Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM
MORA HNÍFUM
Tálguhnífar
Verð frá kr. 2.970
Skeiðarkrókar
Verð frá kr. 3.900
Spónhnífar
Verð frá kr. 4.770
Skátahnífar
Verð frá kr. 3.980
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vinnuhnífar
Verð frá kr. 980
Flökunarhnífur
Verð kr. 4.980 Eldris
útivistahnífur
Verð kr. 6.980
Hnísblöð
Verð frá kr. 1.575
Ný
vefverslun
brynja.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Fjöldamorðið í framhaldsskóla á
Flórída 14. febrúar hefur kynt undir
umræðunni í Bandaríkjunum um
hvort bregðast eigi við tíðum skot-
árásum í landinu með því að lögfesta
nýjar takmarkanir á byssueign eða
fjölga byssum til varnar á vettvangi
árásar. Donald Trump Bandaríkja-
forseti hefur sagt að hann sé hlynnt-
ur því að kennarar og aðrir starfs-
menn skóla verði þjálfaðir og
vopnaðir í því skyni að koma í veg
fyrir fjöldamorð en sú lausn hefur
mælst mjög misjafnlega fyrir.
Forsetinn ræddi málið á tilfinn-
ingaþrungnum fundi í Hvíta húsinu í
fyrrakvöld með nemendum í þremur
skólum þar sem fjöldamorð hafa ver-
ið framin og foreldrum barna sem
létu lífið í árásunum. Trump sagði
eftir að hafa hlýtt á tillögur gestanna
að hann væri hlynntur því að kenn-
arar og aðrir starfsmenn með sér-
staka þjálfun í vopnaburði fengju að
vera með faldar byssur í skólunum.
Hann sagði að það tæki oft lögreglu-
menn nær tíu mínútur að koma í
skólana vegna skotárása en vopnaðir
starfsmenn gætu brugðist miklu fyrr
við og bjargað mannslífum. Að sögn
Trumps gætu um 20% kennaranna
verið vopnuð byssum og þeir þyrftu
að hafa gengist undir viðamikla þjálf-
un í vopnaburði.
Vilja bann við árásarrifflum
Forsetinn kvaðst einnig vera
hlynntur hertum reglum um könnun
á bakgrunni þeirra sem vildu byssur,
áður en þeir gætu keypt vopnin.
Hann sagði hins vegar ekkert um
hvort banna ætti árásarvopn og emb-
ættismenn í Hvíta húsinu hafa sagt
að Trump sé ekki hlynntur banni við
ákveðnum tegundum skotvopna.
Nokkrir gestanna í Hvíta hússinu
hvöttu til þess að árásarvopn yrðu
bönnuð. „Ég skil ekki hvers vegna ég
get enn farið í verslun og keypt
stríðsvopn,“ sagði nemandi sem
missti besta vin sinn í skotárásinni í
framhaldsskólanum í bænum Park-
land á Flórída. Hann bætti við að
átján ára Flórídabúar mættu ekki
kaupa áfengi en þeir gætu hins vegar
keypt sjálfhlaðandi árásarriffla.
Fleiri gestir Trumps tóku í sama
streng. Christine Hunschofsky,
bæjarstjóri Parkland, hvatti forset-
ann til að beita sér fyrir banni við
árásarvopnum og lögum sem auð-
velduðu yfirvöldum að koma í veg
fyrir að ofbeldisseggir eignuðust
byssur.
Faðir barns sem lét lífið í einni
skotárásanna kvaðst vera andvígur
því að starfsmenn skóla yrðu vopn-
aðir byssum. Hann sagði að árásar-
maður sem hygðist fremja fjölda-
morð og fyrirfara sér síðan myndi
ekki láta vopnaðan kennara stöðva
sig. Móðir sex ára barns, sem lét lífið
í einni árásanna, hvatti forsetann til
að beita sér fyrir ráðstöfunum til að
hjálpa kennurum að fyrirbyggja
skotárásir, frekar en að vopna þá.
Samtök bandarískra kennara hafa
lagst gegn því að starfsmenn skóla
verði vopnaðir. „Við þurfum lausnir
sem koma í veg fyrir að byssur kom-
ist í hendur þeirra sem vilja fremja
fjöldamorð á saklausum börnum og
kennurum. Það að vopna kennara
kemur ekki í veg fyrir það,“ hefur
The Wall Street Journal eftir Lily
Eskelsen Garcia, formanni samtak-
anna.
