Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 27
Hafnarfjarðarbæjar 2000-2001.
Leifur var aðstoðarskólastjóri
Öldutúnsskóla 2001-2002 og hefur
verið skólastjóri Áslandsskóla í
Hafnarfirði frá nóvember 2002.
Leifur lék körfuknattleik með
meistaraflokki Hauka í Hafnar-
firði 1984-86 og varð bikarmeistari
með liðinu. Hann er einn þekktasti
og virtasti körfuknattleiksdómari
landsins, lauk dómaraprófi 1987
og varð alþjóðlegur körfuknatt-
leiksdómari FIBA 1993. Hann hef-
ur dæmt 1.123 opinbera leiki á
vegum KKÍ, 8 bikarúrslitaleiki
karla og 5 bikarúrslitaleiki
kvenna. Þá hefur Leifur dæmt
yfir 100 alþjóðlega FIBA-leiki, t.d.
í Evrópukeppnum félagsliða og
landsliða, á smáþjóðaleikjum og
öðrum alþjóðlegum keppnum.
Enginn annar dómari hefur oftar
dæmt viðureignir Suðurnesja-
risanna Keflavíkur og Njarðvíkur,
alls 39 leiki.
Leifur hefur átta sinnum verið
kjörinn körfuknattleiksdómari árs-
ins af leikmönnum og þjálfurum,
var valinn efnilegasti körfuknatt-
leiksdómari ársins 1989 og var
Leifur þrisvar valinn dómari árs-
ins af lesendum KKDÍ-vefsins
þegar sá vefur var og hét. Hann
var, ásamt Jóni Otta Ólafssyni,
valinn dómari síðustu aldar í sér-
stöku kjöri.
Leifur sat í dómaranefnd KKÍ í
14 ár og var formaður hennar í 11
ár.
Leifur lék um 60 leiki með FH í
efstu og næstefstu deild í knatt-
spyrnu, lék með Þór á Akureyri í
efstu deild 1988-89, þjálfaði og lék
með Sindra frá Hornafirði í 3.
deild 1992-93 og með ÍK í Kópa-
vogi í 3. deild 1990-91. Hann var
yfirmaður knattspyrnuskóla FH,
Sindra á Hornafirði og KR, kenn-
ari á námskeiðum knattspyrnu-
þjálfara 1999-2002, framkvæmda-
stjóri knattspyrnudeildar Þórs á
Akureyri 1988-89 og átti sæti í
leikmannaleit enska úrvalsdeild-
arliðsins Everton á Norður-
löndum, en Leifur er líklega dygg-
asti stuðningsmaður Everton hér
á landi.
Leifur var með þekktari knatt-
spyrnuþjálfurum landsins. Auk
yngri flokka hefur hann m.a. þjálf-
að mfl. kvenna hjá FH 1986-88;
mfl. karla hjá Sindra 1992-93.
Leifur var aðstoðarþjálfari mfl.
karla hjá FH 2003-2005 en liðið
varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti
árið 2004 og aftur árið 2005. Leif-
ur þjálfaði mfl. karla hjá Fylki
2006-2008, gerði liðið að Reykja-
víkurmeisturum, kom þeim í
Evrópukeppni og tvívegis í undan-
úrslit bikarkeppni KSÍ. Hann var
þjálfari mfl. karla hjá Víkingi 2009
og 2010, kom liðinu í efstu deild
með sigri í 1. deild 2010, hafði
hann yfirumsjón með knatt-
spyrnuskóla FH 1993-96 og yfir-
þjálfari yngri flokka KR 1996-
2000.
Fjölskylda
Sambýliskona Leifs er Dögg Ív-
arsdóttir, f. 24.5.1975, vörumerkja-
stjóri hjá Icepharma.
Börn Leifs og Ástu Lilju Bald-
ursdóttur eru Garðar Ingi, f. 5.6.
1991; Anton Ingi, f. 17.6. 1995;
Elsa Rut, f. 29.3. 1999. Barn
Daggar og stjúpsonur Leifs er
Alex Ölversson, f. 20.12.1996.
Systkini Leifs eru Jón Halldór,
f. 5.11. 1963, golfkennari í Þýska-
landi, og Dóra María, f. 15.12.
1971, hjúkrunarfræðingur í
Hafnarfirði.
Foreldrar Leifs eru Garðar
Kristjánsson, f. 15.7. 1935, fyrrv.
lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði,
og Ásta Jónsdóttir, f. 3.9. 1937,
fyrrv. starfsmaður DV og síðar
hjá Fjarðarkaupum.
