Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 Elsku amma mín. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okk- ur fyrir fullt og allt. Þú sem alltaf varst til staðar og vildir hjálpa mér við allt sem ég tók mér fyrir hendur. Þú sem varst svo hlý og með góða nær- veru. Allar stundirnar sem við átt- um saman uppi í bústað, í Stafna- selinu og núna síðustu dagana þína. Ég er svo þakklát fyrir þess- ar stundir. Ég gleymi því aldrei hvernig þú tókst mig í hlýja faðm þinn þegar mér leið illa og söngst fyrir mig all- ar vísurnar sem þú kunnir. Mér fannst þú hljóta að kunna allar heimsins vísur og þú söngst þær Hjördís Hjörleifsdóttir ✝ Hjördís Hjör-leifsdóttir fæddist 2. október 1940. Hún lést 29. nóvember 2017. Hjördís var jarð- sungin 12. desem- ber 2017. allar fyrir mig þang- að til mér leið betur. Þegar ég kom í heimsókn til þín passaðirðu vel upp á að ég færi ekki svöng út aftur. Þú hafðir endalausan áhuga á því hvernig námið mitt gengi, hvernig væri í vinnunni hjá mér og hvort mér liði ekki örugglega vel. Sömuleiðis fannst mér svo gaman að heyra sögur af þinni æsku og þínu lífi, þú gekkst í gegnum svo margt á ævi þinni, elsku amma mín. Þú varst sterkari fyrir vikið og ég mun halda heiðri þínum uppi í gegnum nafnið okkar. Ég ber nafnið stolt og mun halda minningu þinni á lofti og reyna eftir bestu getu að vera jafn hlý, sterk og mikil fyrirmynd og þú varst. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Lífslokin koma oft án fyrirvara og í tilfelli Þórdísar frænku minnar var það raunin. Það fór ekki mikið fyr- ir henni, en á sinn hægláta hátt naut hún lífsins, leikhús, kvik- myndahús og tónleikar voru helstu áhugamálin. Útivist var henni mikils virði, hún mætti snemma á morgnana í sund og fór flestra sinna ferða fótgangandi. Hún átti vini í Englandi og fór nokkrum sinnum að heimsækja þau sér til mikillar gleði. Þessu fékk ég öllu að fylgjast með. Við vorum bræðradætur og hún næst mér í aldri af 18 systk- inabörnum. Samband okkar á milli entist alla tíð og er að mestu henni að þakka, því hún var dug- leg að upplýsa mig um allt það markverðasta sem gerðist hjá systkinum hennar og þeirra fjöl- skyldum. Hún var elst sjö systk- ina og alltaf eitthvað áhugavert að gerast hjá þeim, enda mikið af hæfileikafólki í þeirra hópi. Oft komu vikulega bréf um hvað væri á döfinni, hvar fólkið hennar héldi sig, hvenær þau ættu afmæli, allt sem hún upplifði með þeim o.s.frv. Henni fannst betra að tjá sig skriflega, en við töluðum líka oft saman í síma. Símtölin voru yf- irleitt stutt, ekkert óþarfa raus, heldur staðreyndum komið til skila með hraði. Það voru fleiri en ég sem þurfti að upplýsa um gang mála. Hún fylgdist líka vel með mér og hvað væri á döfinni hjá minni fjölskyldu. Hennar mesta sorg í lífinu var þegar hennar elskulega móðir lést af slysförum á leið heim úr vinnu. Þær mæðgur höfðu búið saman og lífið verið öruggt og gott. En á ör- skots stund var allt breytt. Ég finn enn til innra með mér þegar ég minnist símtalsins frá henni þann örlagaríka dag, dýpri sárs- auki er vandfundinn. Hún kynnti sér andleg málefni eftir ýmsum leiðum og var sannfærð um líf eft- ir dauðann. Hún hafði ákveðnar skoðanir á því hvað tæki við. Í hennar huga var þar ljúft og gott að vera og þar yrðu fagnaðarfund- ir ættingja og vina. Þórdís Gunnarsdóttir ✝ Þórdís Gunn-arsdóttir fædd- ist 15. mars 1942. Hún lést 3. desem- ber 2017. Útför Þórdísar fór fram 12. desem- ber 2017. Það verða ekki fleiri símtöl eða bréf, ég mun sakna þeirra, en minningin um samband okkar frænknanna í gegn- um