Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
✝ Guðríður I.Ingimundar-
dóttir fæddist á
Gautastöðum í
Hörðudal í Dala-
sýslu 17. febrúar
1930. Hún lést á
Droplaugarstöðum
í Reykjavík 30.
nóvember 2017.
Foreldrar Guð-
ríðar voru Ingi-
mundur Guð-
mundsson bóndi, f. 15.
desember 1883, d. 3. ágúst
1950, og María Elísabet Guðný
Jónsdóttir, húsmóðir, f. í Ás-
grímsbúð á Snæfellsnesi 5. júní
1887, d. 3. júní 1978. Bróðir
Guðríðar var Ingi Ingimundar-
son, f. 15. september 1925, d. 8.
maí 2011. Hálfsystkini Guðríðar
sammæðra voru: Guðjón Guð-
jónsson, f. 10. nóvember 1909,
d. 30. ágúst 1936, Jónína Laufey
Elíasdóttir, f. 28. nóvember
1915, d. 13. desember 1916, og
Sigurvin Elíasson, f. 9. janúar
1918, d. 26. nóvember 2016.
Hálfbróðir Guðríðar samfeðra
var: Ólafur Ingimundarson, f.
26. október 1902, d. 8. júní
1995, móðir Jensína Jóelsdóttir.
Hinn 25. maí 1953 giftist
Guðríður Hirti Guðmundssyni,
f. 13. apríl 1928, d. 26. maí
2004, þau slitu samvistum. Börn
þeirra eru Viktoría Draumey
og Stefanía Lea. 3) Signý Lea, f.
23. febrúar 1991, í sambúð með
Steingrími Eyjólfssyni. d) Alda
Hjartardóttir, f. 27. ágúst 1963,
viðskiptafræðingur frá Háskóla
Íslands. Hún er gift Sveini Mull-
er. Börn þeirra eru: 1) Berglind
Muller, f. 29. september 1991, í
sambúð með Victoríu Geirs-
dóttur. 2) Bryndís Muller, f. 28.
nóvember 1997.
Guðríður ólst upp á Gauta-
stöðum í Hörðudal til 13 ára
aldurs. Þegar hún var 13 ára
veiktist mamma hennar og
flutti til Reykjavíkur. Guðríður
var þá sett í fóstur til hjónanna
á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðu-
dal, þeirra Finns Þorsteins-
sonar og Fanneyjar Jósefs-
dóttur. Þau hjón áttu tvo syni,
þá Ólaf, sem er látinn og Þor-
finn. Guðríður var hjá þeim í
fimm ár. Þegar Guðríður var 18
ára gömul fór hún á Húsmæðra-
skólann á Blönduósi og var þar
einn vetur. Guðríður starfaði
við ýmis störf, síðustu starfsár
sín vann hún í Búnaðarbank-
anum á Hlemmi á skiptiborði.
Þegar starfsævinni lauk vann
Guðríður í sjálfboðavinnu hjá
Rauða krossinum. Guðríður var
meðlimur í Ferðafélagi Íslands
og fór í ófáar ferðir með því.
Hún söng með Skagfirsku söng-
sveitinni í mörg ár. Guðríður
tók virkan þátt í félagslífi
Breiðfirðingafélagsins. Útför
Guðríðar verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag, 13. desember
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
þeirra eru: a) Ingi-
mundur, f. 16. febr-
úar 1952, við-
skiptafræðingur
frá Háskóla Ís-
lands. b) Anna
María, f. 2. október
1953, þjónustu-
fulltrúi hjá Lands-
bankanum. Hún
giftist Herberti
Guðmundssyni, þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru: 1) Hjörtur Þór,
f. 29. desember 1974, í sambúð
með Arndísi Steinarsdóttur.
Börn þeirra eru Alexander Þór,
Elísabet Ósk og Mikael Steinar.
2) Róbert Már, f. 27. ágúst 1980,
í sambúð með Renate Massl.
Börn þeirra eru Júlía Dís og Ar-
on Máni. 3) María Anna, f. 21.
mars 1982, gift Jónasi Stenbæk
Christoffesen. Börn þeirra eru
Anna Karólíne, Oliver Magnus
og Annika María. c) Gunn-
laugur Birgir, f. 5. febrúar
1958, byggingaverkfræðingur
frá Háskóla Íslands. Hann er
kvæntur Málfríði Gísladóttur.
