Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 83
Héraðsbúa á Egilsstöðum og naut
þess að fara í útreiðartúra með afa-
systur sinni, Unni Jónsdóttur.
Eftir stúdentspróf stundaði Sig-
ríður nám í Boston og síðan í Berl-
ín þar sem hún lauk meistara- og
doktorsprófi í heimspeki. Í dokt-
orsnáminu var hún í rannsóknahópi
sem tók þátt í útgáfu verka Frie-
drich Nietzsches. Á námsárunun
féll Berlínarmúrinn og þýsku ríkin
sameinuðust á ný. Hún kynntist
sameiningarferlinu af eigin raun er
hún kenndi við háskólann í Rostock
fyrstu árin eftir að hún lauk námi í
upphafi tíunda áratugarins. Nem-
endur hennar höfðu verið mótaðir
og skólaðir í Austur-Þýskalandi og
heimspekideildum háskólanna var
umbreytt á örskömmum tíma úr
því að vera deildir í marxískri-
lenínískri heimspeki í almennar
vestrænnar heimspekideildir.
Sigríður varð lektor við heim-
spekideild HÍ 1996 og flutti ári síð-
ar heim. Hún hefur síðan sinnt
kennslu og rannsóknum við HÍ,
auk þess kennt við háskóla víða um
heim og gegndi um skeið hinni
virtu Erkko-prófessorstöðu við Há-
skólann í Helsinki.
Kynjahalli í heimspeki og fem-
ínískar byltingar á Íslandi hafa
haft mótandi áhrif á störf og við-
fangsefni Sigríðar. Hún var fyrsti
formaður jafnréttisnefndar HÍ og
hefur verið formaður kynjanefndar
heimssamtaka heimspekinnar
(FISP) undanfarin ár. Heimsþing
heimspekinnar sem haldið er
fimmta hvert ár er undirbúið af
FISP, og verður haldið nú í sumar
í Peking. Áhugi Sigríðar á heim-
speki og jafnréttismálum í hnatt-
rænu samhengi varð henni einnig
hvati að því að stofna, ásamt öðr-
um, Alþjóðlega jafnréttisskólann,
sem nú er starfræktur við HÍ sem
Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóð-
anna, en Sigríður var fyrsti stjórn-
arformaður skólans. Sigríður hefur
einnig leitt sumarskóla um kyn og
heimspeki í samstarfi við þrjár aðr-
ar heimspekideildir á Norð-
urlöndum, en skólarnir hafa verið
styrktir af Erasmus-áætlun ESB
og eru fjölsóttir víðsvegar að úr
heiminum.
Sigríður var virk í baráttunni
gegn byggingu Kárahnjúkavirkj-
unar, hefur ferðast um hálendið og
fer með nemendur í umhverfiss-
iðfræði í gönguferðir við jökla til
að kynnast áhrifum loftslagsbreyt-
inga.
Undanfarin tíu ár hefur Sigríður
lagt stund á sjósund og hefur tví-
vegis orðið Íslandsmeistari í þeirri
grein í sínum aldursflokki: „Kulda-
kveif eins og ég má vera stolt af
því. Þess utan nýt ég þess að
ferðast, en dóttir okkar er læknir í
Berlín og þangað liggur því leiðin
oft. Fyrir þremur vikum, eða á 90.
afmælisdegi móður minnar, eign-
uðumst við Magnús, okkar fyrsta
barnabarn, Heklu Lúísu. Það er
vissulega tilefni til að fjölga enn
ferðum til fjölskyldu og vina í Berl-
ín.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar er Magnús
Diðrik Baldursson, f. 21.7. 1959,
skrifstofustjóri rektorsskrifstofu
HÍ.
Dóttir Sigríðar og Magnúsar
Diðriks er Elísabet Sigríðardóttir
Magnúsdóttir, f. 23.5. 1986, læknir
í Berlín en maður hennar er Chri-
stoph Buller læknir og er dóttir
þeirra Hekla Lúísa Christop-
hsdóttir, f. 29.1. 2018.
Systkini Sigríðar eru Herdís
Þorgeirsdóttir, f. 18.2. 1954, lög-
maður í Reykjavík; Þorsteinn Þor-
geirsson, f. 17.9. 1955, ráðgjafi
seðlabankastjóra, og Ófeigur
Tryggvi Þorgeirsson, f. 17.7. 1960,
heilsugæslulæknir í Reykjavík.