lífið mun lifa með mér. Kæru Gunnars- börn og fjölskyldur, einlægar samúðar- kveðjur frá okkur Leifi og fjölskyldu. Þórunn Edda. Nú þegar Þórdís frænka og Sigurður Pálsson skáld eru horfin á braut með skömmu millibili finnst mér eins og litli og stóri vís- irinn hafi verið fjarlægðir úr gangverki miðbæjarins. Aldrei framar sé ég Tótu þumlungast upp Túngötuna í fjólubláu káp- unni sinni; fastastjarna er horfin af festingunni. Þórdís var algjör ráðgáta: ein- stæðingur, en að sama skapi ómissandi þáttur í lífi svo margra; fjarlægari eftir því sem þú komst nær henni – nálægri eftir því sem þú varst lengra í burtu frá henni. Símtölin voru sjaldnast lengri en mínúta enda kom Tóta sér strax að efninu: „Cliff Richard er í út- varpinu, bless“, „Má ég fara með ljóð fyrir þig...?“ Að ekki sé minnst á aragrúa bréfa sem hún sendi hvort sem viðtakandinn bjó í næstu götu eða fjarlægum deild- um jarðar, öll handskrifuð með sama laginu og stíllinn einstakur — hversdagsleiki í bland við fram- úrstefnulegt vitundarflæði. Þórdís var svo sannarlega sér- vitur en þá ber að hafa í huga það sem Dostojevskí skrifar í Kar- amazov-bræðrunum: „Sérvitring- ur er ekki alltaf einstakur í sinni röð og ekki nóg með það, heldur er það einmitt hann sem að öllum líkindum geymir í sér kjarna heildarinnar sem allir samtíma- menn hans hafa af einhverjum ástæðum slitnað frá.“ Ef bréfa- skrifum Þórdísar væri safnað saman er ég viss um að við blasti einstök heild og frumlegt framlag til bókmennta, sjónlista og menn- ingarsögu þjóðarinnar. Sem manneskja var Tóta afar ólík systkinum sínum sex en að sama skapi kjarnaðist á einhvern hátt öll Öldugötufjölskyldan í þessari litlu, álútu konu. Ég dáist að þrautseigju hennar en ekki síður glaðværðinni, bernskri og bráð- smitandi, sem Þórdís varðveitti Elsku Leifur. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, nú þegar við fylgjum þér síðasta spölinn. Og það er fyrst og fremst hlýja sem fylgir þessum minn- ingum. Þú hefur fylgt okkur fjöl- skyldunni á Smáraflöt 8 alla tíð. Í minningunni situr þú í eldhús- inu hjá okkur – í húsinu sem þú tókst þátt í að byggja. Alltaf tilbúinn að hjálpa til, í stórum verkum og litlum. Með notalega nærveru, yfirmáta rósemi og hlýju. Þú gekkst þinn sann- kristna veg og sýndir það í verki með þátttöku í KFUM og ófá handtökin áttir þú í byggðinni í Vatnaskógi. Þú kunnir líka að njóta þess sem lífið gaf, hvort sem það var að njóta klassískrar tónlistar eða vera á fjöllum – bæði á göngu að sumri til og renna þér á gönguskíðum yfir fannhvíta mjöll að vetri til. Þolinmóður og hjálpsamur varstu hvort sem það var að leyfa okkur sem litlum frænkum að fljóta með á skíði – eða jafn- vel koma til hjálpar í undirbún- ingi fyrir dönskupróf þegar þú bentir á að geografi þýddi ekki gíraffi, eins og þú hafðir ein- hverju sinni svarað á prófi sjálf- ur. Ótrúlegt en satt þá átti þessi spurning eftir að koma á dönskuprófinu síðar þennan dag. Og þó að ein minningin kalli kannski fram hroll, þá kallar hún ekki síður fram hetjuljóma, en það var þegar við vorum að ferðast saman inn í Þórsmörk einhverju sinni og fremri bíllinn varð stopp í jökullóninu vegna vatnavaxta. Þú gerðir þér lítið fyrir og óðst út í lónið með tóg um þig miðjan, bast í bílinn – til baka og upp úr lóninu þar sem þú tryggðir tógið milli tveggja bíla. Annar á bakkanum og hinn fastur í lóninu. Með yfirvegun þinni og trú á að allt færi vel Leifur Hjörleifsson ✝ Leifur Hjör-leifsson fædd- ist 10. janúar 1935. Hann lést 27. nóv- ember 2017. Útför hans fór fram 12. desember 2017. komstu