Börn þeirra eru: 1) Gísli Gunn-
ar, f. 25. september 1983, í sam-
búð með Þórhildi Jóhann-
esdóttur. Börn þeirra eru
Vigdís Lóa og Matthías Fann-
berg. 2) Guðríður, f. 11. janúar
1985, gift Andra Jónssyni. Börn
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
(Sumarliði Halldórsson)
Elsku mamma mín, mikið
sem ég á eftir að sakna þín. Þú
varst kletturinn, dugnaður þinn
var ótrúlegur. Alltaf svo já-
kvæð og sterk, aldrei að gefast
upp. Þú varst fyrirmynd mín,
hvatning þín og metnaður fyrir
okkur börnunum þínum skilaði
sér og er ómetanlegur. Þú
hafðir svo gaman af því að lesa
og fræðast, varst með stál-
minni, áður en minnið fór að
bila. Þú hafðir yndi af því að
ferðast og gleðjast. Ástríða þín
var ferðalög og göngur, fjall-
göngur og söngur.
Elsku mamma, ég veit að
það verður tekið vel á móti þér
í Sumarlandinu, nú ertu frjáls á
ný. Guð geymi þig, mamma
mín. Takk fyrir allt og allt.
Þín dóttir
Alda.
Elsku besta mamma mín er
nú farin eftir fimm ára baráttu
við heilabilun.
Mamma reyndist mér og
börnum mínum ávallt vel. Allt-
af gat maður leitað til hennar
ef eitthvað bjátaði á, mamma
var kletturinn okkar.
Mamma hafði mörg áhuga-
mál og var mjög virk í félagslífi
ýmissa félaga. Hún elskaði að
ferðast, enda var ekki til fjall
eða hóll sem hún var ekki búin
að klífa. Hún var búin að fara
nánast um allt landið síðan
tóku ferðalögin erlendis við eft-
ir að hún hætti að ganga á fjöll.
Ég veit að hún er hvíldinni
fegin.
Elsku mamma, takk fyrir
allt, þú varst okkur svo kær.
Þín dóttir
Anna María.
Elsku amma.
Að kveðja þig var alls ekki
auðvelt. Það er svo skrítið hvað
það vakna margar spurningar
eftir að þú kvaddir, spurningar
um lífið og fortíðina þína. Þú
varst ein magnaðasta kona sem
við vitum um. Það sem þú hef-
ur upplifað í lífinu og gengið í
gegnum, án þess að kvarta er
aðdáunarvert. Við vildum óska
að við gætum átt kvöldstund
með þér og rætt saman um for-
tíðina, eins og til dæmis hvern-
ig það var að búa í bragga eða
að upplifa lífið á þínum tíma,
áður en tæknin tók öll völd, en
sjúkdómurinn þinn tók þig áð-
ur en við höfðum þroska og
getu í að ræða það saman.
Þú áttir kannski ekki auð-
veldasta lífið, elsku amma, en
þú áttir samt svo marga að
sem stóðu alltaf þétt við bakið
á þér. Þú varst einstaklega
góðhjörtuð kona, með sterkar
skoðanir og barðist fyrir þínu,
og skilaði það sér, góðmennsk-
una þína fékkstu sjálfkrafa til
baka frá öllum sem fengu þann
heiður að fá að kynnast þér. Þú
ert núna komin á betri stað, en
við kveðjum þig með sorg í
hjarta. Þú hugsaðir svo vel um
okkur, allar ferðirnar í hús-
dýragarðinn þegar við vorum
litlar, allar ferðirnar í bakarí
þegar við vorum frekar, öll
spilakvöldin saman og allt sem
þú hefur gert fyrir okkur í
gegnum tíðina mun ævinlega
vera í minningu okkar. Við
elskum þig, amma, og við vit-
um að þú munt halda áfram að
passa upp á okkur.
Berglind og Bryndís.
