Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 WeycorAR65e þyngd 5150kg vél: Deuzt (vatnskæld) 54KW (73hö) Hanix H27DR þyngd 2825kg vél: Kubota 14,4KW (19hö) Vinnuþjarkar Þýsk og japönsk gæðavara Við græjumþað Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI SVIÐSLJÓS Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu- verndar, telur að persónuverndar- stofnanir gætu byrjað þann 25. maí nk. að virkja nýjar persónuverndar- reglur með stjórnvaldssektum. Hún vill sem fyrr hvetja ábyrgðar- og vinnsluaðila persónuupplýsinga til að róa öllum árum að innleiðingu regln- anna. Þær hafi legið fyrir um tíma ásamt upplýsingum frá Persónu- vernd á vef stofnunarinnar. Mikil áhætta fylgi öryggisbroti eða leka á persónuupplýsingum. „Stórir vinnsluaðilar persónu- upplýsinga eru ekki endilega stór fyr- irtæki og stofnanir, það geta líka ver- ið litlir aðilar með tíu starfsmenn.“ Komist persónuverndarstofnanir að því að lítið eða ekkert hafi verið gert til að hlíta reglunum, gætu sekt- ir haft áhrif á viðskipti, sérstaklega ef fyrirtæki eru í alþjóðlegri starfsemi. Enn of seinlegt eftir 25 ár Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka at- vinnulífsins (SA), gagnrýndi seina- gang íslenskra stjórnvalda í grein sem birtist á vef samtakanna 2. febr- úar sl. undir fyrirsögninni „Ald- arfjórðungs klaufagangur“ og segir þar m.a.: „Þótt meira 21 mánuður sé frá því ESB setti reglugerðina, og minna en fjórir mánuðir séu til gild- istöku hennar, þá hefur frumvarp ekki enn verið lagt fram á Íslandi.“ Hann segir m.a. í greininni að al- mennt mætti láta ferli við innleiðingu reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES), sem byrjaði fyrir 25 árum, ganga hraðar, það þurfi aukið samráð við atvinnulífið og eins þurfi að velja minnst íþyngjandi leiðina. Reglu- gerðin er óvenjuleg að því leyti að hún varðar alla landsmenn og þús- undir fyrirtækja sem þurfi mjög mik- inn tíma til að innleiða hana. „Lýsandi fyrir þetta er kannski að í starfshópnum sem dómsmálaráð- herra skipaði til að undirbúa frum- varpið situr enginn fulltrúi atvinnu- lífsins,“ segir Davíð. Þýðing á reglunum birt í fyrra Þýðing á nýju evrópsku löggjöf- inni, dags. 21. apríl 2017 og leiðbein- ingar 29. gr. vinnuhóps, samstarfs- vettvangs forstjóra persónuverndar- stofnana í Evrópu, auk leiðbeininga eru á vefsíðu Persónuverndar. Helga telur þær nægan grundvöll fyrir- tækja til að byrja vinnuna. Þar sé að finna grunnreglur sem ekki verði hægt að semja sig frá. „Þær eru margar hverjar á pari við núgildandi reglur sem fyrirtæki ættu að vera búin að innleiða, allir þurfa að máta sig að reglunum.“ Helga vill minna á sjálfgefna og innbyggða persónuvernd, sem skuli vera staðall í hugbúnaði, áhættumat fyrir vinnslu persónuupplýsinga ásamt aukinni kröfu um samþykki hins skráða séu mikilvæg atriði til að skoða ásamt gagnsæi í vinnslu. Skjal- festing á að reglum sé fylgt og hvern- ig skipti höfuðmáli. Hjá Persónuvernd hafa verið sjö stöðugildi en þeim hefur nú verið fjölgað um fimm í viðbót vegna um- fangs breytinga sem eru í vændum. „Persónuverndarreglugerð ESB hefur enn ekki verið tekin upp í EES- samninginn en vænta má að það verði innan skamms. Það er fyrsta skrefið, en verið er að leysa úr ýmsum stofn- analegum álitaefnum og aðlögun gerðarinnar á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Há- skóla Íslands (HÍ) og stjórn- arformaður Persónuverndar. Hún leiðir starfshóp sem dómsmálaráðu- neytið skipaði í nóvember sl. til að semja frumvarp að nýrri persónu- verndarlöggjöf. Með henni í starfs- hópnum eru Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti, Vigdís Eva Líndal og Þórður Sveinsson frá Per- sónuvernd og Baldur Már Bragason frá rekstrarfélagi Stjórnarráðsins. Enginn fulltrúi atvinnulífsins situr því í starfshópnum. Áformað var að frumvarpið yrði tilbúið