Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
10%
afsláttur
10% afsláttur af
trúlofunar- og
giftingarhringa-
pörum
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
Skoðaðu úrvalið á carat.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsyn-
leg þessa dagana. Leggðu þig fram við að
vera samstiga þeim sem eru í kringum þig,
það verður mikils metið.
20. apríl - 20. maí
Naut Það ríður á að þú talir skýrt og skor-
inort þannig að samstarfsmenn þínir þurfi
ekki að velkjast í vafa um fyrirætlanir þínar.
Forðastu óþarfa áhættu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gerðu hvað þú getur til þess að
bæta skipulag þitt í dag. Allt sem þú lætur yf-
ir þig ganga en er ekki viðunandi dregur þig
smám saman niður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Freistingarnar eru margar þessa dag-
ana og þú þarft oft að halda þér fast svo þú
fallir ekki fyrir þeim. Þolinmæði þrautir vinnur
allar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Áhyggjur af því að breyta rangt eiga eft-
ir að draga úr ráðvendni þinni í vinnunni.
Haltu ró þinni því þú hefur alla möguleika á
að finna réttu lausnina.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gleymdu þeim hlutum sem ekki gengu
upp hjá þér á síðasta ári. Reyndu að gleðja
einhvern nákominn með einhverjum hætti
sem veitir ykkur báðum ánægju.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst annað fólk treysta um of á þig
til þess að hjólin snúist. Það skiptir ekki máli
hvert verkið er; ef þú ákveður að vinna það,
stendurðu við það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú skalt halda þig við þína sann-
færingu og láta ekki aðra villa um fyrir þér.
Hikaðu ekki við að biðja fólk sem þú treystir
um að hlusta á þig og gefa þér góð ráð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Oft er það svo að samferðamenn
okkar setja upp grímu til þess að halda okkur
frá tilfinningum sínum. Leitaðu ráða þér eldri
og reyndari manna við úrlausn á erfiðu máli.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki ljós þitt skína um of, því
það þreytir bara þá sem þig umgangast.
Leyfðu fólki að lífga upp á lífið, án þess að
þurfa að dæma neinn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú laðar fram það besta í öðrum
með því að hrósa og uppörva. Með gam-
anseminni tekst þér að létta á spennunni
meðal félaganna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Talaðu við foreldra þína eða einhvern
sem þú berð virðingu fyrir, um það hvernig þú
getir dregið úr skuldasöfnun. Fólk er jákvætt
gagnvart þér og þú sýnir því vináttu á móti.
Helgi R. Einarsson velur þessarilimru yfirskriftina „Me too“:
Upp rís af eyranu græna
Ingveldur landnámshæna.
Ef heimskan skal víkja
og hamingjan ríkja
skal haninn nú tekinn til bæna.
Páll Imsland skrifar í Leirinn:
„Eins og alþjóð veit eftir vísu í Mbl.
síðastliðinn morgun hef ég verið
haldinn limrunarstíflu undanfarnar
vikur. Nú er hún runnin af mér
eins og hverjir aðrir timburmenn.“
Það var fljóð eitt hér austur á fjörðum
sem fætt var á tveimur bújörðum.
Það var fagurt og frítt
og faðmlag þess hlýtt,
en ég flíka’ ekki frekar þeim gjörðum.
Steinunn P. Hafstað segir á
Boðnarmiði að kerlingu sé um-
hugsað um sína: „Hundinum leist
ekki betur en svo á lægðina, sem
gekk yfir í morgun, að hann tók til
máls og kvað með stæl til hús-
móður sinnar, þegar hæst lét í veð-
urhamnum:
Má ég kannske á mér halda hita
heillin mín – og liggja þér við fætur?
Í þessum ofsa ekki er gott að vita,
hvort annars hefði nokkur á mér gætur.
Njótið dagsins, hvernig svo sem
þið veljið að fara að því!“
„Það er pilsaþytur í Góu gömlu
þykir mér, virðist þó heldur að
slota,“ risti Sigmundur Benedikts-
son í Leirinn upp úr hádegi á mið-
vikudag:
Nísta vindar landans leið
lúðra myndum votum.
