Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við erum á fullu í undirbúningi þessa dagana og stefnum að því að hefja tökur næsta þriðjudag,“ seg- ir Grímar Jónsson hjá Netop Films, aðalframleiðandi mynd- arinnar Héraðið, eða The County, sem Grímur Hákonarson skrifar og leikstýrir. Sama teymi stendur að gerð myndarinnar og framleiddi Hrúta, sem fór sigurför um heiminn og vann til fjölda verðlauna. Stefnt er að frumsýningu myndarinnar vorið 2019. Myndin Hrútar fjallaði um tvo bræður sem stunduðu sauðfjár- búskap hlið við hlið í afskekktum dal. Grímar segir Héraðið vera kvenhetjusögu kúabónda sem gerir uppreisn í karllægu samfélagi. Líkt og með Hrúta er Héraðið að hluta byggt á sönnum atburðum en er fyrst og fremst skáldskapur. Grímur Hákonarson er jafnframt handritshöfundur auk þess að leik- stýra. Um kvikmyndatökuna sér Mart Taniel. Erpsstaðir í aðalhlutverki Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku og hafa aðstandendur myndarinnar m.a. komið sér fyrir í félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum. Sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að leigja Árblik án endurgjalds, gegn því að framleiðendur greiði rekstr- ar- og rafmagnskostnað á leigutím- anum. Að sögn Grímars verður bærinn Erpsstaðir megintökustaðurinn í Dalabyggð en einnig verður farið víðar um sveitina. Hópurinn verð- ur þarna við tökur fram að pásk- um en færir sig síðan norðar, eða til Hvammstanga og nágrennis í tvær vikur eftir páska. Þetta eru tveir helstu tökustaðir mynd- arinnar, bæði fyrir inni- og útitök- ur. Alls munu um 30 manns vinna við tökurnar, auk leikaranna. Einnig hefur verið leitað til heima- manna um aðstoð við fjöldasenur og fleira. „Við reynum eins og við getum að vera í góðu samstarfi við fólkið á staðnum, það er allra hagur,“ segir Grímar. Kostar nærri 300 milljónir Arndís Hrönn Egilsdóttir leikur aðalhlutverkið í myndinni, kúa- bóndann Ingu. Sigurður Sigur- jónsson er einnig með hlutverk, líkt og í Hrútum, sem og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Meðal annarra leikara eru Hinrik Ólafsson, Hann- es Óli Ágústsson og Ragnhildur Gísladóttir. Leit stendur yfir að dönskum leikara en Jens Albinus, sem m.a. lék í Erninum, datt úr skaftinu á síðustu stundu vegna annarra verkefna. Framleiðslukostnaður mynd- arinnar er áætlaður um 2,2 millj- ónir evra, jafnvirði um 275 milljóna króna. Meðframleiðendur Netop Films eru Profile Pictures í Dan- mörku og One Two Films í Þýska- landi, sem einnig komu að gerð Hrúta, en nýr samstarfsaðili er franska fyrirtækið Haut et Court. Myndin fékk m.a. 110 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Ís- lands en einnig hafa borist styrkir frá Nordisk Film & TV Fond, Danish Film Institute og SR Fernsehen/arte. Héraðið tekur yfir Dala- byggð fram að páskum  Sama teymi á ferð og framleiddi kvikmyndina Hrúta Hrútar Sömu framleiðendur og gerðu Hrúta koma að gerð Héraðsins. Sig- urður Sigurjónsson fer einnig með hlutverk í myndinni, ásamt fleirum. Grímur Hákonarson Grímar Jónsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Margir hafa skorað á Harald Benediktsson, 1. þingmann Norð- vestur-kjördæm- is, að bjóða sig fram til varafor- manns á lands- fundi Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn verður í Laugardalshöll 16.-18. mars nk. Þetta staðfesti Haraldur í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Já, ég get staðfest það að marg- ir hafa komið að máli við mig og skorað á mig að bjóða mig fram í varaformennskuna í flokknum,“ sagði Haraldur, „og eina svarið sem ég hef gefið er að ég hef lofað því að hugsa málið og ég ætla að taka mér þann tíma sem ég þarf í það.