Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 94
94 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Útdráttur úr fyrsta kafla bókarinnar,
Samantekt – bókin í hnotskurn:
Kapítalismi og ójöfnuður
Karl Marx taldi að ójöfnuður
myndi aukast með framþróun kapí-
talismans, stig af stigi. Kjör verka-
lýðsins myndu versna um leið og auð-
ur yfirstéttarinnar ykist og færðist á
æ færri hendur. Bil milli ríkra og fá-
tækra myndi breikka uns samfélagið
leystist upp í stéttabaráttu, þar sem
þeir undirokuðu myndu slíta af sér
hlekkina og hrifsa völdin af arðræn-
ingjum sínum. Ný réttlátari þjóð-
félagsskipan
myndi rísa upp af
rústum kapítal-
ismans.
Þannig skrifaði
hann um miðja
nítjándu öld og
hafði sitthvað til
síns máls er hann
lýsti árdögum
samfélags iðn-
aðarkapítalismans á Englandi.
Framvindan á tuttugustu öldinni
varð hins vegar með öðrum hætti en
Marx spáði [...]
Simon Kuznets, bandarískur hag-
fræðingur, taldi að ójöfnuður tekna
myndi þvert á móti fara minnkandi
eftir því sem kapítalisminn kæmist á
hærra þróunarstig. Hann birti rann-
sókn á skiptingu tekna í bandaríska
samfélaginu árið 1953 og sýndi gögn
um það hvernig tekjuskiptingin var
orðin mun jafnari á fyrstu árunum
eftir seinni heimsstyrjöld en verið
hafði í aðdraganda fyrri heimsstyrj-
aldarinnar. Rannsókn Kuznets var
merkilegt brautryðjendaverk í um-
fjöllun um tekjuskiptingu. Hins veg-
ar setti hann síðar fram tilgátu sína
um aukningu ójafnaðar á fyrsta stigi
iðnaðarkapítalismans og óhjákvæmi-
lega jöfnun tekna með framþróun
kapítalismans á hærra stig. Þessari
tilgátu hefur verið lýst sem „Kuz-
nets-boganum“, sem er eins og U á
hvolfi. Boginn á að sýna dæmigerðan
feril ójafnaðarþróunar í kapítalískum
samfélögum, frá vaxandi ójöfnuði í
fyrstu til vaxandi jafnaðar þegar á
líður. Bandaríkin áttu samkvæmt til-
gátunni að vera komin á stig minni
ójafnaðar við upphaf eftirstríðs-
áranna, þar sem hagvöxtur og fram-
farir bættu afkomu allra.
Framlag Pikettys
Thomas Piketty gagnrýnir tilgátu
Kuznets í nýrri bók sinni frá 2014 og
telur að hann hafi dregið óréttmætar
ályktanir af gögnum sínum. Þó rann-
sókn Kuznets hafi verið vönduð og
standi fyrir sínu þá hafi höfundurinn
horft fram hjá því að jöfnunin sem
fram var komin í Bandaríkjunum ár-
ið 1948, í samanburði við árið 1913,
hafi að mestu leyti verið vegna sér-
stakra sögulegra áhrifa (tveggja
heimsstyrjalda og kreppunnar miklu
á fjórða áratugnum), en ekki vegna
óljósra innri lögmála í þróun kapítal-
ískra hagkerfa, eins og ætla má af til-
gátu Kuznets. Piketty og samstarfs-
menn hans hafa framlengt til
samtímans rannsóknir í anda þeirrar
er Kuznets gerði og tekið fjölda ann-
arra landa inn í myndina. Þeir hafa
því lagt tilgátuna um „Kuznets-
bogann“ í dóm reynslunnar. Tilgátan
reynist ekki eiga við rök að styðjast.
Aukinn jöfnuður einkenndi vissu-
lega þrjá til fjóra fyrstu áratugina
eftir seinni heimsstyrjöld í flestum
vestrænum samfélögum. Ólíkt spá
Kuznets þá var sú niðurstaða ekki
varanlega tengd innri lögmálum um
þróun kapítalískra hagkerfa. Fremur
má rekja hana til ytri áhrifa, sem
nefnd voru hér að framan, auk
breytts tíðaranda í stjórnmálum. Þar
gætti breyttra hagstjórnarhug-
mynda um blandaða hagkerfið, upp-
byggingu velferðarríkis og jafnandi
skattkerfis er unnu gegn ójafn-
aðarþróuninni. Einnig gætti þar auk-
innar menntunar, örrar tækniþróun-
ar, þéttbýlismyndunar og breyttrar
starfsstéttaskiptingar. Allt gerðist
þetta í samhengi öflugs hagvaxtar er
skilaði flestum batnandi lífskjörum á
þessari „gullöld blandaða hagkerf-
isins“, eins og hagsögufræðingurinn
Angus Maddison kallar þetta skeið í
sögu vestrænna þjóða.