okkur óhultum í land. Þú varst lánsam- ur að ganga veginn með Huldu og eign- ast þar með stóra fjölskyldu sem henni fylgdi, og varðst án efa besti afi sem hægt er að eignast. Elsku Leifur – við kveðjum þig þegar birtan í myrkrinu er sem mest. Jólahátíðin með allri sinni fallegu tónlist, samveru og föstu hefðum. Svona eins og þú varst. Elsku Hulda, við vottum þér og fjölskyldu þinni innilega sam- úð en vitum jafnframt að minn- ingin um Leif mun verma alla tíð. Þuríður (Didda), Jón, Þórunn, Sveinbjörg og fjölskyldur. Vinur minn Leifur hefur und- anfarin ár glímt við erfið veik- indi, seinustu árin var hann rúm- liggjandi á Droplaugarstöðum, þar sem hann fékk góða umönn- un. Fyrstu kynni okkar Leifs voru á fundum í KFUM í Laugarnesi, þar sem hann var einn af foringj- unum sem stjórnuðu félagsstarf- inu. Upp í hugann kemur þegar hann lék Skugga-Svein í sam- nefndu leikriti, Leifur átti stór- leik enda stór og dimmraddaður. Leifur var félagi í kristniboðs- flokki sem nefndist Kátir dreng- ir, en þar fylgdumst við að í fjöldamörg ár. Samstarfsmenn vorum við í ýmiss konar smíðaverkefnum en á sumrin stundaði ég smíðavinnu með Leifi. Hann vann m.a. við byggingu á Þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal, endurbygg- ingu á Viðeyjarstofu og smíði á íþróttahúsum Vatnaskógi og Vindáshlíð auk fjölda annarra verka. Leifur var vandvirkur smiður, „máltækið“ hjá honum var „mæla tvisvar, saga einu sinni“, ekki vanþörf á þegar byrjendur áttu í hlut. Óteljandi eru ferðirnar sem Leifur fór með vini sínum Sverri Axelssyni upp í Vatnaskóg til að sinna viðhaldi á staðnum, í sjálfboðavinnu. Þegar ég var að byggja yfir fjölskylduna rétti Leifur mér oft hjálparhönd og mætti meira að segja óbeðinn. Eitt sinn var ég á laugardagsmorgni ásamt Jennu konu minni að streða við að skrúfa upp loftaplötur, nema hvað birtist ekki bjargvættur- inn Leifur og aðstoðaði okkur við verkið. Áhugi á skíðum varð til þess að margar ferðirnar fórum við, fyrst á skíðasvæðið í Hveradöl- um og síðan í Bláfjöll þegar var opnað þar. Minningar um frum- stæðar aðstæður, toglyftu, eða að klöngrast upp brekkur á gömlum skíðahlunkum. Eitt sumarið datt okkur í huga að fara í skíðaferð í Kerlingarfjöll, Leifur hafði eignast forláta Bronco-jeppa. Ætlunin var að sofa í tjaldi og skíða á daginn, en þegar við komum á skíða- svæðið var komin grenjandi rigning, þannig að aldrei var stigið á skíðin. Síðustu starfsárin vann Leif- ur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, þar sem hann tók að sér við- haldsverkefni sem tengdust smíðum. Huldu og nánustu ættingjum Leifs vottum við Jenna samúð okkar um leið og ég bið Guð um að blessa minningu hans. Gunnar Örn Jónsson. Kveðja frá KFUM og KFUK Í dag kveðjum við kæran fé- lagsmann, Leif Hjörleifsson. Leifur hóf ungur þátttöku í starfi KFUM í húsi sem nefnd- ist Drengjaborg og stóð við jarðræktarreit KFUM í Laug- ardalnum í Reykjavík. Leifur varð virkur félagsmaður og tók sem unglingur þá ákvörðun að gerast liðsmaður Jesú Krists. Ákvörðun sem mótaði líf hans og hann hvikaði aldrei frá. Það munaði um Leif í fé- lagsstarfinu. Sem ungur maður var hann leiðtogi í æskulýðs- starfi félagsins í starfi KFUM í Laugarnesi og á sumrin var hann foringi í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Margir fé- lagsmenn, þá sem drengir, minnast Leifs með hlýju frá þessum árum Leifur lærði tréiðn og starf- aði við smíðar allan sinn starfs- aldur. Í frítíma sínum kom hann jafnframt að mörgum bygging- ar- og viðhaldsverkefnum á vegum félagsins, bæði í Reykja- vík og í sumarbúðunum