Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 68

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 HERRATÍSKA flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Fataverslanir koma og fara enda heimur tískunnar einn dyntóttasti starfsvettvangur sem hægt er að hugsa sér, svo hverfull er hann. En sumar búðir ná að hasla sér völl og skapa sér hóp viðskiptavina sem sér til þess að hlutirnir rúlla, ár eftir ár. Það er tilfellið með Boss-búðina í Kringlunni því það styttist í að hún fagni 20 ára afmæli sínu. „Bæði styttist í að búðin verði tví- tug og um leið að ég verði búinn að vera tuttugu ár í búðinni,“ segir Pétur þegar við setjumst til að ræða landsins gagn og nauðsynjar, nefni- lega herrafatnað. Pétur hefur verið starfandi verslunarstjóri í búðinni frá upphafi, og upphafið var 15. október 1999. Tíminn flýgur þegar maður hefur gaman af hlutunum og þeir vita það sem þekkja til Péturs að hann hefur gaman af því sem hann fæst við frá degi til dags í vinnunni. „Þegar ég byrjaði þá var ég að afgreiða menn sem voru með börnin með sér. Nokkrum árum seinna seldi maður sömu börnum fermingarfötin og enn fleiri árum síðar stúdentsfötin og í framhaldinu fötin fyrir háskólaútskriftina. Í dag koma þessir einstaklingar til mín, börnin sem voru, en eru orðnir full- vaxta skattgreiðendur í dag,“ bætir Pétur við og hlær. „Þegar maður upplifir svo að foreldrar sumra starfsmannanna í búðinni eru yngri en maður er sjálfur, þá er maður minntur á það að maður er búinn að vera í bransanum lengi. En það er alltaf jafn gaman.“ Óliver Twist og gaddapönk Þegar Pétur er beðinn um að líta um öxl, rifja áratugina tvo stuttlega upp og athuga hvort hann muni eft- ir tímabili þar sem honum þótti stíllinn eftirminnilega flottur og allt sem honum fylgdi, viðurkennir hann að í þessum geira sé maður alltaf svolítið fastur í því að lifa í núinu. „Klárlega hafa samt sem áður kom- ið „season“ sem eru í minningunni mis-skemmtileg, eðlilega. Ég get til dæmis nefnt þér dæmi um sér- stakan tíma þá var Orange [sportl- ínan frá Boss] um skeið alveg gríð- arlega vinsæl hjá okkur og það kom lína frá þeim með einskonar Oliver Twist þema. Þessi lína innihélt bux- ur með lafandi axlaböndum og í kjölfar hennar kom hálfgert pönk- þema. Ég er nokkuð viss um að ég og Villi í Herragarðinum höfum verið þeir einu sem seldum þarna hágæða herrafatnað með gadda- armböndum og hauskúpubolum. Þetta var mjög sérstakur tími,“ seg- ir Pétur og bætir við að þetta hafi verið á árunum 2006 og 2007, þegar Orange-línan var hvað sterkust. Frá árinu 2012 hefur svo herra- tískan aftur verið að færast jafnt og þétt í átt að því að vera almennt herralegri og smartari, bendir Pét- ur á. „Tískan sem hefur verið ríkjandi undanfarin ár er mjög skemmtileg að því leytinu til að hún hefur verið fínni, og meira „sharp“ að mér finnst.“ Einu sinn var toppurinn að vera í tvíhnepptu Og það sem Pétri finnst er óhætt að hlusta á því hann er eldri en tvæ- vetur í bransanum. Fyrir utan árin tæplega tuttugu í Boss stóð hann nefnilega í eina tíð vaktina í hinni víðfrægu herrafataverslun sem kall- aðist Herradeild P.Ó. „Allt frá hatti o’ní skó“ eins og sagði í eftirminnilegum auglýs- ingum búðarinnar. Samanburðargrundvöllur Péturs nær því aftur í „eitísið“ og hann hef- ur séð ótal tískutrend koma; sum hafa haldið velli að einhverju leyti, önnur hlutu enga náð og hurfu jafn- harðan í glatkistuna. „Það sem hefur kannski átt erf- iðast uppdráttar á þeim tíma sem liðinn er síðan ég var í P.Ó. frá ’87 til ’90 – og maður hefur gengið í gegnum víð föt, buxur með fell- ingum, ofboðslega þröng föt, hærra mitti, lægra mitti, nefndu það – eru tvíhnepptu jakkafötin. 90% af þeim jakkafötum sem ég seldi í P.Ó. voru tvíhneppt en þau hafa ekki náð neinni fótfestu síðan þá. Þau hafa verið á jaðrinum og við pöntum þau inn annað slagið því þeir sem kaupa tvíhneppt eru þeir sem eru efst í píramítanum, ef svo má segja. Þeir eru hrifnir af tvíhnepptu en annars hafa þannig jakkaföt komist inn í sölu sem neinu nemur. En seint á níunda áratugnum var þetta meg- instraumurinn.“ Spurður um ástæður þess að tví- hneppt hefur ekki náð útbreiðslu á ný, síðustu þrjátíu árin, hugsar hann sig stuttlega um. „Þessi föt eru eiginlega ekki falleg nema þú sért með jakkann hnepptan, og svo hefur tískan verið í síauknum mæli að leitast við að vera þægilegri, um leið og hún er elegant. Þetta hefur í för með sér að maður er sárasjald- an með jakkann hnepptan. Að fara svo allt í einu í tvíhnepptan jakka sem þarf að vera hnepptur allan daginn, það er bara dálítið lokað og heftandi.