Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 40

Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 40
SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Það lá við þjóðarsorg í Frakklandi er Johnny Hallyday, hinn „franski Elvis“, eins og hann var stundum nefndur, féll frá í desember sl., 74 ára að aldri. Emmanuel Macron forseti kallaði hann þjóðhetju og kvað á um opinbera kveðjuathöfn. Fór útför hinnar mestu rokk- stjörnu Frakka fram með mikilli viðhöfn í París. Var kistu Hallyday m.a. ekið á líkvagni niður breiðgöt- una Ódáinsvelli, Champs-Élysées. Til grafar var hann svo borinn á eyjunni Saint Barthélemy í Kar- íbahafi þar sem hann átti lúxus- villu. Ósk hans sjálfs var að verða lagður þar til hinstu hvílu, eftir af- ar sérstakan ævi- og tónlistarferil. En Johnny, eins og Frakkar kölluðu hann þvert á þá venju að nefna fólk eftir fjölskyldunafni, hafði ekki hvílt lengi í gröf sinni er börn hans tvö af fyrri hjónabönd- um stigu fyrstu lagalegu skrefin til að fá meira úr dánarbúi hans en virðist standa til. Málið hefur blossað upp og verið með helsta fréttaefni í Frakklandi. Óhætt er að segja að landsmenn hafi orðið agndofa af undrun í síðustu viku vegna hinna hamslausu átaka um auðæfi rokkstjörnunnar, sem lést 5. desember sl., eftir stutta bana- legu í villu sinni í bænum Marnes- la-Coquette við París. Tónlistarmenn úr vinahópi hans og ein af fyrrverandi eiginkonum hafa dregist inn í deilurnar, sem spáð er að eigi eftir að verða afar harðar. Virðist sem losnað hafi um spennu sem undir kraumaði í fjöl- skyldunni og óhjákvæmilegt stríð fyrir dómstólum skollið á. Fyrir þeim er þess krafist að nýjasta erfðaskrá rokkarans verði dæmd ógild. Í henni eru eiginkonunni Laeticia ánöfnuð auðæfin óskipt. Sumir tala um að hin hatramma deila sé á við grískan harmleik og við blasir að þrætan muni rífa og slíta fjölskyldu rokkarans enn frekar í sundur. Hallyday mun hafa breytt erfða- skrá sinni fjórum eða fimm sinnum en börn hans af fyrri hjónabönd- um, Laura Smet og David Hally- day, hafa fjórar undir höndum, frá 1997, 2006, 2007 og 3. apríl 2014. Vantar þau skrá frá 2011 sem gerð var í Sviss en hún mun hafa verið numin úr gildi með aprílskránni frá 2014. Sú skrá, sú fimmta í röð- inni, var rituð á eitt A4-blað í vill- unni í Marnes-la-Coquette, með svörtum Bic kúlupenna. Í henni ánafnar Johnny Hallyday konu sinni allar eignir sínar. Eftir að gengið var á hana vegna þessa skjals skýrði Laeticia Hallyday frá því að sjötta erfðaskráin hefði ver- ið rituð, á ensku, og væri dagsett þann 11. júlí 2014. Því er haldið fram að hún hafi verið undirrituð af tveimur aðilum hjá lögbókanda í Bandaríkjunum. Komust Laura og David fyrst að tilvist þessarar skrár er þau lásu um hana í fjöl- miðlum í síðustu viku. Auk þess að leggja deiluna um erfðaskrána fyrir dómara hafa Laura Smet og David Hallyday einnig krafist þess fyrir dómi, að fá yfirráð yfir 12 laga hljómplötu sem Johnny hafði unnið að allt síð- astliðið ár en til hefur staðið að gefa hana út þar sem lítt var eftir að vinna hana þegar rokkkóng- urinn franski lést af völdum lungnakrabba. Þetta var 51. stúdíóbreiðskífa hans. Segist Smet vilja tryggja rétt sinn sem erfingja til að fá úr því skorið og geta pass- að upp á, að listrænt innihald hinnar ókláruðu hljómplötu verði heilsteypt. Tilgangur hennar var sagður að standa vörð um tónlist föður síns, að sögn lögmanns henn- ar, Emmanuel Ravanas. Hann bætti við að Laeticia hefði alfarið hafnað hugmynd að friðsamlegri sátt sem gert hefði kleift að klára gerð plötunnar. Segir hann eig- inkonuna „vita lítið um plötuna“ og efni hennar. Annað hafi verið með börn hans tvö en David er upp- tökustjóri og framleiðandi plöt- unnar. Stoltur hlustaði Johnny Hallyday á fyrstu hráu upptök- urnar á nokkrum laganna með Laura þann 4. október sl. Krefjast kyrrsetningar eigna Málshöfðun systkinanna vegna plötunnar jók enn frekar á spennuna innan fjölskyldunnar en þau Smet og Hallyday hafa einnig dregið í efa lögmæti nýjustu út- gáfu erfðaskrár Johnny af fjórum sem kveður á um að allar eigur hans skuli renna til 32 árum yngri eiginkonunnar, Laeticia. Hafa þau krafist kyrrsetningar á öllum fast- eignum Johnny, þar á meðal lúxus- villum í Saint Barth í Karíbahafi, Los Angeles og í Frakklandi, þar til þrætan um erfðaskrána hafi verið til lykta leidd en málflutn- ingur í því máli hefst 15. mars næstkomandi. í París. Hin tætta fjölskylda sýndi sam- heldni og kom fram sem einn mað- ur við útför Johnny. Mörg hundr- uð þúsund manns stóðu meðfram leiðinni sem líkkistunni var ekið og sýndi rokkstjörnunni virðingu sína. Þegar erfðaskráin verður birt þyk- ir sýnt að deilan um arfinn muni auka enn frekar á fáleika eiginkon- unnar annars vegar og sonarins og dótturinnar hins vegar. Laura Smet sagði það hafa feng- ið mikið á hana og verið særandi að heyra að henni og hálfbróður hennar hefði ekki verið ætlað neitt af auði Johnny. Það hefði slegið sig mjög. Í staðinn skyldi Laeticia og tvær víetnamskar stúlkur sem þau Johnny ættleiddu fá allan arf- inn. Þetta hefur Smet gagnrýnt opinberlega. Samheldnin reyndist reykský Ljóst virðist sem mikil spenna hafi verið innan þessarar frægustu fjölskyldu fransks skemmtanalífs- ins. Þannig ljóstraði Laura Smet, sem öðlast hefur frama sem leik- Bítast um arf rokkarans  Hinn franski Elvis Presley, Johnny Hallyday, var þjóðhetja Frakka  Sex erfðaskrár til staðar  Slegist um milljarða auðæfi  Stríð fyrir dómstólum  Seldi milljónir platna á löngum ferli AFP Erfingjar Fjölskylda Johnnys Hallyday við útförina. Eftirlifandi eiginkona, Laeticia, önnur frá vinstri, ásamt börnum sínum, Jade og Joy. Við hlið þeirra standa Laura Smet og David Hallyday, börn rokkstjörnunnar af fyrri hjónaböndum. Alls eru til sex erfðaskrár og deila erfingjar um hver á að fá hvað. Metsala Plötur Johnnys Hallyday seldust í milljónum eintaka á 57 ára löngum tónlistarferli. Langmest var salan í Frakklandi á sínum tíma.  SJÁ SÍÐU 42 40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.