Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 LED lausnir frá Lýsing fyrir götur, göngustíga og bílastæði. Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Smart City lausnir Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is BAKSVIÐ Arnar Þór Ingólfsson Agnes Bragadottir Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar var samþykktur nær sam- hljóða á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll síðdegis í gær. Niðurstaða kjörnefndar hafði að nokkru leyti lekið í fjölmiðla og fyrir- fram hafði verið búist við hitafundi. Samkvæmt samtölum Morgun- blaðsins við sjálfstæðisfólk fyrripart- inn í gær höfðu margir verið ósáttir að heyra af því að borgarfulltrúunum Ás- laugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni yrði ekki boðið sæti á uppstilltum lista. Þau buðu sig bæði fram í leiðtogaprófkjöri flokksins og telja má yfirgnæfandi líkur á að þeim hefði vegnað vel ef almennt prófkjör hefði farið fram um sæti á listanum, enda treystu samanlagt 1.248 manns öðru hvoru þeirra til að leiða listann. Kjörnefnd valdi breytingar Eyþór Arnalds mun hins vegar leiða listann, enda sigraði hann í leiðtoga- prófkjörinu í janúar með miklum yf- irburðum og hlaut rúm 60% þeirra 3.826 atkvæða sem greidd voru. Það eitt og sér sendi ef til vill einhver skila- boð um að sjálfstæðismenn í borginni væru tilbúnir í breytingar og í þær breytingar virðist kjörnefnd svo sann- arlega hafa farið, þar sem einstakling- arnir sem skipa efstu sæti listans hafa litla eða enga reynslu af borgarmálum. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur skipar annað sæti listans og í samtali við mbl.is í gærkvöldi sagðist hún ein- faldlega hafa ákveðið að stökkva á tækifærið þegar það bauðst óvænt, áhugi á pólitík hefði alltaf blundað í henni. „Þetta er nýtt hlutverk sem ég hef ekki sinnt áður en ég er mjög þakklát fyrir tækifærið og hlakka til að spreyta mig,“ sagði Hildur. Mikill samhljómur á fundinum „Við ætlum að stefna að því að ná meirihluta í vor. Við setjum markið hátt og ætlum að vinna þessar kosn- ingar,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi sem skipar fimmta sæti listans. „Það var mikill samhljómur á þess- um fundi. Það komu upp ræðumenn þarna sem lýstu skoðunum sínum og fóru vel yfir þær, en það var engin gagnrýni eða andstaða við þennan lista á nokkurn hátt. Bara árnaðar- óskir með sigurstranglegan lista. Þannig var andinn á fundinum,“ segir Marta. Hún segir aðspurð að hún telji að þeir sem skipi efstu sætin deili þeim áherslum sem borgarstjóraefnið Ey- þór hefur kynnt að undanförnu. „Ég treysti því að kjörnefnd hafi valið fólk á listans sem vill vinna í anda Reykjavíkurþingsins, það var lagt upp með það og ég hef fulla trú á því,“ segir Marta. Mikil nýliðun hjá D-lista  Listi kjörnefndar sjálfstæðismanna í Reykjavík hlaut náð fyrir augum full- trúaráðsins á rólegum fundi í Valhöll  Stefna að því að komast í meirihluta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efst Eyþór Arnalds, leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sæti listans, ræða málin. Hildur er ein fjölmargra á lista Sjálfstæðisflokksins sem hafa ekki áður tekið þátt í stjórnmálum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yngstur Egill Þór Jónsson skipar fjórða sæti listans. Hann er fæddur árið 1990 og verður því að öllum líkindum með yngstu borgafulltrúum. Samkvæmt nýjustu könnunum á fylgi flokka myndi D-listi fá 8 borg- arfulltrúa í maí, en utan Eyþórs Arnalds, leið- toga listans, eru fá þekkt andlit ofarlega á listanum. Í 2. sæti listans er Hild- ur Björnsdóttir, sem starfað hefur sem lög- fræðingur undanfarin ár og var auk þess formað- ur SHÍ á námsárum sín- um. Þriðja sætið skipar Val- gerður Sigurðardóttir, skrifstofu- og þjón- ustustjóri hjá hugbún- aðarfyrirtækinu Kóða. Hún hefur ekki áður gef- ið kost á sér til stjórn- málaþátttöku. Egill Þór Jónsson er í fjórða sætinu. Hann er teymisstjóri á velferð- arsviði Reykjavíkur- borgar og hefur verið formaður í hverfisfélagi D-lista í Breiðholti. Í fimmta sætinu er Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og kenn- ari. Hún tók við starfi borgarfulltrúa í fyrra, en hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Katrín Atladóttir hug- búnaðarverkfræðingur hjá tölvuleikjaframleið- andanum CCP er í 6. sæti. Hún er nýlega far- in að taka þátt í starfi flokksins. Varaborgarfulltrúinn og framhaldsskólakennar- inn Örn Þórðarson er í 7. sæti. Hann var áður sveitarstjóri í Rang- árþingi ytra. Björn Gíslason vara- borgarfulltrúi er í 8. sæti listans. Hann hefur lengi verið virkur í störf- um fyrir hverfisráð flokksins í Árbæ. Efstu átta á lista Sjálfstæðisflokks Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Framsóknarflokkurinn kynnti í gærkvöldi lista sinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykja- vík og var hann samþykktur með lófataki á fundi flokksins. Á síðasta kjörtímabili bauð flokkurinn fram undir merkjum Framsóknar og flug- vallarvina og Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og leiðtogi listans, segir að þrátt fyrir að nú sé eingöngu farið fram undir merkjum Framsóknar- flokks verði enn lögð áhersla á að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll. Höfuðáherslan verður þó lögð á að kennarinn verði „kóngur á ný“ og að skólarnir í höfuðborginni verði fram- úrskarandi, en í sex efstu sætum framboðslistans eru þrír kennarar. „Það þarf að hækka laun kennara til að laða að hæfasta fólkið,“ segir Ingvar Mar og nefnir einnig að auk- inn hluti kennaranámsins gæti mögulega orðið greitt starfsnám, til þess að auka aðsókn að kennaranámi á háskólastigi. Stefnumál framboðs- ins verði þó nánar kynnt síðar. Ingvar segir margt mega gera betur í borginni. „Fyrir utan menntamálin hjá okk- ur munum við vera með mjög skýr stefnumál varðandi húsnæðisvand- ann og samgönguvandann á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Ingvar. Að hans mati á ekki að ráðast í fram- kvæmdir við borgarlínu á kjörtíma- bilinu. Honum finnst umræða um málið í skotgröfunum. „Við segjum bara í rauninni að borgarlínan sé eitthvað sem sé mögulegt í framtíðinni, en við teljum ekki tímabært að fara að ráðast í einhverjar borgarlínuframkvæmdir á næsta kjörtímabili. Borgarlínan mun ekki leysa neinn bráðavanda,“ segir Ingvar og nefnir að frekar ætti að skoða fríar strætósamgöngur sem tilraunaverkefni til að létta um- ferðina. Það hafi gefist vel á Akur- eyri. Ingvar leiðir listann sem áður seg- ir, í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur, í þriðja sæti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, og í fjórða sæti listans er Hjördís Guðný Guðmundsdóttir kennari. Framsóknarflokkur vill gera kennara að kóngum  Leggja áherslu á skólamálin  Borgarlína ekki tímabær Ljósmynd/Aðsend Kosningar Uppstilltur listi Framsóknarflokksins var samþykktur með lófa- taki á fundi í húsakynnum flokksins við Hverfisgötu í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.