Morgunblaðið - 13.12.2017, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
22 fyrrverandi nemendur Listahá-
skóla Íslands opna saman sýninguna
Borða hér/taka með á Korpúlfs-
stöðum í kvöld kl. 19. Um sýninguna
segir í tilkynningu: „Borða hér/taka
með, nú eða aldrei eða kannski eða
hvað? allt er alltaf að alls staðar, þá,
núna og seinna.“
Listamennirnir sem verk eiga á
sýningunni eru Kristín Helga Rík-
harðsdóttir, Árni Jónsson, Hildur
Ása Henrýsdóttir, Fritz Hendrik
Berndsen, Snædís Malmquist Ein-
arsdóttir, Melanie Ubaldo, Veigar
Ölnir Gunnarsson, Ylfa Þöll Ólafs-
dóttir, Jakob Veigar Sigurðsson,
Drengurinn fengurinn, Katrín Hel-
ena Jónsdóttir, Sara Ósk Rúnars-
dóttir, Indriði Arnar Ingólfsson,
Hjálmar Guðmundsson, Rúnar Örn
Jóhönnu Marinósson, Brynjúlfur
Þorsteinsson, Gísli Hrafn Magn-
ússon, Berglind Erna Tryggvadótt-
ir, Salvör Sólnes, Elísabet Birta
Sveinsdóttir, Gylfi Freeland Sig-
urðsson og Geirþrúður Einarsdóttir.
Opnunarteiti hefst kl. 19 og lýkur
kl. 22 og verður sýningin opin 14.-
19. desember á virkum dögum kl.
17-20 og um helgar kl. 14-18. Loka-
teiti og „finissage“ fer fram 20. des-
ember kl. 19-22.
Forvitnileg Kynningarmynd vegna sýningarinnar Borða hér/taka með. 22
fyrrverandi nemendur LHÍ sýna verk sín á Korpúlfsstöðum.
Borða hér/taka með
á Korpúlfsstöðum
25 ár eru í dag
liðin frá því
Klais-orgelið í
Hallgrímskirkju
var vígt. Því
verður fagnað
með óformlegum
orgeltónleikum
og spjalli í kvöld
kl. 20 og er að-
gangur ókeypis.
„Organistar kirkjunnar, Hörður
Áskelsson og Björn Steinar Sól-
bergsson, leika jólatónlist og önn-
ur glæsileg verk tengd vígslu org-
elsins, til að mynda verkið Snertur,
sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi
fyrir Hörð í tilefni vígslunnar,“
segir í tilkynningu. Þar kemur
fram að alls hafa um 750 orgel-
tónleikar verið haldnir með Klais-
orgelinu á þeim 25 árum sem liðin
eru síðan orgelið var vígt og það
hefur einnig hljómað við athafnir
og æfingar alla daga frá vígslu
þess.
25 ára afmæli
Klais-orgelsins
Hörður Áskelsson
Fjórða og síðasta
hefti Tímarits
Máls og menn-
ingar þetta árið
er komið út. Sig-
urðar Pálssonar
skálds er minnst
í nokkrum ljóð-
um. Kristín Óm-
arsdóttir talar
við Kristínu Eiríksdóttur, Jón Sig-
urðsson, fyrrverandi formaður
Framsóknarflokksins, skrifar um
Sjálfstætt fólk og Sigurjón Árni
Eyjólfsson fjallar um Lúther og lífs-
gleðina. Auk þess eru greinar um
íslenskar bókmenntir eftir Ármann
Jakobsson, Aðalstein Eyþórsson og
Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur,
sögur og ljóð eftir ýmsa höfunda.
Birt er þýðing Gunnars Skarphéð-
inssonar á viðtali sem Spiegel tók
við Daniel Cohn-Bendit 1968. Hug-
vekja Einars Más Jónssonar er á
sínum stað og umsagnir um bækur
eftir hann og Úlfhildi Dagsdóttur.
Ritstjóri er Guðmundur Andri
Thorsson, og er þetta síðasta heftið
sem hann stýrir.
Nýtt Tímarit Máls
og menningar
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Fer þetta ekki bara að verða eins og
Rolling Stones?“ segir Einar Jó-
hannesson klarinettuleikari um ár-
vissa aðventutónleika Blásarakvint-
etts Reykjavíkur og félaga sem
haldnir verða í Fríkirkjunni við
Tjörnina í kvöld kl. 20 í 37. sinn undir
yfirskriftinni Kvöldlokkur á jóla-
föstu.