Leifur Sigfinnur
Garðarsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
húsfr. í Bolungarvík
Magnús Guðmundsson
sjóm. í Bolungarvík, frá Kirkjubóli
Halldóra Á.G.Magnúsdóttir
húsfr. á Deildará
Ásta Jónsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Jón G. Jónsson
b. á Deildará
Ástríður Ásbjarnardóttir
húsfr á Deildará, af Kollsvíkurætt
Jón Jónsson
b. á Deildará á
Múlanesi, A-Barð.
Svavar Sigfinnsson
leigubílstj. í Njarðvík
Herbert Svavarsson
húsasmíðameistari í
Njarðvík
Sigmundur Már Herbertsson
alþjóðlegur körfuboltadómari
Helga G. Jónsdóttir nuddari í Rvík
Jón Trausti Jónsson sjóm. í Keflavík
Ásbjörn Jónsson verslunarm.
og þekktur bridge-spilari í Rvík
Jón Ásbjörnsson forstjóri og
landsliðsmaður og margfaldur
Íslandsmeistari í bridge
Reynir Kristjánsson fyrrv.
bæjarverkstj. í Hafnarfirði
Jóhann Kristjánsson
offsetprentari í Garðinum
Ásta Kristjánsdóttir búsett í Kópavogi
Guðni Kristjánsson fyrrv. bílstj. í Hafnarfirði
Gunnar Kristjánsson sjóm. í Hafnarfirði
Jón Halldór Garðarsson
golfkennari í Þýskalandi
Dóra María Garðarsdóttir
hjúkrunafræðingur í
Hafnarfirði
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Sigfinnur Jónsson
verkam. í Hafnarfirði
Laufey Sigfinnsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Kristján Ó. Guðmundsson
bæjarst.m. í Hafnarfirði
Guðrún S. Kristjánsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Guðmundur K.Andrésson
verkam. í Hafnarfirði
Úr frændgarði Leifs S. Garðarssonar
Garðar Kristjánsson
fyrrv. lögregluvarðstj. í Hafnarfirði
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Ágúst Ármann Þorlákssonfæddist á Skorrastað í Norð-firði 23.2. 1950. Hann var
sonur hjónanna Þorláks Friðriks-
sonar og Jóhönnu Ármann.
Eftirlifandi eiginkona Ágústs er
Sigrún Halldórsdóttir. Synir þeirra:
Halldór Friðrik, Bjarni Freyr og
Þorlákur Ægir.
Ágúst lauk tónmenntakennara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1973, kantorsprófi frá
Tónskóla þjóðkirkjunnar 2004,
stundaði síðan framhaldsnám og sótti
endurmenntun við Tónlistarskólann í
Reykjavík og Tónskóla þjóðkirkj-
unnar 1995-96.
Ágúst kenndi við Tónlistarskólann
á Akranesi og Brekkuskóla 1973-74,
við Tónskóla Neskaupstaðar 1974-82,
að einu ári undanskildu, kenndi þá
við Tónlistarskóla Njarðvíkur 1977-
78 og var þá organisti við Njarðvík-
urkirkju, var skólastjóri Tónskóla
Neskaupstaðar 1982-2010 og organ-
isti Norðfjarðarkirkju og Mjóafjarð-
arkirkju á árunum 1974-77, 1980-85
og frá 1996 til dauðadags en organisti
við Grafarvogskirkju 1995-96. Hann
var forstöðumaður Kirkju- og menn-
ingarmiðstöðar Fjarðabyggðar á
Eskifirði 2010-2011.
Ágúst var áratugum saman helsti
forystumaður austfirsks tónlistarlífs,
stjórnaði kirkjukórum, vann fyrir
Kór Fjarðabyggðar og byggði upp
Snælandskórinn, kór Kirkjukóra-
sambands Austurlands, sem stjórn-
armaður og formaður í Kirkjukóra-
sambandinu. Báðum þessum kórum
stjórnaði hann við ýmis tækifæri og
fjölda annarra kóra. Ágúst hóf að
leika fyrir dansi árið 1964 og var einn
af stofnendum Blús-, rokk- og djass-
klúbbsins á Nesi (Brján).
Ágúst var formaður Þróttar og
Starfsmannafélags Neskaupstaðar,
sat í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar
og í félagsmálaráði Neskaupstaðar í
átta ár.
Ágúst hlaut menningarverðlaun
Sambands sveitarfélaga á Austur-
landi 2007.
