Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um ný- smíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöð- ina Alkor í Póllandi. Skipið kemur til landsins á miðju ári 2019 og er fyrsta nýsmíðin af þessari stærðargráðu í 75 ára sögu útgerðar á vegum Vísis- fjölskyldunnar og sú fyrsta í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Samningsverðið er 7,5 milljónir evra eða sem nemur tæp- lega einum milljarði króna. „Með nýja skipinu fáum við öflugt, hefðbundið þriggja þilfara línuskip þar sem eitt þilfarið verður fyrir áhöfnina. Skipið er hannað af skipa- verkfræðingum hjá NAVIS og Kjart- ani Viðarssyni, útgerðarstjóra Vísis. Við hyggjumst áfram leggja áherslu á línuveiðar og vera með fimm skip í rekstri, þannig að hvert skipanna eigi sinn virka dag til löndunar í hverri í viku. Nýjasti fiskurinn fer til vinnslu í frystihúsinu, en sá eldri verður unn- inn í salt eins og áður,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Nýsmíðin er þriðja verkefnið sem pólska skipasmíðastöðin vinnur fyrir Vísi. Á næsta ári kemur Arney alger- lega endurbyggð frá Póllandi, og verður nýr Sighvatur GK 57, en eldra skip með sama nafni hverfur úr flota Vísis. Fyrir hálfu öðru ári kom Fjölnir GK 657 úr allsherjar klössun þar sem allt er nýtt um borð nema vélarrúmið. Páll Jónsson GK 7 fer úr flota Vísis- manna fyrir nýtt skip með sama nafni og að sögn Péturs er vonast til að end- urnýjun flotans ljúki á næstu þremur árum með endurbyggingu á Jóhönnu Gísladóttur GK 557 og væntanlega nýsmíði fyrir Kristínu GK 457. Dagsetningin ekki tilviljun Sögu útgerðar fjölskyldunnar má rekja allt til ársins 1930 þegar Páll Jónsson, skipstjóri á Þingeyri, hóf út- gerð bátsins Fjölnis. Páll var afi systkinanna sex í Vísi og það var ekki tilviljun að gærdagurinn var valinn til að skrifa undir samning við skipa- smíðastöðina. 12. desember var fæðingardagur Páls Jónssonar, en hann fórst ásamt allri áhöfn á Hilmi og farþegum á Faxaflóa 25. nóvember 1943 í sínu fyrsta verkefni, sem var að flytja vik- ur milli Arnarstapa og Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Péturs. Í stað fertugsafmælis var haldin minn- ingarathöfn um Pál og áhöfn hans þennan dag. Þá eru núna rétt um 75 ár frá því að Páll gekk frá samningum um smíði á Hilmi á Akureyri. Páll átti bátana Fjölni og Hilmi og hélt Jóhanna Daðey Gísladóttir, ekkja Páls, áfram útgerð Fjölnis til síldveiða og fiskflutninga í stríðinu, þar til hann sökk eftir árekstur við enskt póstskip í lok stríðsins, í mars 1945. Þau voru foreldrar Páls H. Páls- sonar, sem ungur hóf að sækja sjóinn, en hann var 11 ára þegar faðir hans fórst. Páll stofnaði með fleirum Vísi í Grindavík árið 1965, en hann lést í febrúar 2015. Tölvumynd/NAVÍS Nýr Páll Jónsson Skipið er væntanlegt til Vísis í Grindavík á miðju ári 2019 frá Alkor í Gdansk Póllandi. Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun  Línuskip frá Póllandi 2019  Floti Vísis endurnýjaður Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson Formlegt Pétur H. Pálsson, forstjóri Vísis, og Jan Pukalski og Andrzej Zolc, fulltrúar Alkor, skrifuðu undir samninga við skrifborð Páls Jónssonar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson hvarf af stalli sínum í Reykjavíkur- tjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Lista- safni Reykjavíkur sem hefur um- sjón með útilistaverkum í borginni, þurfti að vaða út í Tjörn í leit að Hafmeyjunni og fann hana á kafi skammt frá stöplinum sem hún á að standa á. „Þetta var nú með furðulegri símtölum sem ég hef fengið. Ég hélt að það væri verið að grínast í mér þegar ég var spurður hvar Hafmeyjan væri. En þetta er auð- vitað bara áframhald af sögu þessa verks,“ segir Sigurður Trausti í samtali við Morgunblaðið. Hafmeyjunni var komið á sinn upprunalega stað í Tjörninni sum- arið 2014. Þetta er önnur afsteypa af tveimur sem gerðar voru af verki Nínu en hin var sprengd í loft upp eins og frægt varð á nýársnótt árið 1960. Verkið hafði þá aðeins verið í Tjörninni í