Elsku besta amma mín. Eft-
ir margra ára veikindi þín
hringdi mamma og sagði að þú
værir farin á betri stað. Rosa-
lega skrýtið að sitja núna og
skrifa mín síðustu orð til þín,
því mér finnst ég hafa misst
þig fyrir mörgum árum til
þessa hrikalega sjúkdóms, sem
tók þig hægt og rólega frá okk-
ur.
Sem amma varstu alltaf svo
blíð og góð, mér leið alltaf svo
vel að koma til þín og kom oft
við hjá þér eftir því sem ég
varð eldri, reyndar varstu ekki
mikið heima hjá þér, yfirleitt á
einhverju flakki. Man þegar ég
var barn fannst mér þú alltaf
ilmandi af kaffi og kökum, enda
veit ég ekki um neitt betra í
dag en góðan kaffibolla.
Dáðist alltaf að þér því þú
varst alltaf að ferðast, ganga á
fjöll, synda og syngja. Þú
flaugst út um allan heim og
upplifðir ólíka menningu og
fólk. Þegar ég kynntist svo
honum Jonasi mínum fyrir 12
árum, tókst þú svo vel á móti
honum og talaðir bara íslensku
við hann. Enda þótt hann væri
danskur skildi hann sko alveg
þína íslensku. Mér þykir svo
ótrúlega vænt um að þú náðir
að kynnast tveimur elstu börn-
unum mínum og vera í brúð-
kaupi okkar hjóna og deila með
okkur þessum stóra degi, áður
en sjúkdómurinn tók þig alveg
frá okkur.
Síðustu skiptin sem ég heim-
sótti þig voru mér erfið, því
þetta var ekki hún amma Gauja
mín. En í staðinn gat ég alltaf
lokað augunum og séð fyrir
mér jólaböllin sem þú fórst með
okkur Róbert á sem börn, ang-
andi af kaffi og kökum.
Við áttum það sameiginlegt
að elska að syngja og þú varst
mikið fyrir fallegar vísur eða
sálma. Og einn sálmur sem
okkur þótti báðum svo fallegur
er Í bljúgri bæn, og ætla ég að
láta hann fylgja með sem mín
síðustu orð til þín, elsku amma
mín.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Elsku besta amma mín, ég
veit að þér líður betur, hvar
sem þú ert farin að ferðast,
með góðan kaffibolla og syk-
urmola.
Elska þig.
Þín dótturdóttir
María Anna.
Elskuleg mágkona mín Guð-
ríður Ingimundardóttir er lögð
til hinstu hvílu í dag. Þessi
grein er skrifuð til að minnast
hennar. Guðríður var systir
Inga eiginmanns míns en hann
lést árið 2011. Aðdáanleg var
sú fallega ást og vinátta sem á
milli þeirra systkinanna var
alla tíð. Því mun ég aldrei
gleyma.
Einhvers staðar stendur að
maðurinn eigi að uppfylla jörð-
ina. Guðríði hlotnaðist mikið
barnalán og eignaðist fjögur
efnileg og dugleg börn sem hún
var stolt af, og báru þau mikla
umhyggju fyrir móður sinni.
Hún hefur nú eignast stóran
hóp afkomenda, sem vonandi
halda uppi minningum um hana
um ókomna tíð.
Guðríður var mikil fé-
lagsvera, var vinamörg og hélt
góðu sambandi við vini og ætt-
ingja. Hún var söngelsk og
söng í kór en ferðalögin voru
hennar líf og yndi, og ferðaðist
hún mikið bæði innanlands og
erlendis. Ég minnist ferðalaga
með henni og bræðrum hennar
um Dalina, en þaðan voru þau
ættuð, þegar þau heimsóttu
æskustaðina, einnig gönguferð-
ar um „Laugaveginn“ svokall-
aða ásamt ættingjum og vinum.
Þetta voru ógleymanlegar ferð-
ir.
Guðríður hafði gott minni og
góða frásagnagáfu. Hún hafði
gaman af að segja frá æsku
sinni og uppvaxtarárum í sveit-
inni og gaf mér innsýn í líf og
leiki þeirra systkinanna, þegar
þau voru börn, þegar þau kváð-
ust á og fóru með vísur, það
voru þeirra leikir. Nú er liðin
sú tíð en endurminningarnar
geymast í minni þeirrar sem á
hlýddi. Blessuð sé minning
hennar.
