Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 90
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef lengi verið heillaður af
Tennessee Williams sem leikskáldi,
en hann skrifaði af ótrúlegu list-
fengi um drauma og þrár manneskj-
unnar. Leikrit hans eru í senn
raunsæisleg og goðsagnakennd,“
segir leikstjórinn Benedict Andrews
sem á síðasta ári leikstýrði leikrit-
inu Köttur á heitu blikkþaki eftir
Tennessee Williams hjá Young Vic í
London, en upptaka NTLive af
sviðsuppfærslunni verður sýnd í Bíó
Paradís á laugardag og sunnudag
kl. 20 bæði kvöld og tekur Benedict
þátt í umræðum að sýningu lokinni
á laugardag. Verkið fjallar um auð-
jöfurssoninn Brick Pollitt (leikinn af
Jack O’Connell) sem lokað hefur sig
inni með það að markmiði að drekka
sig í hel í kjölfar sjálfsmorðs vinar
síns, Skipper. Eiginkona hans, Mag-
gie (sem Sienna Miller leikur), er
reiðubúin að berjast fyrir
fjölskylduauðnum og hjónabandi
þeirra með kjafti og klóm.
Köttur á heitu blikkþaki er annað
leikrit Williams sem Benedict leik-
stýrir hjá Young Vic því árið 2014
leikstýrði hann Sporvagninum girnd
þar sem Gillian Anderson fór með
hlutverk Blanche DuBois og var sú
sýning líka tekin upp á vegum
NTLive og sýnd í kvikmyndahúsum
víðs vegar um heiminn.
Benedict kom fyrst til Íslands
fyrir tæpum áratug, en fluttist bú-
ferlum hingað fyrir fimm árum þar
sem hann er í sambúð með Margréti
Bjarnadóttur, dansara og dansahöf-
undi. „Vinna mín krefst þess að ég
sé talsvert á ferð og flugi,“ segir
Benedict sem leikstýrir jöfnum
höndum í Bretlandi, Þýskalandi og
föðurlandi sínu, Ástralíu. „Mér hef-
ur þótt einstaklega gott að hlaða
batteríin hér á Íslandi og vinna
megnið af undirbúningvinnu næstu
leikhúsuppsetningar eða kvik-
myndar hérlendis,“ segir Benedict
og tekur fram að hann kunni vel að
meta hreina loftið og nálægðina við
náttúruna hérlendis þar sem veðr-
áttan og árstíðirnar leika stórt hlut-
verk.
Gott að vinna með
íslenskum leikurum
Benedict hefur leikstýrt tveimur
leiksýningum hérlendis, báðum í
Þjóðleikhúsinu og báðum úr smiðju
Williams Shakespeare, fyrst Lé
konungi árið 2010 og síðan Macbeth
2012. „Mig langar til að leikstýra
meira hérlendis, enda finnst mér af-
skaplega gott að vinna með íslensk-
um leikurum. Ég hef átt samtöl við
bæði Ara [Matthíasson þjóðleik-
hússtjóra] og Kristínu [Eysteins-
dóttur borgarleikhússtjóra] um
möguleg leikstjórnarverkefni og
vonandi kemur eitthvað út úr því
þegar um hægist aðeins hjá mér á
erlendum vettvangi,“ segir Benedict
og tekur fram að sem standi eigi
kvikmyndir hug hans allan.
Seint á síðasta ári frumsýndi
hann fyrstu kvikmynd sína í fullri
lengd sem nefnist Una og byggist á
leikritinu Blackbird eða Svartur
fugl eftir skoska leikskáldið David
Harrower sem Benedict leikstýrði
hjá Schaubühne í Berlín 2005. Verk-
ið fjallar um unga konu sem leitar
uppi manninn sem beitti hana kyn-
ferðislegu ofbeldi 15 árum áður þeg-
ar hún var aðeins 12 ára og hann
fertugur. Með aðalhlutverkin fara
Rooney Mara og Ben Mendelsohn.
