggð en þá þurfi um leið að fjölga lóðum innan borg- armarka til að tryggja nægt fram- boð. Vantar tvö þúsund íbúðir  Samtök atvinnulífsins segja að íbúðaskortur í höfuðborginni muni fara vaxandi á næstu þremur árum  Fjölga þarf lóðum, annars ýtir skortur undir verðhækkanir MLóðaskortur fer vaxandi »16  Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Til samanburðar var tap á fyrri hluta ársins upp á 44,3 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur RÚV að undanförnu að jafnaði aðeins greitt vexti af milljarða skuld við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Til að greiða niður lánið þurfi RÚV annaðhvort að fá 150-200 milljónir í viðbótar- fjármagn á ári, eða að lengja í lán- inu. RÚV hefur staðið í samninga- viðræðum við LSR í rúmt ár. Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri segir skuldir RÚV trúnaðar- mál. Það sé enn mat stjórnar RÚV að skuldsetning sé mikil. »14 Morgunblaðið/Eggert RÚV Útvarpsstjóri segir félagið enn vera mjög skuldsett eftir aðhaldsaðgerðir. RÚV hefur frestað afborgunum af láni  Hafmeyjan eft- ir Nínu Sæ- mundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkur- tjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. „Hún hefur bara stungið sér til sunds í óveðr- inu,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Lista- safni Reykjavíkur. Hafmeyjan verð- ur kirfilega fest þegar hún verður hífð upp að nýju. Það verður gert þegar veður leyfir. »4 Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar Hafmeyjan Áður en hún stakk sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.