Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
✝ GuðnýAradóttir,
Fróðengi 3 Reykja-
vík, fæddist á Ak-
ureyri 10. apríl
1919. Hún lést á
Landspítalanum 9.
febrúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Dýrleif
Pálsdóttir, sauma-
kona frá Möðru-
felli í Eyjafirði, og
Ari Guðmundsson skrif-
stofustjóri frá Þúfnavöllum í
Hörgárdal. Átti hún einn bróð-
ur, Pál Arason, f. 2. júní 1915,
d. 7. janúar 2011. Fluttist hún
með foreldrum sínum til
Reykjavíkur 13 ára gömul. Inn-
þeirra sjö eru: Karl Magnús, f.
1945, Björg, f. 1946, Rannveig,
f. 1948, d. 19. júlí 1981, Ari, f.
1950, Eyjólfur, f. 1952, d. 14.
nóvember 2010, Björn, f. 1956,
og Gísli Stefán, f. 1959. Afkom-
endur þeirra eru nú 73. Þau
bjuggu á Akureyri, þar sem
Karl starfaði sem prentsmiðju-
stjóri, uns þau fluttu til Reykja-
víkur 1960. Bjuggu þau fyrst í
Melgerði í Kópavogi, síðar í
Garðabæ og svo í Reykjavík.
Síðustu árin hafa þau búið í
Fróðengi í Reykjavík. Megin-
hluta ævinnar var Guðný hús-
móðir á stóru heimili. Hún
gerðist félagi í Oddfellowregl-
unni 1949 þar sem hún var
virkur félagi í 69 ár.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 23.
febrúar 2018, og hefst athöfnin
kl. 13.
ritaðist í Kvenna-
skólann en lauk
ekki prófi þaðan
sökum veikinda.
Síðar nam hún
hattasaum hjá
Hattabúð Soffíu
Pálmadóttur og
lauk prófi frá Iðn-
skólanum í Reykja-
vík 1939. 1941
fluttist hún aftur til
Akureyrar og
stofnaði ásamt Þyri Eydal
hattaverslun sem þær ráku í
nokkur ár. 1936 kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Karli Jónassyni, f. 23. desember
1919, þá 17 ára gömul og giftu
þau sig 20. janúar 1945. Börn
Hjá því verður varla komist
að einhvern tímann á lífsleið-
inni komi fregnir um andlát
ástvinar, þannig fór að móðir
mín Guðný Aradóttir lést 9.
febrúar sl. á Landspítalanum
eftir baráttu við veikindi, hún
hefði orðið 99 ára í apríl nk.
Þegar við systkinin ásamt
föður okkar, Karli Jónassyni,
stóðum saman við dánarbeð
hennar spurði presturinn hvað
okkur væri efst í huga á þeirri
stundu, ég svaraði því til að það
væri móðurkærleikur, en það
er einmitt sú minning sem situr
eftir í huga mínum eftir að hafa
verið samferða henni í ríflega
72 ár, ég á góðar minningar frá
æsku minni í sjö systkina hópi
þar sem oft var fjör á heimilinu
sem hún stýrði af lipurð og
festu á meðan faðir okkar
stundaði vinnu sína.
Móðir mín, eða Guðný eins
og ég kallaði hana alltaf, var
mjög sterk og dugleg persóna,
reif sig upp úr veikindum og
öðrum áföllum af ótrúlegum
krafti margoft í gegnum tíðina,
það var henni og fjölskyldunni
mikið áfall er systir mín Rann-
veig, eða Bassí eins og hún var
kölluð, lést árið 1981 aðeins 32
ára, einnig er bróðir minn Eyj-
ólfur lést árið 2010, 57 ára að
aldri.
Hún starfaði mikið í Odd-
fellow-reglunni þar sem hún
var meðlimur í 69 ár og sér-
staklega þótti henni starfið við
að útbúa allskyns jólaskreyt-
ingar af mikilli list ánægjulegt,
það var hennar líf og yndi,
enda eru margar þessara
skreytinga listaverk, einnig
stundaði hún tréútskurð og ým-
islegt fleira.
