Morgunblaðið - 13.12.2017, Side 29

Morgunblaðið - 13.12.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu það eftir þér og kauptu það sem þig langar verulega í. Annars nærðu litlum eða engum árangri í starfi. Einhver gerir eitt- hvað í dag sem færir hann úr ytri hring í hinn innri. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver vill að þú skuldbindir þig af meiri alvöru. Mundu að sönn vinátta byggist á gagnkvæmu trausti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öllum sem í kringum þig eru. Gefðu þér tíma til þess að útskýra hlutina svo ekkert fari milli mála. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur nálgast visku, handleiðslu og ást með því að spyrja réttu spurninganna, en „hvers vegna?“ er ekki sú rétta. Helgaðu þig gömlu takmarki upp á nýtt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki láta það á þig fá þótt yfirmenn og foreldrar séu að gera út af við þig um þessar mundir. Ekki það að þú sért frekur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér er að takast að koma skikki á hlut- ina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Farðu þér samt hægt og gáðu vel að þér, því allur er varinn góður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að verða þér úti um eins mikla útiveru og þú frekast getur. Raunsæi er alltaf besti kosturinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur áhyggjur af öllum í kringum þig og þarft að verjast því svo ekki dragi úr þér allan mátt. Sýndu þeim því nær- gætni. Ef það er ekki hægt er auðmýktin það næstbesta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur ekkert velt peningamál- unum fyrir þér í langan tíma og eitt og annað hefur þar farið úrskeiðis. Ekki taka hlutina of alvarlega og ekki einblína á ástarbrímann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver reynir að hafa áhrif á þig og það væri þess virði að hlusta. Allt í einu eru umburðarlyndi og samúð ofarlega á listanum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er allt í lagi að hlusta á ann- arra ráð en ástæðulaust að hlaupa eftir þeim ef þín eigin dómgreind segir þér annað. Smá- sölumeðferð er gott ráð þegar harðnar á daln- um. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur ástæðu til að fylgjast vel með einhverjum sem er tortrygginn í þinn garð. Lágstemmd verk eru vinsæl, eins og að sinna heimilisstörfum, borga reikninga og gerast skipulagður. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Öll bölvum við bílunum stundum, með brælu þeir trufla á fundum, þeir freta og spóla, með flautunni góla og Fíatinn geltir að hundum. Þessi limra kallast á við aðra eftir Kristján Karlsson: Ég festi ekki blíðan blund fyrir bölvaðri rökfestu um stund. Loks tókst mér að sofna, fann samhengi rofna og símastaur pissaði á hund. Og líka þessi, þegar Ólafur Stef- ánsson veltir fyrir sér „jarðlægri heimspeki“: Það er sitthvað girnd eða geta, glor- eða hafa að éta, hvíld eða puð, hangs eða stuð, harðlífi fá eða freta. Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: Varla auka vísur mínar viskuauð en þær raunar eru fínar oná brauð. Kerlingin á Skólavörðuholtinu svarar: Margar vísur má víst telja maganum til gæfu, frekar samt ég vildi velja væna og feita kæfu. Benedikt Jóhannsson bætir við: Síður vísur auka auð eða heilla skvísur, en meðan svangir borðum brauð er best að lesa vísur. Hallmundur Kristinsson: Ef vofa hungurs virtist nær væri það algjör snilli að stýfa brauðsneiðar stórar tvær með Straumlandsvísu á milli Kerlingin á Skólavörðuholtinu: Ef lifa þarf við lakan kost og leiða pínu neyðar, viltu reyna að yrkja ost oná mínar sneiðar? Að öðru. Hallmundur Kristinsson: Margt er af fémæti fölu, sem fæst á ágætum prís. United Sili til sölu. Sjálfsagt er gróðinn vís. Jón Atli Játvarðarson: Og hægt er að byrja að bræða og bæta samfélagshag. Og útloftun engan mun hræða, því allt er nú komið í lag. Gömul vísa í lokin: Teiginn urðar taki nú tvíbölvaður andskotinn, bæinn, kvinnu, börn og hjú – bænheyr þú mig Drottinn minn! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af bílum, vísum og brauði „ÞAÐ VAR SVOLÍTIÐ ERFITT AÐ FYLGJA ÞÉR. GÆTIRÐU RÖLT Í GEGNUM ÞETTA AFTUR?“ „EKKI STANDA OF NÁLÆGT. ÞEIR FÁ HEIMÞRÁ“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hennar vandamál verða þín vandamál Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann APAR SÆLL. ÉG ER ÍVAN RAKARI ÉG HEF HEYRT AF ÞÉR. FÓLK HEFUR KVARTAÐ UNDAN ÞVÍ AÐ ÞÚ KLIPPIR ALVEG HRÆÐILEGA HVERNIG HELDURÐU KÚNNUNUM ÉG SEL LÍKA HÁRKOLLUR HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ FRAMKVÆMIR HVAÐ MEÐ AÐ ÉG HUGSI OG LIGGI SVO BARA HÉR Þá er jólastressið hafið. Víkverjihefur orðið var við það að þegar komið er fram í desember er eins og meira liggi við en venjulega. Að mörgu þarf að hyggja þegar jólin nálgast og tíminn ekki alltaf nægur til að koma því öllu í verk. Víkverji veit þó að fenginni reynslu að einu gildir hvað hann stressar sig mikið; jólin halda sínu striki og heppnast yfirleitt með ágætum. x x x Fyrir vikið þykir Víkverji reyndarstundum fullrólegur í tíðinni. Fyrir nokkru varð hann vitni að samtali um jólastressið þar sem hann stóð við kaffivélina og beið eft- ir að fá koffínskammtinn sinn. Greinilegt var að undirbúningurinn var mislangt kominn, sumir búnir að kaupa jólagjafir, aðrir ekki byrjaðir. Víkverji varpaði þeirri athugasemd inn í samtalið að hann væri sér- staklega áhyggjulaus fyrir þessi jól þar sem Þorláksmessa væri á laug- ardegi þetta árið og því frídagur, aldrei þessu vant. Hann myndi því hafa nægan tíma til að gera það sem gera þyrfti. „Dæmigerður karl- maður,“ var svarið og málið afgreitt. x x x Víkverji átti það reyndar til á ár-um áður að vera á síðustu stundu með jólainnkaupin. Þá var Þorláksmessukvöld notað til þess að kaupa jólagjafirnar. Iðulega neydd- ist hann jafnvel til að skjótast í bæ- inn að morgni aðfangadags og þá var mikilvægasta jólagjöfin í húfi. Hann hefur hins vegar reynt að venja sig af þessum siðum, sem í sjálfu sér eru ágætir, en glata sjarmanum við ítrekaða endurtekn- ingu. x x x Víkverji verður seint talinn trú-verðugur sjálfshjálparráðgjafi, en hann vill þó leyfa sér að gefa það heilræði að láta stressið lönd og leið í aðdraganda jólanna. Stress breytir engu um það hverju maður kemur í verk og er eiginlega frekar til traf- ala auk þess sem sá stressaði verður oft typpilsinna og allir í kringum hann afundnir. Þá er gamla yfirveg- unin betri. Og á endanum fer það svo eins og segir í laginu að „jólin koma“. vikverji@mbl.is Víkverji Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða (Matt. 5:9) hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.