Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 100

Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 100
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Bílar drápu á sér í vatnsflaumnum 2. Stórhöfði breyttist í stöðuvatn 3. Bílar farnir að kastast til 4. Lokað við Smáralind … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sönghópurinn Elfur heldur tónleika í röðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. kl. 12 og bera þeir yfirskriftina Endurómar. Sönghóp- urinn mun flytja Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar, þ.e. lög tón- skáldsins við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar, í nýjum útsetningum Hrafn- kels Orra Egilssonar. Elfur syngur lögin án undirleiks og skipa sönghóp- inn þær Auður Guðjohnsen, Hulda Dögg Proppé, Hildigunnur Einars- dóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Rak- el Edda Guðmundsdóttir og Svan- fríður Hlín Gunnarsdóttir. Elfur flytur Jónasar- lög Atla Heimis  Myndlistarkonurnar Rakel McMa- hon, Eva Ísleifs og Katrín Inga Jóns- dóttir Hjördísardóttir opna sýningu á verkum sínum í dag kl. 17 í galleríinu Gamma, Garðastræti 37 í Reykjavík. Sýningin ber titilinn ABOUT looking og á henni má sjá verk sem listakon- urnar unnu í Aþenu í fyrra. Samstarf þeirra gengur út á að rýna í gjörn- ingalistformið og áhrif þess á aðra listmiðla sem og sitt eigið vinnuferli, eins og þær lýsa því í tilkynningu. Verkefnið byggist á því að skoða að- ferðafræði gjörninga þ.e. gjörninga sem leitaraðferð, rannsóknaraðferð og miðlunaraðferð. Aðferðafræðin felist þannig í því að skoða hvaða áhrif gjörningar hafi á nálg- un umsækjanda á við- fangsefni sín, vinnu- ferlið, miðlun og út- færslu. Verkin á sýningunni eru kolateikningar og ljósaskúlptúrar. Rakel, Eva og Katrín sýna saman í Gamma Á föstudag Suðaustan 8-15 og él, en úrkomulítið norðan heiða. Gengur í suðaustan 18-25 með slyddu og síðar rigningu seinni partinn, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 8-15 m/s og heldur hvassara síð- degis. Rigning í fyrstu á SA-landi, annars snjókoma eða él, en úr- komulítið norðaustanlands. Kólnandi, frost 0 til 5 stig í kvöld. VEÐUR Áhugaverð tilraun fer um þessar mundir fram í Kópa- vogslauginni. Þar er um að ræða samstarf hjá knatt- spyrnudeild Breiðabliks, Háskólanum í Reykjavík og Jyväskylä-háskólanum í Finnlandi. Ingi Þór Ein- arsson og Ben Waller kanna hvort hægt sé að byggja upp sambærilegt úthald hjá knattspyrnufólki með æf- ingum í vatni eins og á landi. »2-3 Áhugaverð tilraun í Kópavogi Marit Bjørgen frá Noregi er nú orðin sá íþróttamaður sem unnið hefur flesta verðlaunapeninga í sögu Vetrarólympíuleikanna. Bjørgen og Maiken Caspersen Falla unnu til bronsverðlauna í sprettboðgöngu í gær. Þar með hefur Bjørgen unnið til alls 14 verðlauna á Vetrarólymp- íuleikum. Hún sló með þessu met landa síns, skíðaskotfimikappans Ole Einar Björndalen, sem unnið hefur til 13 verðlauna. »1 Marit Bjørgen sigldi fram úr Björndalen „Ég hef verið í stífri endurhæfingu sem hefur gengið vel. Stefnan er sett á að geta leikið aftur handbolta um miðjan eða í lok mars,“ sagði Guð- mundur Hólmar Helgason, hand- knattleiksmaður hjá franska liðinu Cesson-Rennes. Hann hefur meira og minna verið frá keppni síðasta árið, fyrst vegna meiðsla í ökkla og frá í haust vegna brjóskloss í baki. »4 Guðmundur Hólmar á batavegi í Rennes ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálf- boðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála fé- lagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Magnús kynntist gönguskíðum á unga aldri. „Ég er fæddur og uppalinn á Grímslæk í Ölfusinu og það kom fyrir að það vantaði kindur á haustin. Þá fórum við á gönguskíðum að leita þeirra.