Hvíl í friði, Guðný mín, og
takk fyrir yndislega samveru
árin sem nú eru að baki, minn-
ingin um þig mun lifa um
ókomna framtíð.
Karl Magnús Karlsson.
Í dag kveð ég móður mína,
Guðnýju Aradóttur eða Múttu
eins og ég kallaði hana jafnan.
Hún var mér stoð og stytta í
gegnum öll mín ár og á ég
henni margt að þakka.
Síðast en ekki síst sú per-
sóna sem ég er í dag. Í mörg
herrans ár þá höfum við talað
sama á hverjum einasta degi.
Oftast um ekki neitt en það
skipti ekki máli. Aðalatriðið var
að heyrast og vera í sambandi.
Mútta var sterk kona sem ein-
hvern veginn náði alltaf að rífa
sig upp sama hvað bjátaði á.
Hún var einstaklega seig þó
ekki sé meira sagt. Mínar
fyrstu minningar eru úr Mel-
gerðinu í Kópavogi þar sem við
bjuggum uppvaxtar árin mín.
Þar bjó hún mér gott heimili.
Ýmislegt var brallað á þessum
árum, bryggjan, öskuhaugarn-
ir, fjaran, veiða hjá Ora, sigl-
ingaklúbburinn og fleira. Oft
kom maður blautur og kaldur
heim og alltaf var tekið á móti
manni með hlýju, kakói og
bakstri. Ekki amalegt það.
Melgerðið var stórt heimili
og alltaf voru félagarnir vel-
komnir.
Mútta, hvíl þú í friði. Ég
mun sakna daglegs spjalls okk-
ar og að heyra ekki rödd þína.
Þinn sonur,
Gísli Stefán.
Það kemur alltaf jafn mikið á
óvart þegar einhver manni nær
deyr þó að aðdragandinn hefði
átt að búa mann undir þær
fréttir. Mamma, sem átti aðeins
eftir tvo mánuði í níutíu og níu
árin, var búin að liggja á spít-
alanum í þrjár vikur og við
vissum undir niðri að hverju
dró en bjuggumst samt í og
með við að hún kæmi heim, það
hafði gerst nokkrum sinnum
áður. Mamma var mjög sterkur
persónuleiki sem lét lítið fyrir
sér fara, var alltaf til staðar
fyrir okkur og einhvern veginn
þótti manni það bara sjálfsagt
að hana væri að finna í eldhús-
inu, tilbúna með eitthvað gott
að borða þegar maður kom
heim úr skólanum eða eftir leik
í nágrenninu. Við strákarnir
vorum eins og strákar eiga að
vera, uppátækjasamir og til
hæfilegra vandræða og stelp-
urnar nutu leiðsagnar hvernig
ætti að haga sér vel, allavega
ekki eins og við strákarnir. Ég
minnist margra stunda sem við
bræðurnir gerðum mömmu lífið
leitt þegar við komum heim
skítugir, í rifnum fötum, jafnvel
skrámaðir eftir rannsóknarleið-
angra um nýbyggingar hverf-
isins og gat hún þá skammað
okkur eins og sannur Þúfnvell-
ingur en alltaf endaði það með
brosi og hlýju frá henni. Hún
hafði lúmskan húmor og gat
gert góðlátlegt grín að nánast
öllu en aldrei var hún illgjörn
gagnvart neinum og einstak-
lega góð við minnimáttar.
Mamma var trúuð þó að
aldrei reyndi hún að troða því
upp á okkur, bar virðingu fyrir
skoðunum fólks. Akureyri og
Hörgárdalurinn áttu sérstakan
sess í hennar huga og voru
Þúfnavellir henni sérstaklega
hugleiknir þar sem afi, faðir
hennar, var alinn upp.
