Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í gær birtiFréttablaðiðupplýsingar
um launamál þing-
manna og benti á
að vegna offjölg-
unar flokka hefðu útgjöld rík-
isins aldrei verið meiri en nú.
Þetta voru gagnlegar upplýs-
ingar, en ekki þó frétt. Engar
breytingar hafa verið gerðar
á þessu fyrirkomulagi nýlega,
og þessi þróun fyrirsjáanleg
afleiðing af því.
Hitt er umhugsunarefni
hversu langt er gengið í að
ríkisvæða stjórnmálin. Þau
eiga að vera sjálfstæður þátt-
ur og óháður hinu opinbera.
Framlög frá skattgreiðendum
eru orðin langstærsti tekju-
póstur stjórnmálaflokka og
-samtaka. Mjög var þrengt að
frjálsum stuðningi fólks og
lögaðila. Slík fjármögnun er
holl og eðlileg enda sé hún
innan skynsamlegra marka.
Þeim sem nutu ekki álits sem
leiddi til stuðnings tókst að
gera hann tortryggilegan. Að-
eins í blálok þessa kerfis
sáust merki um að örfáir ein-
staklingar væru komnir út á
hála braut. Sumir afsökuðu
græðgi sína með því að þetta
hefði verið síðasta skiptið sem
stuðningurinn væri heimill.
Nú koma peningar til
flokka og framboða sem verð-
laun ríkisins fyrir hversu vel
viðkomandi flokkur komst frá
kosningum. Og lengra er
gengið. Formenn
stjórnmálaflokka
fá álag á laun sín
frá ríkinu séu þeir
utan ríkisstjórnar.
Einnig greiðir það
launakostnað aðstoðarmanna
formanna, sem flokkarnir sáu
um áður. Þingið greiðir nú
einnig álag á laun þingflokks-
formanna, í stað flokkanna.
Þessu öllu til viðbótar er
þáttur sem sumir hafa reynt
að misnota. Flokkar eða
framboð sem ekki ná kjörnum
fulltrúa á þing geta engu að
síður fengið fúlgur fjár nái
þau aðeins 2,5% fylgi! Flokk-
ar geta fengið slík framlög í
heilt kjörtímabil, þótt þeir
hafi sáralitla eða enga starf-
semi. Það er þekkt að gert
hefur verið út á þessi vafa-
sömu ákvæði.
Og hinir allra siðlausustu í
hópi slíkra lukkuriddara hafa
reynt að knýja í gegn þvert
gegn lögum að framboð þeirra
fengi féð þótt það hefði ekki
náð lágmarkinu. Slík eintök
eru sem betur fer mjög fá-
gæt.
Nauðsynlegt er að koma
stjórnmálaöflunum að mestu
af fóðrum almennings. Þeir
sem telja siðlaust að ein-
hverjir styðji með fé framboð
sem þeir eiga samleið með,
sjá ekkert að því að borgarinn
sé neyddur til að styðja fram-
boð sem hann hefur megnustu
skömm á með fjárframlögum!
Ríkisvæðing flokka í
núverandi mynd er
andlýðræðisleg}
Ríkisvæddir flokkar
Á mánudaginnurðu tímamót
hjá Bitcoin þegar
heimilað var að
gera svonefnda
framtíðarsamn-
inga út á rafeyr-
inn. Markaðurinn tók nýjung-
inni vel, þar sem verðmæti
gjaldmiðilsins ruku upp um
2.700 bandaríkjadali á örfáum
klukkutímum. Kostar ein ein-
ing af „myntinni“ nú um
17.700 bandaríkjadali, en við
upphaf ársins 2017 var verð-
mæti eins Bitcoin metið um
900 dalir.
Þessi gríðarlegi vöxtur
Bitcoin á árinu 2017 hefur
vissulega vakið mikla athygli,
sem og sú ákvörðun að leyfa
gerð framtíðarsamninga. Mið-
að við þróunina í ár gætu ein-
hverjir talið að verðmatið geti
aðeins orðið á einn veg, en
varasamt er að trúa því.
Einn þeirra sem efast er
auðkýfingurinn Thomas Petr-
effy sem hefur verið framar-
lega í hinu rafræna hagkerfi.
Hann keypti heilsíðuauglýs-
ingu í The Wall Street Journal
í síðasta mánuði, eingöngu til
þess að vara við
því að framtíð-
arsamningar með
Bitcoin gætu leitt
til kerfisfalls, sem
svipaði til falls
Lehman Brothers
í september 2008.
„Dulmyntir [annað heiti yfir
Bitcoin og viðlíka rafmyntir]
hafa ekki reglubundinn og
prófaðan markað að baki sér,“
sagði Petreffy meðal annars í
auglýsingu sinni og bætti við
að myntir af þessu tagi hefðu
verið til í minna en áratug og
að samband þeirra við raun-
heiminn væri lítið sem ekkert.