Systir Sigríðar, samfeðra, er Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, f. 15.12.
1970, leikkona.
Foreldrar Sigríðar: Herdís
Tryggvadóttir, f. 29.1. 1928, hús-
freyja sem sinnt hefur ýmsum
mannúðarmálum, og Þorgeir Þor-
steinsson, f. 28.8. 1929, d. 27.11.
2013, sýslumaður á Keflavík-
urflugvelli.
Sigríður
Þorgeirsdóttir
Margrét Pétursdóttir
húsfreyja á Egilsstöðum
Jón Bergsson
bóndi á Egilsstöðum
Þorsteinn Jónsson
kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði
Sigríður Kjerúlf Þorvarðardóttir
húsfreyja í Hermes á Reyðarfirði
Þorgeir Þorsteinsson
lögreglustjóri og sýslumaður
á Keflavíkurflugvelli
Þorvarður Kjerúlf
læknir á Ormarsstöðum í Fellum
Guðríður Hjaltested
húsfreyja í Vallanesi í S-Múl.
Ófeigur Ófeigsson
bóndi í Leiru
Jóhanna Frímannsdóttir
húsfreyja í Leiru og í Reykjavík
Tryggvi Ófeigsson
útgerðarmaður í Reykjavík
Herdís Ásgeirsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ásgeir Þorsteinsson
skipstjóri í Reykjavík
Rannveig Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Úr frændgarði Sigríðar Þorgeirsdóttur
Herdís Tryggvadóttir
húsfreyja í Reykjavík og
starfaði að mannúðarmálum
ÍSLENDINGAR 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
VOR
2018
Jón Stefánsson fæddist á Sauð-árkróki 22.2. 1881. Hann varsonur Stefáns Jónssonar,
verslunarstjóra á Sauðárkróki, og
f.k.h., Ólafar Hallgrímsdóttur hús-
freyju, dóttur Hallgríms, gullsmiðs á
Akureyri Kristjánssonar.
Jón var tvíkvæntur en átti börn
með hvorugri konu sinni. Dóttir
hans og Sigríðar Zoëga ljósmynd-
ara: Bryndís, ekkja eftir Snæbjörn
Jónasson vegamálastjóra.
Jón lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1900, hóf verkfræðinám við Há-
skólann í Kaupmannahöfn, lauk
cand. phil.-prófi þar 1901 og las
verkfræði í þrjú ár en sneri þá við
blaðinu og einbeitti sér að málara-
listinni. Hann stundaði myndlistar-
nám við Teknisk Selskabs Skole
1903-1905, við einkaskóla Kristians
Zahrtmann til 1908 og fór síðan til
Parísar þar sem hann stundaði nám
við einkaskóla Henri Matisse 1908-
1910.
Jón var lengi búsettur erlendis,
lengst af í Kaupmannahöfn, eða til
1937 og aftur 1937-46 er hann flutti
alkominn heim. Jón tók þátt í fjölda
samsýninga á Norðurlöndum en þó
oftast í Charlottenborg. Hann hélt
fyrst einkasýningu á Íslandi í sal
KFUM í Reykjavík 1920 og hélt síð-
an sjö einkasýningar hér á landi. En
frá því hann lést hafa verið haldnar
átta einka- og yfirlitssýningar á
verkum hans hér á landi, flestar á
vegum Listasafns Íslands.
Mikið hefur verið skrifað um Jón,
af höfundum á borð við Aðalstein
Ingólfsson, Braga Ásgeirsson,
Selmu Jónsdóttur og fleiri. Meg-
inviðfangsefni Jóns var íslenskt
landslag en hann málaði auk þess
portrettmyndir og uppstillingar.
Hann var undir sterkum áhrifum frá
Cézanne og Matisse en stíll hans
einkennist af strangri, rökrænni
formfestu og samræmdri, hófsamri
litameðferð. Jón var í hópi braut-
ryðjenda íslenskrar myndlistar á 20.
öld og helsti frumkvöðull módern-
ismans í myndlist hér á landi.
Jón lést 19.11. 1962.
Merkir Íslendingar
Jón
Stefánsson
100 ára
Snæbjörn Gíslason
90 ára
Svava Berg Þorsteinsdóttir
85 ára
Anna Guðleifsdóttir
Friðbjörg Ragnarsdóttir
Helgi Hallgrímsson
Margrét Jónsdóttir
Marsibil Guðrún A.