um miðjan janúar sl. skv. frétt á vef dóms- málaráðuneytisins. Drög kynnt hagsmunaaðilum „Frumdrög frumvarpsins liggja fyrir og voru kynnt nokkrum hags- munaaðilum nýverið, þ. á m. fulltrú- um atvinnulífsins og Samtökum iðn- aðarins. Eftir er að ákveða hvernig þátttaka Íslands verði tryggð í nýrri eftirlitsstofnun, Evrópska persónu- verndarráðinu. Sú stofnun fær m.a. heimild til að taka bindandi ákvarð- anir gagnvart íslenskum stjórnvöld- um. Það felur í sér álitamál um fram- sal framkvæmdavalds á nýju málefnasviði til alþjóðastofnunar,“ segir Björg. Hún bætir við að Evr- ópska persónuverndarráðið, sem í sitja fulltrúar persónuverndarstofn- ana allra ESB-ríkjanna, taki til starfa við gildistöku reglugerð- arinnar og gefi út leiðbeiningar og álit fyrir allar persónuverndarstofn- anir á svæðinu til að tryggja sam- ræmt eftirlit. „Mér þykir líklegt að ef ekki er bú- ið að lögfesta reglugerðina hér á landi þegar hún tekur gildi gagnvart ESB-ríkjunum 25. maí nk. muni Evr- ópska persónuverndarráðið hugs- anlega gefa út ráðleggingar um sam- ræmd viðbrögð við þeirri stöðu.“ Þingleg meðferð eftir upptöku „Fyrst þegar gerðin hefur verið tekin upp í EES-samninginn getur orðið þingleg meðferð, þ.e. að Alþingi geri þingsályktun um staðfestingu hennar. Þá verður hægt að leggja fram frumvarp um innleiðingu reglu- gerðarinnar sem felur m.a. í sér að texti hennar verður lögfestur í heild sinni inn í íslenskan rétt. Texti þess liggur nú fyrir í frumdrögum og ver- ið er að semja drög að greinargerð. Frumvarpsdrögin ásamt grein- argerð verða síðan birt og kallað eftir athugasemdum,“ segir Björg sem vonast til að nefndin skili þeirri vinnu af sér í byrjun mars nk. Auk starfshóps sem undirbýr frumvarp til nýrra persónuverndar- laga starfar vinnuhópur, skipaður fulltrúum allra ráðuneyta, til að fara yfir breytingar sem þarf að gera á ýmsum sérlögum. Björg segir að lokum að ekki sé hægt að neita því að frumvarpsvinna á Íslandi hafi farið seint af stað en að- alatriði sé að frumvarpið sjálft sé ekki með allar reglurnar, þær sé að finna í reglugerðinni sem verður lög- fest í heild sinni. Þá verði ýmsar sér- reglur og útfærslur festar í nýju per- sónuverndarlögin, en víki þó í mjög litlum mæli frá reglugerðinni sjálfri. Persónuvernd í brennidepli  Nýju reglurnar hafa legið fyrir ásamt þýðingum og ástæðulaust að bíða  SA gagnrýna seinagang við upptöku á EES-reglum  Nefnd vonast til að skila frumvarpsdrögum í byrjun mars Mynd/ThinkStockPhotos Persónuvernd Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að róa öllum árum að innleiðingu nýrra ESB-reglna. Persónuvernd hefur undanfarna mánuði unnið að því að kynna almenningi, fyrirtækjum og stofnunum nýju evr- ópsku persónuverndarreglurnar. Þær má finna á vef Persónuverndar, www.personuvernd.is. Þar má einnig finna þýðingu hennar á íslensku ásamt þýddum leiðbeiningum samstarfsvettvangs evrópskra persónuverndarstofnana. Það er vinnuhópur sem kveð- ið er á um í 29. gr. núgildandi Evróputilskipunar um per- sónuvernd. Evrópska persónuverndarráðið mun leysa hann af þegar nýja reglugerðin tekur gildi. Einfaldar leiðbeiningar um rétt einstaklinga og skyld- ur lögaðila eru á síðunni ásamt bæklingum fyrir hvort tveggja. Glæru- kynningar um efnið eru einnig aðgengilegar á síðunni. Starfsmenn Persónuverndar veita nánari upplýsingar og gert er ráð fyrir að starfs- mönnum stofnunarinnar muni fjölga um fimm stöðugildi þegar frumvarp um ný persónuverndarlög verður samþykkt. Tengla á fréttir og umfjöllun framkvæmdastjórnar ESB um samþykkt reglnanna ásamt nýjum reglum má einnig finna á vef dómsmálaráðu- neytisins undir málum sem ráðuneytið vekur athygli á. Fyrir þá sem ætla að byrja ÞÝDDAR LEIÐBEININGAR ERU Á VEF PERSÓNUVERNDAR Helga Þórisdóttir Davíð Þorláksson Björg Thorarensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.