í Vatna- skógi og Vindáshlíð. Þau munu vera æði mörg verkefnin sem hann bæði undirbjó, verkstýrði og tók fullan þátt í. Fyrstu kynni undirritaðs af Leifi voru í sjálfboðavinnu í Vatnaskógi en þar lagði hann gjörva hönd á margt allt fram á síðustu ár. Í slíkum ferðum var oft glatt á hjalla og mörg málefni krufin, hvort sem þau snerust um stjórnmál eða félagsstarfið. Leifur hafði ljúfa og hlýja nærveru. Hann var léttur í lund og það var ávallt gott að leita til hans hvort sem það snerist um góð ráð eða að sinna einhverju verkefni. Hann vildi veg KFUM og KFUK ávallt sem mestan og tók alla ævi virkan þátt í starfi þess. Hann mætti á vikulega fundi í aðaldeild KFUM og söng með karlakór KFUM meðan heilsan leyfði. Fyrir hönd félagsins flyt ég fjölskyldu hans samúðarkveðju. Minning um góðan félaga lifir. Helgi Gíslason formaður KFUM og KFUK á Íslandi. Kveðja úr Vatnaskógi Í dag kveðja Skógarmenn góðan dreng, öflugan sjálfboða- liða og traustan vin. Leifur var ljúfmennskan holdi klædd, lúmskur húmoristi og alltaf tilbúinn að taka þátt í uppbygg- ingu, viðhaldi og rekstri stað- arins. Segja má að Leifur hafi komið að byggingu allra húsa í Vatnaskógi að Gamla skála und- anskildum: Bátaskýli, Kapella, Matskáli, Laufskáli, Leikskáli, Lerkiskáli og Birkiskáli. Leifur var yfirsmiður að Mat- skálanum ásamt Guðbjarti Andréssyni þegar það hús var byggt árin 1964-68. Á þeim ár- um voru í Skóginum drengir sem síðar urðu landsþekktir skemmtikraftar undir nafninu „Kaffibrúsakarlarnir“. Sagan segir að þeir Leifur og Guð- bjartur séu fyrirmyndin að þeim dúett. Leifur sat í stjórn Vatnaskóg- ar í 20 ár, árin 1957-77, þar af varaformaður nær allan þann tíma. Leifur var sæmdur gull- merki Skógarmanna KFUM 15. september árið 2000. Þær eru ófáar stundirnar sem Leifur hefur gefið æsku Ís- lands með vinnu sinni í Vatna- skógi og fyrir það þökkum við sem nú njótum þess sem hann skildi eftir sig þar. Skógarmenn KFUM senda fjölskyldu Leifs innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Skógarmanna KFUM, Ársæll og Ólafur. Ástkær faðir okkar, bróðir, vinur og afi, KRISTMUNDUR SIGURÐSSON málari, Rauðavaði 5, Reykjavík, lést á Dennicketorp, Svíþjóð, laugardaginn 2. desember. Kristmundur verður jarðsettur í Grafarvogskirkju föstudag 15. desember og hefst útförin klukkan 13. Kristmundur Axel Kristmundsson Sigurður Freyr Kristmundsson Jónína Guðný Kristmundsdóttir Anna Stefanía Kristmundsdóttir Hrefna Sigurðardóttir Elísabet Kristjánsdóttir og barnabörn Faðir okkar, ÓLAFUR EGILSSON frá Hnjóti, Örlygshöfn, lést á Vífilsstaðaspítala 9. desember. Hann verður jarðsunginn frá Sauðlauksdalskirkju laugardaginn 16. desember klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sauðlauksdalskirkju (kt. 560269-3669, bankanr. 0153-05-10000). Anna Heiða Ólafsdóttir Guðný Ólafsdóttir Sverkmo Egill Ólafsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG SIGJÓNSDÓTTIR, Espigerði 16, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 18. desember klukkan 13. Sigrún Gísladóttir Hörður Geirlaugsson Tómas Gíslason Ingibjörg Magnúsdóttir Gísli Friðrik Gíslason Birgit W. Hansen barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og ömmusystir, MARÍA EGGERTSDÓTTIR, Karlagötu 7, sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 6. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 18. desember klukkan 15. Jóhann Teitur Ingólfsson Halldóra Ingólfsdóttir Kjartan Birgisson Hildur Kjartansdóttir María Kjartansdóttir Kristín, Jóhannes og Lilja Sólrún

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.