Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 leita menn að ýmsu persónulegu efni og sér til fróðleiks og skemmt- unar. Á vefnum eru einnig blöð og tíma- rit frá Færeyjum og Grænlandi. Er það efni sett inn í samstarfi við landsbókasafn landanna. Græn- lenskt blað, Atuagagdliutit, er á lista yfir mest sóttu blöðin að þessu sinni. Atuagagdliutit er fyrsta græn- lenska dagblaðið og hét áður Grön- landsposten. 1.147 og bættust sextíu nýir við í fyrra. Heildarfjöldi myndaðra blað- síðna er nú 5.485.883. Langflestar blaðsíðurnar eru úr Morgunblaðinu, næstum 1,2 milljónir blaðsíðna. Vefurinn timarit.is er einstakur í sinni röð í heiminum. Sambærilegir gagnagrunnar eru engir jafn víð- tækir. Þá er allt efnið í opnum og ókeypis aðgangi. Mikið er um að fræðimenn og skólafólk noti vefinn við rannsóknir og ritgerðasmíð. Þá Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Morgunblaðið er eins og jafnan áður langvinsælasti titillinn á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman rúmlega 1.100 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla áranga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. 25,42% þeirra sem heimsóttu timarit.is á árinu 2017 fóru inn á Morgunblaðið. Næstvinsælasti titill- inn í fyrra var Dagblaðið-Vísir og síðan komu Fréttablaðið og Tíminn, sem kom út árin 1917-1996. Yfir milljón heimsóknir í fyrra Landsbókasafnið – Háskóla- bókasafn hannaði og rekur vefinn timarit.is. Heimsóknir síðustu fimm árin hafa verið fremur stöðugar og í fyrra voru þær 1.166.446. Blöðin og tímaritin á timarit.is hafa að geyma, auk almenns frétta- efnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ætt- fræði, þjóðlífs, menningar, atvinnu- vega og viðskipta. Jafnt og þétt bæt- ast við safnið fleiri titlar. Þeir eru nú Morgunblaðið lang- vinsælast á timarit.is  Grænlenskt blað var í hópi þeirra mest lesnu í fyrra Mest sóttu titlarnir á timarit.is 2017 Samtals flettingar 2017 16.530.000 Heimild: Landsbókasafn Íslands Þúsundir síðna Titill á timarit.is Flettingar alls Pr. síðu Þúsundir Hlutfall Morgunblaðið 1.169 3,6 4.202 25,4% DV 411 3,2 1.322 8,0% Fréttablaðið 319 2,0 634 3,8% Tíminn 244 2,6 622 3,8% Vísir 214 2,7 567 3,4% Þjóðviljinn 198 2,7 544 3,3% Alþýðublaðið 180 2,2 394 2,4% Atuagagdliutit 90 4,4 393 2,4% Vikan 156 2,5 382 2,3% Dagur 78 4,0 308 1,9% Aðrir titlar Heildarfjöldi titla á timarit.is: 1.147 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Kemur þetta fram í umsögn um- hverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins sem unnin var að ósk skipulags- og byggingarráðs eftir að athugasemdir bárust vegna aug- lýsingu deiliskipulagsbreytingar, en eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinni úr steini. Á það að vera stærra en húsið sem þar er nú. Minjastofnun hefur nú þegar af- numið friðun hússins og gerir ekki athugasemdir við niðurrif þess. Í álitsgerð stofnunarinnar og rök- stuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt sé á gögnum um ástand hússins sem unnin eru fyrir lóðarhafa. Óttast aukið skuggavarp „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönn- un hússins verði stuðst við mæli- kvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulags- ins,“ segir í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins. Meðal þeirra sem skiluðu inn at- hugasemdum vegna fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi eru eigendur að Austurgötu 34. „Ný- byggingin mun auka skuggavarp á lóðina mína og tel ég að breyting- arnar stríði gegn hagsmunum mín- um,“ segir í umsögn. Þá leggur um- hverfis- og skipulagsþjónusta bæjarins til að byggingarreitur á bak við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið  Húsið við Austurgötu 36 var í fyrra dæmt ónýtt og leyfi veitt til niðurrifs Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjörður Horft yfir höfnina í átt að Skarðsheiði. Ríflega fjögur hundruð íslenskir læknar höfðu í gær undirritað yf- irlýsingu sem felur í sér stuðning við frumvarp Silju Daggar Gunn- arsdóttur alþingiskonu sem miðar að því að gera umskurn drengja refsiverðan. Segir í yfirlýsingu þeirra að „umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum sam- félögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sárs- auka, geti leitt til alvarlegra, jafn- vel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippo- kratesareiðinn: „Primum non no- cere“ – umfram allt ekki skaða.“ Læknar lýsa yfir stuðningi við frum- varp Silju Daggar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Líklegast er talið að veikleiki í ein- angrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Við- gerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 millj- ónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleið- andanum. Vestmannaeyjastrengur 3 er ann- ar af tveimur sæstrengjum sem sjá Eyjamönnum fyrir raforku. Hann var lagður á árinu 2013 en bilaði í apríl á síðasta ári, um 3 kílómetrum frá Eyjum. Bilunin var á 50 metra dýpi. Rannsakað í Englandi Landsnet samdi við belgískt fyrirtæki sem ræður yfir öflugu og vel útbúnu kapalskipi um að annast viðgerðina og var unnið að henni í júní. Litlar ytri skemmdir voru sýni- legar á þeim hluta strengsins sem bilaði en búturinn var sendur til frekari greiningar á rannsóknar- stofu í Englandi. Í tilkynningu frá Landsneti segir að brunaskemmdir hafi verið á bútnum vegna skammhlaups sem varð í biluninni og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um orsökina. Þó kom í ljós að óæskilegar agnir voru í einangrun næst brunanum og eru mestar líkur taldar á því að bil- unina megi rekja til þeirra. Stóðst prófanir framleiðanda Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landsnets, segir að strengurinn hafi verið fallinn úr ábyrgð áður en hann bilaði. „Hann var prófaður í verksmiðjunni [hjá framleiðandanum, ABB í Svíþjóð] samkvæmt stöðlum og stóðst próf- anir. Við erum að skoða málið út frá okkar stöðu og ég get lítið sagt um möguleikann á málsókn að svo stöddu,“ segir Steinunn þegar hún er spurð að því hvort Landsnet muni krefja framleiðandann um skaðabætur vegna kostnaðar við viðgerðina. Skoða réttarstöðu sína  Veikleiki í einangrun talinn orsök bilunar í Vestmannaeyjastreng 3 í fyrravor  Viðgerð kostaði 630 milljónir  Strengurinn var fallinn úr ábyrgð Jónas Már Karlsson er skyndihjálparmaður ársins 2017. Hann bjargaði lífi eldri konu sem lent hafði í andnauð. Hann hafði þá nýlega sótt upprifjunarnámskeið í skyndi- hjálp. Árni Gunnarsson og Kristín Hjálmtýsdóttir, af- hentu honum, fyrir hönd Rauða krossins viðurkenning- arskjal og annan glaðning við hátíðlega athöfn í gær. Morgunblaðið/Hari Bjargaði lífi konu í Hafnarfirði Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Kr. 3.990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.