Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Starfshópur um skipulags- og upp-
byggingarmál á íþróttasvæði Þróttar
og Ármanns á Þróttarsvæðinu í
Laugardal hefur lagt fram áfanga-
skýrslu.
Er það niðurstaða hópsins að
heppilegasti staður fyrir nýtt íþrótta-
hús í Laugardal sé á bílastæði fyrir
vestan félagsheimili Þróttar. Nægj-
anlegt rými sé fyrir hendi og hægt að
grafa húsið niður til að draga úr
áhrifum þess á nágrennið. Starfshóp-
inn skipuðu fulltrúar beggja félaga
og embættismenn frá borginni.
Staðsetning við Laugarnesskóla
var einnig skoðuð en starfshópurinn
telur hana ekki koma til greina. Hús-
ið myndi að óbreyttu gnæfa hátt í
umhverfinu, taka yfir stóran hluta
skólalóðarinnar og skuggavarp yrði
mikið.
Nýtt hús þjóni einnig skólum
Fram kemur í skýrslunni að hóp-
urinn hafi í upphafi einbeitt sér að því
að svara því hvort koma mætti fyrir
nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt sem
þjónað gæti íþróttastarfi félagsins og
einnig íþróttakennslu fyrir Laugar-
nes- og Laugalækjarskóla. Húsið
væri einnig ætlað fyrir körfuboltaæf-
ingar barna og unglinga á vegum Ár-
manns sem nú eru í íþróttahúsi
Laugarnesskóla.
Starfshópurinn hefur einnig horft
til þess að verið er að skoða aðstöðu-
mál og samþættingu skóla-, íþrótta-,
menningar- og frístundastarfs fyrir
stærra svæði í tengslum við þéttingu
byggðar í nágrenni við Laugardalinn
og nýrra hverfa í Vogabyggð og Ell-
iðavogi.
Knattspyrnufélagið Þróttur og
Glímufélagið Ármann reka öfluga
starfsemi í Laugardalnum. Þróttur
að öllu leyti, Ármann að miklu leyti.
Þróttur rekur knattspyrnudeild,
blakdeild og handknattleiksdeild
Þróttur hefur yfir að ráða knatt-
spyrnuvöllum og félagsheimili en
engu íþróttahúsi. Félagið hefur að-
gang að Laugardalshöll en æfingar
falla oft niður vegna þess að húsið er í
annarri notkun. Þannig féllu niður
um 30% af tímum félagsins í Laugar-
dalshöll veturinn 2016-17. Ástandið
hefur verið svipað í vetur. Knatt-
spyrnudeildin hefur betri aðstöðu að
sumri en vetraraðstaðan er ófull-
nægjandi. Einn gervigrasvöllur ann-
ar ekki öllu starfi félagsins, en hann
er nú nýttur um 2.000 klukkustundir
á ári.
Ármann er fjölgreinaíþróttafélag
með 10 íþróttagreinar. Ármann hefur
yfir að ráða fimleikahúsi, sem er
löngu sprungið, en önnur aðstaða er
bágborin. Erfitt er að halda úti fé-
lagsstarfi deilda vegna aðstöðuleysis
og halda þarf stærri fundi og nám-
skeið í Laugardalshöll eða hjá ÍSÍ.
Laugardalurinn er eitt fjölmenn-
asta hverfi Reykjavíkur. Fyrirhuguð
uppbygging í hverfinu og áform um
þéttingu byggðar mun fjölga íbúum á
félagssvæði Þróttar og Ármanns á
næstu 10-15 árum um allt að 7.000
manns, t.d. á svæðum eins og Voga-
hverfi, Laugarnesi, Blómavalsreit,
Fenjareit, Íslandsbanka- og strætó-
lóð o.fl.
Skyldur Þróttar og Ármanns við
íbúa muni aukast verulega með þess-
ari fjölgun, segir í skýrslu starfs-
hópsins. Félögin telja knýjandi að
þegar verði hafist handa við upp-
byggingu til að mæta fyrirsjáanlegri
þörf fyrir þjónustu af hálfu félag-
anna.
Íþróttahús rísi á bílastæði í Laugardal
Starfshópur leggur til að nýtt íþróttahús verði byggt nálægt félagsheimili Þróttar Mikil þörf á
bættri aðstöðu Ármanns og Þróttar Þétting byggðar áformuð og ný hverfi eru á teikniborðinu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þróttur Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru góðar á sumrin en ófullnægj-
andi á veturna. Gervigrasvöllur er nýttur um 2.000 klukkustundir á ári.
Morgunblaðið/Ómar
Ármann Fimleikastarf er afar öflugt en fimleikahúsið er löngu sprungið.
Aðstæður til félagsstarfs eru afar ófullkomnar og bitna á starfseminni.
Samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ skipa samtökin
helming stjórnarmanna í þeim sjö lífeyrissjóðum sem eru
á samningssviði aðila og er framkvæmdastjórn SA falin
tilnefning stjórnarmanna.
Samtök atvinnulífsins óska ár hvert eftir því að hæfir einstaklingar, sem starfa hjá
aðildarfyrirtækjum SA eða hagsmunasamtökum þeirra, gefi kost á sér til starfa
í stjórnum lífeyrissjóða. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og
þekkingu m.a. á lífeyrismálum, stjórnun, stefnumótun, áætlanagerð og reikningshaldi,
lögfræðilegum málefnum og fjármálamarkaði. Úr þeim hópi sem gefur kost á sér til
stjórnarstarfa verða tilnefndir þeir sem metnir eru hæfastir í ljósi þeirra eiginleika sem
sóst er eftir í viðkomandi stjórn.
Sérstök hæfisnefnd fjallar um einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til stjórnarstarfa.
Nefndin leggur mat á þekkingu og reynslu umsækjenda með hliðsjón af þeim
eiginleikum sem nauðsynlegt er að viðkomandi stjórn sem heild búi yfir. Að mati loknu
leggur hæfisnefndin tillögu fyrir framkvæmdastjórn SA.
Um er að ræða eftirfarandi lífeyrissjóði:
Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Gildi - lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga,
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður
Samtök atvinnulífsins
óska eftir hæfu
fólki til að taka
að sér stjórnarstörf
í lífeyrissjóðum.
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | 105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | sa.is
Umsóknir sendist í tölvupósti á stjornarseta@sa.is
Athugið að umsóknir frá fyrra ári gilda áfram og þarf ekki að endurnýja.
Samtök atvinnulífsins hvetja konur jafnt sem karla til að sækja um.
Álfheimar 74, Glæsibær | 104 Reykjavík | ynja.is
læsilegar
vörur frá
anity Fair
Níu hafa verið handteknir og tveir
eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn-
ar lögreglu á Suðurnesjum á þremur
innbrotum í gagnaver, meðal annars á
Fitjum í Reykjanesbæ og í Borgar-
firði – þar sem samtals 600 tölvum var
stolið. Nokkrir menn brutust inn í
hálfbyggða álmu í gagnaveri Advania
á Fitjum og höfðu á brott verðmætan
tækjabúnað. Sami háttur var hafður á
í hinum málunum.
Ekki var stolið búnaði sem hýsir
gögn. Tjónið er því fyrst og fremst
fjárhagslegt en verðmæti þýfisins er
talið vera rösklega 200 milljónir
króna.
Einn hinna handteknu var starfs-
maður Öryggismiðstöðvarinnar.
Honum hefur nú verið sagt upp störf-
um, samkvæmt upplýsingum frá fyr-
irtækinu.
Um innbrotið hjá Advania segir í
fréttatilkynningu að atvikið hafi náðst
á öryggismyndavélar og sé ljóst að
verknaðurinn sé þaulskipulagður og
tengist skipulagðri glæpastarfsemi.
Margþætt öryggi er á gagnaverum
fyrirtækisins í Reykjanesbæ og
Hafnarfirði og hafi það verið aukið
enn frekar eftir innbrotið á Fitjum.
Fram kemur í tilkynningu frá lög-
reglu að innbrotin hafi verið framin á
tímabilinu frá 5. desember til 16. jan-
úar síðastliðinn. Í samtali við mbl.is í
gærkvöldi sagði Ólafur Helgi Kjart-
ansson, lögreglustjóri á Suðurnesj-
um, grun leika á að rán þessi tengdust
greftri eftir svokölluðum rafmyntum.
Grunur um að innbrot
tengist rafmyntagreftri