Listfeng var hún, skar út
klukkur, myndaramma og ýmsa
muni, mér gaf hún útskorinn
barskáp sem mér þykir ein-
staklega vænt um, hún vissi
hvað kæmi manni vel. Síðustu
20 árin var hún iðin við jóla-
skreytingarnar, bjó til allskon-
ar muni og verur sem hún límdi
á litlar trjágreinar og gaf okk-
ur afkomendum. Eitt sem var
einkenni hjá henni var að hún
signdi okkur alltaf á kvöldin
þegar við bjuggum heima sem
var orðið svolítið pínlegt þegar
maður var orðinn sautján en
maður var alinn upp við þetta
og lét sig hafa það.
Þegar pabbi, sem alltaf er
kallaður Gamli, og mamma
fluttu í Garðabæinn 1977 var
fjölskyldan orðin stór, enda við
flest flutt að heiman, komin
með maka og börn svo mikið
var um að vera þegar matar-
boðin voru þar. Alltaf gat hún
reitt fram dýrindis rétti á
skömmum tíma enda listakokk-
ur og fór enginn svangur frá
þeim borðum. Við systkinin
vorum sjö en tvö eru látin,
Bassý (Rannveig) lést eftir
stutt veikindi 1981 aðeins þrjá-
tíu og tveggja ára og Eyfi lést
af völdum krabba árið 2010, ný-
orðinn fimmtíu og átta ára.
Alltaf bar mamma höfuðið
hátt þrátt fyrir þennan missi og
sýndi sitt sterka æðruleysi á
þessum sorgarstundum, enginn
á að þurfa að jarða barnið sitt,
sama á hvaða aldri maður er.
Við þessi ferðalok langar mig
að þakka mömmu fyrir sam-
ferðina hin síðustu rúm sextíu
og sjö ár og gera orðin hans
Eyfa bróður að mínum „allir
dagar eru góðir dagar“ líka
þegar maður er dapur.
Hvíl í friði, mamma mín, við
pössum Gamla vel fyrir þig.
Ari.
Elskuleg tengdamóðir mín
Guðný Aradóttir er fallin frá,
tæplega 99 ára gömul.
Ég var svo lánsöm að fá að
kynnast henni og umgangast í
34 ár. Ég kynntist henni fyrst
vorið 1984 á heimili þeirra
hjóna í Skógarlundi, Garðabæ.
Það fór strax vel á með okk-
ur eins og svo oft þegar fólk
byrjar að tala saman og kom þá
í ljós að Guðný hafði sem barn
átt heima í næsta húsi þar sem
móður mín hafði alist upp á
unglingsárunum á Laugavegi
15.
Þarna fengum við tækifæri
til að ræða um ættir okkar
beggja, þar sem ekki var komið
að tómum kofunum þar sem
hún var. Á milli okkar tengda-
móður minnar er 40 ára aldurs-
munur og gat hún því frætt
mig um ýmislegt um ættfólk
okkar beggja, svo sem að faðir
hennar Ari Guðmundsson og afi
minn Gestur Pálsson höfðu
unnið saman hjá Tóbaksverslun
ríkisins á árum áður.
Þær urðu ófáar stundirnar
sem við Brasi, maðurinn minn,
komum saman ásamt börnum á
þeirra yndislega og fallega
heimili í Skógarlundinum, þar
sem oftar en ekki mættu börn
þeirra og fjölskyldur í matar-
veislur þar sem 15-20 manns
voru samankomin við fjörugar
umræður og þar sem alltaf var
kátt á hjalla í þessum samhenta
fjölskylduhópi.
Gjarnan söfnuðust karlarnir
saman á skrifstofu „Gamla“, en
svo var tengdafaðir minn
gjarnan kallaður, þar sem
heimsmálin voru rædd á meðan
við kvenfólkið áttum okkar
fjörugu samræður í sólstofunni
góðu.
Guðný var ekki bara ynd-
isleg tengdamóðir og amma,
hún var líka mikil vinkona og
viskubrunnur og gaman að
hlusta á hana segja sögur úr
fortíðinni. Hún var sérstaklega
minnug og fróð um fólk og ætt-
ir þess og líf.