Gunnarsdóttir
80 ára
Sigríður Bjarnadóttir
Sjöfn Ásbjörnsdóttir
Sonja Ásbjarnardóttir
75 ára
Ásbjörn Sigurgeirsson
Jón Þórir Óskarsson
Þórarinn Smári
Steingrímsson
70 ára
Elísabet Sigvaldadóttir
Guðfinna Björk Helgadóttir
Guðmundur S. Ingimarsson
Guðný M. Magnúsdóttir
Heiðdís Guðmundsdóttir
Pétur R. Guðmundsson
Sigrún Jóhannsdóttir
Valdemar Olsen
60 ára
Elín Bjarnadóttir
Kristín Valsdóttir
Pétur Jónsson
Saifon Baophila
Sigríður Þorgeirsdóttir
50 ára
Birkir Pétursson
Eygló B. Kristjánsdóttir
Grzegorz Kurzatkowski
Hildur Ruth Markúsdóttir
Ingibjörg Elíasdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Jón Rúnar Arilíusson
Justyna Skawinska
Lilja Ingólfsdóttir
Lolita Trinidad Advincula
Magnús Guðjónsson
Stefán Gunnar Svavarsson
40 ára
Aðalsteinn Pétur Bjarkason
Egill Þórðarson
Finnur Eiríksson
Guðjón Emilsson
Guðlín Steinsdóttir
Haraldur Yngvi Pétursson
Ingimar Þór Theódórsson
Joseph Stephen Compton
Maciej Artur Nowicki
Malgorzata Danuta Szopa
Pimpernel Wernars
Ronald Surban Fatalla
Signý Magnúsdóttir
Unndór Egill Jónsson
30 ára
Agnes Þóra Árnadóttir
Almar Dagur Arnarsson
Arvydas Kyzikas
Bára Bragadóttir
Darlene Villareal
Eggert Þorsteinsson
Erlendur Halldór Durante
Hildur Dís J. Scheving
Hrafnhildur Magnúsdóttir
Ingólfur Þórðarson
Julio Esono Mba
Katrína H. Þorvaldsdóttir
Margrét Rós
Einarsdóttir
Ólafur Sigurðsson
Sandra Baldursdóttir
Sandra Tryggvadóttir
Sigríður Erna Kristinsdóttir
Smári Pálmarsson
Stefán Þór Ákason Reykdal
Zuzana Vondra Krupkova
Til hamingju með daginn
30 ára Sigríður býr á Sel-
fossi, útskrifaðist frá Fjöl-
brautaskóla Suðurlands
árið 2008 og starfar hjá
Fræðslunetinu á Selfossi.
Systkini: Óttar Geir
Kristinsson, f. 1978, og
Birna Kristinsdóttir, f.
1983.
Foreldrar: Bryndís Sum-
arliðadóttir, f. 1955, starf-
ar við Ráðhús Árborgar,
og Kristinn Ásmundsson,
f. 1955, rafvirki og skrif-
stofumaður hjá Rarik.
Sigríður Erna
Kristinsdóttir
30 ára Hrafnhildur býr á
Selfossi, lauk BA-prófi í
arkitektúr og MA-prófi í
heimspeki við HÍ og er í
fæðingarorlofi.
Maki: Jóhann Ólafur Sig-
urðsson, f. 1986, mark-
aðs- og fjölmiðlafulltrúi
hjá KSÍ.
Synir: Ingimar Bjartur, f.
2011, og Unnar Þeyr, f.
2017.
Foreldrar: Magnús Sig-
urðsson, f. 1959, og
Brynja Ingadóttir, f. 1962.
Hrafnhildur
Magnúsdóttir
30 ára Hildur Dís býr í
Mosfellsbæ, lauk BEd-
prófi í uppeldis- og
menntunarfræði frá HÍ og
er heimavinnandi sem
stendur.
Maki: Sturla Snær Magn-
ússon, f. 1987, kerfisstjóri
á Kex Hostel.
Synir: Fáfnir Styr, og
Fenrir Styr, f. 2014.
Foreldrar: Jón Kristinn
Gíslason, f. 1963, og Ing-
unn Lára Hannesdóttir
Scheving, f. 1966.
Hildur Dís Jóns-
dóttir Scheving