“ Hann minnist þess að hafa gengið yfir holt og hæðir á skíðum og stundum hafi skyggnið verið minna en ekki neitt en samt hafi aldrei verið hætta á ferðum. „Það var alltaf maður með mér og við fórum varlega,“ segir hann. „Svo fór ég gjarn- an á skíðunum í kringum bæinn mér til skemmt- unar þegar veður var gott og gott snjólag.“ Um tvítugt flutti Magnús í Hafnarfjörð, kvænt- ist, ól upp fjögur börn og vann ýmsa vinnu, fyrst til sjós, síðan í byggingarvinnu, svo hjá trésmíða- verkstæði og loks ók hann fóðurflutningabíl hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur í um tvo áratugi. „Ég lenti stundum í ófærð á Suðurlandi en rokið við Hafnarfjallið var verra. Þá þurfti ég oft að bíða af mér veðrið í Borgarnesi. Svo kom fyrir að ég var innlyksa í Dölunum. Ég vonaði gjarnan að veðrið yrði gott um næstu helgi svo hægt væri að fara á skíði en sú von brást ansi oft. Og það hefur ekkert breyst. Maður veit aldrei hvernig morgundag- urinn verður.“ Áður á svigskíðum Magnús fór fyrst með eiginkonu og yngsta barninu í skíðaferð til útlanda 1986 og átti síðan reglulega eftir að fara á erlend skíðasvæði, oftast í ítölsku Alpana, en varð að hætta á svigskíðum vegna slits í baki og sneri sér þá aftur að göngu- skíðunum. „Sjálfboðastarfið fyrir gönguskíðafélagið varð að veruleika fyrir tilviljun,“ segir hann og bætir við að þetta sé þriðji veturinn sem hann leggi sitt af mörkum með þessum hætti. „Ég vandi komur mínar í Bláfjöll, smátt og smátt kynntist ég fólki í skálanum og svo fór að þáverandi formaður Ullar spurði mig hvort ég væri ekki til í að taka vakt og vakt. Ég féllst á það, vaktirnar urðu stöðugt fleiri og nú reyni ég að fara þegar færi gefst.“ Gönguskíðafélagið Ullur var stofnað 2007 og er eitt fjölmennasta skíðafélag landsins. Skáli félags- ins stendur við skíðabrautina á Neðri-Sléttu, rétt hjá Suðurgilslyftu. Félagið heldur námskeið fyrir byrjendur og lengra komna á hverjum vetri og stendur fyrir keppni í skíðagöngu, þar sem árlega Bláfjallagöngu ber hæst, en hún er hluti Íslands- göngunnar. Félagar eru um 350 og núverandi for- maður er Hugrún Hannesdóttir. Þegar Magnús starfar í skála félagsins er hann venjulega mættur um klukkan tíu á morgnana og stendur vaktina í um fjóra tíma í senn, hellir upp á kaffi og deilir út skíðum til þeirra sem þau þurfa. „Skíðanámskeiðin byrja gjarnan klukkan 11 og því þarf ég að vera kominn áður,“ segir hann. „Síðan nota ég tækifærið og geng á skíðum eftir vaktina. Hinsvegar er ég svo slæmur í bakinu að ég get ekki verið lengi á skíðum í einu, geng bara nokkra hringi án þess að fara um fjöll og firn- indi. Ég fer bara í heilsubótargöngu. Ganga eftir getu er mín heilsurækt.“ Heilsurækt á gönguskíðum  Magnús Konráðsson nær 85 ára skálavörður í sjálfboðavinnu Sjálfboði Magnús Konráðsson við skála Gönguskíðafélagsins Ullar í Bláfjöllum. Ljósmynd/Málfríður Guðmundsdóttir Bláfjallagangan 2017 Ullungar frá vinstri: Guðný Katrín Kristinsdóttir, Þuríður Yngvadótt- ir, Guðrún Kristín Kristinsdóttir, Eva Rakel Ósk- arsdóttir og María Kristín Ólafsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.