Ég og fjölskylda mín sendum
afkomendum hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Hólmfríður Jóhannesdóttir.
Góð vinkona er fallin frá. Við
Guðríður kynntumst á Land-
spítalanum á deild 11G, fyrir
mörgum árum, hún vann í býti-
búrinu en ég var sjúkraliði. Við
fundum strax hvað við náðum
vel saman og urðum mjög fljótt
góðar vinkonur. Guðríður var
mjög góður, traustur og ráða-
góður vinur og vorum við ávallt
til staðar hvor fyrir aðra þegar
við þurftum þess með.
Við vorum báðar mjög
áhugasamar um útivist og
gengum í Ferðafélag Íslands og
ferðuðumst mikið með félaginu
upp um fjöll og firnindi. Stund-
um slógumst við í för með
„Grautargenginu“ sem var hóp-
ur innan félagsins. Oft var
Svanhildur vinkona okkar með í
för en hún var úr Dölunum eins
og Guðríður og voru þær oft
kallaðar saman Dalastúlkurnar.
Seinna fórum við líka að
ferðast saman erlendis. Mjög
margar minningar á ég um
hana vinkonu mína úr ferðum
okkar saman hér á landi og er-
lendis.
Blessuð sé minning góðrar
vinkonu og vil ég votta fjöl-
skyldu hennar mína dýpstu
samúð.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þorbjörg Einarsdóttir.
Guðríður I.
Ingimundardóttir
JÓN HJALTASON
hæstaréttarlögmaður,
Vestmannaeyjum,
lést fimmtudaginn 7. desember.
Minningarathöfn verður í Grensáskirkju
14. desember klukkan 13. Útför verður frá
Bjarnaneskirkju í Hornafirði laugardaginn
16. desember klukkan 14.
Blóm og kransar afþökkuð.
Steinunn Sigurðardóttir
Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir
Ómar Arnarson
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Hermann Einarsson
Anna Lilja Jónsdóttir Brynjólfur Garðarsson
Þorbergur Hjalti Jónsson Helga Skúladóttir
og fjölskyldur
Okkar elskaða dóttir, barnabarn, lang-
ömmubarn, systir, frænka og vinkona,
SUNNA VALDEMARSDÓTTIR,
Hjelle,
6770 Nordfjørdeid,
Noregi,
lést á heimili sínu að morgni 9. desember.
Útförin fer fram mánudaginn 18. desember klukkan 12 í
Eid-kirkju í Noregi.
Jóna Valdís Indriðadóttir Valdemar Þór Viðarsson
Víðir Reyr Björgvinsson Renate Nekstad
Birgitta Tommysdóttir Skille Sindri Bjarnfriður Víðisson
Kaleo Bertinus J. Nekstad
Elvar Ferdinand Valdemarss. Katrín Erna Valdemarsdóttir
Geirdís L. Guðmundsdóttir Indriði G. Grímsson
Hrönn Bergþórsdóttir Björgvin Ármannsson
Steinunn Ferdinandsdóttir Viðar Valdemarsson
Jónína Gunnarsdóttir
ættingjar og vinir
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
bróðir og mágur,
ÓLAFUR FRIÐFINNSSON,
Sóltúni 16,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 7. desember 2017.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 19. desember 2017 klukkan 13.
Sigrún Gústafsdóttir
Sunneva Líf Ólafsdóttir Hafþór Jónsson
barnabörn
Iðunn Steinsdóttir
Guðríður Friðfinnsdóttir Hermann Árnason
Stefán Friðfinnsson Ragnheiður Ebenezerdóttir
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir
Elín Þóra Friðfinnsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
AXEL GÍSLASON
forstjóri,
Nýhöfn 4,
210 Garðabæ,
lést laugardaginn 9. desember á Ísafold.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ,
mánudaginn 18. desember klukkan 15.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Alzheimersamtökin.
Hallfríður Konráðsdóttir
Björn Axelsson Birna Bessadóttir
Sól Axels Hallfríðardóttir Sjöholm, Matthias Sjöholm
Dóra Björg Axelsdóttir Stefán Fannar Stefánsson