Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 30

Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 2024 SLT L iðLé t t ingur Verð kr 2.790.000 Verð með vsk. 3.459.600 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sigurður Guðjónsson hlaut í gær Ís- lensku myndlistarverðlaunin, í fyrsta skipti sem þau eru afhent, fyrir sýn- inguna Innljós en hún var sett upp í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala, á vegum Listasafns ASÍ. Hlaut Sig- urður eina milljón króna í verðlaun. Þá fékk Auður Lóa Guðnadóttir Hvatningarverðlaun ársins en þau eru veitt ungum myndlistarmanni sem hefur vakið eftirtekt með sýn- ingum sínum. Hlaut hún hálfa milljón króna í verðlaun. Gríðarlega mikil gróska Auk Sigurðar voru listamennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Egill Sæbjörnsson og Hulda Vilhjálms- dóttir tilnefnd til Íslensku myndlist- arverðlaunanna eftir að dómnefnd hafði metið tillögur um verðlaunahafa sem öllum var frjálst að senda inn. Sigurður segist alls ekki hafa búist við því að hreppa verðlaunin en til- nefningin hafi verið sér mikil hvatn- ing og heiður að hljóta hana. Myndbandsverk Sigurðar byggj- ast á afar markvissri úrvinnslu mynd- efnis og hljóðs og krefjast bæði mark- viss undirbúnings og úrvinnslu. „Þetta eru oft stór og flókin verk- efni,“ segir hann. „Þessi sýning var til að mynda sérstök fyrir þær sakir að við vorum ekki með hefðbundinn sýn- ingarsal heldur fékk ég ósk frá Lista- safni ASÍ um að vinna ný verk og gera sýningu án þess að búið væri að velja staðinn. Það var allt undir og ég varð bæði að fara í ferli við verkin sjálf og að finna rými svo þetta var spennandi áskorun. Við vorum ekki komin með ákveð- inn stað fyrr en í byrjun ágúst og sýn- ingin var opnuð í byrjun september, svo allt varð að gerast hratt þegar öll litlu brotin fóru að falla saman og mynda sýningu. Sigurði fannst sjálfum að sýningin gengi vel upp. „Það kom skemmtilega á óvart hvað neistaði þegar þetta kom allt saman í rýminu og viðbrögð áhorfenda voru gefandi. Þeir sem höfðu samband við mig og höfðu þörf fyrir að tjá sig um upplifunina höfðu svo misjafnar sögur að segja og það þótti mér styrkleikamerki.“ Og Sigurði finnst mikilvægt að verðlaun fyrir myndlist séu veitt að nýju. „Það er gríðarlega mikil gróska í íslenskri myndlist og mikilvægt að styðja við og gera greinina sýnilega. Það er líka alltaf gaman að uppskera og fagna því sem vel er gert.“ Þegar hann er að lokum spurður hvernig verðlaunaféð muni nýtast, þá segir hann það væntanlega styðja við ný verk sem hann sé að vinna. „Það er fullt af sýningum framundan, góð blanda af einka- og samsýningum, hér heima og úti. Stanslaust frá maí og inn í október.“ Kaupir sér tíma Auður Lóa Guðnadóttir sem hlýtur hvatningarverðlaunin útskrifaðist frá LHÍ fyrir tæplega þremur árum og hefur vakið athygli fyrir verk sem búa yfir ferskum andblæ og lýsa hug- myndaflugi og getu til að vinna jöfn- um höndum með listsögulegar skír- skotanir og dægurmenningu. Valnefnd segir hana sýna skapandi vinnubrögð og nálgast viðfangsefni sín með leikgleði, skopskyn og já- kvæðni að leiðarljósi. „Ég var ofsalega þakklát,“ segir Auður Lóa um hvatningaverðlaunin sem komu henni á óvart. „Maður er svo vanur því að vinna bara fyrir sjálfan sig að maður býst ekki við neinu. En ætli ég noti ekki peninginn til að kaupa mér tíma, fái mér frí í vinnunni og einbeiti mér svolítið að mínu,“ segir hún en Auður Lóa vinn- ur við safngæslu í Þjóðminjasafninu og Listasafni Íslands. Er síðan á vinnustofunni á kvöldin og um helgar. „Ég reyni að vera sem mest á vinnu- stofunni. Mér finnst gaman að vinna á mörkum hversdagslegra hluta, vinn til dæmis með internetið, dægur- menninguna og listasöguna.