“ Haraldur segist ekki vera nálægt neinni ákvörðun enn. Fram til þessa hefur nafn Þórdís- ar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, 5. þingmanns NV-kjör- dæmis, einkum verið í umræðunni, þegar rætt hefur verið um hver sé líklegasti kandídatinn í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt hefur nafn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, 5. þing- manns Reykjavíkur norður, verið nefnt en hún er ritari Sjálfstæð- isflokksins og starfandi varafor- maður. Margir sem hafa skorað á Harald  Kveðst hafa lofað að hugsa málið Haraldur Benediktsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæslu- varðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær sitja tveir íslenskir karlmenn í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suð- urnesjum á innbrotum í gagnaver í Reykja- nesbæ og Borgarbyggð. Brotist var inn á þremur stöðum og reynt að brjótast inn á þeim fjórða. Alls var 600 tölvum stolið og er verðmæti þýfisins talið nema rúmum 200 milljónum króna. Þá lögreglumenn sem Morgunblaðið hefur rætt við vegna málsins rekur ekki minni til þess að viðlíka upphæðir hafi áður verið nefndar í tengslum við innbrot og þjófn- aði hér á landi. Því liggur við að um sé að ræða stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, í hefðbundnum skilningi þess hugtaks hið minnsta. Undir þetta tekur Jóhannes. „Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir. Þetta er líklega með stærri málum sem hér hafa kom- ið upp, ef ekki það stærsta.“ Innbrotin þrjú voru framin á tímabilinu frá 5. desember síðastliðnum til 16. janúar. Þeim er lýst sem „þaulskipulögðum“. Rannsókn málsins er nokkuð umfangsmikil, enda er það álitið tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, og hafa alls níu manns verið handteknir. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og tveir eru enn í gæsluvarðhaldi. Einn hinna handteknu var öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni. Fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania en einn staðurinn sem brotist var inn á var á framkvæmdasvæði við gagnaver fyrirtækisins á Fitjum. Auk þess liggur fyrir að brotist var inn í gagnaver Borealis Data Center í Borg- arbyggð. Ekki náðist í forsvarsmenn þess fyr- irtækis en Eyjólfur Magnús Kristinsson, for- stjóri Advania Data Centers, sagðist lítið geta tjáð sig um málið. „Það var aðeins lítill hluti af þessum búnaði tekinn frá okkur ef þessi tala, um 200 milljónir, er rétt. Ég get því ekki sagt til um hvað þessir menn hafa ætlað sér með búnaðinn.“ Ljóst þykir þó að rán þessi tengjast greftri eftir rafmyntum. Búnaðurinn, sem stolið var og er enn ófundinn, er aðallega notaður til að grafa eftir bitcoin og öðrum rafmyntum. Þeg- ar fyrri tvö innbrotin voru framin, í desem- ber, var gengi bitcoin einmitt í hæstu hæðum og því eftir miklu að slægjast. Kunnáttufólk á þessu sviði, sem Morgunblaðið hefur rætt við, telur að hafi þjófunum auðnast að koma bún- aðinum í notkun hafi þeir mögulega getað orðið sér úti um mun hærri upphæðir en virði búnaðarins. Jóhannes Jensson segir að háar fjárhæðir gætu verið í spilunum. „Já, manni skilst að þetta sé arðbært. Enda væru þeir varla að standa í þessu annars. Það gæti sést á bótakröfum komi þær fram.“ Ljósmynd/vf.is/Hilmar Bragi Gagnaver Húsnæði Advania á Fitjum. Tölvubúnaði sem notaður er til að grafa eftir rafmyntum var stolið þar í innbrotum nýlega. Háar fjárhæðir geta verið í spilinu. Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.