Hristast tindar, skelfur skeið,
skaflar hrinda brotum.
En á Boðnarmiði orti Guð-
mundur Arnfinnsson:
Húsum ríður, veldur vá,
víst má lýður ugga,
innan tíðar byrst á brá
bylur hríð á glugga.
Vésteinn Valgarðsson yrkir odd-
hendu um veðrið:
Veður gín og vindur hvín
varla frýnilega,
frostið brýnist, friður dvín,
færðin týnist vega.
Ingólfur Ómar segir: „Ein lægð-
in í viðbót, rok, talsverð úrkoma og
Faxaflóinn úfinn að sjá“:
Úti Kári emjar hátt,
óðar gárast lögur.
Hrynja tár úr himins gátt,
hækkar bárukögur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Pilsaþytur, veðrið og
hundurinn
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ EYÐIR FIMMÞÚSUNDKALLI Á VIKU Í
SNYRTIVÖRUR OG HANN ER SÁ BESTI
SEM ÞÚ GAST FUNDIÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa þig nærri
mér.
SMÁKÖKU! ÞAÐ ER LÉLEG
ÞJÓNUSTA HÉRNA.
KANNSKI EF ÞÚ
VÆRIR HRIFINN
AF MÉR.
NEI.
ÞETTA SNÝST ALLT UM SAMBANDIÐ Á
MILLI RÝMISINS INNI Í KUBBNUM OG
ALLS SEM ER UTAN HANS. HLJÓMAR ÞAÐ
SKÝRT?
ÉG GLEYMI ALDREI ANDLITI!HALLÓ, LAFÐI
GODIVA! NEI, HÆ!
Víkverji tekur eftir því að nokkrirkunningjar hans eru með brjál-
æðislegan glampa í augum eftir að
lýðnum var gert ljóst að hin goð-
sagnakennda þungarokkshljómsveit
Slayer myndi þenja sig hér á land-
inu bláa næsta sumar.
x x x
Hljómsveitarmeðlimir vilja líklegaekki missa af íslensku Jóns-
messunni og verða hérlendis seint í
júní. Ekki þó til að troða upp á
lokahófi Arctic open heldur munu
þeir skemmta fólki á Secret Sol-
stice, jafnvel þótt sólstöðurnar séu
þar leynilegar.
x x x
Vinnufélagi Víkverja lýsti því yfirað koma sveitarinnar væri
„málmvísindaleg stórtíðindi“ fyrir
Íslendinga. Hann og fleiri blaða-
menn Morgunblaðsins, núverandi
og fyrrverandi, stofnuðu einhvern
tíma Hið íslenska málmvísinda-
félag. Víkverja er ekki kunnugt um
hvort haldnar séu árshátíðir í því
félagi.
x x x
Víkverji heyrði einnig af kunn-ingja sínum úti í bæ sem er
virðulegur safnafræðingur. Sá mun
vera allur á iði eftir að fregnirnar
bárust yfir hafið en sá hefur nú
reyndar sigrað í Músíktilraunum.
x x x
Víkverji á kunningja sem erfræðimaður í háskólanum og sá
á jólapeysu merkta sveitinni. Hefur
kunninginn skartað henni reglulega
í gegnum tíðina með Slayer þvert
yfir brjóstkassann. Jólin mega
sjálfsagt ekki koma á því heimili
fyrr en Slayer hefur verið sett á
fóninn á aðventunni.
x x x
Þegar Slayer er flett upp ígreinasafni Morgunblaðsins
kennir ýmissa grasa. Í athygl-
isverðri úttekt Tekinn í þrass í
SunnudagsMogganum 27. júní 2010
er þessa hæversku fullyrðingu að
finna: „Slayer er þéttasta band
mannkynssögunnar.“
Varla er hægt að taka grynnra í
árinni. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó
Guð, mannanna börn leita hælis í
skugga vængja þinna.
(Sálm: 36.8)