„Þessi samlíking er ekki alveg út í
hött og þar er ég ekki að vísa í ald-
urinn, heldur tónlistina,“ segir Einar
kíminn. „Í tilefni af tónleikunum fór
ég að hugsa um það hvaða tilgangi
þessi músík þjónaði, en þetta var
nánast poppmúsík síns tíma. Hún var
mjög vinsæl seinni hluta 18. aldar og
fram á þá 19. Þá var í tísku hjá aðals-
mönnum, kóngum og keisurum að
halda úti blásaraoktettum og jafnvel
heilu sinfóníuhljómsveitunum,“ segir
Einar og bendir á að blásara-
serenöður hafi gjarnan verið leiknar
utandyra í lystigörðum borga eins og
Vínarborgar og Prag þar sem al-
menningur fékk fyrst tækifæri til að
njóta slíkrar tónlistar í fögru um-
hverfi. „Þetta er tónlist full af heið-
ríkju og gleði,“ segir Einar um seren-
öður eða kvöldlokkur eins og þær
hafa verið nefndar upp á íslensku.
Svimandi flott tækni
Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru
verk eftir Wolfgang Amadeus Moz-
art, Johann Christian Bach og Franz
Krommer. „Við leikum c-moll-
serenöðuna eftir Mozart,“ segir Ein-
ar og rifjar upp að Mozart hafi þráð
að komast að við hirð Jósefs II Aust-
urríkiskeisara, sem hafði einmitt
blásaraoktett á sínum snærum.
„Talið er að Mozart hafi samið
þessa serenöðu fyrir blásarasveit
Jósefs. Hún er ekkert venjulegt
kæruleysislegt popp heldur há-
dramatískt verk og minnir um margt
á óperur hans,“ segir Einar og bend-
ir á að Mozart noti tónsmíðatækni
sem minni á Johann Sebastian Bach.
„Þar sem hljóðfærin elta hvert annað
í kanon og laglínur eru látnar spegl-
ast. Þetta er svimandi flott tækni.“
Að sögn Einars brúar Johann
Christian Bach í tónlistarsögunni bil-
ið frá barokkinu yfir í klassíkina.
„Hann gleymdist hins vegar í hundr-
að ár eftir dauða sinn, en sem betur
fer er farið að spila músíkina hans því
hún er mjög falleg. Johann Christian
var yngsti sonur Johanns Sebastians
Bach. Hann fór ungur að heiman og
varð dómorganisti í Mílanó,“ segir
Einar og bendir á að J.C. Bach hafi
nánast misst tengslin við fjölskyldu
sína þegar hann snerist frá lúterstrú
til kaþólskrar trúar. „Eftir Ítalíu-
dvölina fór hann til Englands þar
sem hann bjó síðustu 20 ár ævi sinn-
ar,“ segir Einar og bendir á að í
London hafi Johann Christian Bach
kynnst hinum 20 árum yngri Mozart
þegar sá síðarnefndi var aðeins átta
ára á tónleikaferðalagi ásamt föður
sínum og systur. „Mozart var ævin-
lega mjög þakklátur Johann Christi-
an fyrir áhrifin sem hann hafði á
hann.“
Þriðja tónskáldið á efnisskránni,
Franz Krommer, er minna þekkt en
hin nöfnin tvö, en þótti, að sögn Ein-
ars, stórt númer í Vínarborg á sínum
tíma. „Er frá líður metum við hlutina
með öðrum hætti þegar meistara-
stykkin standa upp úr eins og risar.
Á sínum tíma þótti Krommer jafnvel
jafnoki Mozarts og Beethovens og
var ekki síður vinsæll, en verk hans
standast ekki samanburð við meist-
araverk þeirra þótt þau séu mörg
hver undurfalleg. Í dag eru það helst
blásaraverkin hans sem eru flutt,“
segir Einar að lokum.
„Ekkert kæruleysislegt popp“
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar flytja kvöldlokkur á jólaföstu í Fríkirkj-
unni í kvöld kl. 20 Leika verk eftir W.A. Mozart, J.C. Bach og Franz Krommer
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar Daði Kolbeinsson á óbó, Leendert Booyens á fagott, Darri Mikaelsson á fagott, Snorri Heimisson á kontrafagott,
Sigurður I. Snorrason á klarínettu, Þorkell Jóelsson á horn, Jósef Ognibene á horn, Einar Jóhannesson á klarínettu og Peter Tompkins á óbó.
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.