Minnisstæðar eru mér reglu-
legar ferðir okkar tengdadætra
og dóttur á veitingahús með
Guðnýju, hvort sem var í há-
degisverð á laugardögum eða á
jólahlaðborð.
Þar má líka nefna laufa-
brauðsgerð í jólaundirbúningn-
um, og ekki síst ferðalögin um
landið og á gamlar heimaslóðir
á Akureyri og nágrenni.
Guðný var einstaklega hand-
lagin kona. Hún tók sér ým-
islegt fyrir hendur, s.s. tréút-
skurð, og eru margir fallegir
slíkir munir til eftir hana, mál-
að munstur á slæður o.fl., svo
ekki sé minnst á jólaföndur
Oddfellowa, en hún var virkur
og stoltur meðlimur í þeim fé-
lagsskap í nær 70 ár.
Ég er þakklát fyrir að hafa
verið hluti af fjölskyldu Guð-
nýjar og Kalla og öllum systk-
inahópnum sem hefur alltaf
farið sérstaklega vel á með.
Með söknuði þakka ég kærri
tengdamóður minni samfylgd-
ina og bið huggunar kærum
tengdaföður mínum eftirlifandi,
ásamt afkomendum þeirra.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.
(Hallgímur Pétursson)
Svanhildur Þórarinsdóttir.
„Langar þig í ísblóm?“ Ekki
vorum við lengi að ákveða okk-
ur! Hönd í hönd löbbuðum við
inn í eldhúsið, fundum ís og
brosið var stórt.
Þegar við systurnar þrjár og
átta langömmubörnin minn-
umst Guðnýjar ömmu eigum
við öll sameiginlega minningu
um að boðið var upp á ís hjá
henni og Kalla afa. Við vorum
alltaf velkomin í heimsókn og
gátum spjallað lengi saman um
allt á milli himins og jarðar.
Guðný amma hlustaði áhuga-
söm um líf og tilveru okkar
allra í Danmörku og svo sagði
hún okkur fréttir af frændfólk-
inu á Íslandi og annars staðar í
heiminum.
Það var alltaf eins og væri
bara liðin vika síðan við hitt-
umst siðast, og við hverja
heimsókn kvöddum við Guð-
nýju ömmu og sögðum „við
sjáumst fljótlega“ en þegar við
komum næst er amma ekki
heima.
Við þökkum fyrir liðnar
stundir og munum hafa hana
Guðnýju ömmu með okkur í
hug og hjarta – Guðný amma
og Kalli afi eiga hér í Dan-
mörku átta barnabarnabörn og
tvö barnabarnabarnabörn,
Analíu hennar Helenu og Noah
hennar Lísu. Þegar þau verða
stór getum við sagt sögur um
langalangömmu þeirra, sem var
rosalega barngóð, vel liðin og
mjög handlagin.
Mörg af okkur hér í Dan-
mörku höfum án efa lært mikið
af Guðnýju ömmu um að skapa
fallega hluti úr höndunum og
alltaf dáðst að skreytingum
hennar.
Við systurnar erum þakklát-
ar fyrir að Guðný amma hafði
áhuga á að fylgjast með lífi
okkar allra i Danmörku, sem er
bara brot af þessari risafjöl-
skyldu sem Guðný amma og
Kalli afi hafa skapað saman.
Við sendum kveðju til afa,
sem án efa mun sakna Guð-
nýjar ömmu mikið. Við sjáumst
fljótlega, elsku afi.
Við kveðjum þig amma,
tengdaamma, langamma og
langalangamma, með „nebba-
kossi“ sem þú kenndir okkur og
sem við alltaf viljum minnast
við þig.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Guðný, Bára og Kristín
Kjartansdætur og
fjölskyldur.
Elsku Guðný.