Stóra nýmælið í rannsóknum Pik-
ettys og samstarfsmanna hans er
hins vegar sú staðreynd, að víða á
Vesturlöndum tók ójöfnuður tekna
að aukast á ný, einkum eftir 1980. Sú
aukning byrjaði með mest afgerandi
hætti í Bandaríkjunum og Bretlandi
en breiddist síðan út til meirihluta
OECD-ríkja. Þessi þróun ágerðist
mjög á síðustu tveimur áratugum og
náði hámarki í aðdraganda al-
þjóðlegu fjármálakreppunnar er
hófst árið 2008. Ójafnaðarstigið í
hagsældarríkjunum hefur þannig
leitað aftur í átt til þess sem var í
byrjun tuttugustu aldarinnar. Sú
þróun er þvert á spá Kuznets [...]
Þetta er stóra samhengið fyrir þá
rannsókn sem hér lítur dagsins ljós
og beinist að íslenska samfélaginu.
Þróunin á Íslandi - meiri og
minni ójöfnuður
Þetta er bók um það hvernig
tekju- og eignaskiptingin á Íslandi
þróaðist frá því fyrir seinni heims-
styrjöld til samtímans. Sýnt er að
tekjur og eignir skiptust mjög ójafnt
á millistríðsárunum en urðu svo mun
jafnari á eftirstríðsárunum. Sam-
hliða því að Ísland fékk fullt sjálf-
stæði frá Danmörku hélt íslenska
jafnaðarsamfélagið innreið sína. Ís-
land var þá í hópi hinna norrænu
ríkjanna með einna jöfnustu tekju-
skiptingu sem þekktist í heiminum á
þeim tíma. Það ástand stóð í um
hálfa öld, fram á miðjan tíunda ára-
tuginn, en umbreyttist síðan með
verulegri aukningu ójafnaðar á rúm-
um áratug fram að hruni fjár-
málakerfisins árið 2008. Sú umbreyt-
ing tengist einkum breyttu
þjóðmálaviðhorfi og nýjum að-
stæðum, sem meðal annars eiga ræt-
ur að rekja til breytinga í stjórn-
málum, auk áhrifa hnattvæðingar og
fjármálavæðingar.
Hnattvæðing greiddi götu óheftra
markaðshátta og fjármálavæðingar í
heiminum, sem aftur jók hættu á
myndun fjármálabóla. Ísland tengd-
ist hinu alþjóðlega fjármálaumhverfi
með aðild sinni að Evrópska efna-
hagssvæðinu árið 1995. Þar með var
opnað fyrir meiri alþjóðleg áhrif á
framvindu fjármála og efnahags Ís-
lendinga. Ein af afleiðingum þess var
íslenska bóluhagkerfið sem ríkti með
stigvaxandi þunga frá um 1998 til
2008, mest þó frá 2003 til 2008, og
varð eitt stærsta bóluhagkerfi sög-
unnar, í hlutfalli við stærð þjóð-
arbúsins [...] Stjórnvöld breyttu
einnig skatta- og bótastefnu sinni frá
1995 og jók það við ójafnaðarþró-
unina sem ört vaxandi fjármála-
markaður skilaði samfélaginu.
Breytt stjórnmál, fjármálavæðing og
bóluhagkerfið umbreyttu þannig ís-
lenska jafnaðarsamfélaginu sem ríkt
hafði frá árum seinni heimsstyrjald-
arinnar og fram til 1995. Fjár-
málahrunið 2008 færði síðan klukk-
una til baka, í þeim skilningi að mikið
dró úr ójöfnuði á ný, með miklum
samdrætti fjármagnstekna og aukn-
um jöfnunaráhrifum skatta og tekju-
tilfærslna hins opinbera.
Ísland hefur sem sagt farið frá því
að vera með mjög ójafna tekjuskipt-
ingu á árunum fyrir seinni heims-
styrjöld til þess að búa við einna
jöfnustu tekjuskiptingu heimsins á
fyrstu fimmtíu árum lýðveldisins.
Síðan tók við þróun til gríðarlegs
ríkidæmis þeirra efnameiri og auk-
ins ójafnaðar í aðdraganda hrunsins
– og loks varð Ísland aftur með afar
jafna tekjuskiptingu eftir hrun, þó
hún hafi endað á heldur hærra ójafn-
aðarstigi en var fyrir aldamótin 2000.
Þetta er í senn saga mikilla um-
skipta og raunar mikillar sérstöðu ís-
lenska samfélagsins [...]
Ísland og Bandaríkin
samanborin
Hér er sýnd langtímaþróun tekju-
ójafnaðar á Íslandi, í samanburði við
samsvarandi þróun í Bandaríkjunum
(sjá mynd). Þar er sýndur hlutur há-
tekjufólks (tekjuhæstu tíu prósenta
framteljenda) af heildartekjum allra í
báðum löndunum, frá 1920 til 2015.
