Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 76
76 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
✝ Ingibjörg Matt-hildur Guðrún
Magnúsdóttir fædd-
ist 27. ágúst 1938 í
Veiðileysu í Árnes-
hreppi. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 12. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Guðberg Elíasson,
f. 20.7. 1897, d.
14.9. 1980, og Emelía Jósefína
Þórðardóttir, f. 6.9. 1907, d. 3.1.
1997. Systkini Ingibjargar eru:
Guðbrandur Þórður Kristján, f.
1935, Elías Ólafur, f. 1936, Sig-
urvin Guðmundur, f. 1939, Sól-
veig, f. 1941, og Hulda Fjóla, f.
1943.
Þann 31.12. 1960 giftist Ingi-
björg Halldóri Sverri Arasyni, f.
10.9. 1938. Foreldrar hans voru
Ari Guðjónsson og Salvör Vetur-
liðadóttir.
Börn Ingibjargar og Halldórs
1995, Thomas Ari, f. 1997, og
Liselotte Emilie, f. 1998. 3) Ari,
f. 1.6. 1963, eiginmaður hans er
Björn Alexandersson, f. 1962. 4)
Hilmar Óðinn, f. 20.7. 1966, d.
16.1. 1967. 5) Jóhann Reynir,
16.11. 1968, eiginkona hans er
Hilda Julnes, f. 1968. Börn
þeirra eru Arnar Ingi, f. 1992,
og Anna Rún, f. 1996. 6) Kristinn
Þórður, f. 25.11. 1971, eiginkona
hans er Katrín Elly Björnsdóttir,
f. 1979. Börn þeirra eru Halldór
Björn, f. 2002, Hringur Birgir, f.
2004, Ágústa Elly, f. 2011, og
Magnús Helgi Ottó, f. 2013. 7)
Helga, f. 28.5. 1975, eiginmaður
hennar er Brjánn Birgisson, f.
1974. Börn þeirra eru Björt, f.
2004, Úlfur, f. 2006, og Jóhanna
Ingibjörg, f. 2010.
Ingibjörg fæddist í Veiðileysu
í Árneshreppi og ólst þar upp.
Hún fluttist ung að aldri til
Reykjavíkur og vann við ýmis
störf áður en hún gifti sig. Síðar
starfaði hún í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi. Ingibjörg
og Halldór bjuggu lengst af í
Hólabergi 50. Síðasta árið bjó
hún á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Fella- og Hólakirkju í dag,
22. febrúar 2018, klukkan 11.
eru: 1) Ragnheiður,
f. 10.11. 1960. Dæt-
ur hennar eru Sara
Sturludóttir, f.
1983, eiginmaður
hennar var Andri
Fannar Guðmunds-
son, f. 11.5. 1981, d.
6.1. 2015, sambýlis-
maður Söru er
Hlynur Kristjáns-
son, f. 1981, dætur
hennar eru Birna
Sif Andradóttir, f. 2008, og
Kristrún Elma Andradóttir, f.
2012. Ester Sturludóttir, f. 1985,
sambýlismaður hennar er Stefán
Þór Hafsteinsson, dætur þeirra
eru Elsa Ragnheiður, f. 2008, og
Sara Guðrún, f. 2015. Elma
Sturludóttir, f. 1991, sambýlis-
maður hennar er Daníel Þór
Þorsteinsson, og Sunna Sturlu-
dóttir, f. 1994, sambýlismaður
hennar er Sævar Þór Vignisson.
2) Magnús Emil, f. 9.3. 1962.
Börn hans eru Arnþór Friðrik, f.
Mamma lést þann 12. febrúar
síðastliðinn. Það kom mér veru-
lega á óvart – ég var ekki tilbú-
in, en er maður það nokkurn
tímann? Mamma kvartaði nefni-
lega aldrei, alveg sama hvernig
heilsan var þá var svarið hjá
henni alltaf „ég segi bara allt
svona sæmilegt“.
Mamma var yndisleg og fal-
leg manneskja. Ég bara man
ekki eftir að hún hafi nokkurn
tímann röflað eða skammað.
Alltaf í fínu skapi og húmorinn í
lagi. Hún var róleg kona og ekki
mikið fyrir heimilisstörfin en
heimilið var gjarnan fullt af
fólki. Við erum sex systkinin og
okkur fylgdu alls kyns gestir
sem voru allir velkomnir í kaffi
hvenær sem var. Ég hélt lengi
vel að það væri normið að kaffi-
vélin væri mallandi allan daginn
en þannig var það í Hólaberginu
þar sem ég ólst upp. Alltaf heitt
á könnunni og alltaf einhver í
eldhúsinu. Enda lærði ég
snemma að drekka kaffi – eins
og mamma, með mjólk og mola.
