Morgunblaðið - 13.12.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. „Það hefur bara allt sinn tíma“
2. Andlát: Jóhannes Kristjánsson
3. Þórir pirraður eftir sigurinn …
4. Mikil lækkun á verði notaðra …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Gígja Guðfinna Thoroddsen, betur
þekkt sem GÍA, hefur opnað einka-
sýningu á verkum sínum á 2. hæð í
Iðnó. Sýningin nefnist Listin og ástin
búa innra með okkur öllum og hefur
að geyma ný verk í bland við myndir
sem tengjast jólahátíðinni.
GÍA sýnir í Iðnó
Með gleðiraust
og helgum hljómi
er yfirskrift kvöld-
stundar í Nor-
ræna húsinu í
kvöld kl. 20 til að
fagna aðventunni.
Þar flytja selló-
leikarinn Cather-
ine Maria, píanist-
inn Laufey Sigrún Haraldsdóttir og
söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir
hugljúf jólalög. Aðgangur er ókeypis
og tónleikagestum velkomið að
syngja með eða bara hlusta.
Með gleðiraust og
helgum hljómi í kvöld
Söngkonan Hanna Dóra Sturlu-
dóttir og Snorri Sigfús Birgisson
píanisti koma fram á síðustu hádeg-
istónleikum ársins í Salnum í dag kl.
12.15. Á efnisskránni eru jólalög,
þeirra á meðal „Hátíð fer að höndum
ein“, „Með gleðiraust og helgum
hljóm“, „Á
jólanótt“ og
„Hin fyrstu
jól“. Að-
gangur er
ókeypis.
Jólastemning í Saln-
um í hádeginu í dag
Á fimmtudag Norðan 5-13 og dálítil él með norður- og austur-
ströndinni en léttskýjað sunnan heiða. Frost víða 1 til 7 stig.
Á föstudag Harðnandi frost, allt að 15 stig um kvöldið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari vindur í dag en var í gær og
léttir til sunnan jökla. Hiti um og yfir frostmarki en í nótt átti að
frysta víðast hvar, einkum inn til landsins.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Fram
sneru við blaðinu í síðari
hálfleik gegn Selfossi í Olís-
deild kvenna í handknatt-
leik í gærkvöldi. Fyrir vikið
vann Fram öruggan sigur,
28:20. Haukar lögðu Fjölni á
sama tíma, einnig sannfær-
andi, 28:22, í Hafnarfirði.
Haukar fylgja þar með efsta
liði deildarinnar, Val, fast
eftir. Fram situr hinsvegar í
þriðja sæti, fjórum stigum á
eftir Val. »4
Öruggt hjá Fram
og Haukum
Hið sigursæla kvennalið Fram í hand-
knattleik er tekið fyrir í liðskynningu
Morgunblaðsins í dag. Fram er
ríkjandi meistari en saga liðsins
geymir tuttugu og einn Íslandsmeist-
aratitil fyrir sigra í ýmsum öðrum
mótum. Fyrsti titill Fram í meistara-
flokki kvenna kom
árið 1950. »2-3
Rík sigurhefð hjá
handboltakonum í Fram
Jóhann Berg Guðmundsson og liðs-
félagar hans í Burnley eru komnir í
fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Stoke á
heimavelli sínum í gærkvöldi. Ashley
Barnes skoraði sigurmarkið undir
lokin þegar allt virtist stefna í jafn-
tefli. Jóhann Berg lék að vanda með
Burnley frá upphafi til enda leiksins
og stóð fyrir sínu. »1
Jóhann Berg og Burnley
gefa ekkert eftir
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við
kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er
lifandi starf alla daga vikunnar og
við svo heppin að tengslin hér í
hverfinu leyfast og haldast enn góð
milli skóla og kirkju og eru öllum
mikilvæg. Á aðventunni hafa hópar
nemenda úr grunnskólum hér í
grenndinni komið í heimsóknir og
krökkunum hefur líkað það vel. Og
þannig finnst mér þetta líka eiga að
vera,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borg-
þórsson, sóknarprestur í Seljakirkju
í Reykjavík.
