Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ein af rök-semdunumfyrir því að
ríkið reki útvarp og
sjónvarp hefur ver-
ið að með því sé
tryggt að almenningur fái frétt-
ir þar sem hagsmunir ráða engu
en hlutleysið öllu. Hér á landi er
það meira að segja lögboðið að
Ríkisútvarpið skuli veita „víð-
tæka, áreiðanlega, almenna og
hlutlæga frétta- og fréttaskýr-
ingarþjónustu um innlend og
erlend málefni líðandi stundar“.
Fyrir tæpum tveimur árum
var kannað hvernig Ríkis-
útvarpinu íslenska hefði tekist
til og er óhætt að segja að al-
menningur hafi talið víðs fjarri
að það færi að lögum um „hlut-
læga“ fréttaþjónustu. Þetta
birtist þannig að stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks töldu Rík-
isútvarpið hlutdrægt, en stuðn-
ingsmenn vinstriflokkanna
töldu það ekki hlutdrægt. Nið-
urstaðan var með öðrum orðum
í fullkomnu samræmi við alvar-
lega vinstri slagsíðu fréttastof-
unnar.
En íslenska ríkisútvarpið er
ekki eitt um að ganga fram af al-
menningi. Nýlega var sagt frá
því hér að stutt væri í kosningar
í Sviss um það hvort leggja ætti
af útvarpsgjaldið þar í landi og
þar með að leggja ríkisútvarpið
niður. Kosningin kemur í kjöl-
far mikillar
óánægju með
vinstri slagsíðu
svissneska ríkis-
útvarpsins og þó að
óvíst sé að tillagan
nái fram að ganga hefur hún
þegar haft áhrif og kann að
verða til þess að verulegar
breytingar verði á starfsemi
þessarar stofnunar.
Og nú hefur svipuð könnun og
gerð var hér á landi verið gerð í
Bretlandi um BBC, eins og
PressGazette segir frá. Könnuð
var afstaða stuðningsmanna og
andstæðinga útgöngu Breta úr
Evrópusambandinu, Brexit, til
þess hvort fréttastofa BBC
hefði verið hlutdræg í umfjöllun
um Brexit. Stuðningsmenn
Brexit töldu að BBC hefði hall-
ast á sveif með andstæðingum
Brexit, en andstæðingarnir
voru sáttir við umfjöllunina og
töldu hana hafa verið hlutlausa.
Einn þeirra, sem hafa tjáð sig
um BBC og Brexit, hefur bent á
að andstaðan við Brexit innan
stofnunarinnar sé „svo djúp-
stæð að BBC geri sér ekki einu
sinni grein fyrir henni“. Senni-
lega er þetta hárrétt og á án efa
líka við um vinstri slagsíðuna á
Rúv. Þar á bæ trúa menn því
líklega að fréttaflutningurinn sé
hlutlægur eins og lög gera ráð
fyrir. Ekki síst þess vegna er
svo erfitt að lagfæra skekkjuna
innan slíkrar stofnunar.
BBC býður upp á
slagsíðu, rétt eins
og Ríkisútvarpið}
Djúpstæður vandi
Versti vegur íheimi er
sennilega í Lomm-
el í Belgíu. Þar lét
bílaframleiðandinn
Ford fyrir nokkr-
um misserum leggja tæplega
tveggja kílómetra vegarspotta
þar sem líkt er eftir verstu að-
stæðum sem finna má víða um
heim til þess að rannsaka með
hvaða hætti mætti styrkja
hjólabúnað og undirvagna bíla
þannig að þeir stæðust betur
álag. Þar má nefna brasilískar
hraðahindranir, sem munu
vera sérlega hastarlegar, djúp-
ar holur, sem myndast í rúss-
neskum vegum þegar skiptast
á frost og hláka, holur, sem
sprengja dekk og brjóta felgur
í köntum þýskra sveitavega, og
þvottabretti malarvega í heitu
og þurru loftslagi.
Á hverju ári breytast vegir á
höfuðborgarsvæðinu í til-
raunabraut Ford. Þetta gerist
þegar líður á vetur. Þá mynd-
ast holur í malbik og oft skap-
ast stórhætta.
Í gær birtist frétt á mbl.is af
starfsmönnum á vegum Vega-
gerðarinnar þar sem þeir voru
að fylla upp í holur, sem valdið
höfðu miklum vandræðum á
Vesturlandsvegi
þar sem hann ligg-
ur í gegnum Mos-
fellsbæ. Talið er að
á fjórða tug bíla
hafi skemmst í
stærstu holunni. Þó var ekkert
gert til að vara vegfarendur
við hættunni. Á vefsíðu Vega-
gerðarinnar segir einfaldlega
að aðgæsla ökumanna sé besta
leiðin til að koma í veg fyrir
tjón. Það er vissulega gott ráð,
en getur dugað skammt þegar
ekið er í slæmu skyggni,
myrkri og byl.