Mamma var líka fínn kokkur
og það var alltaf heitur matur á
kvöldin. Í minningunni var alltaf
fiskur, soðinn, steiktur eða
plokkfiskur, og mikið var gaman
þegar mamma gerði fisk í ofni –
þá stóð eitthvað mikið til! Hvað
þá ef það var kjúklingur í boði,
þá nánast sat ég við ofninn og
horfði á kjúklinginn steikjast.
Sem sagt, hefðbundinn íslenskur
heimilismatur og sjaldan brugð-
ið út af vananum.
Mamma hafði gaman af að
ferðast og ég er svo heppin að
hafa farið með henni í flestar ut-
anlandsferðirnar sem hún fór í.
Mér er minnisstæðast þegar við
fórum í mæðgnaferð til Dan-
merkur. Í flugvélinni ákváðum
við að fá okkur Baileys og mikið
fannst mömmu þessi „súkkulaði-
drykkur“ góður. Þess utan
smakkaði mamma aldrei vín.
Síðustu ár ferðaðist mamma
mjög lítið, hún var orðin veru-
lega slæm af liðagigt og átti orð-
ið erfitt með að ganga, en ekki
kvartaði hún. Hún hafði sitt
sjónvarp og Guðrúnu frá Lundi
og ekki var það verra ef kaffi-
sopi og tertugeiri var við hönd-
ina.
Í apríl á síðasta ári fluttu
mamma og pabbi á Hrafnistu,
þar naut mamma sín. Hún fór
alltaf í söngstund, messu og í
leirböð. Pabbi trillaði henni um í
hjólastólnum og það var talað
um hvað þau væru samrýnd og
falleg hjón. Mér finnst synd að
mamma hafi ekki fengið að njóta
þess lengur að vera á Hrafnistu
en kannski er þetta einmitt eins
og þetta á að vera, nokkrum
tímum áður en hún lést var ég
hjá henni, hún fékk sér köku-
sneið og horfði á sjónvarpið. Fór
ánægð að sofa og vaknaði ekki
aftur.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Helga Halldórsdóttir.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara. Inga amma okkar er nú
horfin á braut en eftir sitja
minningar sem eftirlifendur
geyma og verða um leið hluti af
okkur. Við minnumst ömmu með
kærleik og skemmtum okkur vel
þegar við rifjum upp samveru-
stundir okkar. Til ömmu og afa
var alltaf gott að koma, það var
eitthvað notalegt við lyktina af
sígarettum og kaffi í Hólaberg-
inu (mömmu til undrunar). Lífið
í ömmu og afa húsi breyttist lítið
með árunum, kaffibrúsi, sykurk-
ar, umslög, bækur og öskubakki
á eldhúsbekknum, afi að leggja
sig eftir næturvakt og amma
hlæjandi meðan hún sagði okkur
sögur af ættingjum og vinum.
Hjá ömmu og afa var alltaf
dekrað við mann og farið sér-
staklega í búð til þess að kaupa
allskonar góðgæti, eins og Cocoa
Puffs og kex, sem við kunnum
svo sannarlega að meta, þar sem
við vorum ekkert sérstaklega
hrifnar af signa fisknum og salt-
kjötinu. Svo þegar við fórum þá
þakkaði amma okkur alltaf kær-
lega fyrir komuna.
Amma og afi hafa alla tíð lesið
mikið og voru því full af fróðleik
og gaman að ræða við þau um
hvaða málefni sem upp kom,
amma hafði einnig mjög gaman
af því að skoða ættartengsl og
sýna okkur gamlar myndir sem
hún geymdi í skenknum. Alltaf
voru dýr á heimilinu en helst
munum við eftir köttunum
Tobbu og Bínu og höfðum við
mjög gaman af þeim. Þrátt fyrir
það að fara oft útklóraðar heim
eftir að hafa dröslað þeim með í
hina ýmsu leiki, þá fengum við í
mörg ár senda skemmtilega
jólapakka merkta „frá Tobbu og
Bínu“ svo að kettirnir hljóta að
hafa haft gaman af okkur líka.
Amma sagðist bara tala ís-
lensku en lét það ekkert stoppa
sig þegar hana langaði að horfa
á norræna þætti með engum
texta, svo eflaust var hún vel tal-
andi á öðrum tungumálum þó
hún hafi ekki viðurkennt það.
Alltaf var heimilið fullt af hlýju
og amma ávallt í góðu skapi.
Hún hafði gaman að því að segja
okkur sögur en oft var erfitt að
ná samhenginu þar sem amma
hló svo mikið að sögunum sín-
um.