Það er vert að gefa þessum
viðvörunarorðum gaum. Nota-
gildi Bitcoin sem gjaldmiðils
er enn sem komið er takmark-
að, nema þá ef til vill sem mið-
ill til þess að geyma eða fela
verðmæti. Með opnun framtíð-
arsamninga opnast möguleik-
inn á að „óprúttnir aðilar“
reyni að gera áhlaup á Bitcoin
með skortsölu á miðilinn. Í
ljósi þess að óvíst er hvað
styður verðmatið, gæti loftið
hlaupið býsna hratt úr blöðr-
unni þegar og ef hún springur.
„Rafrænir“ gjald-
miðlar tútna út í
verðmæti en inni-
stæðan er vafamál}
Nýtt túlipanaæði?
Ö
rugg og góð heilbrigðisþjónusta,
óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu,
verður forgangsmál nýrrar ríkis-
stjórnar. Umbætur í öldrunar-
þjónustu eru mikilvægur þáttur í
bættri heilbrigðisþjónustu og í stjórnarsátt-
mála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á að-
gerðir sem hafa það markmið að bæta öldr-
unarþjónustu og þar með auka lífsgæði
aldraðra.
Öllum skal tryggður réttur til þess að lifa
með reisn. Forsenda þess er að framboð
hjúkrunarrýma sé í samræmi við eftirspurn
og að öldruðum sem þar búa bjóðist nauðsyn-
leg umönnun, hjúkrun og læknishjálp, þar
sem mannúð og virðing þeirra er tryggð.
Skortur á hjúkrunarrýmum er verulegur og
þörf fyrir uppbyggingu er mikil á næstu fimm
árum. Skortur á hjúkrunarrýmum skerðir bæði lífsgæði
aldraðra og veldur auknu álagi á sjúkrahúsin. Í stjórnar-
sáttmála nýrrar ríkisstjórnar er tekið fram að ráðist
verði í stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í sátt-
málanum kemur líka fram að hluti fyrirhugaðs Þjóðar-
sjóðs gæti nýst í þetta verkefni og fjármálaáætlun ríkis-
stjórnarinnar mun endurspegla þessa sókn í málefnum
aldraðra.
Rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila þarf einnig að
tryggja og sjá til þess að þeim sem búa á hjúkrunarheim-
ilum bjóðist viðeigandi umönnun og þjónusta. Ný ríkis-
stjórn hyggst sjá til þess að það verði gert, og í því sam-
hengi er samráð við notendur þjónustunnar
og samtök eldra fólks mikilvægur þáttur.
Aðra þjónustuþætti öldrunarþjónustu þarf
einnig að treysta. Áhersla verður því til dæm-
is lögð á að efla heimahjúkrun og aðra þjón-
ustu sem styður einstaklinga til sjálfstæðrar
búsetu. Þannig er mikilvægt að tryggja að
öldruðum bjóðist heimahjúkrun sem tekur
mið af mismunandi þörfum einstaklinga og
gerir þeim kleift að búa á eigin heimili eins
lengi og kostur er og vilji stendur til. Aukið
samstarf ríkis og sveitarfélaga í rekstri
heimahjúkrunar og heimaþjónustu þarf einn-
ig að koma til, líkt og hefur gefist vel í
Reykjavík.
Efla þarf dagþjónustu og endurhæfingu og
sjá til þess að sú þjónusta fái nægilegt fjár-
magn. Endurhæfing eldra fólks getur stuðlað
að auknum lífsgæðum og aukið öryggi þeirra sem búa
heima, og þannig auðveldað þeim að halda sjálfstæði
sínu. Þá þarf að efla samstarf við sveitarfélögin um
rekstur dagþjónustu fyrir aldraða.
Sjá þarf til þess að aldraðir fái lifað með reisn og hafi
möguleika á því að lifa innihaldsríku lífi, þar sem þeir
njóta þeirrar þjónustu sem nauðsynleg er hverju sinni.
Hlutverk stjórnvalda er að tryggja að svo sé, enda verð-
ur bætt öldrunarþjónusta ofarlega á dagskrá nýrrar
ríkisstjórnar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Gerum betur í þjónustu við aldraða
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Alþingi Íslendinga, 148. lög-gjafarþingið, verður sett ámorgun. Katrín Jakobs-dóttir forsætisráðherra
flytur stefnuræðu sína annað kvöld
klukkan 19.30 og í framhaldinu
verða umræður um hana. Þeim verð-
ur sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu og
á Alþingisrásinni.
