Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
Sveinn JóhannÞórðarson, beturþekktur sem
Sveinn á Múla, fæddist á
Innri-Múla á Barða-
strönd 13. desember
1927 og á því 90 ára af-
mæli í dag. Hann gerðist
ungur bóndi á Innri-
Múla og rak einnig
verslun á staðnum frá
1966 og bensínstöð frá
1972. Verslunarrekstri
hætti hann árið 2014, þá
að verða 87 ára gamall.
Bensínstöð Sveins er
löngu þjóðþekkt fyrir að
vera síðasta stopp áður
en haldið er á vestasta
tanga Evrópu, Látra-
bjarg. Með rekstri bens-
ínstöðvarinnar tvinnaði
Sveinn saman vinnu sína
og áhugamál, sem er að
hitta nýtt fólk á hverjum
degi og spjalla. Heimildarmynd um hann og lokun bensínstöðvarinnar
var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið sumar.
Búskapurinn hefur þó átt hug hans og hjarta alla tíð og fór hann
síðast í göngur 75 ára gamall. Auk mikils áhuga á búskapnum og því
sem sneri að uppgangi sveitarinnar tók hann þátt í stjórnmálum og
stundaði íþróttir af ýmsu tagi.
Sveinn var sæmdur heiðursmerki UMFÍ fyrir störf sín í þágu
íþrótta og gerður að heiðursborgara Vesturbyggðar 2017.
Sveinn hefur dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði frá því í janúar á
þessu ári. Hann hefur alla tíð búið við mjög góða heilsu og varla orðið
misdægurt.
„Ég þakka háan aldur og góða heilsu reglusemi, hreyfingu og úti-
veru. Þótt ég sé nú fyrir sunnan er hugur minn og heimili ávallt fyrir
vestan; við Breiðafjörðinn, þar sem ég sé Snæfellsjökulinn, vestfirsku
fjöllin og dalina.“
Eiginkona Sveins er Guðjóna Kristín Hauksdóttir frá Fjarðarhorni
í Gufudalssveit. Börn þeirra eru Sigríður, Þórður, Jóna Jóhanna,
Barði, Haukur Þór, Þórólfur, Hörður og Ásgeir. Barnabörnin eru 20
og barnabarnabörnin tvö.
Sveinn fagnar í dag afmælinu með stórfjölskyldunni í Garðaholti í
Garðabæ. Á morgun býður hann íbúum og starfsfólki Hrafnistu í
Hafnarfirði upp á kaffi og kökur.
Hjónin Sveinn og Guðjóna ásamt yngstu
barnabörnunum árið 2016.
Heiðursborgari
Vesturbyggðar
Sveinn Þórðarson er níræður í dag
E
bba Margrét Magnús-
dóttir fæddist á Land-
spítalanum 13. desem-
ber 1967 og ólst upp á
höfuðborgarsvæðinu
fram að 8 ára aldri er fjölskyldan
flutti til Akureyrar. Hún gekk í Víði-
staðaskóla í Hafnarfirði, Lundar-
skóla og Glerárskóla á Akureyri.
Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1987 og útskrif-
aðist frá læknadeild Háskóla Íslands
1993. Þá lá leiðin til Edinborgar í
Skotlandi þar sem hún stundaði sér-
nám í fæðinga- og kvensjúkdóma-
fræði.
Ebba Margrét var blaðberi
Morgunblaðsins á Akureyri og var
það hennar fyrsta launaða starf, 9 ára
að aldri. Hún vann ýmis sumarstörf
eins og á niðursuðuverksmiðju KJ,
Bautanum og hún afgreiddi á öllum
Esso-nestisstöðvum bæjarins. Hún
æfði handbolta með Þór á Akureyri
og spilaði stöðu hornamanns. Hún
lærði á píanó í Tónlistarskóla Akur-
eyrar. „Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fara ung í sveit til móðurfor-
eldra sinna að Búðarnesi í Hörgár-
dal. Þar lærði ég mín fyrstu handtök í
fæðingarfræðinni þegar ég stóð ung
næturvaktina í sauðburðinum. Auk
þess að vinna öll almenn sveitastörf
og vera í mikilli nálægð við hringrás
lífsins og náttúrunnar lærði ég að
elska ljóð og sögur þar sem móður-
amma og nafna kenndi mér að elska
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og
önnur skáld þess tíma.“
Formaður læknaráðs LSH
Ebba Margrét er sérfræðingur í
kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og
starfar á kvennadeild Landspítalans.
Hún hefur unnið á neyðarmóttökunni
og fer nú í Barnahús þar sem börn
eru skoðuð sem gætu hafa orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi. Hún rekur
einkastofu í Domus Medica og er nú
formaður læknaráðs Landspítalans.
Hún hefur kennt læknanemum,
hjúkrunarfræðinemum auk ljós-
mæðranema. Hún hefur tjáð sig op-
inberlega um sjálfsmynd kvenna og
aðgerðir á kynfærum kvenna. Hún
hefur auk þess haft sterkar skoðanir
á staðsetningu nýs Landspítala.
Ebba hefur verið öflug í félags-
málum; hún sat í kennslumálanefnd
læknadeildar í fjögur ár, hún var í
stjórn Læknafélags Reykjavíkur og
varaformaður læknaráðs. Var í
fyrstu stjórn styrktarfélagsins Lífs
sem stofnað var fyrir átta árum. Hún
er formaður Kvenfélags Fríkirkj-
unnar í Reykjavík sem er elsta
kirkjukvenfélag Íslands.
Ebba hefur unun af því að ferðast
og ganga um íslenska náttúru. „Ekk-
ert er betra en að tína ber og hlusta á
fuglasöng þar sem loftið er tært og
vindurinn blæs manni orku í sinni.“
Þau hjónin ferðast einnig töluvert er-
lendis og á þessu afmælisári hefur
verið farið víða en upp úr stendur
Ebba Margrét Magnúsdóttir læknir – 50 ára
Afmælisbarnið Ebba Margrét á slóðum forfeðranna á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu.
Stofnar styrktarsjóð
13/12 Sjóður til styrktar fátækum
mæðrum og börnum þeirra.
Garðabær Jan Kári Kröyer
Jóhannsson fæddist 13.
október 2016 kl. 8.14.
Hann vó 4.000 g og var 46
cm langur. Foreldrar hans
eru Marta Serwatko og
Jóhann Grétar Kröyer
Gizurarson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Fáðuþérektarjómaís fráEmmessísá jólunum
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is