“ En þess virði engu að síður, ekki satt? Pétur brosir við. „Algerlega. Það er æðislegt að vera í tvíhnepptu.“ Eins og framar greindi er óhjá- kvæmilegt annað er að lifa í núinu, þegar maður starfar á vettvangi fatatískunnar. Það breytir því ekki að allir, ekki síst reynsluboltar á borð við Pétur, hafa það sem kalla mætti persónulegan stíl. Hvernig gengur að sameina þetta tvennt? Er ekki einhver rauður þráður í því sem Pétur klæðist frá ári til árs? Hann samsinnir því. „Hvað mig varðar þá hef ég alltaf reynt að vera í fleiri en tveimur lit- um. Auk þess finnst mér alltaf gam- an að vera kominn í samsetningu sem er stílhrein og allt passar sam- an, og brjóta það svo upp með ein- um hlut sem er svolítið á skjön. Maður tekur eitt atriði hvað sem það kann að vera, sem lítur kannski við fyrstu sýn út fyrir að vera feill í samsetningunni, en er það samt ekki. Skilurðu mig?“ Og hvert er atriðið í dag? Pétur réttir fram vinstri höndina. Þar skartar hann hlemmstóru og glans- andi svörtu hlaupaúri við jakkaföt, prjónapeysu og bindi. Einmitt. Nú skil ég hann. „Maður verður að vera sjálfum sér samkvæmur og spila eftir eigin reglum en í takt við tíðarandann.“ En hvað um þá hlið tíðarandans sem eru aðsniðnar bómullarbuxur, svokallaðar „sweatpants“ sem eru orðnar býsna gildandi nú um stund- ir er Pétur tilbúinn að fara þangað? Hefur hann mætt í slíku í vinnuna? Undirritaður veit nefnilega til þess að slíkar buxur fást í Boss-búðinni. „Við getum sagt að ég hafi klæðst útgáfu af þeim. Við erum með að- sniðnar cargo-buxur úr hálfgerðu sweatpants-efni, aðeins fínni samt, en það er engu að síður teygja um ökklana. Þessum buxum hef ég klæðst við stakan jakka, skyrtu og prjónabindi. Þetta er samsetning mér að skapi og mér finnst mjög gaman að vera í litríkum fötum, og stundum einhverju sem er aðeins öðruvísi.“ Þú ert eins gamall og þér líður og velur þér fötin í takt Tískan í dag býður upp á alls konar skemmtilegar samsetningar þar sem allt mögulegt leyfist. Hlutir sem ekki þóttu boðlegir fyrir fáein- um misserum – samanber þröngar „sweatpants“ – eru fullkomlega gjaldgengur hversdagsfatnaður ef rétt er farið með, og strigaskór, sem áður voru einskorðaðir við frí- stundir og helgar, eru í dag jafn sjálfsagðir við jakkaföt og hefð- bundnir leðurskór. „Hvítir strigaskór eru til að mynda eitthvað sem þú átt að fá þér fyrir sumarið, á hverju vori.“ Pétur bætir því við að þessi nán- ast ungæðislegi andi sem er allsráð- andi í tískunni um þessar mundir sé að einhverju leyti afleiðing aukinnar lýðheilsu almennt. Eldra fólk er ak- tífara, er meira í ræktinni og betur á sig komið en það var fyrir 20 ár- um. Fólk er bara eins gamalt og því finnst og það endurspeglast í föt- unum sem menn velja sér. Ég hef verið með vörur í búðinni sem ég seldi sautján ára strák og líka sjö- tugum manni. Þú ert bara eins gamall og þér finnst þú vera.“ Þetta þarf maður að eiga Uppbyggilegri geta ráðlegging- arnar frá reynsluboltanum varla verið og við ljúkum þessu skemmti- lega spjalli á því að inna Pétur eftir fáeinum hlutum sem gott er að eiga í fataskápnum fyrir sumarið. Þegar hafa verið taldir til nýir, hvítir strigaskór. Hvað fleira? „Bláar gallabuxur, jafnvel aðeins upplitaðar til að gefa þeim sum- arlegt yfirbragð. Blár blazer-jakki í einhverri mynd, sem er líklega fjöl- hæfasta yfirhöfn sem völ er á. Ofið belti er alltaf flott við buxurnar á sumrin. Einhver konar ljós eða hvít- ur bolur. Kínakragaskyrta er eitt- hvað fyrir sumarið. Ein falleg peysa með þessu og þá er maður með skotheldan pakka fyrir sumarið.“ Maður verður að lifa í núinu Í tæp tuttugu ár hefur Boss-búðin í Kringlunni selt herramönnum hérlendis vandaðan fatnað og allan tímann hefur Pétur Ívarsson staðið vaktina sem versl- unarstjóri. Hann man því tímana tvenna og vel það. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynsluboltinn „Hvað mig varðar þá hef ég alltaf reynt að vera í fleiri en tveimur litum.“ Takið eftir ofnu beltinu og punktið það hjá ykkur. Sumartíska Þessar sumarlegu samsetningar munu að líkindum prýða ein- hverja smekkvísa herramenn í vor, sumar og áfram enda er blazer-jakki ein fjölhæfasta yfirhöfn sem völ er á – ekki síst ef hann er blár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.