“ Auður Lóa mun sýna talsvert á næstunni, tekur til að mynda þátt í af- mælissýningu Nýlistasafnsins og samsýningu í Harbinger. Sigurður hlaut myndlistarverðlaunin  Sigurður Guðjónsson fyrstur til að hreppa nýju verðlaunin  Auður Lóa Guðnadóttir fékk hvatningarverðlaun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verðlaunin Sigurður Guðjónsson hreppti myndlistarverðlaunin og Auður Lóa Guðnadóttir hvatningarverðlaun. Skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafs- dóttur og ljóðabókin Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í gær. Fulltrúar landanna í norrænu dómnefndinni hafa tilnefnt samtals þrettán verk til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 2018, en verðlaunin verða af- hent við hátíðlega athöfn í Norsku óperunni í Ósló 30. október. Verð- launahafinn hlýtur alls 350 þúsund danskar krónur sem samsvarar tæpum sex milljónum íslenskra króna. Frá Noregi eru tilnefndar smá- sagnasafnið Jeg har ennå ikke sett verden eftir Roskvu Koritzinsky og skáldsagan Begynnelser eftir Carl Frode Tiller. Frá Svíþjóð eru til- nefndar ljóðabókin Tapeshavet eftir Gunnar D. Hansson og skáldsagan Doften av en man eftir Agnetu Pleijel. Frá Finnlandi eru tilnefnd bókin God morgon eftir Susanne Ringell sem iniheldur stuttan prósa og ljóðabókin Ontto harmaa eftir Olli-Pekka Tennilä. Frá Danmörku eru tilnefnd smásagnasafnið Vel- signelser eftir Caroline Albertine Minor og skáldsagan Indigo. Roman om en barndom eftir Vitu Andersen. Frá Færeyjum er tilnefnd ljóðabók- in Gudahøvd eftir Jóanes Nielsen. Frá Grænlandi er tilnefnd sjálfs- ævisagan Illinersiorluni ingerlavik inussiviuvoq eftir Magnus Larsen. Frá Álandseyjum er tilnefnd skáld- sagan Algot eftir Carinu Karlsson. Ör og Ljóð muna rödd tilnefnd Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Kristín Jóhannesdóttir, ekkja Sigurðar Pálssonar, og Auður Ava Ólafsdóttir í Gunnarshúsi í gær þegar upplýst var um tilnefningarnar. David Zindel, sonur Pulitzer- verðlaunahafans Paul Zindel, hefur kært kvikmyndaleikstjórann Guill- ermo del Toro, kvikmyndaverið Fox Searchlight og meðframleiðandann Daniel Kraus fyrir ritstuld hjá dóm- stóli í Kaliforníu. Samkvæmt frétt The Guardian telur David Zindel að kvikmyndin The Shape of Water, sem hlaut nýverið 13 Óskars- verðlaunatilnefningar, m.a. sem mynd ársins og fyrir bestu leikstjórn og besta frumsamda handritið, bygg- ist á leikritinu Let Me Hear You Whi- sper sem Paul Zindel skrifaði 1969 og sýnt var í sjónvarpi 1990, en nálgast má þær upptökur á Youtube. Leikrit Zindel gerist á sjötta ára- tug síðustu aldar og fjallar um skúr- ingakonu sem vinnur næturvaktir á leynilegri rannsóknarstofu sem teng- ist hernum og nær sterkum tengslum við höfrung sem er þar í haldi. Þegar hún heyrir rannsakendur tala um að fara að framkvæma kviðskurð á dýr- inu til að skoða það betur ákveður hún að bjarga skepnunni og koma henni aftur til sjávar. Í báðum mynd- um deilir konan nesti sínu með sjáv- arskepnunni og daðrar við skepnuna með því að dansa við sóp sinn. Hlið- stæðurnar eru fleiri, en í ákæruskjal- inu eru talin upp rúmlega 60 atriði. „Það er okkur mikið áfall að kom- ast að því að stjórnendur stórs kvik- myndavers skuli búa til mynd sem á jafn augljóslega rætur sínar í verki föður míns án þess að viðurkenna það og leita samninga við okkur sem rétt- hafa,“ segir David Zindel sem gætir hagsmuna dánarbús Zindel. Del Toro og talsmenn kvikmynda- versins hafna ásökuninni um ritstuld. Í yfirlýsingu frá verinu eru ásakanir Zindel sagðar tilhæfulausar. „Við munum verja okkur og þessa nýstár- legu og frumlegu mynd af hörku,“ segir í yfirlýsingunni. The Telepraph greindi nýverið frá því að franska leikstjóranum Jean- Pierre Jeunet mislíkaði hversu aug- ljóslega del Toro vitnaði í myndirnar Amélie og Delicatessen. „Þegar [Gu- illermo del Toro] stelur senu þar sem par situr á rúmbrík og dansar með fótunum meðan söngleikur er sýndur í sjónvarpinu í bakgrunni þá er þetta klippt og skorið úr Delicatessen og ég undrast hvar sjálsvirðing hans er,“ segir Jeunet. Saka del Toro um ritstuld AFP Vandræði Leikstjórinn Guillermo del Toro og leikkonan Sally Hawkins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.