Fram til ársins 1992 eru þó einungis
til sambærilegar íslenskar tölur fyrir
árin 1927, 1937 og 1963 til 1975, en
árlegar tölur höfum við frá og með
1992.
Gögnin fyrir Bandaríkin koma úr
frægri rannsókn Thomas Piketty og
Emmanuel Saez (2003, með upp-
færslu talna til 2015). Sú rannsókn
sýnir mikinn ójöfnuð fyrir seinni
heimsstyrjöldina en síðan tóku við
hátt í fjórir áratugir með mun jafnari
tekjuskiptingu, með minni hlut há-
tekjuhópa og vaxandi hlut lægri og
milli tekjuhópa. Það tímabil tók enda
skömmu fyrir 1980, en frá þeim tíma
tók ójöfnuður í skiptingu tekna að
aukast umtalsvert í Bandaríkjunum,
í þróun sem með sveiflum hefur stað-
ið til dagsins í dag.
Myndin sýnir að í megindráttum
gætir sömu langtímaþróunar á Ís-
landi, frá meiri ójöfnuði fyrir stríð til
jafnaðarskeiðs frá og með stríðs-
árunum til miðs tíunda áratugarins.
Á þeirri hálfu öld var Ísland líkt og
hinar norrænu þjóðirnar með einna
jöfnustu tekjuskiptingu í heiminum,
mun jafnari en í Bandaríkjunum á
sama tíma. Þetta var gullöld íslenska
jafnaðarsamfélagsins, þar sem sam-
an fór mikil hagsældaraukning, bætt
lífskjör, uppbygging velferðarríkis
og hátt stig jafnaðar.
Það breyttist svo frá 1995 og fram
að hruni, með afgerandi hætti, eins
og myndin sýnir. Þá jókst ójöfnuður
með meiri hraða en verið hafði í
Bandaríkjunum frá 1980, enda saxaði
Ísland verulega á Bandaríkin í þess-
um efnum frá um 1998 til 2007. Í
kafla 5 birtum við einnig samsvar-
andi mynd fyrir ríkasta eina prósent-
ið á Íslandi og í Bandaríkjunum og
þar er sýnt að enn meira dró saman
með efstu hátekjuhópunum í lönd-
unum tveimur en fram kemur á
mynd 1, það er þegar litið er til
þeirra allra tekjuhæstu. Ríkustu Ís-
lendingana vantaði ekki mikið til að
vera með sambærilegan hlut heild-
artekna samfélagsins og ríkasta eina
prósentið í Bandaríkjunum hafði árið
2007. Rétt er að hafa í huga að
Bandaríkin eru með einna ójöfnustu
tekjuskiptinguna af vestrænu hag-
sældarríkjunum. Ójafnaðarþróunin á
Íslandi frá 1995 til 2007 var um
margt einstök, eins og sýnt er á
marga vegu síðar í bókinni.
Það er líka athyglisvert að bera
saman þróunina eftir fjármálahrunið
2008 í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Hlutur hátekjuhópsins stórlækkaði á
Íslandi til 2010, en í Bandaríkjunum
lækkaði hann mun minna og aðeins
til 2009, en fór síðan að hækka á ný
og er nú aftur orðinn hærri en verið
hafði fyrir 2008. Engin varanleg
breyting varð á tekjuskiptingunni í
Bandaríkjunum við fjármálakrepp-
una, að minnsta kosti hvað snertir
hlut hátekjuhópanna. Á Íslandi var
þetta verulega frábrugðið, með mun
meira falli og sveiflu til mun meiri
jafnaðar eftir hrun, enda var krepp-
an dýpri hér en í Bandaríkjunum.
Stjórnvöld brugðust einnig við með
öðrum hætti á Íslandi en í Bandaríkj-
unum, það er með aukinni end-
urdreifingu til jöfnunar. Frá 2011
hefur hlutur hátekjuhópanna þó aft-
ur tekið að aukast á Íslandi, en hæg-
ar en í Bandaríkjunum. Hraðinn í
aukningunni á Íslandi frá 2011 til
2015 virðist áþekkur því sem var frá
um 1996 til 2000, áður en ójafn-
aðarþróunin fór á fullan skrið hér á
landi.
Meiri og minni ójöfnuður
Í bókinni Ójöfnuður á Íslandi fjalla þeir Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson um það hvernig tekju- og eignaskipting
á Íslandi þróaðist frá millistríðsárunum til samtímans. Í bókinni kemur fram að í um hálfa öld voru Íslendingar með einna jöfn-
ustu tekjuskiptingu sem þekktist í heiminum, en þjóðfélagið tók síðan stakkaskiptum með verulegri aukningu ójafnaðar.
Arnaldur Sölvi
Kristjánsson
Stefán
Ólafsson