Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Kaka ársins 2018
Höfundur kökunnar er Sigurður Már konditormeistari í Bernhöftsbakarí
Kakan samanstendur af browniesbotn, súkkulaðikremi með
niðurskornum Þristi, sacherbotn og súkkulaðiganache.
Kakan fæst hjá okkur
Klapparstíg 3, 101 Reykjavík
Ágæta Lilja.
Þegar Almenna
bókafélagið samdi við
útgáfufyrirtækið
Penguin Books um út-
gáfu bókarinnar Með
lífið að veði eftir norð-
urkóresku stúlkuna
Yeonmi Park áskildi
Penguin sér rétt til að
semja sérstaklega um,
ef til þess kæmi, rétt-
inn til að gefa út hljóðbókina á ís-
lensku.
Þótt útgefandi bókarinnar á Ís-
landi hefði ekki samning um að gefa
bókina út sem hljóðbók þá létu
starfsmenn ríkisstofnunarinnar
Hljóðbókasafns Íslands lesa bókina
inn skömmu eftir útgáfu hennar á
pappír. Hin ríkisútgefna hljóðbók-
arútgáfa af Með lífið að veði hefur
síðan notið mikilla vinsælda við-
skiptavina safnsins og er enn, hálfu
ári síðar, ofarlega á vinsældalista
ríkisstofnunarinnar.
Upphaflegur tilgangur Hljóð-
bókasafnsins, sem eitt sinn hét
Blindrabókasafnið, var að veita
blindum og sjónskertum aðgengi að
bókum. Sjálfsagt er að
sýna því virðingu og
skilning. Nú eru virkir
viðskiptavinir safnsins
hins vegar orðnir á ell-
efta þúsund og fjölgar
með ævintýralegum
hraða. Til dæmis fékk
safnið nálega 1.500
nýja notendur árið
2016. Ætla má að
fjölgunin hafi verið
enn meiri á nýliðnu
ári. Hafa ber í huga að
hafi einn fjölskyldu-
meðlimur aðgang að safninu er ekk-
ert sem stöðvar aðra heimilismenn í
að nýta aðganginn.
Hljóðbókaútgáfa er einn helsti
vaxtarbroddur bókaútgáfu erlendis
og fjölgar þeim ár frá ári sem kjósa
fremur að hlusta á bækur en lesa
þær. Þessi alþjóðlega þróun sést
einnig glögglega hér á landi en þó
einungis í fjölgun viðskiptavina
hljóðbókasafnsins enda hefur það
fram til þessa drepið niður allar til-
raunir einkaaðila til að hasla sér
völl í útgáfu hljóðbóka. Í Svíþjóð er
einkarekin hljóðbókaútgáfa með um
16% af heildar-bókamarkaðinum.
Hér á landi eru einkaaðilar nú með
mjög nærri 0% markaðshlutdeild.
Á Íslandi eru hlutfallslega marg-
falt fleiri notendur hjá Hljóðbóka-
safninu en hjá sambærilegum rík-
isstofnunum í nágrannalöndunum.
Ekkert bendir þó til þess að Íslend-
ingar búi við verri sjónheilsu en til
dæmis Svíar eða Norðmenn.
Augljós misnotkun
Upphaflega útbjó Blindrabóka-
safnið bækur með blindraletri og
hafði það auðvitað engin áhrif á
bóksölu. Nú sendir arftaki þess,
Hljóðbókasafnið, hljóðfæla af bók-
um til viðskiptavina sinna. Ekkert
stöðvar þá í að senda vinum og
vandamönnum þessar upptökur í
tölvupósti. Þá er auðvelt fyrir þá
sem hafa lítilsháttar kunnáttu í að
leita á netinu að komast yfir hljóð-
bækur frá safninu. Dæmi eru um að
Íslendingafélög erlendis haldi síðum
úti með hljóðbókum safnsins og trú-
in á líf eftir dauða styrkist sé litið
til þess að látið fólk heldur áfram að
hlusta á bækur safnsins löngu eftir
að það er komið í gröfina. Efa-
semdamenn myndu þó líklega
benda á að skýringuna sé fremur að
finna hjá bókelskum eftirlifandi
ættingjum.
Raunar má skýra hluta sam-
dráttar í bóksölu síðustu ára vegna
hinnar markvissu markaðssóknar
ríkisins á hljóðbókamarkaðinum,
þeirrar gegndarlausu misnotkunar
á safninu sem forsvarsmenn þess
virðast kæra sig kollótta um og
augljós skorts á viðskiptasiðferði.
Nýleg dæmi eru um að fólk skili
prentuðum bókum sem það fékk í
jólagjöf í bókabúðir þar sem það
hafði aðgang að hljóðbókasafninu.
Þá er sagt: „Til hvers að borga þeg-
ar maður getur fengið þetta ókeyp-
is! Það skýrir ef til vill þá staðreynd
að Hljóðbókasafnið hefur undan-
farin ár verið kosið „þjónustustofn-
un ársins“ hjá ríkinu.
Ef fram heldur sem horfir gæti
það hæglega orðið meira hags-
munamál fyrir bókaútgefendur að
böndum verði komið á umsvif rík-
isins á hljóðbókamarkaðinum en af-
nám virðisaukaskatts á bækur.
