Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér Og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (SPÞ) Þín afastelpa, Emelía Rún. Elsku besti afi minn. Takk fyrir að koma alltaf og horfa á mig spila fótbolta, spila á tón- leikum og taka mig svona oft með til Flórída. Þú varst alltaf svo góður við mig. Núna þarf ég að finna annan til að spila skák við. Og við ætluðum saman í Reykjavíkurmaraþonið, en ég hleyp fyrir þig og veit að þú verður með mér. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þú passar Perlu og Arnar fyrir mig. Ég passa ömmu. Elska þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þinn, Andrés. Það er með sorg og söknuði sem ég minnist vinar míns Andrésar K. Hjaltasonar. Sam- starf okkar hófst innan Kiwanis- hreyfingarinnar á sumarhátíð að Álfaskeiði þar sem hann bað mig að koma með sér í svæðis- stjórn þar sem hann var að taka við sem svæðisstjóri í Ægis- svæði og síðan þróaðist sam- starfið. Síðar er hann var að undirbúa starf sitt sem umdæm- isstjóri Kiwanisumdæmisins Ís- land-Færeyjar bað hann mig að vera umdæmisritari í stjórn sinni en svo varð ekki þar sem ég var síðan beðinn að verða kjörumdæmisstjóri með Andrési og þar hófst tímabil náins sam- starfs og mikillar vináttu. Í starfi sínu innan Kiwanis nýttist vel reynsla hans úr daglegu starfi sem stjórnandi og að hafa við hlið sér sína góðu konu, Jó- hönnu, sem hann kallaði ritara sinn innan Kiwanis, sem studdi hann með ráðum og dáð. Andrés hafði lag á að fá menn til liðs við sig og til að ná sam- fellu í starfið og unnum við Andrés stefnumótun til lengri tíma með Guðmundi Baldurs- syni, þá sem fráfarandi umdæm- isstjóra. Síðan þróaðist það áfram með Matthíasi Péturssyni og Óskari Guðjónssyni. Við köll- uðum okkur skuggaráðuneytið og hittumst árlega með mökum okkar í mat til skiptis hvert hjá öðru. Þannig varð til vinátta sem náði einnig til maka. Andrés var kallaður til fleiri Andrés Kristinn Hjaltason ✝ Andrés Krist-inn Hjaltason fæddist 27. desem- ber 1955. Hann varð bráðkvaddur 21. nóvember 2017. Útför Andrésar fór fram 12. desem- ber 2017. verka innan Kiwan- is. Hann var í framboði til Evr- ópuforseta og mun- aði litlu að hann næði kjöri. Hann stýrði fræðslumál- um hreyfingarinnar um árabil og nú síðustu ár var hann forseti Trygginga- sjóðs Kiwanis. Alla sína tíð innan Kiw- anis var hann einn af máttar- stólpum síns klúbbs, Keilis í Reykjanesbæ, og ekki síður Kiwanishreyfingarinnar. Við hjónin minnumst fjölda samverustunda, eins og ferðar til Póllands 2007 vegna Evrópu- þings þar sem hans góðu for- eldrar voru með í för, ferðar sama ár til San Antonio í Texas á heimsþing Kiwanis og svo 2008 til Orlando í Florida á heimsþing Kiwanis og í fram- haldi dvöldum við í sumarhúsum og áttum ásamt fjölskyldum þar góðan tíma og fórum saman m.a. í Disney world. Þar nutu börnin sín og ekki síður börnin í okkur fullorðnu. Telma dóttir okkar minnist með hlýhug góðra samskipta þar. Með Andrési er genginn einn af öflugustu félögum Kiwanis- hreyfingarinnar á Íslandi og er hans sárt saknað og er hugur okkar hjá fjölskyldu Andrésar. Harmur og söknuður er sár- astur hjá Jóhönnu hans góðu konu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og foreldrum og vottum við þeim okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum