Morgunblaðið - 13.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 Morgunblaðið/Eggert Í skólanum Hlín starfar sem sérkennari á yngsta stigi í Norðlingaskóla. Hún er greinilega komin í jólaskap. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta er ótrúlega mikil við- urkenning fyrir mig. Það er alltaf dýrmætt þegar tekið er eftir að maður sé að gera eitthvað gott. Verðlaunin hvetja mig sannarlega til að halda áfram á þessari braut, því þau sýna að það er þörf fyrir það sem ég er að gera,“ segir Hlín Magnús- dóttir sem var ein þeirra þriggja sem fengu á dögunum Hvatningarverð- laun Öryrkjabandalags Íslands 2017. Hún fékk verðlaun í flokki ein- staklinga, fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennslu- aðferðum. Hlín starfar sem sérkenn- ari yngsta stigs í grunnskólanum í Norðlingaholti og hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur kennslu, uppeldi, menntun, sálfræði og börnum. „Þegar ég byrjaði að vinna með ungum krökkum fann ég að bóka- kennsla átti ekki alltaf vel við. Ég tók frekar það skemmtilega úr kennslu- bókunum og vann sérstaklega með það. Síðan hefur þetta undið upp á sig í þessi tvö og hálft ár sem ég hef starf- að sem sérkennari. Boltinn fór að rúlla eftir að ég opnaði fyrr á þessu ári Facebook-síðuna mína: Fjöl- breyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka, en þar sýni ég og set fram ýmsar aðferðir í kennslu sem ég hef búið til og hugmyndir að verkefnum. Sumt af því sem ég er að nota tek ég beint af Pinterest, svo ég á ekki heið- urinn af öllu, en ég finn efnið og set það fram á aðgengilegan hátt. Fjöl- margir kennarar hafa haft samband og fengið að taka þetta upp af síðunni hjá mér, en ég bjóst aldrei við að svona margir hefðu áhuga á þessu. Þegar ég stofnaði síðuna lét ég mig dreyma um að hundrað manns hefðu kannski áhuga á að fylgjast með mér, en nú eru þetta yfir fimm þúsund manns.“ Á sjálf strák með ADHD Námsefnið hennar Hlínar er ætlað börnum sem þurfa sérkennslu, börnum með greiningar, ADHD, ein- hverfu, hegðunarvanda eða lestrar- erfiðleika. En það er líka fyrir krakka sem eiga ekki í erfiðleikum, því það hentar öllum. „Ég á sjálf strák með ADHD, svo ég er að gera það sama heima og í skólanum,“ segir Hlín og hlær. „Ég sá það á honum hvað öðruvísi og fjöl- breyttari aðferðir virkuðu vel fyrir hann. Þá fór ég að prófa mig áfram og ákvað að grípa ekki alltaf í bókina, heldur gera eitthvað annað. Ég held fyrirlestra um allt land þar sem ég fjalla um áhrifaríka lestrarkennlslu, hvernig á að koma til móts við ADHD-krakka í kennslu og almennt um fjölbreyttar kennsluaðferðir. Þá fæ ég oft spurninguna: Hvernig færðu allar þessar hugmyndir? En svarið er að ég veit það ekki, þetta bara kemur til mín. Ég horfi kannski á golfbolta, spýtur eða eitthvað annað og sé fyrir mér hvernig væri sniðugt að nota þessa hluti í kennslu.“ Áskorun að sitja kyrr Hlín segist sjá á líðan krakkanna sem hún er með í sérkennslu að kennsluaðferðir hennar virka. „Þeim finnst fyrir vikið gaman að læra, og þá er gaman í skólanum. Við megum ekki gleyma að rétt áður en krakkar byrja í grunnskóla þá voru þau að leika sér í leikskóla allan daginn. Og svo eiga þau allt í einu að sitja í stól og vinna í bókinni sinni, sem getur verið heljarinnar áskorun fyrir börn sem eru orkumikil. Ég hugsa mínar að- ferðir líka út frá áhuga krakkanna, til dæmis var ég með stráka sem voru miklir Pokemon-aðdáendur, og þá skrifaði ég tölur og orð á Pokemon- kúlur. Það þarf að vera eitthvað svona sem höfðar til þeirra og kveikir áhuga hjá þeim. Mér finnst gaman að sjá kvikna á þessu litla ljósi hjá krökkunum, og svo er það mitt að viðhalda því. En það þarf ekki að vera nýtt og spennandi í hverjum einasta tíma, því eftirleikurinn í kennslunni er auðveldari þegar búið er að kveikja áhugann.