„Myndin var frumsýnd í Banda-
ríkjunum í miðri #metoo-byltingu í
kjölfarið á uppljóstrunum um fram-
komu Harveys Weinstein. Það er
því óhætt að segja að myndin hafi
talað beint inn í samtímann,“ segir
Benedict og tekur fram að vanda-
samt sé hins vegar að markaðssetja
listaverk með jafn eldfimu viðfangs-
efni. „Ég er mjög stoltur af þessari
mynd. Mörgum finnst erfitt að
horfa á hana og þannig á það að
vera, enda viðfangsefnið erfitt.“
Myndin var sýnd á síðustu
Stockfish-kvikmyndahátíð hérlendis
og er aðgengileg á efnisveitum á
netinu.
Aðspurður segist Benedict þegar
byrjaður að vinna að næstu mynd,
sem er sannsöguleg og gengur und-
ir vinnutitlinum Seberg. „Sú mynd
fjallar um ungan og metnaðarfullan
starfsmann FBI sem falið er að
rannsaka leikkonuna Jean Seberg
vegna tengsla hennar við bar-
áttuhópinn Black Panther í Los
Angeles á sjöunda áratug síðustu
aldar,“ segir Benedict og tekur
fram að hann megi enn sem komið
er lítið meira segja um innihald
myndarinnar eða leikaravalið, en
stefnt er að því að tökur hefjist með
vorinu og frumsýning er áætluð á
næsta ári.
Bestu leikritin skrifuð
á umbrotatímum
En aftur að Ketti á heitu blikk-
þaki sem sýnt verður um helgina.
Hvers vegna langaði þig að setja
þetta verk á svið í fyrra?
„Í ljósi þess að ég hef fækkað
leikhúsverkefnum mínum á síðustu
árum til að einbeita mér að kvik-
myndum vel ég leikritin sem ég set
upp mjög gaumgæfilega. Mér
fannst samtali mínu við Williams
ekki lokið eftir Sporvagninn,“ segir
Benedict og bendir á að bestu leik-
rit sögunnar hafi iðulega verið skrif-
uð á miklum umbrotatímum og
nefnir hann í því samhengi leikrit
bæði Williams og Shakespeare.
„Eftir að ég byrjaði að vinna með
Köttinn sá ég sífellt betur hversu
sterkt leikritið talar til samtímans.
Við lifum núna tíma þar sem forseti
Bandaríkjanna er lygari og tilheyrir
auðugri fjölskyldu sem tekið hefur
yfir stjórnmálin. Bandaríkjunum er
í augnablikinu stjórnað eins og stór-
fyrirtæki. Í Kettinum er Williams
að rannsaka auðuga fjölskyldu þar
sem fjölskyldufaðirinn, í anda Lés
konungs, stendur frammi fyrir erf-
iðri spurningu um erfðamálin. Allar
persónur verksins búa í húsi lyga og
neyðast að lokum til að horfast í
augu við afleiðingar sannleikans,“
segir Benedict og tekur fram að
Tennessee Williams sé aldrei um-
vöndunarsamur í skrifum sínum.
Af ljósmyndum úr uppfærslunni
að dæma fórstu þá leið að hafa svið-
ið mjög bert og sjá má umgjörð
svefnherbergis Bricks sem gyllt
búr. Viltu segja mér aðeins frá sjón-
rænni nálgun þinni?
„Gyllt búr er góð samlíking. Í
leikhúsinu heillast ég fremur af hinu
tóma rými í stað mikilla skreytinga.
Við Magda Willi, leikmyndahönnuð-
ur, vildum fanga þá grunnstemn-
ingu verksins að svefnherbergið,
sem ætti að vera griðastaður, verð-
ur fyrir sífelldum innrásum,“ segir
Benedict og tekur fram að hann hafi
ekki viljað binda verkið of mikið við
ritunartíma þess til þess að það
virkaði ekki eins og safngripur,
heldur fremur sprengja rammann
og tengja við samtímann.