vináttuna, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Andrésar K. Hjaltasonar. Gylfi og Nína. Vinur minn Andrés! Þeir eru nú liðnir nokkrir áratugirnir síðan við Andrés kynntumst fyrst. Ég var þá farinn að vinna fyrir Hjalta, pabba Andrésar, og eitt sinn kom Andrés með honum á stofuna til mín í Hafnarfirði. Ég verð að játa að ekki leist mér vel á Andrés við þessi fyrstu kynni. Mér fannst hann sýna kuldalegt og hrana- legt viðmót. Ég og Hjalti höfðum fram að þessu átt farsæl og ánægjuleg samskipti sem smám saman þróuðust upp í vináttu. Hjalti er með vandaðri og traustari mönnum sem ég hef kynnst. Hjalti trúði mér eitt sinn fyr- ir að hann hefði áhyggjur af að Andrés virtist ekki hafa áhuga á rekstrinum sem hann var með, þ.e. verktakafyrirtækinu Hjalti Guðmundsson. Við urðum svo sammála um að Andrés þyrfti meiri tíma til að velta hlutunum fyrir sér og hann að treysta Andrési fyrir meiru. Þau urðu ekki mörg árin sem síðan liðu áður en Andrés var búinn að taka daglegan rekstur fyrirtækisins að mestu leyti yfir. Þar með hófust samskipti okkar Andrésar fyrir alvöru sem fljót- lega þróuðust upp í einstaka vináttu. Þegar Jóhanna fór svo að vinna á skrifstofu fyrir- tækisins varð fljótlega til sér- stakt vináttusamband okkar þriggja. Í mörg ár annaðist ég verk- þjónustu fyrir fyrirtæki þeirra feðga. Á þessum árum var feng- ist við ýmislegt. Ekkert verk var svo stórt að ekki væri í lagi að bjóða í það og mörg voru verkin sem náðust, stór og smá, sem fyrirtækið skilaði síðan af sér með sóma. Það skal fúslega játað að þetta kuldalega og hranalega viðmót sem mér fannst Andrés sýna mér í okkar fyrstu kynn- um hvarf um leið og ég fór að kynnast honum. Fyrir innan þennan skráp var ljúfur og til- finningaríkur maður sem ég met mikils að hafa fengið að kynnast og átt að einstökum vini. Við Hjördís eigum ógleyman- legar minningar um samskiptin sem við áttum við Andrés og Jó- hönnu dagana fyrir andlátið. Jóhanna og fjölskylda hennar eiga okkar Hjördísar dýpstu samúð. Kristján Stefánsson. Hinsta kveðja frá Einherjum Þegar okkur barst andláts- fregn félaga okkar og samherja, Andrésar Kristins Hjaltasonar, kom hún mjög á óvart. Við viss- um að hann hafði lengi átt við erfið veikindi að stríða, en að kallið kæmi jafn skyndilega og raun bar vitni, óraði engan fyrir. Frammi fyrir þessum veruleika staldrar maður nú við og setur hljóðan. Kiwanisumdæmið Ísland- Færeyjar sér á bak einstökum félaga. Andrés gekk í Keili í Keflavík 1991 og gegndi þar flestum embættum af alúð og atorku. Forseti var hann 1996- 97, svæðisstjóri Ægissvæðis 1999-2000, sat í K-dagsnefnd og var formaður fræðslunefndar og Tryggingasjóðs. Umdæmisstjóri var Andri 2006-07. Í lok um- dæmisstjórnartíðar hans sæmdi Keilir hann Hixon-orðunni, einni æðstu heiðursviðurkenningu Kiwanishreyfingarinnar. Andri var Kiwanisfélagi eins og við viljum hafa þá. Ástríðu- fullur athafnamaður með stórt Kiwanishjarta, sem sló takt með hugsjónum hreyfingarinnar, ætíð öflugur og ósérhlífinn í Kiwanisstarfi sínu fyrir klúbb og hreyfingu. Hann var fylginn sér og gaf sig allan í verkefni líðandi stundar, framsýnn og alltaf boð- inn og búinn til að veita góð ráð eða hjálparhönd. Andri var far- sæll umdæmisstjóri og ávann sér mikla virðingu jafnt innan- lands sem utan. Ótímabært frá- fall hans er