Þess verður minnst næstkomandi
sunnudag, sem er sá þriðji í aðventu,
að þrjátíu ár eru frá því Seljakirkja
var vígð – það er 13. desember 1987.
Klukkan 14 er hátíðarmessa þar sem
sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Íslands, predikar og prestar kirkj-
unnar, þau sr. Ólafur og Bryndís
Malla Elídóttir, þjóna fyrir altari.
Raunar hefur þessara tímamóta ver-
ið minnst með margvíslegu móti í
kirkjustarfinu að undanförnu.
Fjögur sjálfstæð hús
Seljasókn var stofnuð árið 1980 og
séra Valgeir Ástráðsson var kjörinn
sóknarprestur það sama ár. Fyrstu
árin voru heimkynni safnaðarstarfs-
ins í húsi við Tindasel en guðsþjón-
ustur í Ölduselsskóla. Fermingar-
messur voru svo í hinum ýmsu
kirkjum borgarinnar allt þar til
Seljakirkja var tekin í notkun sem
fyrr segir á aðventunni 1987. Til-
koma kirkjunnar átti eftir að breyta
miklu, en byggingin er alls um 1.120
fermetrar. Hún er í raun mynduð af
fjórum sjálfstæðum húsum og var
það síðasta tekið í notkun árið 1999.
Alls eru í kirkjunni fimm salir í ólík-
um stærðum sem nýtast vel, auk til
dæmis eldhúss og skrifstofu, og fyrir
vikið er kirkjan einskonar félags-
heimili Seljahverfis.
„Landfræðilega erum við ná-
kvæmlega í miðju Seljasóknar sem á
sinn hátt er táknrænt,“ segir sr.
Ólafur Jóhann. Hann kom til starfa
við Seljakirkju árið 2005 og sinnti
barna- og unglingastarfi fyrstu árin.
Hann lauk guðfræðinámi og tók
vígslu árið 2007 og hefur síðan verið
þjónandi prestur við kirkjuna. Þegar
Valgeir Ástráðsson lét af embætti
sóknarprests sakir aldurs var sr.
Ólafur kjörinn í það embætti í al-
mennum prestskosningum – rétt
eins og fyrirrennari hans 34 árum
fyrr.
Foreldramorgnar,
AA og helgistundir
„Fólki hér er ekkert sama um
kirkjuna sína. Hér eru böndin milli
fólks nokkuð sterk þó svo að íbú-
arnir séu nokkuð á níunda þúsund.
Um 70% þeirra eru þjóðkirkjufólk
sem er mjög hátt hlutfall í borgar-
samfélaginu. Og hér er fjölbreytt
starf; barnamessa og almenn guðs-
þjónusta á sunnudögum, en svo
fermingarfræðsla, starf með börn-
um og eldri borgurum, foreldra-
morgnar, AA-fundir, helgistundir í
hádeginu einu sinni í viku, kóræfing-
ar og svo framvegis. Þá erum við
reglulega með stundir og guðsþjón-
ustur á dvalarheimilunum Seljahlíð
og Skógarbæ,“ segir sr. Ólafur Jó-
hann og bætir við:
„Seljahverfið minnir mig stundum
á lítið þorp úti á landi. Hér þekkist
fólk og stendur saman. Samkomur í
hverfinu minna mig stundum á það
sem best gerist á heimaslóðum mín-
um úti í Vestmannaeyjum þar sem
allir þekkjast. Menningin í úthverf-
um Reykjavíkur er um margt ólík
því sem gerist niðri í bæ,“ segir Ólaf-
ur Jóhann.
Kirkjan er í miðju hverfisins
30 ára vígsluaf-
mæli Seljakirkju
er um helgina
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Prestar Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson og sr. Bryndís Malla Elídóttir í Seljasókn þar sem hátíð er um helgina.
Seljakirkja Fjölbreytt safnaðarstarf í hverfi með liðlega 8.000 íbúa.
FÓLK Í FRÉTTUM