Misnotkun ríkisvalds
Endurminningar Yeonmi Park,
Með lífið að veði, fjalla að stórum
hluta um hrikalega misnotkun norð-
urkóreskra stjórnvalda á þegnum
sínum og hvernig þau líta á þá sem
eign. Það kemur því Yeonmi Park
og erlendum útgefanda hennar
mjög á óvart að íslenska ríkið hafi
að þeim forspurðum og án nokk-
urrar greiðslu tekið hugverk henn-
ar traustataki, látið lesa bókina inn
og dreift henni ókeypis til stórs
hóps fólks.
Tilefni þess bréfs er að óska eftir
aðstoð þinni við að útskýra fyrir
Yeonmi Park hvaðan íslenska ríkið
telur sig hafa heimild til að þjóð-
nýta hugverk hennar? Frá útgáfu
bókarinnar hefur Yeonmi Park nýtt
höfundartekjur sínar til að styðja
við norðurkóreska flóttamenn, sem
eiga svo sannarlega um sárt að
binda, og kosta baráttu sína gegn
ógnarstjórninni í Norður-Kóreu.
Óvirðingin og siðleysið sem íslenska
ríkið sýnir hugverki hennar hjálpar
hreint ekki til í þeirri baráttu.
Opið bréf til Lilju Alfreðs-
dóttur menntamálaráðherra
Eftir Jónas
Sigurgeirsson » Tilefni þess bréfs er
að óska eftir aðstoð
þinni við að útskýra fyr-
ir Yeonmi Park hvaðan
íslenska ríkið telur sig
hafa heimild til að þjóð-
nýta hugverk hennar?
Jónas Sigurgeirsson
Höfundur starfar við bókaútgáfu.
Fjöldi lánþega 2005 til 2017
10
8
6
4
2
0
þúsund
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heimild: Starfsskýrsla Hljóðbókasafnsins fyrir árið 2016.
Tölur fyrir árið 2017 eru áætlaðar.
Hafnfirðingar eru
ánægðari með þjón-
ustu sveitarfélagsins
nú en í upphafi kjör-
tímabilsins en sam-
kvæmt niðurstöðum
árlegrar þjónustu-
könnunar Gallup sem
birtar voru nýlega
hefur ánægjan með
flesta þjónustuliði
aukist milli ára. Alls
er 91% íbúa í Hafnarfirði ánægt
með sveitarfélagið sem stað til að
búa á. Mest eykst ánægjan með
þjónustu við barnafólk og eldri
borgara sem og með leikskóla- og
menningarmál í bæjarfélaginu.
Þjónustukönnun Gallup er gagn-
leg til að gefa hugmynd um viðhorf
íbúa til ákveðinna þjónustuþátta
sveitarfélaga en markmið hennar
er að kanna ánægju með þjónustu
stærstu sveitarfélaga landsins og
skoða þróunina á milli mælinga.
Niðurstöður nýjustu könnunar-
innar gefa bæjaryfirvöldum í
Hafnarfirði góða vísbendingu um
að til dæmis barnafjölskyldur séu
ánægðari með þjónustuna en áður.
Ekki síst hefur aukist jákvætt við-
horf til leikskólanna. Það er mjög
ánægjulegt í ljósi þess að farið hef-
ur verið í markvissar aðgerðir í
málaflokknum undanfarin ár. Í
upphafi kjörtímabilsins var ákveð-
ið að hefja lækkun innritunarald-
urs á leikskólana í skrefum og nú
er svo komið að 15 mánaða börn fá
leikskólapláss. Einnig hafa dag-
vistargjöld á leikskólum ekki
hækkað síðastliðin fimm ár og
stutt hefur verið við innra starf
leikskólanna með ýmsum hætti.
Í kjölfar umbóta sem gerðar
voru á rekstri Hafnarfjarðarbæjar
á fyrri hluta þessa
kjörtímabils hefur
verið lögð áhersla á að
þær leiddu til bættrar
þjónustu við íbúana.
Farið hefur verið í
markvissar aðgerðir
og framkvæmdir á öll-
um sviðum síðustu
mánuði og ár og því
ánægjulegt að þær
séu að skila sér í já-
kvæðari upplifun og
aukinni ánægju not-
enda þjónustunnar.
Hafnarfjörður kemur vel út í sam-
anburði við önnur sveitarfélög í
könnun Gallup. Bærinn er yfir
meðaltali allra sveitarfélaganna
þegar spurt er hve ánægt fólk sé
með sveitarfélag sitt sem stað til
að búa á.
Í öðrum þáttum könnunarinnar
er Hafnarfjörður í meðaltali eða
rétt yfir meðaltali annarra sveitar-
félaga en er undir meðatali í að-
eins tveimur þáttum. Þessi já-
kvæða niðurstaða er hvetjandi
fyrir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði.
Við erum sannarlega á réttri leið
þótt enn megi margt bæta. Mark-
mið okkar hlýtur að vera að kom-
ast í hóp bæjarfélaga landsins þar
sem íbúar eru ánægðastir.
Stefnum þangað á næsta kjör-
tímabili.
Ánægja eykst í
Hafnarfirði
Eftir Rósu Guð-
bjartsdóttur
»Mest eykst ánægjan
með þjónustu við
barnafólk og eldri borg-
ara sem og með leik-
skóla- og menningarmál
í bæjarfélaginu.
Rósa Guðbjartsdóttir
Höfundur er formaður bæjarráðs
Hafnarfjarðar.