harmað af Kiwanis- vinum og velunnurum um allan heim. Ég, þá í Kiwanisklúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli, kynnt- ist Andra fyrst í gegnum starf hans í Keili. Enn nánar kynnt- umst við þó eftir að Andri bað mig að verða umdæmisritari í umdæmisstjóratíð sinni. Vitandi hvern mann Andri hafði að geyma var það heiður að fá að vinna með og læra af honum. Í tvö eftirminnileg ár störfuðum við náið sama og þroskuðum jafnframt trúnað, samkennd og vinatengsl okkar sem efldust jafnt og þétt. Við vissum alltaf hvor af öðrum og ræddum oft Kiwanismálin í hreinskilni og af ástríðu. Margar ómetanlegar ánægjustundir áttum við og með mökum okkar innanlands og utan. Andri var mikill fjölskyldu- maður og leið hvergi betur en í faðmi hennar. Hann og Hanna voru ótrúlega náin og samhent og styrktu hvort annað í lífi og starfi. Fyrir mér voru þau sem eitt og ekki af engu að ég nefndi þau „Handra“. Andri var gleði- maður og naut líðandi stundar. Ég mun ævinlega sakna háværs, kitlandi og hvells hláturs hans, sem var jafnan til marks um að hann væri á staðnum og það væri gaman! Sömuleiðis mun ég sakna þess hvernig hann batt oft enda á erfiða orðræðu með fullyrðingunni um að „svona væri þetta bara“ og þar með var málið útrætt. Einherjar, félagsskapur fyrr- verandi umdæmisstjóra Kiwan- ishreyfingarinnar, kveðja góðan félaga. Hann hefur háð sína síð- ustu orrustu á Vígríðarvöllum og gleðst ei lengur saman með oss í Valhöllu! Skarð er fyrir skildi, en eftir lifir minningin um góðan dreng, kæran vin og um það sem var og hefði getað orðið. Einherjar færa Hönnu, fjöl- skyldu Andra, ástvinum hans og Keilisfélögum hugheilar og inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd Einherja, Óskar Guðjónsson, goði. Það er erfitt að ímynda sér hvernig lífið verður án Andra. Við höfum verið hluti af tilveru hvor annars frá því að ég man fyrst eftir mér. Á milli okkar myndaðist sterkur strengur sem var órjúfanlegur og finnst mér hann toga í þennan streng í dag því minningarnar um góðan dreng og minn besta vin hrann- ast upp. Við vorum saman í barnaskóla og gagnfræðaskóla í Keflavík. Ég man eftir góðum tímum saman í skólaferðalög- um, pókerspilakvöldum, ball- ferðum og fleiri skemmtilegum samverustundum. Það var stundum langt á milli okkar og við hittumst ekki í langan tíma en strengurinn slitnaði aldrei. Þegar við vorum orðnir ráðsett- ir menn með börn og buru tog- aði strengurinn okkur aftur þéttar saman. Hann var alltaf tilbúinn að leggja fram hjálp- arhönd og aðstoðaði okkur við ýmis verk og nú síðast að steypa upp fyrir mig núverandi heimili. Við eignuðumst sumar- bústaði hlið við hlið í Hraun- borgum þar sem við áttum margar góðar stundir saman en virtum þó þörf á ró og næði hvor annars í sveitinni. Við byggðum bústaðina frá grunni og fórum við saman að kaupa rotþrær. Ég kom minni fljótlega niður en þú varst mikið upptek- inn við önnur verk á þeim tíma. Rotþróin þín fór á flakk í miklu óveðri sem gekk yfir sveitina og höfðum við gaman af að segja frá að þetta væri ansi félagslynd rotþró því hún væri búin að kíkja í heimsókn til næstu ná- granna. Rotþróin endaði þó á réttum stað og þjónar nú sínu hlutverki fyrir glæsilegan bú- stað sem fjölskyldan hefur byggt saman. Undanfarin ár hefur aldrei verið langt á milli okkar. Við er- um