Mig langar að minnast þín
með nokkrum orðum. Ég man
þegar ég sótti um vinnu hjá
ykkur Karli í Vörumerkingu
fyrir 35 árum hvað þið tókuð
vel á móti mér í ykkar fjöl-
skyldufyrirtæki. Ég var eina
konan fyrir utan þig og með
okkur tókst góð vinátta þó að
25 ár væru á milli okkar. Þegar
þarna var komið sögu höfðuð
þið hjónin upplifað þá sorg að
missa unga dóttur frá eigin-
manni og þremur börnum og ég
sagði að það hefði verið mikil
sorg, en þá sagðir þú setningu
sem ég gleymi aldrei: „Við höf-
um átt hana og notið hennar en
sorgin er barnanna sem fengu
ekki að upplifa hana.“ Ég skildi
það svo vel þar sem ég hafði
ásamt systrum mínum misst
föður okkar þegar ég var átta
ára gömul.
Við töluðum saman um svo
margt, eins og þegar þú sagðir
mér frá barnabörnunum, hafðir
gælunöfn á þeim elstu, Bimm-
urnar, Boggurnar, Bárurnar,
þú fylgdist vel með öllum þín-
um ömmubörnum, þau stóðu
sig vel í námi og starfi og þú
talaðir um þau með ljóma í aug-
um. Þú varst svo stolt af þeim.
Ég held að þegar ég varð
amma hafi ég reynt að hafa
þetta hugarfar að leiðarljósi.
Og svo fjölgaði konunum í
Vörumerkingu, Stefanía, Sigga,
Björg, Erna, svo við vorum
orðnar hópur og allar góðar
vinkonur. Þá byrjaðir þú að
bjóða okkur út að borða einu
sinni á ári, oftast á Hótel Holt,
og svo tók Karl á móti okkur í
Skógarlundinum í sínu frábæra
gestgjafahlutverki sem hann
stóð sig alltaf svo vel í. En mik-
ið voru þetta góðar stundir
(gæðastundir) sem segja allt
um ykkur hjónin.
Svo verð ég að minnast á alla
handavinnuna sem þú gerðir
fyrir Oddfellow-regluna í horn-
inu á vinnustaðnum í Vöru-
merkingu. Alla nákvæmnisvinn-
una sem þar fór fram, ég dáðist
að því og geri enn hvað þetta
voru fallegir og velgerðir hlutir
enda er ég enn 20 árum seinna
með aðventukrans og fleira
sem þú gerðir og gafst mér og
er til prýði á mínu heimili á jól-
um.
Elsku Guðný. Það er ekki
hægt að minnast þín án þess að
nefna Karl líka, þið hafið verið
svo lengi saman. Ég veit að þið
hafið lent í ýmsum áföllum í
gegnum lífið en alltaf staðið
uppi eins og klettar. Og mig
langar að lokum að segja að
mér þykir svo undurvænt um
ykkur.
Ég sendi Karli og öllum ást-
vinum ykkar innilegar samúð-
arkveðjur.
Ásta S. Eyjólfsdóttir.
Guðný Aradóttir
✝ Katrín JóhannaGísladóttir
fæddist 19. janúar
1917 í Neskaupstað.
Hún lést á Skjóli 10.
febrúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Jó-
hannsson frá Krossi
í Mjóafirði, f. 11.
febr. 1889, d. 19. júlí
1955, og Þórunn
Ólafía Karlsdóttir
Ísfeld frá Hesteyri í Mjóafirði, f.
11. des. 1893, d. 14. febr. 1931.
Katrín var þriðja í röð níu
systkina. Þau voru Gísli Aðal-
steinn, f. 1912, d. 1933, Kristján
Guðmundur, f. 1913, d. 1913, Sig-
urður, f. 1915, d. 1999, Karólína,
f. 1919, d. 1920, Ólafía Sæmunda,
f. 1920, d. 1975, Páll Ólafur, f.
og barnabarnabörnin eru 29.
