Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Fallegar & vandaðar vörur í úrvali LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 kveðst hafa sent útgefendum og stjórnendum Storytel bréf og gefi nú fólki svigrúm til að fara yfir mál og svara svo. Við blasi að miklir hags- munir séu undir fyrir rithöfunda en hverjar tölurnar nákvæmlega séu fari eftir því hvaða forsendur og við- mið séu lögð til grundvallar. Félagi íslenskra bókaútgefanda barst bréf vegna þessa máls í gær. Heiðar Ingi Svansson, formaður fé- lagsins, segist strax hafa brugðist við og boðað til stjórnarfundar vegna málsins sem haldinn verði í dag. Eftir helgina segist Heiðar svo munu funda ásamt lögmanni bókaútgef- anda með fyrrnefndri Sigríði Rut Júlíusdóttur og þar standi til að fara yfir málið. Sameiginlegir hagsmunir „Þetta er eins og fjölmörg önnur álitaefni sem koma upp. Fólk einfald- lega fer yfir efnisatriðin, kemur mál- unum í ákveðinn farveg og leysir með samningum. Rithöfundar og bókaút- gefendur eiga fjölmarga sameigin- lega hagsmuni og ég trúi að þetta álitamál megi leysa,“ sagði Heiðar Ingi. Streymið er tækni sem ósamið er um  Rithöfundar bregðast hart við efnisveitunni Storytel Morgunblaðið/Eggert Bókalíf Efnisveitur þar sem hlusta má á lestur bókmennta eru viðbót við bækur gefnar út á pappír sem skapað hefur álitamál sem þarf að útkljá. Sigríður Rut Júlíusdóttir Heiðar Ingi Svansson BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áskriftarstreymi hefur aldrei verið hluti af framseldum réttindum í út- gáfusamningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaút- gefenda. Um slíkt þarf að semja sér- staklega sem ekki hefur verið gert. Þetta segir í bréfi sem Rithöfunda- samband Íslands sendi til fé- lagsmanna sinna í gær. Tilefnið er fréttir um að nú eigi að bjóða íslensk ritverk sem hljóðbækur á rafbóka- veitunni Storytel en eins og fram kom í Morgunblaðinu á miðvikudag er talsverður kurr meðal höfunda vegna þessa. Útgefandinn er ábyrgur Rithöfundasamband Íslands telur, samkvæmt bréfinu, engan vafa leika á því að samningur þess við útgef- endur feli í sér eintakagerð og sölu, svo sem á hljóð- og rafbókum. Slíkt nái þó ekki til útgáfu slíkra rita í streymandi áskrift. Í útgáfusamn- ingum segi að höfundarlaun reiknist af heildsöluverði bóka, útgefanda sé heimilt að gefa út hljóðbók hjá þriðja aðila en sé þó jafnan ábyrgur fyrir efndum gagnvart höfundinum um laun. Ef höfundur eigi efni á Storytel, sem ekki hafi verið samið sérstak- lega við útgefannda um streymandi áskrift á telur rithöfundasambandið það vera brot á höfundarrétti. Miklir hagsmunir eru í húfi Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Rithöfundasambands Íslands, að al- mennt væri það svo að höfundur ætti allan rétt viðvíkjandi sínu verki uns hann hefði verið afhentur öðrum, með samningi. „Áskriftarstreymi er tækniút- færsla sem hefur ekki verið samið sérstaklega um við rithöfunda,“ segir lögmaðurinn Sigríður Rut, sem Viðhald og vegabætur á Hvalfjarðar- vegi gætu hafa kostað 1.200-2.000 milljónir króna síðustu 20 ár ef Hval- fjarðargöng hefðu ekki komið til í júlí árið 1998. Á þessum 20 árum gætu árlegir stofn- og rekstrarstyrkir Vegagerðarinnar vegna Akraborgar hafa numið alls 2,5 milljörðum á verð- lagi 2018. Að auki má áætla að Hval- fjarðargöng hafi sparað Vegagerð- inni um 80 milljónir króna í vetrarþjónustu á Hvalfjarðarvegi. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr svari Sigurðar Inga Jóhannsson- ar, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, við fyrirspurn frá Höllu Sig- nýju Kristjánsdóttur, þingmanni Framsóknarsflokksins i Norðvestur- kjördæmi. Halla Signý spurði hver væri áætlaður sparnaður ríkisins af minni snjómokstri, viðhaldi vega og vegaframkvæmdum í Hvalfirði eftir opnun Hvalfjarðarganga, en í svarinu er miðað við ákveðnar forsendur. Jafnframt hver væri áætlaður sparn- aður ríkisins af því að hætta sigling- um Akraborgar eftir opnun Hval- fjarðarganga. Viðhald og vegabætur „Erfitt er að meta með öruggum hætti hversu miklu fé hefði þurft að verja til viðhalds vegarins ef Hval- fjarðarganga hefði ekki notið við. Ár- ið 1997 fóru að meðaltali (ÁDU) 2.100 bílar um Hvalfjarðarbotn á dag. Tveimur árum eftir opnun ganganna, árið 2000, var meðalumferðin um Hvalfjarðarbotn 215 bílar á dag en um göngin fóru 3.200 bílar á dag. Árið 2016 var meðalumferðin um göngin 6.400 bílar á dag en um Hvalfjarðar- botn 310 bílar á dag. Áætla má að umferðin um Hval- fjörð hefði vart vaxið í samræmi við umferð um göngin en varfærið mat gæti verið 3.000 – 4.500 bílar á dag. Hefði það orðið raunin er nokkuð víst að nauðsynlegt hefði verið að styrkja og breikka a.m.k. helming vegarins og eins hefði þurft að endurnýja slit- lag a.m.k. þrisvar sinnum oftar en raunin varð sl. 10 ár. Þetta gæti hafa kostað á verðlagi í dag á milli 1.200 og 2.000 millj. kr.,“ segir í svari ráð- herra. Erfitt að meta hvað ný Akraborg hefði kostað Varðandi spurninguna um sparnað ríkisins af því að hætta siglingum Akraborgar segir að árlegur kostn- aður Vegagerðarinnar vegna Akra- borgar síðustu árin sem hún var í rekstri hafi framreiknað verið um 70 millj. kr. vegna stofnstyrks og 55 millj. kr. í rekstrarstyrk eða alls 125 millj. kr. á verðlagi 2018. Á 20 árum eru þetta 2,5 milljarðar kr. á verðlagi 2018. „Á þessum tíma var verið að greiða síðustu afborganir af þeim lánum sem hvíldu á skipinu. Gera má ráð fyrir að skipið hefði getað siglt áfram í einhvern tíma. Þegar komið hefði að endurnýjun er erfitt að segja til um hvað ný ferja hefði kostað,“ segir í svari samgönguráðherra. aij@mbl.is Göngin hafa sparað milljarða  Vegabætur hefði þurft í Hvalfirði Á leiðinni Umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist með hverju árinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þriggja manna matsnefnd sem starfar eftir lögum um heilbrigðisþjónustu og er skipuð af heilbrigðisráðherra hefur lokið við að meta sex umsóknir um stöðu landlæknis sem bárust fyrir 5. janúar sl., skv. upplýsingum frá velferð- arráðuneytinu. Matið bíður nú umfjöllunar ráðherra, Svandísar Svavars- dóttur, sem mun skipa í stöðuna til fimm ára. Skipunartími núverandi land- læknis er til 1. apríl nk. Nefndin var skipuð frá 1. apríl 2017 til fjögurra ára. Formaður er Bjarni S. Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, en í nefndinni með honum sitja í nefndinni þær Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkra- þjálfari, Háskóla Íslands, og Gyða Baldursdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Lyflækningasviðs Landspítala. Nefndin starfar eftir opinberum starfs- reglum. ernayr@mbl.is Mat vegna nýs landlæknis liggur fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.