Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Sorpkvarnir í vaska LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Innan þingflokks Pírata hefurlengi kraumað ósætti sem oftast tekst þó að halda undir yfirborði gagnsæisins sem flokkurinn boðar. Og þegar upp úr sýður segja flokks- menn yfirleitt að allt sé í himnalagi þrátt fyrir ágrein- ing og afsagnir.    Skemmst er aðminnast þess þegar Ásta Guðrún Helgadóttir, þáver- andi þingmaður Pírata, sagði í vor af sér þingflokksformennsku vegna ágreinings um stjórnarhætti. Á sama tíma sagði Björn Leví Gunn- arsson sig úr stjórn þingflokksins, „í góðu“, en viðurkenndi þó að þingmenn hefðu verið „ósammála“.    Fyrr á þingferlinum höfðu Pírat-ar einnig glímt við innan- flokksátök og gekk það svo langt að þingflokkurinn kallaði til vinnu- staðasálfræðing til að bera klæði á vopnin.    Nú hefur þingflokksformað-urinn Þórhildur Sunna Æv- arsdóttir upplýst að verið sé að ræða um að taka upp embætti for- manns, en hingað til hafa Píratar látið sér nægja ígildi formanns, enda hafa þeir viljað „flatan strúkt- úr“ en ekki valdapíramída og hafa hafnað formannsembættinu.    En nú eru þeir búnir að finnaþað út að besta leiðin til að auka valddreifingu sé að taka upp embætti formanns, og þá sennilega leggja niður embætti ígildis for- manns.    Þetta er auðvitað ígildi útskýr-ingar, en hver ætli raunveru- lega ástæðan sé fyrir öllum þessum innanflokksátökum? Væri ekki rétt að flokkur gagnsæisins upplýsti um það? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Samfelld forystukrísa STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.12., kl. 18.00 Reykjavík 1 súld Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri -1 alskýjað Nuuk -3 snjókoma Þórshöfn 4 skýjað Ósló -4 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 skúrir Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki 1 snjókoma Lúxemborg 1 léttskýjað Brussel 1 þoka Dublin 5 rigning Glasgow 2 skýjað London 1 léttskýjað París 3 skýjað Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 3 rigning Vín 6 alskýjað Moskva 0 snjókoma Algarve 15 heiðskírt Madríd 8 léttskýjað Barcelona 10 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 15 þoka Aþena 13 heiðskírt Winnipeg -9 snjókoma Montreal -9 snjókoma New York 8 rigning Chicago -7 snjókoma Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:14 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 11:58 14:57 SIGLUFJÖRÐUR 11:43 14:38 DJÚPIVOGUR 10:52 14:52 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Endurnýjað flugskýli fyrir P-8A Poseidon-kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers verður að líkindum tilbúið haustið 2020. „Nú er verið að skilgreina verkefnið og unnið að gerð verklýsinga og útboðsgagna. Það er enn ekki ljóst hvenær verður auglýst, en stefnt er að því að það verði í vor og framkvæmdir hefjist næsta haust,“ segir Jón B. Guðna- son, framkvæmdastjóri Landhelg- isgæslu Íslands á Keflavíkur- flugvelli, sem hefur umsjón með verkinu og rekur skýlið. Hann segir að með fyrirvara megi áætla að verktíminn verði tvö ár. Koma í stað eldri véla Poseidon-vélarnar koma í staðinn fyrir P-3 Orion-kafabátaleitarvélar hersins og eru mun fullkomnari. Þær eru jafnframt rúmfrekari og þess vegna þarf að breyta flugskýli NATO á Keflavíkurflugvelli, sem er rúmlega 12 þúsund fermetrar að stærð. Varið verður a.m.k. tveimur milljörðum króna í hönnun og fram- kvæmdir sem felast í breytingum á lofti og dyrum á vesturhlið flugskýl- isins. Endurbæta þarf rafkerfið og eldvarnarkerfið. Þá þarf að styrkja gólfið og reisa þvottastöð fyrir Pos- eidon-vélarnar suðvestan við flug- skýlið. Ennfremur verður ráðist í framkvæmdir á flughlaðinu og við- haldsverkefni í og við flugskýlið. Stóraukin viðvera á Íslandi Fé til framkvæmdanna kemur frá Pentagon, bandaríska varnarmála- ráðuneytinu. Sótt var um 2,7 millj- arða en heimild hefur fengist fyrir 1.950 milljónum króna. Kafbátum á sveimi við Ísland hef- ur fjölgað mikið á síðustu árum. Eft- irlit með þeim hefur aukist samfara því og hefur viðdvöl kafbátaleitar- flugvéla Atlantshafsbandalagsins og bandaríska hersins á Íslandi aukist á síðustu árum. Það sem af er ári hafa vélarnar verið 122 daga að störfum hér á landi en árið 2014 voru þær 21 dag. Árið 2016 voru dagarnir alls 77 talsins. P-3 Orion-flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun árið 1962, P-8 Poseidon-vélarnar eru mun yngri að gerð og búnaði og voru upphaflega teknar í gagnið 2013. Þær eru upp- færð útgáfa af Boeing 737-800ERX- farþegaþotunni. Kafbátaleit Ráðist verður í endurbætur á flugskýli NATO á Keflavíkur- flugvelli svo það rúmi nýjustu gerð kafbátaleitarvélar Bandaríkjahers. Endurbætt flug- skýli í notkun 2020  Pentagon kostar framkvæmdirnar Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.