Katrín byrjaði ung að árum að
hjálpa til á heimilinu þar sem
móðir hennar átti við alvarleg
veikindi að stríða og lést hún
sökum þeirra á fermingarári
Katrínar. Katrín tók við heimili
foreldra sinna og hugsaði um
föður sinn og tvo yngri bræður
sína.
Um 17 ára aldur flytur hún til
Reykjavíkur þar sem hún var
ráðin í vist. Katrín var ávallt
heimavinnandi og sá um börn og
heimili þeirra hjóna, þó vann hún
hálfan daginn í nokkur ár hjá
Tryggingu hf.
Katrín Jóhanna og Þorsteinn
bjuggu allan sinn búskap í
Reykjavík, fyrst á Langholts-
vegi, síðan í Stigahlíð. Árið 1996
fluttu þau hjónin í Hraunbæ 103 í
þjónustuíbúð fyrir eldri borgara
og bjó hún þar til ársins 2008 er
hún fór á Hjúkrunarheimilið
Skjól.
Útför Katrínar fer fram frá
Áskirkju í dag, 23. febrúar 2018,
klukkan 11.
1922, d. 2002,
María, f. 1923, d.
2016, og Stefán, f.
1928, d. 1995. Eig-
inmaður Katrínar
var Þorsteinn Sig-
urfinnsson, húsa-
smíðameistari frá
Bergstöðum, Bisk-
upstungum, f. 17.
jún. 1917, d. 16. des.
2006. Þau gengu í
hjónaband 25. des-
ember 1942. Börn þeirra eru
Þórunn Ísfeld, f. 23.11. 1941, gift
Guðmundi Rögnvaldssyni, Sig-
urfinnur, f. 30.1. 1944, giftur Sig-
ríði Pétursdóttur, Gíslína Björk,
f. 15.3. 1946, gift Hilmari Ósk-
arssyni, og Rúnar Bergs, f. 20.10.
1950, kvæntur Halldóru Hall-
dórsdóttur. Barnabörnin eru 14
Fallin er frá yndisleg amma
mín, Katrín Jóhanna Gísladóttir
eða amma stigó eins ég kallaði
hana ávallt. Á svona tímamótum
hrannast upp minningar í huga
mínum. Það sem stendur upp úr
er hvað hún amma mín var
hjartahlý og góð manneskja sem
hugsaði af mikilli ástúð um sitt
fólk og naut þess að dekra við
okkur barnabörnin.
Ég var svo heppinn að fá að
alast upp töluvert hjá ömmu og
afa í Stigahlíðinni. Þar var ég öll
hádegi og yfirleitt fram eftir
degi í faðmi ömmu og afa í þau
þrjú ár sem ég var í Ísaksskóla.
Að sjálfsögðu dekraði amma við
mig í mat og drykk og var mat-
seðillinn eftir mínu höfði, þar
kom kakósúpan góða oft við
sögu.
Það lýsir því vel hversu boðin
og búin amma var að hjálpa sínu
fólki að þegar Jói bróðir við-
beinsbrotnaði á ellefta ári þá
mætti hún til okkar á morgnana
og var hjá okkur allan daginn og
hugsaði um sjúklinginn svo
mamma kæmist í vinnu, ósér-
hlífnin, ástúðin og elskulegheitin
alltaf í fyrirrúmi.
Sundferðirnar eru líka eftir-
minnilegar þar sem amma naut
sín í heitu pottunum á meðan ég
og afi vorum buslandi í lauginni.
Amma var ótrúlega heilsu-
hraust lengi en eftir að afi lést
þá byrjaði henni að hraka hægt
og rólega. Síðustu tíu æviárin
dvaldi hún á Skjóli. Er ég mjög
þakklátur starfsfólki þar fyrir
góða umönnun.
Á kveðjustund er ekki annað
hægt en að þakka fyrir allar þær
yndislegu stundir sem ég átti
með elsku ömmu minni.
Óskar Þór Hilmarsson.
Katrín Jóhanna
Gísladóttir