búnir að vera saman í Kiw- anis í 25 ár þar sem þú hefur staðið þig með mikilli prýði og sinnt öllum æðstu embættum hreyfingarinnar í umdæmi okk- ar og þú varst næstum því orð- inn Evrópuforseti. Ég minnist skemmtilegra veiðiferða þar sem þú varst stoltur af flugum sem þú varst að hnýta sjálfur. Síðasta veiðiferðin okkar saman var núna um miðjan október þar sem við vorum við veiðar í Eldvatni með Kiwanisfélögum okkar í Keili. Þótt þú gerðir ekki mikið úr því mátti sjá að þrek þitt var minna en áður en þú varst jafnkátur og -hress og hafðir meiri áhyggjur af heilsu annarra en þinni. Þú varst í raun alltaf að hugsa um heilsu annarra og hamingju. Hér áður fyrr varstu íklæddur smá brynju sem ekki allir komust í gegnum en með tímanum varð þessi brynja mjög þunn og flest- ir komust í gegnum og komust þar að mjög góðri og tilfinn- ingaríkri sál. Fjölskylda þín hefur þurft að glíma við miklar sorgir og erfiða tíma en þið Hanna hafið haldið ótrúlega vel og blíðlega utan um hópinn ykkar. Hanna var stoð þín og stytta í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, bæði við at- vinnu og félagsstörf. Hún var einnig þinn besti vinur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og verið stoltur af því að kalla þig þig minn besta vin. Hvíl þú í friði, minn kæri vinur. Ég votta Hönnu og börnum ásamt fjölskyldu mína dýpstu samúð og vona að æðri máttur styrki ykkur á erfiðum tímum. Björn Herbert Guðbjörnsson. Mig langar að minnsta félaga míns með nokkrum orðum. Leiðir okkar Andrésar lágu saman þegar ég gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna árið 1994. Það fór ekkert á milli mála strax við fyrstu kynni að Andrés var ekki bara stór á velli, hann var miklu stærri í andanum. Það hafa fáar ákvarðanir verið tekn- ar í okkar ágæta klúbb án þess að Andrés hefði eitthvað um það að segja, við leituðum mikið til hans til að fá ráðleggingar. Andrés hefur verið einn af okk- ar öflugustu leiðtogum, hann hefur haft gott lag á því að stjórna og treysta öðrum til að framkvæma, góðir leiðtogar leggja meginlínur, eru til staðar og ráðgjafar. Andrés hefur gegnt fjölmörgum embættum innan okkar ágætu hreyfingar, verið forseti, svæðisstjóri, um- dæmisstjóri, formaður fræðslu- nefndar umdæmisins, formaður tryggingasjóðs undanfarin ár og svo mætti lengi telja. Þannig fór að þegar Andrés var kosinn til að gegna æðstu stöðu í Kiwanisumdæminu okk- ar, Ísland-Færeyjar, starfsárið 2006-2007, fór hann á leit við mig að ég tæki að mér að vera umdæmisféhirðir, sem ég gerði. Þá kynntist ég hversu góður hann var í mannlegum sam- skiptum. Við fyrstu kynni voru margir hálfsmeykir við þennan stóra og oft hrjúfa mann, það breyttist yfirleitt mjög fljótt hjá flestum. Hann naut mikils trausts hjá Kiwanisfólki. Þegar maður lítur til baka og fer yfir farinn veg, þá er þessi frasi það fyrsta sem manni dett- ur í hug: „þetta er bara svona“ eða „þetta er bara svoleiðis“. Þá fékk maður greiningu umbúða- laust og vandamálið skýrt út. Stundum voru ekki allir sáttir í fyrstu, en yfirleitt þá var „þetta bara svona“, hægt að fara í verkefnið og afgreiða. Það er mikill missir fyrir Kiwanisklúbb þegar félagi fellur frá, á þremur árum hafa fimm félagar okkar fallið frá, tveir aðrir sem dóu stuttu eftir að þeir hættu í klúbbnum. Er nokkuð viss um að þeir félagar mæta á fundi og láta ljós sitt skína á nýjum stað. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og fá að vera samferðamaður Andrésar Kr. Hjaltasonar þessi 23 ár sem við höfum gengið saman í gegnum Kiwanisstarfið. Held að það eigi hvergi betur við en í þessu tilfelli að segja að Andrés hafi átt hauk í horni sem hefur verið honum stoð og stytta í gegnum allt hans starf, það er hún Hanna okkar, eða eins og við félagarnir kölluðum hana oft í gríni „Einkaritarann“. Ég vil votta Jóhönnu og allri fjölskyldunni innilega samúð, megi góðir vættir hjálpa þeim á þessu erfiðu tímum. Arnar Ingólfsson. Hann var hár maður á velli, talaði hátt og skýrt, hló hátt og innilega og þegar maður hitti hann faðmaði hann mann fast og innilega. Þetta er hann Andri sem ég kynntist þegar við vor- um í barnaskóla, við vorum jafnaldrar og skólasystkin. Síð- an kynntist ég honum örlítið betur þegar litlu systur okkar fæddust 3. janúar 1972, þær Steinþóra Eir og Bryndís María og ennþá betur þegar systkini okkar þau Brynja og Leifur fóru að vera saman, þá fékk ég að kynnast fjölskyldunni allri og eignaðist stóran vinahóp, fann strax að þau systkin höfðu öll að geyma þá hlýju og góðvild sem þau höfðu fengið í uppeldi hjá foreldrum sínum, þeim Erlu og Hjalta sem syrgja nú frumburð sinn. Ég fann strax að Andri var tryggur og góður vinur, vinur sem ég var ekki að heimsækja heldur þegar ég hitti hann þá áttum við oft góð og djúp sam- töl. Mér er sérstaklega í minni samtalið sem við áttum þegar hann var að selja jólatré fyrir Kiwanis á síðasta ári, þá rædd- um við saman um lífið og til- veruna, gleðina og sorgina í líf- inu, samtal eins og tveir lífsreyndir spekingar, niður- staða þessa samræðna var að þegar upp er staðið þá eigum við bara núið og að og hinn eini sanni fjársjóður lífsins væri fjöl- skyldan okkar. Eftir þetta góða samtal þá keypti ég jólatré og fór heim full af kærleika og þakklæti fyrir fjársjóðinn minn. Og þegar við hittumst í stórri stofnun hér í bæ, þar sem Andri var að fara á fund hárra herra, snéri sér við í dyrunum þegar hann sá mig og sagði við fund- armenn „þessari konu verð ég að heilsa“ þá fékk ég þetta hlýja og góða faðmlag frá honum. Við vorum að ræða saman nokkrar skólasystur sem hittast einu sinni í viku í gönguhópi, að það væru þrír skólabræður sem væru alltaf svo hlýir og inni- legar þegar við hittum þá og þeirra á meðal væri Andri. Andri varð þeirrar gæfu að aðnjótandi að kynnast hennar Hönnu sinni, sínum besta vini en saman gengu þau í gegnum súrt og sætt, eignuðust saman börn og misstu einnig. Þegar maður fæðist er eng- inn sem lofar manni því að það sé alltaf gaman, það skiptast á skin og skúrir en spurningin er hvernig maður tekur á þeim verkefnum sem maður fær, elsku Hanna, Erla María, Lauf- ey Ósk, Einar Örn, barnabörn og tengdabörn, ég bið góðan Guð að leiða ykkur í gegnum þetta stóra verkefni sem sorgin er því fallinn er frá góður mað- ur og manni finnst að lífið verði fátækara eftir en einnig ríkara af góðum minningum um góðan og tryggan mann sem Andri var. Elsku Erla og Hjalti, Brynja, Gummi, Steinþóra og fjölskyldur, Guð gefi ykkur öll- um trú, von og kærleika í sorg- inni. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Oddný Guðbjörg Leifsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.