Tekst á við kjarnann
Benedict lýkur lofsorði á leikhóp-
inn. „Jack O’Connell vakti fyrst at-
hygli mína fyrir frammistöðu sína í
kvikmyndinni Starred Up. Mig hef-
ur lengi langað til að vinna með
honum, en hann hefur lítið leikið á
sviði. Hann hefur útlitið með sér, en
býr samtímis yfir ofsafengnum og
óhefluðum krafti. Brick er passívur
í verkinu, en á sama tíma megin-
drifkraftur þess. Jack tókst af-
spyrnuvel að miðla eyðingarmætt-
inum sem Brick býr yfir. Ég valdi
Siennu Miller í hlutverk Maggie
vegna þess að mér finnst hún vax-
andi leikkona. Maggie er sér mjög
meðvituð um hvernig nýta má kyn-
þokkann sem vopn á sama tíma og
hana þyrstir bókstaflega í Brick, en
löngun hennar má líkja við fíkn,“
segir Benedict og tekur fram að
hann hafi verið afar sáttur við upp-
færsluna, sem fékk góðar viðtökur
gagnrýnenda. Sem dæmi gáfu gagn-
rýnendur The Telegraph og Inde-
pendent uppfærslunni fjórar stjörn-
ur af fimm mögulegum.
„Hann [Benedict Andrews] er
leikstjóri sem losar sig við allan
óþarfa og tekst á við kjarnann,“
skrifar Paul Taylor, gagnrýnandi
Independent, um sýninguna, og
segir svo: „Sienna Miller angar af
glamúr, aðdráttarafli og kynferð-
islegri ófullnægju í hlutverkinu sem
Maggie, en túlkun hennar fangar
einnig vel að hér er á ferðinni kona
sem fæddist í fátækt, ólst upp í fá-
tækt og sér fram á að deyja í fátækt
nema henni takist að nýta meðfætt
sjálfsöryggi sitt til að eignast barn
með manni sem vill ekki snerta
hana“.
Michael Billington, gagnrýnandi
The Guardian, bendir á að báðar
uppfærslur Benedicts Andrews á
verkum Williams hjá Young Vic
leiði í ljós að Benedict sé „fullur af
orku og sumar hugmyndir hans eru
líkt og hugljómun“. Bendir hann á
að sturtan á miðju sviði sé fyrst og
fremst notuð af O’Connell í hlut-
verki Bricks, sem reyni ítrekað að
þvo af sér sektarkennd sína. Segir
hann styrk sýningarinnar liggja í
því að leikstjóranum takist að
„tengja tilfinningahita við súran
húmor“. Segir hann túlkun Miller á
Maggie trúverðuga og líkamsbeit-
ingu hennar góða. O’Connell segir
hann búa yfir „þráhyggju drykkju-
mannsins, sem hugsi stöðugt um
viskíflöskurnar fjórar sem stað-
settar eru framsviðs,“ skrifar Bill-
ington og tekur fram að O’Connell
takist vel að túlka örvæntingu
Bricks yfir örlögum vinar síns,
Skippers, sem framdi sjálfsmorð
þegar Brick hafnaði ástleitni hans.
„Allar persónur búa í húsi lyga“
Bíó Paradís sýnir Kött á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams í leikstjórn Benedicts Andrews
Leikstjóranum finnst gott að hlaða batteríin á Íslandi Undirbýr næsta kvikmyndaverkefni
Ljósmynd/Johan Persson fyrir Young Vic
Óhamingja Jack O’Connell og Sienna Miller í hlutverkum sínum sem Brick Pollitt og Maggie í Ketti á heitu blikk-
þaki eftir Tennessee Williams í uppfærslu Young Vic sem sýnd verður í Bíó Paradís um helgina á vegum NTLive.
Leikstjórinn Benedict Andrews.
Ljósmynd/Saga Sig.
90 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3