Við munum sakna þín, elsku
amma, og minnumst þín með
hlýju í hjarta.
Sara, Ester, Elma og Sunna.
Ingibjörg
Magnúsdóttir
✝ Ólöf SigríðurMagnúsdóttir
fæddist á Gríms-
stöðum á Akranesi
1. janúar 1936. Hún
lést á Dvalar-
heimilinu Höfða á
Akranesi 8. febrúar
2018.
Hún var dóttir
hjónanna Fann-
eyjar S. Tómas-
dóttur, f. 1912, d.
2001, og Magnúsar E. Sigurðs-
sonar, f. 1913, d. 1946. Seinni
maður Fanneyjar var Árni Krist-
insson, f. 1913, d. 2006. Alsystkin
Ólafar voru Theódór Eðvarð, f.
1932, Súsanna Halla, f. 1938, og
Sigrún Halla, f.
1945. Þau eru öll
látin. Hálfsystkin
hennar sammæðra
eru Sigrún Edda, f.
1951, og Hall-
grímur Eðvarð, f.
1952. 17. apríl 1954
giftist Ólöf Ingólfi
Ágústssyni, f. 7.
desember 1927, d.
17. nóvember 1980.
Börn þeirra eru
Ingibjörg Jóhanna, f. 1953, gift
Hreini Björnssyni; Magnús
Fannar, f. 1957, giftur Hlíf
Björnsdóttur, og Kristrún Halla,
f. 1962, gift Daníel R. Elíassyni.
Barnabörnin eru 10, barna-
barnabörnin 16 og barnabarna-
barnabörnin tvö. Ólöf bjó á Akra-
nesi í 67 ár en 15 ár í Reykjavík.
Hún starfaði við margs konar
störf um ævina, auk húsmóður-
starfs m.a. við fiskvinnslu, í
þvottahúsi Sjúkrahúss Akraness,
til margra ára við verslunarstörf
í Skagaveri á Akranesi og í mat-
sal Hrafnistu í Reykjavík í um 15
ár. Hún starfaði um árabil með
Málfreyjum (ITC) á Akranesi og í
seinni tíð tók hún þátt í kórstarfi
og fleiru með eldri borgurum á
Akranesi. Eftir hana liggja líka
ótal mörg handverk.
Útför Ólafar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 22. febrúar
2018, klukkan 13.
Elsku mamma.
Komið er að kveðjustund,
klökkri eins og gengur.
Þú varst mér kær móðir og
vinkona, einnig varstu börnum
mínum og barnabörnum einstök
amma og Danna besta tengda-
móðir sem hægt er að hugsa
sér.
Margs er að minnast og
margs er að sakna sem ekki
verður skrifað um hér, heldur
bara geymt með sjálfum sér.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita
hjarta, er sakna ég mest
(Sumarliði Halldórsson)
Ástarþakkir fyrir allt og allt,
Þín elskandi dóttir,
Halla.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau, er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra,
nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Margs er að minnast og
margt er að þakka, elsku ynd-
islega amma Lóa mín.
Ég minnist hörkuduglegrar
konu sem þótti vænt um fólkið
sitt og vildi öllum það besta í líf-
inu. Ég minnist spilakvöldanna
á Dvergabakkanum með Góu-
kúlur og Stjörnupopp í skál. Ég
minnist hrotanna og smitandi
hlátursins. Ég minnist konu
sem hjálpaði þegar á reyndi og
þá alltaf með bros á vör, dríf-
andi og full af visku. Ég minnist
elskandi ömmu sem kenndi mér
svo margt.
Ég þakka alla hjálpina, leið-
sögnina, hláturinn, ástina,
gleðina, hrósið, lærdóminn,
viskuna, hlýja faðminn og um-
fram allt þakka ég allar
skemmtilegu samverustundirnar
okkar.
Þín,
Hrefna.
Amma Lóa, heimsins besta
amman.
Þegar missirinn er mikill er
dýrmætt að eiga ljúfar minn-
ingar. Hugurinn reikar aftur
þegar þú bjóst á Skarðsbraut-
inni, vannst í Skagaveri og það
er föstudagskvöld. Ég bíð
spennt eftir að vera sótt, get
ekki einu sinni beðið inni og val-
hoppa á Hjarðarholtinu þar til
Toyotan birtist. Við brunum
saman heim á leið, þar sem látið
er renna í bláa fótanuddtækið
og svo tekur við dekur við
ömmutáslur, að launum hefurðu
keypt smá nasl til að maula.
Derrick í imbanum og kvöldið
er okkar, oftast helgin öll. Linda
systir slæðist með oft á tíðum,
spilað langt fram á nótt og allar
sofum við í ömmuholu. Ó,
hversu lífið var ljúft.