Í nóvember 2016 voru sam-
þykkt drög að samkomulagi
Reykjavíkurborgar og Vega-
gerðarinnar um átak í viðhaldi
og endurnýjun gatnakerfisins.
Þar sagði að viðgerðir gatna
hefðu verið einfaldari en áður
og þynnra malbik lagt yfir en
venja hefði verið og nú yrði
reynslan af þessu metin. Það
virðist ekki hafa haft mikið að
segja því að enn einu sinni eru
göturnar að breytast í gata-
sigti rétt eins og undanfarin
ár. Það mætti hins vegar at-
huga hvort þessi reynsla geti
ekki nýst til að gefa þeim sem
leggja tilraunabrautina í
Lommel góð ráð.
Holur í malbiki eru
fyrsta merkið um að
líði að lokum vetrar}
Holurnar birtast á ný
Í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar
Jakobsdóttur segir: Ríkisstjórnin vill
halda áfram heildarendurskoðun
stjórnarskrárinnar í þverpólitísku sam-
starfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta
meðal annars til þess aðferðir almennings-
samráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp-
hafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á
að samstaða náist um feril vinnunnar.
Nú eru nærri þrír mánuðir frá því þing kom
saman. Búið er að ráða verkefnastjóra yfir boð-
aða nefnd en ekkert bólar á nefndinni sem sagt
var að hæfi störf í upphafi nýs þings.
Það ríkir eðlileg tortryggni meðal almennings
gagnvart ríkisstjórninni í þessu máli enda ríkis-
stjórnin skipuð þeim flokkum sem helst hafa
ýmist talað gegn nýrri stjórnarskrá eða reynt að
tefja fyrir sköpun hennar áratugum saman. Í
könnun sem gerð var meðal kjósenda í september sl. kom
fram að meirihluti landsmanna vill nýja stjórnarskrá. Þá
hefur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, óskað eftir
því að þjóðin fái nýja stjórnarskrá, enda starfslýsing forseta
meðal þeirra ákvæða sem eru fullkomlega óljós í núgildandi
stjórnarskrá.
Meðal ákvæða um forseta, starf hans og skyldur má lesa
eftirfarandi í 30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða
með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá
lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað
til. Þetta er eitt af fjölmörgum ákvæðum sem forsetanum er
ætlað að átta sig á. Er þetta boðlegt plagg?
Hvers vegna á þá að taka tvö kjörtímabil í
verkið? Af hverju að tefja nauðsynlegt verk svo
stjórnarskráin okkar, okkar samfélagssáttmáli,
geti gegnt sínu hlutverki? Við þurfum ekki tvö
kjörtímabil í verkið. Við höfum nú þegar í hönd-
unum afar vandaða stjórnarskrá Stjórnlagaráðs
sem Feneyjanefnd hefur yfirfarið. Fyrst og
fremst þarf nefnd sem treystir sér til að koma
sér að verki og það án tafar. Það þarf að semja
strax breytingarákvæði stjórnarskrár áður en
haldið er áfram svo komið verði í veg fyrir við-
líka ástand og síðast, þegar þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins tóku Alþingi í gíslingu í málþófi
til að koma í veg fyrir nauðsynlegar breytingar
á þessari fornu dönsku stjórnarskrá sem er orð-
in verulega úrelt, ef hún þjónaði þá einhvern
tímann íslenskum samtíma. Við þurfum ekki að
bíða lengur eftir því hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokk-
urinn treysti sér í verkið. Hefjumst handa að nýju og ljúk-
um við gerð samfélagssáttmála íslensku þjóðarinnar. Aðrar
þjóðir hafa getað þetta á undan okkur, margbreytt sínum
sáttmála á mun skemmri tíma en þessum áratugum sem við
höfum tekið í verkið og það án þess að talað hafi verið um
hættuna við að gjörbylta sáttmálanum. Við eigum vel að
geta þetta líka. Getum við ekki öll verið sammála um það?
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Stjórnarskráin okkar
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Jón Steinar Gunnlaugsson, lög-maður Kristjáns Viðars Við-arssonar, eins þeirra sex semdæmd voru fyrir aðild sína
að Guðmundar- og Geirfinnsmáli í
Hæstarétti árið 1980, segir verj-
endur hafa óskað eftir því við Hæsta-
rétt að þeir fái frest fram í maí næst-
komandi til að skila inn greinargerð.