nokkra mánuði en hart var deilt um uppsetningu þess og ágæti. Þessi afsteypa hafði staðið við Smáralind frá árinu 2001 en Smáralind gaf borginni verkið árið 2014. Hreinsuð ef þurfa þykir „Það var mjög slæmt veður dag- inn áður og styttan er nokkuð framþung. Hún hefur bara stungið sér til sunds í óveðrinu,“ segir Sig- urður Trausti um atburðinn. „Það er þegar farið að huga að því að koma henni upp á stall aftur. Það er búið að bora fyrir teinum sem fara í undirstöðuna. Hún situr á öðrum steini sem svo situr á und- irstöðunum. Nú verður hún dyggi- lega fest. Það er verið að bíða fær- is, bíða eftir að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Þá verður hún hífð upp,“ segir Sigurður. Áður en Hafmeyjan verður sett aftur á stall sinn mun forvörður á vegum safnsins skoða verkið og það verður hreinsað ef þurfa þykir. „Henni finnst greinilega að hún eigi heima í vatninu en það finnst okkur ekki,“ segir Sigurður í létt- um tón. Hafmeyjan stakk sér til sunds  Enn ferðalag á umdeildri styttu Nínu Sæmundsson  Þoldi ekki óveðrið sem gekk yfir í nóvember  Verður nú dyggilega fest og hífð upp þegar veður leyfir Morgunblaðið/Ómar Hafmeyjan Svona leit hún út í sumar en nú svamlar hún um í Tjörninni. Einn heppinn miðaeigandi hlaut 70 milljónir kr. í milljónaveltu Happ- drættis Háskóla Íslands en dregið var í gærkvöldi. Um er að ræða hæsta vinning sem greiddur hefur verið út í íslensku happdrætti á þessu ári. Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öll- um sínum sannfæringarkrafti til að fá vinningshafann til að trúa frétt- unum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upp- hæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður. Ég þurfti að leggja mig fram um að fá viðkomandi til að trúa þessu. Ég held að ég hafi aldrei þurft að leggja mig jafn mikið fram og þarna,“ sagði Úlfar í samtali við mbl.is. Annar heppinn miðaeigandi fékk 25 milljónir kr. í vinning á trompmiða og fjórir fengu 5 millj- ónir hver. Einn miðaeigandi fékk 70 milljónir Morgunblaðið/Golli Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafa- samt samgöngukerfi. Það er niður- staða athugunar Trausta Valssonar skipulagsfræðings og Þórarins Hjaltasonar umferðarverkfræðings en þeir hafa sent punkta um niður- stöður sínar til borgarstjóra og bæj- arstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Garðabæ mun taka málið upp á vettvangi Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu og leggur til að Trausta og Þórarni verði boðið á fund. Borgarlínan gengur út á að greiða fyrir strætisvögnum á höfuðborgar- svæðinu, meðal annars með sérstök- um akreinum og betri biðstöðvum. Trausti og Þórarinn segja að taka þurfi tvær akreinar fyrir borgarlín- una – og meira þar sem biðstöðvar með breiðum brautarpalli verða sett- ar á milli akreina. Taka verði þetta pláss frá viðkomandi göturými. Til dæmis þyrfti að fækka bílaakreinum á Hringbraut vestur í bæ niður í eina í hvora átt. Mat á áhrifum ótrúverðugt Það kemur þeim undarlega fyrir sjónir að hlutur ferða með einkabíl eigi að minnka um 18 prósentustig og hlutfallslega um 24% með þessum framkvæmdum. „Í ljósi þess að höfuðborgarsvæðið er bílaborg verð- ur að telja þessa niðurstöðu ótrú- verðuga,“ segir þeir og nefna að óraunhæft sé að reikna með að hlut- ur ferða með strætó þrefaldist frá því sem er í dag og mjög hæpið að hlutur gangandi og hjólandi aukist um 10 prósentustig eða hlutfallslega 50% vegna mikilla vegalengda og veðurfarsaðstæðna. Boðaðir á fund hjá SSH „Þeir eru búnir að kanna þetta eitthvað og eru eldri en tvævetrir. Við erum einnig búnir að láta gera allskyns athuganir. Mér finnst sjálf- sagt að taka þetta allt til umræðu,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og fyrrverandi formaður SSH. Hann segir að hann muni taka málið upp á vettvangi samtakanna og hafi rætt við formann þeirra um að bjóða Trausta og Þórarni á fund til að fara yfir athugasemdir þeirra. Grunnur borg- arlínu veikur FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.