Á einhverjum tímapunkti
ákveður þú að flytja í borg ótt-
ans, það var viss sorg. Maður
var víst ekki alveg orðinn nógu
þroskaður þá til að skilja kraft
þinn og þor. Fara alein á vit
nýrra ævintýra, hættir í Skaga-
veri og fórst að vinna á Hrafn-
istu. En við systur vorum nú
ekki lengi að læra á Akraborg-
ina og strætóinn í Reykjavík.
Svo var nú líka gott að eiga
ömmu í höfuðborginni þegar
maður tók þátt í Tónabæ, ekki
nema 12 ára. Það var nú ein
sagan til að hlæja að eftir á,
þegar lögreglan stoppaði þrjár
yngismeyjar að keppni lokinni,
sem þá voru búnar að labba
fram og til baka og vissu ekki
hvort þær væru að koma eða
fara enda aldrei verið neins
staðar nema á Akranesi. Spurt
var hvert förinni væri heitið, nú
bara til ömmu Lóu! Okkur var
skutlað heim að dyrum, heim til
ömmu Lóu.
Elsku amma Lóa, hversu
heppin getur maður orðið? Að
hafa átt þig að er eitt það besta
við líf mitt. Þú dugnaðarkona,
ég man aldrei eftir að þú hafir
verið veik eða á einn eða annan
hátt kvartað undan einu né
neinu. Það var ekki fyrr en þú
hættir að reykja, þá langt geng-
in í sjötugt, sem heilsubrestir
gerðu vart við sig (ekki að ég sé
að mæla með reykingum).
Handavinnu elskaðir þú, alltaf
átti maður góða vettlinga og
sokka. Svo tók við perlusaumur
sem skreytir jólatréð mitt á
hverju ári. Að spila á spil var
eitt það skemmtilegasta sem við
gerðum, rússi, vist og rommí.
Þú varst alltaf tilbúin að rétta
manni hjálparhönd, hvort held-
ur við að passa langömmubörn-
in, aðstoða við að sauma gard-
ínur eða í raun bara hvað sem
er.
Þú varst stolt af fólkinu þínu
og dugleg að tjá það, allir sigrar
voru stórir sigrar. Ég mun aldr-
ei gleyma hversu vel mér leið
hjá og með þér, elsku besta
amma Lóa mín.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt
og allt.
Þín
Þura.
Ólöf Sigríður Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Lóa.
Hvar á ég að byrja?
Það var svo gaman að
spila við þig, það var svo
gott að koma til þín.
Þú varst ein af langbestu
ömmum í heimi.
Þú verður alltaf til stað-
ar í hjarta mínu.
Ég elska þig svo mikið,
þú varst svo skemmtileg.
Þín,
Tinna.
Elsku yndislega amma
Lóa.
Takk fyrir að hafa alltaf
verið til staðar fyrir mig og
get ég ekki hugsað mér
betri vinkonu en þig.
Takk fyrir allar æðislegu
minningarnar og takk fyrir
að hafa alltaf verið þú sjálf.
Því þannig varstu best.
Þín,
Viktoría.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
STEFÁNS NÍELS STEFÁNSSONAR,
Núma,
rafverktaka,
Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar
Landspítalans við Hringbraut.
Guðríður Stefánsdóttir Guðmundur Ágúst Ingvarsson
Hrafn Stefánsson Sonja I. Einarsdóttir
Örn Stefánsson Ólöf Stefánsdóttir
barnabörn og langafabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs föður okkar,
stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS JÓHANNS JÓNSSONAR,
fyrrv. bifreiðastjóra,
dvalarheimilinu Hraunbúðum,
áður Áshamri 35, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hraunbúða og Elíasi J.
Friðrikssyni sjúkraþjálfara fyrir frábæra umönnun.
Gunnar Rafn Einarsson Laufey Sigurðardóttir
Jón Garðar Einarsson Hrefna Guðmundsdóttir
Anna Einarsdóttir
Reynir Elíesersson Elísabet H. Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls og útfarar okkar
ástkæra,
BJÖRNS H. EIRÍKSSONAR
bókaútgefanda,
Súlunesi 18, Garðabæ,
sem lést þriðjudaginn 23. janúar.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki krabbameins- og
líknardeilda LSH. Einnig þökkum við félögum Oddfellow-
reglunnar kærlega fyrir þeirra stuðning.
Nína Stefnisdóttir
Birna Klara Björnsdóttir Þorgrímur Jónsson
Heiðdís Björnsdóttir Þorvaldur Gísli Kristinsson
Heiðar Ingi Svansson Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn