Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Athuganir hafa leitt í ljós að hita- veituvatn er um helmingur þess vatnsmagns sem runnið hefur til frið- landsins í Vatnsmýri. Til stendur að dæla þessu vatni í geymi í Öskjuhlíð og því þarf mögulega að veita vatni með öðrum hætti til friðlandsins. Þetta kemur fram í minnisblaði sem verkfræðistofan Vatnaskil skil- aði nýlega til Reykjavíkuborgar. Í minnisblaðinu kemur fram að mælingar á hita og rennsli í skurði á norðanverðum Hlíðarenda hafi bent til þess að blanda af heitu vatni og yf- irborðsvatni sé að renna í skurðinn. Í júní 2015 rakti Mannvit uppruna heita vatnsins að gatnamótum Bú- staðavegar og Flugvallarvegar. Fyrirspurn var send til Veitna um miðjan janúar 2018 þar sem óskað var eftir upplýsingum um uppruna heita vatnsins og kom þá í ljós að um var að ræða bakrásarvatn hitaveitu frá Háskólanum í Reykjavík, Hótel Natura og svæðinu vestan Öskjuhlíð- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum hefur bakrásarvatni hita- veitu verið veitt með þessum hætti frá a.m.k. 1989 en nú stendur til að dæla bakrásarvatni í geymi í Öskju- hlíð þar sem það verður nýtt til upp- blöndunar. Veitur munu hafa samráð við borgina um þessa framkvæmd, samkvæmt upplýsingum Þórólfs Jónssonar, deildarstjóra náttúru og garða. Rúmlega 14 lítrar á sekúndu Áætluð heildarársnotkun á heitu vatni þar sem bakrás er skilað til Vatnsmýrarinnar með fyrrnefndum hætti er um 461.270 rúmmetrar, eða rúmlega 14 lítrar á sekúndu að með- altali. Búast má við að stór hluti af heildarnotkun heita vatnsins sé not- aður til kyndingar og skili sér því í bakrásina. Rennslið sveiflast milli árstíða, frá um og undir 10 l/s yfir sumartímann til yfir 30 l/s yfir vetr- armánuðina. Hlutur úrkomu í heild- arrennslinu er talinn vera 10-20%. Óvíst er um áhrif þess að bakrás- arvatni hitaveitu verði ekki lengur veitt til Vatnsmýrarinnar á vatnafar og lífríki, að mati Vatnaskila. Ljóst sé að rennsli til friðlandsins mun minnka umtalsvert, en árið 2016 komu rétt tæplega 50% af heildar- rennsli um yfirfall friðlandsins. Mun því mögulega þurfa að veita uppbót- arvatni þangað. „Líklegt er að hitastig yfirborðs- vatns mun lækka í friðlandinu og í skurðakerfinu. Lækkað hitastig yfir- borðsvatns getur haft áhrif á lífríki í friðlandinu og í skurðunum. Auk mögulegra áhrifa á lífríki getur lækkað hitastig leitt til þess úrkomu- vatn frjósi frekar í skurðunum og þar með minnkað rýmd skurðanna til þess að taka við auknu ofanvatni. Þetta getur haft í för með sér flóð í skurðakerfinu, en líklegast er að slík flóð kæmu fram í skurðinum við Njarðargötu,“ segir m.a. í minnis- blaðinu. Verður vatni veitt í Vatnsmýri?  Hitaveituvatn er helmingur þess vatnsmagns sem runnið hefur til friðlandsins í Vatnsmýri  Til stendur að dæla því í vatnsgeyma í Öskjuhlíð  Mögulega þarf að veita vatni með öðrum hætti Morgunblaðið/Styrmir Kári Markviss uppbygging Æðarungar voru aldir í Húsdýragarðinum og þeim sleppt í tjörnina við Norræna húsið. Morgunblaðið/Ómar Vatnsmýrin Kríuvarpið í friðlandinu hefur náð sér á strik undanfarin ár. Miklar framkvæmdir eru fyrirhug- aðar á Hlíðarendasvæðinu við Öskjuhlíð og óvissa var um áhrif þeirra á friðlandið í Vatnsmýri og Tjörnina. Því var settur á fót starfshópur til að vakta vatnafar og lífríki á þessu svæði. Í lýsingu á verkefni hópsins segir m.a: „Stöðugt og burðugt innrennsli á ómenguðu vatni er lykil- forsenda fyrir heilbrigði fersk- vatns- og votlendisvistkerfis frið- landsins í Vatnsmýri og Reykja- víkurtjarnar, sem í dag hýsir fjölbreytilegt samfélag lífvera þ. á m. svifþörunga, smádýra, vot- lendisplantna og fugla. Á síðustu árum og áratugum hefur verið þrengt mjög að þessu vistkerfi m.a. með aukinni byggð, sam- gönguæðum og öðrum umsvifum með tilheyrandi röskun svo sem vatnsmengun, tapi á varplandi og aukningu á útbreiðslu ágengra tegunda. Afleiðingarnar hafa ver- ið fækkun tegunda og samdráttur í stofnum t.d. varpfugla. Nýlegar mótvægisaðgerðir svo sem um- talsverðar endurbætur og endur- skipulagning á friðlandinu í Vatnsmýri hafa strax skilað góð- um árangri en kerfið í heild sinni er mjög viðkvæmt fyrir allri rösk- un og krefst bæði verndar og við- halds.“ Viðkvæmt vistkerfi VATNSMÝRIN Morgunblaðið/Ómar Miðasala á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum 2018 hófst í gær. Þá voru 163 dagar í setningu hátíðarinnar sem fer fram um verslunarmannahelgina ár hvert. Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir miðasöluna hafa byrjað þetta snemma undanfarin ár. „Í febrúar er verið að bóka til Eyja allar stóru helgarnar í sumar en þá er opnað fyrir söluna hjá Herjólfi. Við vinnum þetta allt í góðri samvinnu við starfsfólk skipsins til að dreifa álaginu bæði hjá félaginu og á skrif- stofu Herjólfs,“ segir Dóra Björk. Miðasalan fór ágætlega af stað í gær að sögn Dóru Bjarkar en há- punktur miðasölunnar er við lok for- sölu sem stendur fram til 26. júlí. Miðaverð í forsölu er 19.900 kr. fyrir helgarpassa, annars er almennt miðaverð 23.900 kr. Ódýrara er í Kass forsölu, sem er til loka apríl, og fyrir félagsmenn ÍBV sem geta keypt helgarpassa á 14.900 kr. til 5. júní. Meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í sumar eru hljómsveitin Írafár, tónlistarmaðurinn Páll Óskar og rappararnir Jói Pé og Króli. Dóra Björk segir að tilkynnt verði um mörg önnur stór nöfn á næstu vikum og mánuðum. Þá er þjóðhátíðarlagið komið í vinnslu. Spurð hvort hátíðin verði með hefðbundnu sniði í ár segir Dóra Björk að ekki sé von á neinum stórum breytingum en hátíðin sé allt- af að þróast og þau vinni auðvitað alltaf að því að gera góða hátíð enn betri. Þjóðhátíðarnefnd byrjar skipu- lagningu hverrar Þjóðhátíðar í sept- ember árið á undan. Undirbúningur fer svo á fullt í janúar þegar fundað er með þeim sem koma að hátíðinni með undirbúningsnefndinni. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Þjóðhátíð Kveikt er á blysum í Herjólfsdal á sunnudagskvöldinu. Miðasala hefst með 163 daga fyrirvara  Írafár verður á Þjóðhátíð í Eyjum Kringlunni 4c – Sími 568 4900 BOLUR 10.990,- ST: 36-46 BLÚSSA 14.990,- ST: 36-46 GLÆSILEGUR FATNAÐUR á allar konur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.