„Ég geri ráð fyrir að við fáum þann
frest.“
Settur ríkissaksóknari hefur nú
krafist þess að mennirnir fimm sem
dæmdir voru fyrir aðild sína að
hvarfi Geirfinns Einarssonar og Guð-
mundar Einarssonar árið 1974 verði
sýknaðir af öllum sökum. Mennirnir
eru Sævar Marinó Ciesielski,
Tryggvi Rúnar Leifsson, Guðjón
Skarphéðinsson og Kristján Viðar
Viðarsson. Erla Bolladóttir var einn-
ig dæmd í málinu, en ekki var fallist á
endurupptökukröfu í máli hennar.
Annmarkar ekki fyrir hendi
Þegar lögmenn hafa skilað
greinargerðum sínum segir Jón
Steinar Hæstarétt þurfa að taka
ákvörðun um framhaldið.
„Hvort hann telur rétt að láta
flytja málið munnlega, sem ég á frek-
ar von á,“ segir hann og heldur
áfram: „Ég býst við að það gæti farið
fram fyrir réttarhlé eða í haust. Það
eina sem gæti valdið því að Hæsti-
réttur dæmi ekki upp á nýtt í þessu
máli er ef rétturinn telur ákvörðun
endurupptökunefndar, þ.e. að leyfa
endurupptöku málsins, vera haldna
einhverjum lagalegum annmörkum.
En ég held að hún sé það ekki.“
Fari málið svo til efnismeð-
ferðar segist Jón Steinar ætla að
gera þá kröfu að rétturinn sakfelli
ekki fyrir áðurnefnd mannshvörf.
„Saksóknari hefur krafist sýknu og
við [lögmenn sakborninga] gerum
það náttúrulega líka. Þá er spurn-
ingin sú, má rétturinn dæma menn
þyngra en ákæruvaldið krefst – ég
svara þeirri spurningu neitandi,“
segir Jón Steinar.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmað-
ur Guðjóns Skarphéðinssonar, tekur
í svipaðan streng og segir enga ann-
marka vera fyrir hendi í þessu máli
sem koma ættu í veg fyrir málflutn-
ing í Hæstarétti. „Hann er nú með
dómkröfu ákæruvaldsins sem kveður
á um sýknu. Ég tel engan vafa leika á
því að Hæstiréttur er bundinn af
þeirri kröfu. [...] Það er mjög ólíklegt
að rétturinn sýkni ekki þessa sak-
borninga,“ segir Ragnar og bætir við
að næstu skref þar á eftir séu bóta-
kröfur á hendur ríkinu.
Gerðist seinast árið 1983
„Ég held það sé óhætt að full-
yrða að þetta hefur ekki gerst frá
árinu 1983,“ segir Davíð Þór Björg-
vinsson, settur ríkissaksóknari, og
vísar í máli sínu til þeirrar ákvörð-
unar að krefjast nú sýknu í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu.
Byggir saksóknari sýknukröf-
una á mati endurupptökunefndar
sem braut til mergjar sönnunarmat
Hæstaréttar í þeim dómi sem féll
fyrir 38 árum. Sú greining sýndi að
verulegar líkur væru á því að sönn-
unarmat í málinu hefði ekki verið í
samræmi við þá meginreglu
sakamálaréttarfars að fram hefði
verið komin sönnun um sekt dóm-
felldu, sem ekki yrði vefengd með
skynsamlegum rökum.
„Þetta mál er þó ekki alveg eins
og það sem flutt var árið 1983, en það
er þó auðvitað ákveðið fordæmi,“
segir Davíð Þór.
Málflutningur fyrir
Hæstarétti blasir við
Sakamál Dómur Hæstaréttar Íslands í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu féll
22. febrúar 1980. Lögmenn segja fátt koma í veg fyrir annan málflutning.
Árið 1983 gerði Þórður Björns-
son, þáverandi ríkissaksóknari,
þá kröfu fyrir Hæstarétti að
sýknað yrði í máli sem hann
hafði sjálfur áfrýjað til sakfell-
ingar. Það mun aðeins hafa gerst
tvisvar áður í sögu Hæstaréttar
að ákæruvaldið hafi við málflutn-
ing krafist staðfestingar á undir-
réttardómi sem gekk því í óhag.
Málið snerist um meintar
ólöglegar veiðar skuttogara og
var skipstjóri sýknaður í
Vestmannaeyjum. „Í áfrýj-
unarákæru krafðist ég sakfell-
ingar og ákveðinnar refsingar. En
þegar ég fór að lesa málið gaum-
gæfilega fyrir nokkrum dögum
sannfærðist ég um að héraðs-
dómurinn væri réttur,“ sagði
Þórður í viðtali við Morgunblaðið
árið 1983.
Fór úr sekt í
sýknukröfu
SJALDGÆF SÝKNUKRAFA