Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 11

Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Landssamband veiðifélaga fer fram á það við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gerð verði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem hafa eftirlit og stjórn- sýslu sjókvíaeldis með höndum. Kemur þetta fram í bréfi sambands- ins til ráðherra og er þar sér- staklega vísað til Matvælastofnunar. Tilefni bréfsins er fréttir af bilun í búnaði í einni laxeldiskví Arnarlax í Tálknafirði og um rifu eða gat á nót í kví fyrirtækisins í Arnarfirði. Landssambandið gerir alvarlegar athugasemdir við að upplýsingar um þau óhöpp sem um ræðir skuli ekki koma með beinum hætti frá fyrirtækinu sjálfu eða opinberum eftirlitsaðilum. Svo virðist sem upp- lýsingarnar hafi átt að fara leynt. Minnt er á að í eldinu er notaður frjór norskur lax sem skilgreindur er sem framandi stofn í íslenskri náttúru og því bannað að sleppa út í umhverfið. Enginn fiskur slapp „Það er mikið áhyggjuefni að eftirlit með þessari starfsemi skuli vera í því skötulíki sem birtist m.a. í því að svo löngu eftir að atburður á sér stað skuli eftirlitsstofnunin fyrst ferðbúast á vettvang til að skoða at- burði sem eru eðli málsins sam- kvæmt um garð gengnir. Erna Karen Óskarsdóttir, fag- sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvæla- stofnun, segir að tilkynningar hafi borist um bæði þessi atvik sem urðu á sitthvorum staðnum en í sama óveðrinu. Kvíin í Tálknafirði sé með tvo flothringi. Innri hringurinn hafi farið í sundur á einum stað og hand- rið fallið niður. Í Arnarfirði hafi komið í ljós rifa á sláturkví, ofan sjávarborðs. Fyrirtækið hafi veitt nánari upplýsingar síðar þann sama dag og aftur morguninn eftir. Fyr- irtækið telur að enginn fiskur hafi sloppið og þær upplýsingar sem Matvælastofnun hefur benda ekki til annars. Erna Karen segir að ekki hafi verið hægt að senda eftirlitsmenn á staðinn vegna veðurs. Segir hún að útlitið sé ekki gott fyrir næstu daga en farið verði strax og vit sé í því. Matvælastofnun tilkynnir al- mennt ekki opinberlega um frávik sem í ljós koma við eftirlit. Erna Karen segir að koma þurfi upp verkferlum um tilkynningar vegna sjókvíaeldis en nauðsynlegt sé að afla gagna og rannsaka málin áður en upplýsingar eru veittar. Krefjast úttektar á eftirliti Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Útsala Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 VOR- LÍNURNAR KOMNAR Sama verð og á hinum norðurlöndunum Sætir kjólar kr. 6.900.- Str. S-XXL 3 litir Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Nýjar vörur streyma inn Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Ármúla 44, 108 Reykjavík s. 562 6062 Yfirhafnir, kjólar, skór og töskur fyrir stelpur á öllum aldri Útsöluvörur og nýjar vörur Erum flutt í Ármúla 44 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.