“ Það besta sem ég veit Hlín segir einstaklega gefandi að sjá áhugann vakna hjá krökkum sem eiga erfitt, og sjá þeim líða bet- ur. „Þetta er það besta sem ég veit. Ég er heppin að vinna við áhuga- málið mitt. Mér finnst ekki síður frá- bært að börnin mín tvö hafa líka mik- inn áhuga á þessu, oft þegar við erum að spila eða njótum gæðastunda heima þá prófum við okkur áfram og þá er það eitthvað sem ég get svo yfirfært á vinnuna mína.“ Hlín segist hafa farið í sálfræði- námið á sínum tíma af því hún hafði áhuga á mannlegum samskiptum. „Ég hef gaman af því að fræðast um hegðunarvandamál og hvernig hægt er að koma til móts við börn sem eiga í hegðunarvanda, eru kvíðin eða þurfa að kljást við eitthvað annað sem hamlar þeim. Á lokaárinu mínu í sálfræðinni fór ég í námssálfræði og þá fann ég að þetta væri fyrir mig. Ég man eftir augnablikinu þegar ég hugsaði: Ég ætla að verða kennari,“ segir Hlín sem bætti svo við sig meistaragráðu í uppeldis- og mennt- unarfræðum og fékk í framhaldinu vinnuna í Norðlingaskóla. „Það stóð ekki til að ég kenndi yngstu börnun- um, en örlögin höguðu því þannig og ég er þakklát þeim.“ Heppin að vinna við áhugamálið Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leið- ir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabanda- lags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Móðir Hlín með börnin sín Anítu Björk og Hlyn Lár.Ljósmynd/ÖBÍ Stór stund Hlín tekur hér við Hvatningarverðlaunum Öryrkjabandalags Íslands 2017. Lopapeysur og stafsetningarvillur Peysan þurfti að vera fljótprjónuð Hanna Raðar húfum með stafsetningarvillum. sýningarinnar er Auður Ösp Guðmundsdóttir. Sýningin er farandsýning og er samstarfsverk- efni Hönnunarsafns Íslands, Heimilisiðnaðar- safnsins og Gljúfrasteins. Hönnunarsafn Íslands er til húsa á Garða- torgi 1 í Garðabæ og er opið kl. 12-17 alla daga nema mánudaga. þurfti að vera fljótprjónuð. Íslenskar prjónakon- ur hafa haft veg og vanda af þessari þróun. Þjálfun og reynsla, formskynjun í munsturgerð, næmi fyrir litum og litasamsetningum ásamt ánægjunni af því að prjóna hefur verið undir- staða í hönnun lopapeysunnar. Sýningin byggist á rannsókn Ásdísar Jóelsdóttur og hönnuður Boðið verður upp á kakó og kringlur, lopapeysur og stafsetningarvillur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ á morgun, fimmtudag 14. des. kl. 16, í tilefni þess að þá verða opnaðar tvær sýningar. „Ðyslextwhere“ er lifandi sölusýning þar sem vöruhönnuðurinn Hanna Jónsdóttir hefur kom- ið sér upp aðstöðu í anddyri safnsins og vinnur þar næstu vikurnar að verkefninu Ðyslextwh- ere. Verkefnið er samstarfsverkefni Hönnu og Ingrid Brandth frá Noregi. Þær hafa framleitt og selt handprjónaðar húfur frá 2008. Það sem einkennir húfurnar er texti með stafsetningar- villum. Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun, er yfirskrift hinnar sýningarinnar sem opnuð verður á morgun. Íslenska lopapeysan þróaðist frá því að vera vinnufatnaður sem nýttist aðallega við erfið útistörf í það að verða að þjóðlegri minjavöru og vinsælli tískuvöru. Þannig endurspeglar peysan lífshætti og sögu þjóðar. Engin ein prjónakona „hannaði“ peys- una heldur hefur útlit hennar og gerð tengst mörgum áhrifavöldum og ekki síst því að hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.