Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 13
Shea handáburðurinn er ríkur af shea smjöri (20%) sem gengur fljótt inn í húðina svo hún verður vel nærð og mjúk. MÖGNUÐUSTU VERKFÆRIN OKKAR, HENDURNAR. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 SHEA HANDKREM NÆRIR OG MÝKIR DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Sprengju-Kata verður með leiðsögn fyrir fjölskylduna um sýninguna Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 14 - 16 á morgun, laugardaginn 24. febrúar. Á sýningunni fá viðfangsefni vísind- anna á sig listrænan blæ. Gestir geta slegist í för með Sprengju-Kötu, efnafræðingnum Katrínu Lilju Sigurðardóttur, sem leiðir gesti um sýninguna og fjallar um efnisheim valinna verka. Einnig sýnir hún nokkrar áhuga- verðar efnafræðitilraunir sem eflaust vekja bæði undrun og gleðja augað og síðan fá gestir að spreyta sig í vís- inda-listasmiðju. Efnisheimur valinna verka Tilraunastofa Katrín Lilja Sigurð- ardóttir kynnir undur vísindanna. Stund með Sprengju-Kötu tölvunni, svara tölvupóstum, vinna í vefsíðunni, búa til kynningarefni, markaðssetning og fleira. Einnig er ég búin að vera að vinna í nokkr- um hliðarverkefnum og er planið að bjóða fljótlega upp á jógatíma á netinu.“ Skipuleggur ferð fyrir Ís- lendinga með móður sinni Það er því óhætt að segja að Sæunn sé með mörg járn í eldinum. Eitt af því er skipulagning jóga- ferðar fyrir Íslendinga til Spánar. „Það er rosalegur áhugi á ferðinni, sem er náttúrlega alveg frábært. Ferðin er ekki fyrr en í október en við erum strax búin að fylla nokkur pláss. Ég held að það hjálpi alveg að við mamma, Sigríður Sía Þórð- ardóttir, sem skipuleggur ferðina með mér, fundum frábært hús í fjallshlíðinni við Costa Brava- ströndina. Húsið er með stóru og björtu jógarými, æðislegum svefn- herbergjum með lífrænum dýnum og rúmfötum. Í húsinu eru kokkar sem útbúa yndislegan grænmet- ismat og svo er auðvitað stórkost- legt útsýni yfir hafið, fullt af gönguleiðum í nágrenninu og að- eins 10 mínútna ganga á ströndina. Þetta verður nærandi ferð fyrir bæði líkama og sál, við erum báðar alveg rosalega spenntar fyrir þessu.“ En hvernig skyldi þessi kraft- mikla kona sjá framtíðina fyrir sér? „Það væri auðvitað frábært að fylla öll plássin í jógaferðinni og jafnvel skipuleggja fleiri svona ferðir. Síðan er ætlunin að nýta þekkingu mína úr vefheiminum í að koma jógatímunum mínum á netið og geta þannig náð til fleiri nem- enda. Svo væri líka æði að geta eytt aðeins meiri tíma á Íslandi, kannski bjóða upp á námskeið svona við og við,“ segir Sæunn að lokum. Lipur Sæunn Rut hætti í öruggri vinnu og hóf að að kenna jóga. Nánari upplýsingar um jóga- ferðina: https://sajarutyoga.com/ joga-ganga-a-costa-brava/ Instagram reikningur Sæunnar: https://sajarutyoga.com „Ég fór við og við í jógatíma í ræktinni, en það var ekki fyrr en í Prag, þegar ég hafði ekki efni á korti í rækt- ina, sem ég fór að stunda það reglulega heima.“ Samtök sjálfstæðra listaskóla eru með kynning- ardaga, sem standa til 24. febrúar. Mynd- listaskólinn í Reykjavík, Klassíski listdansskólinn, Kvikmyndaskóli Íslands, Söngskólinn í Reykjavík, Ljósmyndaskólinn og fleiri sjálfstæðir listaskólar verða með opið hús fyrir gesti og gangandi í húsakynnum sínum. Nánari um dag- skrá og opnunartíma á vefslóðinni www.listaskolar.is og á heimasíðum skólanna. Endilega . . . . . . kynntu þér listnám List Langar þig í list- nám, td. ballett? Síðustu vikurnar hef ég oftraulað lagið „Glaðastihundur í heimi“ með Frið-riki Dór. Ástæðan er lík- lega sú að undanfarnar þrjár vikur hefur glaðasti hundur í heimi verið í pössun heima hjá mér. Ef ekki væri fyrir blessaða morgungönguna með hundinum þá hefðu þetta verið full- komnar þrjár vikur. Það er hálf ótrúlegt að fylgjast með lífsgleðinni klukkan sjö á morgnana þegar hundurinn rýkur út um dyrnar um leið og ég opna, til að lenda í hávaða- roki og brjálaðri snjókomu. Göngu- túrarnir sjálfir eru allt í lagi en einn hluti þeirra þykir mér þó alltaf ein- staklega niðurlægjandi. Þá er ég auðvitað að tala um þeg- ar hundurinn skítur á jörðina og ég þarf að koma skítnum í poka. Það er eitthvað svo yndislega fáránlegt við það að horfa á hundinn skíta. Há- marki fáránleikans er síðan náð þegar ég beygi mig niður og reyni að koma skítnum í poka, án þess að fá kúk á hendurnar. Af hverju eru ekki til sérstök hundaklósett? Ég er viss um að þær geimver- ur sem koma í framtíðinni til jarðarinnar muni halda að hundarnir stjórni öllu. Það getur að minnsta kosti ekki verið að þeir sem setja kúk í poka stjórni einhverju. Stundum á það til að gleymast að hundurinn er ekki nema tíu mánaða gamall og á það til að haga sér eftir því. Í eitt skiptið í kvöldvaktaviku hafði ég lagst upp í rúm eftir morg- unverkin og heyrði þá mikið krafs og kjams í stofunni. Ég hélt að hvutti væri að gera eitthvað sakleysislegt en svo kom annað í ljós. Þegar ég loksins nennti að standa upp stóð hundurinn í miðri stofunni, sakleysið uppmálað, með spariskó kærust- unnar í kjaftinum. Skórnir voru úr- skurðaðir látnir á staðnum og heyrnartól hennar hlutu sömu örlög nokkru síðar. Hundurinn hlaut reyndar ágæta aðstoð í því máli en fjögurra ára strákurinn sagðist hafa nagað heyrnartólin, því hann vildi ekki að hundurinn fengi skammir. Frábær hjálp sem hund- urinn fékk en ég vona að strákurinn sé að ljúga. »Ég er viss um að þærgeimverur sem koma í framtíðinni til jarðarinnar muni halda að hundarnir stjórni öllu. Það getur að minnsta kosti ekki verið að þeir sem setja kúk í poka stjórni einhverju. Heimur Jóhanns Jóhann Ólafsson johann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.