Af þeim 63 þingmönnum sem
nú taka sæti á Alþingi hafa 10 ekki
áður gegnt þingmennsku og munu
þeir því undirrita drengskaparheit
að stjórnarskránni. Samkvæmt
venju mun skrifstofustjóri Alþingis,
Helgi Bernódusson, leggja dreng-
skaparheitið fyrir þingmennina til
undirritunar í þingsalnum. Þing-
maður sem ekki hefur unnið heitið
má ekki taka þátt í þingstörfum.
Þingsetningarathöfnin verður
með hefðbundnum hætti. Hún hefst
kl. 13.30 fimmtudaginn 14. desember
með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Forseti Íslands, biskup Íslands,
starfandi forseti Alþingis, ráðherrar
og alþingismenn ganga fylktu liði til
kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra
Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á
Reynivöllum í Kjalarnessprófasts-
dæmi, prédikar og séra Sveinn Val-
geirsson, sóknarprestur í Dómkirkj-
unni, þjónar fyrir altari ásamt
biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurð-
ardóttur. Organisti Dómkirkjunnar,
Kári Þormar, leikur á orgel og
kammerkór Dómkirkjunnar syngur
við athöfnina. Að guðsþjónustu lok-
inni er gengið til þinghússins.
Forseti setur Alþingi
Forseti Íslands, Guðni Th. Jó-
hannesson, setur Alþingi, 148. lög-
gjafarþing, og að því loknu tekur
starfsaldursforseti, Steingrímur J.
Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar
þingið og flytur minningarorð um
Pálma Jónsson, fyrrverandi alþing-
ismann og ráðherra. Félagar úr
Schola cantorum syngja við athöfn-
ina undir stjórn Harðar Áskels-
sonar. Starfsaldursforseti stýrir
kjöri 9 þingmanna í kjörbréfanefnd.
Þingsetningarfundi verður síðan
frestað til kl. 16.00. Þá strax verða
kjörbréf nýkjörinna þingmanna og
varaþingmanna afgreidd og að því
loknu hefst undirritun drengskap-
arheita.
Í 2. grein laga um þingsköp Al-
þingis segir svo: „Sérhver nýr þing-
maður skal vinna svofellt dreng-
skaparheit að stjórnarskránni
undireins og búið er að viðurkenna
að kosning hans sé gild, sbr. 47. gr.
stjórnarskrárinnar: Ég undirskrif-
aður/uð, sem kosin(n) er þingmaður
til Alþingis Íslendinga, heiti því, að
viðlögðum drengskap mínum og
heiðri, að halda stjórnarskrá lands-
ins.“
Að undirritun lokinni mun
starfsaldursforseti stjórna kjöri for-
seta Alþingis. Fyrir liggur sam-
komulag stjórnarflokkanna um að
Steingrímur J. Sigfússon verði kjör-
inn í það embætti. Steingrímur mun
því standa fyrir kosningu á sjálfum
sér. Að loknu ávarpi nýkjörins þing-
forseta verða kosnir sex varafor-
setar. Því næst verður kosið í fasta-
nefndir og alþjóðanefndir.
Loks verður þingmönnum út-
hlutað sætum. Það er gert þannig að
forseti les upp nöfn þingmanna sem
koma að borði skrifstofustjóra
og draga kúlur úr kassa með
númeri sem vísar til ákveðins
sætis í þingsalnum.
Fjárlagafrumvarpi árs-
ins 2018 verður útbýtt á
fundinum á morgun og
Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra mælir fyrir
frumvarpinu föstudag-
inn 15. desember kl.
10.30.
Hefðbundin setning
148. löggjafarþings
Morgunblaðið/Golli
Drengskaparheitið unnið Helgi Bernódusson (t.h.) færir nýkjörnum
þingmönnum textann til undirritunar við setningu Alþingis haustið 2016.
Ráðherrar í ríkisstjórn Katr-
ínar Jakobsdóttur taka í
fyrsta sinn sæti á ráðherra-
bekkjum Alþingis á morgun.
Fimm ráðherrar Sjálfstæð-
isflokksins í nýrri ríkisstjórn
sátu í ríkisstjórn Bjarna Bene-
dikstssonar sem lét af völdum
á dögunum. Aðrir ráðherrar
eru nýir. Meginreglan er sú að
ráðherrar sitja á ráðherra-
bekkjum í sömu röð og þeir
sitja við ráðherraborðið á
fundum sínum í Stjórnar-
ráðinu. Katrín Jakobsdóttir
tekur sæti Bjarna næst þing-
forseta á hægri hönd. Hin-
um megin, þingforseta
næst á vinstri hönd,
mun Bjarni taka sæti.
Sigurður Ingi Jó-
hannsson mun sitja
við hlið Katrínar. Að
öðru leyti verður
röðunin eins og við
ríkisstjórnar-
borðið.
Katrín fer í
sæti Bjarna
RÁÐHERRABEKKURINN
Katrín Jakobsdóttir