Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio YOYO S Bluetooth hátalari 26.900 kr. Fimm áskrifendur Morgunblaðsins duttu í lukkupottinn í gær þegar dregið var í happdrætti blaðsins. Vinningshafarnir hljóta hver fyrir sig gjafabréf fyrir tvo til Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum með WOW air. Vinningshafarnir eru þeir Ragn- ar Th. Sigurðsson, Hafliði Gíslason, Þorsteinn Hallgrímsson, Magnús Ríkharðsson og Elías Gíslason. „Cincinnati er spennandi staður, ég hef aldrei áður komið á þessar slóðir í Bandaríkjunum og því er þetta áhugavert. Og vafalaust eru þarna líka skemmtileg myndefni,“ segir vinningshafinn Ragnar Th. Sigurðsson, sem er landskunnur fyr- ir ljósmyndir sínar af landi og nátt- úru. „Við konan mín, Ásdís Gissurar- dóttir, erum nýkomin heim úr sól- arferð til Tenerife á Spáni sem tókst reyndar ekki betur en svo að í flug- inu á leiðinni út fengum við hjónin flensu og lágum í rúminu allan tím- ann meðan við vorum ytra. Það var frekar súrt. Vonandi verður ferðin til Cincinnati í Ohio betri og kannski nokkur sárabót, en mér finnst koma til greina að fara snemma í vor eða með haustinu. Að minnsta kosti vil ég fara í ferðalagið á þeim tíma sem hiti er hóflegur.“ Á næstu vikum eiga fleiri áskrif- endur Morgunblaðsins möguleika á að vinna ferð til áfangastaða WOW air í áskriftaleiknum. Á fimmtudag í næstu viku verða dregin úr vinn- ingspotti nöfn fimm heppinna áskrif- enda sem fara til St. Louis í Banda- ríkjunum. Alls verða 104 flugmiðar gefnir í áskriftarleiknum þeim sem fá nöfn sín dregin út á tíu vikum. Í happdrættinu núna er búið að draga út nöfn vinningshafa sem fengu farmiða til San Francisco, Stokkhólms, Barcelona, Tel Aviv, Cleveland, Detroit og nú Cincinnati. Enn á eftir að draga út í flug til St. Louis og Dallas í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Myndefni á spennandi stað  Heppnir áskrifendur á leiðinni til Cincinnati í Ohio-ríki Vinningur Ragnar Th. Sigurðsson vann í áskrifendahappdrættinu. Sex þingmenn úr Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokki gerðu íslensku lambakjöti góð skil þegar þeir mættu í IKEA í Garðabæ í gær. Á veitinga- staðnum er gert ráð fyrir að 28 þúsund kjöt- skammtar verði afgreiddir nú í febrúar og með því verður unnið talsvert á kjötfjallinu fræga. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er einn þeirra sem mættu í IKEA í gær og lögðu til atlögu við fjallið. Hann er hér fremstur en hinir þingmennirnir voru Jón Gunnarsson, Ás- mundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Pétursson og Vilhjálmur Árnason. Morgunblaðið/Eggert Lögðu til atlögu við lambakjötsfjallið Alþingismenn gerðu þjóðlegum veitingum í IKEA góð skil Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru al- veg skýrar,“ segir Sigþór Magnús- son, formaður Íbúasamtaka Kjalar- ness. Hámarkshraðinn hugsanlega lækkaður Krafist er að ráðist verði tafar- laust í nauðsynlegar úrbætur svo tryggja megi umferðaröryggi og greiðar samgöngur um Vesturlands- veg á Kjalarnesi í ályktun íbúafund- ar sem haldinn var þar í byggðinni í gær. Þar segir að vegabætur séu lífs- nauðsynlegar og að öryggi verði að tryggja. Fundurinn skorar því á ríkisstjórn, þingmenn og sveitar- stjórnir að ganga í málið. Minnt er einnig á að á Álfsnesmelum sé Vega- gerðin búin að færa hámarkshraða niður í 70 km/klst. Vegfarendur muni tæpast fagna ef slíkar tak- markanir gildi á lengri kafla en eins og ástand vegarins sé nú megi alveg reikna með slíku. Hlusta á sjónarmið fólks „Það er alltaf auðveldara en ella að marka stefnuna og taka ákvarðanir þegar vilji almennings er skýr. Við Kjalnesinga og Akurnesinga á dög- unum sagðist ég vera kominn til að hlusta á fólk og heyra þess sjónar- mið,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns- son samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. Að sögn ráðherrans verður 300 milljónum króna varið til úrbóta á Vesturlandsvegi á þessu ári til þess að mæta kröfum um úrbætur í öryggisskyni. Endurbæta á malbik og gera aðrar lagfæringar og til þess fara 100 milljónir króna. Tvöfaldri þeirri upphæð verður svo varið til þess að útbúa hringtorg við afleggj- arann að iðnaðarhverfinu á Esjumel- um, skammt ofan við Mosfellsbæ. Þá er unnið að hönnun nýs tvöfalds veg- ar með aðskildum akstursstefnum og er sú vinna langt komin. Deiliskipulag í auglýsingu Tillaga að breytingum á deili- skipulagi verður auglýst á næstu vikum og í kjölfarið hefjast viðræður við landeigendur, enda þarf að brjóta lönd vegna nýs vegar og tengi- brauta. „Þetta er undirbúningsvinna sem hefur verið þokað áfram smátt og smátt á löngum tíma. Núna er það ferli langt komið og frekari ákvarð- anir um hvað gera skuli á Kjalarnes- inu verða teknar þegar Alþingi af- greiðir samgönguáætlun nú í haust,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Endurbætur hefjast í ár  Íbúar á Kjalarnesi vilja úrbætur á Vesturlandsvegi strax  300 millj. kr. í fram- kvæmdir í ár  Undirbúningur vegna nýs vegar er langt kominn, segir ráðherra Sigþór Magnússon Sigurður Ingi Jóhannsson Landsréttur úrskurðaði í gær að hafna skyldi kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar hrl. Arnfríður kvað upp úrskurðinn og sagði að nú lægi fyrir að taka ákvörðun um framhald málsins. Arnfríður er einn þeirra fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af Sigríði Á. Andersen án þess að hafa verið á meðal 15 efstu skv. mati hæfnisnefndar. Af þeirri ástæðu vill Vilhjálmur að Arnfríður víki í málinu því skipan hennar gefi umbjóðanda hans efasemdir um sjálfstæði dómstólsins. Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Deilt er um dómaramálin. Arnfríður mun ekki víkja í dómsmáli Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem hefur legið lömuð á sjúkra- húsi í Malaga á Spáni undan- farinn mánuð í kjölfar falls, verður í dag flutt á bæklunar- sjúkrahús í Se- villa. „Það er vonandi betri aðstaða á þeim spítala en er hér í Malaga,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Ferðalag þetta mun taka fjórar klukkustundir og ætti að verða komið í áfangastað um hádeg- isbil. Sem kunnugt er hefur verið í bí- gerð að Sunna Elvira verði flutt til Íslands á sjúkrahús og hafa starfs- menn utanríkisþjónustunnar unnið að því. Spænsk stjórnvöld og dóm- stólar eiga þó enn eftir að sam- þykkja pappíra vegna þess en þeg- ar þeir hafa fengið réttan stimpil væntir Sunna þess að hún komist heim. Sunna Elvira flutt til Sevilla  Heimför bíður samþykkis dómstóla Sunna Elvira Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.