Ágúst lést 19.9. 2011.
Merkir Íslendingar
Ágúst Ármann Þorláksson
95 ára
Fanney Sæbjörnsdóttir
85 ára
Aðalheiður G.
Alexandersdóttir
Þorgrímur Sigurðsson
80 ára
Bergljót Gunnarsdóttir
Erna Helgadóttir
Randíður Vigfúsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
75 ára
Astrid K. A Einarsson
Bára Guðjónsdóttir
Erla Sigurðardóttir
Guðmundur
Hermannsson
Hrafnhildur Hansdóttir
Margrét Fafin
Thorsteinson
Óttar Guðlaugsson
Skúli Gunnar Ágústsson
Þráinn H. Kristjánsson
70 ára
Gunnar Magnús Gröndal
Hafdís Jónsdóttir
Virginia Casia Revilles
60 ára
Björn Úlfljótsson
Ceslovas Gaizutis
Guðbjörg Kristinsdóttir
Hjörtur Georg Gíslason
Magnús Bergmann
Magnússon
Sesselja H. Friðþjófsdóttir
Sólveig Jónsdóttir
Sveinn Eyjólfur
Benediktsson
Þórður Magni Kjartansson
50 ára
Arnþór Guðnason
Guðfinnur Þór Newman
Gunnar Sverrir Ásgeirsson
Heiðrún Berglind
Hansdóttir
Jakob Jörunds Jónsson
Janis Mezaraups
Jón Jóhann Tryggvason
Kristbjörn H. Steinarsson
Krystyna Jabluszewska
Leifur Sigfinnur Garðarsson
Margrét Jóhannsdóttir
Rolandas Bernadickas
Steingrímur Ólafsson
40 ára
Anton Líndal Ingvason
Daniel Urbanowski
Gunnar Axel Davíðsson
Gyða Einarsdóttir
Jovana Dedeic
Jóhanna Þorvarðardóttir
Júlía Dröfn Harðardóttir
Margrét Adamsdóttir
Mariusz Korenkiewicz
Silvía Llorens Izaguirre
30 ára
Agnes Sigríður
Finnbogadóttir
Anna Kristín Vilbergsdóttir
Arnar Sveinbjörnsson
Einar Sverrir Tryggvason
Elvar Þór Sigurjónsson
Emil Þór Jóhannsson
Gunnar Ingi Jónsson
Gunnar Örn Runólfsson
Haukur Viðar Kristinsson
Hulda Halldóra
Tryggvadóttir
Ivan Balletti
Karl Gringo Bacolod
Kolbrún Sigurðardóttir
Kristján Nói Óskarsson
Maciej Gerard Ogrodnik
Sigríður Stefanía
Magnúsdóttir
Yanping Wu
Til hamingju með daginn
30 ára Gunnar ólst upp í
Vesturbænum, býr þar,
lauk MSc-prófi í markaðs-
fræði og sölustjórnun við
EAE Business School á
Spáni og er markaðs-
fulltrúi hjá Billboard ehf.
Maki: Telma Dís Ólafs-
dóttir, f. 1990, flugfreyja.
Foreldrar: Runólfur
Ólafsson, f. 1959, fram-
kvæmdastjóri FÍB, og
Anna Dagný Smith, f.
1963, mannauðsráðgjafi
hjá Landspítalanum.
Gunnar Örn
Runólfsson
30 ára Kolbrún ólst upp í
Noregi og í Reykjavík, býr
í Reykjavík, lauk BSc-prófi
í ferðamálafræði og starf-
ar hjá Nordic Visitor.
Systkini: Jón Sigurðs-
son, f. 1993, og Stefanía
Helga Sigurðardóttir, f.
1998.
Foreldrar: Sigurður Þór
Jónsson, f. 1963, fiski-
fræðingur hjá HAFRÓ, og
Ína Björg Hjálmarsdóttir,
f. 1963, gæðastjóri Blóð-
bankans.
Kolbrún
Sigurðardóttir
30 ára Hulda ólst upp í
Reykjavík, býr þar, starfar
við auglýsingar og er stíl-
isti á eigin vegum.
Maki: Hjalti Axel Yngva-
son, f. 1985, grafískur
hönnuður.
Synir: Tryggvi Örn, f.
2015, og Grímur Logi, f.
2017.
Foreldrar: Tryggvi Hall-
varðsson, f. 1960, og
Guðný Arndal, f. 1961.
Þau eru búsett í Reykja-
vík.
Hulda Halldóra
Tryggvadóttir