Vandkvæði á framkvæmdinni
Repúblikaninn Marco Rubio, öld-
ungadeildarþingmaður fyrir Flórída,
hefur sagt að hann sé andvígur því að
kennarar beri byssur. Hann telur að
vandkvæði séu á framkvæmd tillög-
unnar, t.a.m. sé hætta á því að lög-
reglumenn skjóti vopnaðan kennara
þegar þeir komi á staðinn, haldi að
hann sé árásarmaður.
Andstæðingar tillögunnar segja að
kennarar þurfi mjög mikla þjálfun til
að bregðast rétt við skotárás, annars
sé jafnvel hætta á að þeir skjóti lög-
reglumenn eða saklausa nemendur.
Scott Israel, lögreglustjóri sýsl-
unnar sem Parkland tilheyrir, sagði
að vopnaðir verðir yrðu á varðbergi
við skóla sýslunnar en kvaðst vera
andvígur því að kennarar bæru
byssur. „Ég tel ekki að kennarar eigi
að vera vopnaðir – ég tel að kennarar
eigi að kenna,“ hefur fréttaveitan
AFP eftir lögreglustjóranum.
Deilt um vopnaburð kennara
Trump vill að þjálfaðir kennarar verði vopnaðir byssum til að koma í veg fyrir fjöldamorð í skólum
Tekist á um hvort leysa eigi vandann með því að takmarka réttinn til byssueignar eða fjölga byssum
Byssur í bandarískum skólum
Colorado
Idaho
Kansas
Mississippi
Oregon
Texas
Utah
Wisconsin
10 sambandsríki heimila
starfsmönnum háskóla að
vera með falin vopn
16 ríki banna byssur í skólunum23 ríki heimila framhaldsskólum og háskólum að
setja eigin reglur um byssur
Alabama
Alaska
Arizona
Connecticut
Delaware
Havaí
Indiana
Iowa
Kentucky
Kalifornía
Flórída
Illinois
Louisiana
Massachusetts
Michigan
Missouri
Nebraska
Nevada
New Jersey
Nýja-Mexíkó
NewYork
Norður-Karólína
Norður-Dakóta
Suður-Karólína
Wyoming
Maine
Maryland
Minnesota
Montana
New Hampshire
Ohio
Oklahoma
Pennsylvania
Rhode Island
Suður-Dakóta
Vermont
Virginía
Washington
Vestur-Virginía
Heimild: National Conference of State Legislatures, óháð samtök sem starfa í þágu þinga sambandsríkjanna
Arkansas
Georgía
Eitt ríki heimilar
ákveðnum starfsmönnum
háskóla að bera vopn
Tennessee
Vilja byssur í skólana
» Samtök bandarískra byssu-
eigenda, NRA, hafa lengi beitt
sér fyrir því að kennarar og
aðrir starfsmenn skóla verði
vopnaðir byssum til að koma í
veg fyrir fjöldamorð.
» Donald Trump neitaði því í
kosningabaráttunni árið 2016
að hann væri hlynntur því að
byssur yrðu hafðar í skólum.
» „Óheiðarlega Hillary sagði
að ég vildi að byssur yrðu sett-
ar skólastofuna. Rangt!“ sagði
Trump á Twitter 22. maí 2016.
Utanríkisráðherra Rússlands, Ser-
gej Lavrov, sagði í gær að upp-
reisnarmenn í Austur-Ghouta í Sýr-
landi hefðu hafnað tilboði rússneska
hersins um að fara þaðan með frið-
samlegum hætti og sakaði þá um að
nota íbúa svæðisins sem skildi.
Rúmlega 350 manns hafa beðið
bana í sprengjuárásum á Austur-
Ghouta síðustu fimm daga. Banda-
rísk stjórnvöld, mannréttindahreyf-
ingar og fjölmiðlar í Sýrlandi segja
að rússneskar herflugvélar hafi tekið
þátt í árásunum en stjórnvöld í Rúss-
landi neita því.
Lavrov sagði að Rússar léðu máls
á því að styðja tillögu um að öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti
áætlun um 30 daga vopnahlé í Sýr-
landi, að því tilskildu að það næði
ekki til liðsmanna íslamista í Austur-
Ghouta og fleiri stöðum í Sýrlandi.
AFP
Blóðbaðinu mótmælt Rúmlega 200 manns mótmæltu árásunum á Austur-
Ghouta fyrir utan skrifstofu ræðismanns Rússlands í Istanbúl í gær.
Sagðir nota íbúa
Ghouta sem skildi
Uppreisnarmenn sagðir hafna tilboði