Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 25
Heiðu móðursystur og börnun-
um hennar. Þar var mikið brall-
að þegar við og Dóri (eins og ég
sagði í gamla daga) og Anna
Lilja lékum okkur saman frá
morgni til kvölds. Brekkukot
var ævintýraheimur okkar, bú-
staður sem byggður var af
Ragnari afa og ömmu. Fallegur
með miklu og gróðursælu landi.
Þar vorum við kúrekar og indí-
ánar í gróðrinum og áttum
leynistaði um allt landið. Þar
reyndum við meira að segja
hornsílarækt í skurðunum, með
misgóðum árangri sem fór í
reynslubankann. Einnig smíð-
uðum við úr timbri sem átti að
fara í eldivið og urðu til fallegir
kastalar með leyniherbergjum
og meira að segja brú yfir
skurðinn fræga. Í bústaðnum
vaknaði amma oft fyrir allar
aldir og útbjó dýrindis morg-
unverð, bakaði t.d. skonsur,
steikti eggjabrauð og ekki má
gleyma öllu flotta smurbrauðinu
sem hún útbjó.
Á fullorðinsárum vorum við
líka í miklu sambandi og var það
mikil lukka að amma gat verið
lengi heima, eða til 93 ára ald-
urs. Það eru margar góðar
minningar við litla útdregna eld-
húsborðið, þar sem við borðuð-
um dýrindis heimilismat. Mjög
oft steiktan fisk, einnig eru
hakkabuff og plokkfiskur sá
matur sem ég helst man eftir.
Þvílíkur meistarakokkur sem
hún amma var og fannst mér
hún geta gert góðan mat úr
engu. Heimsókn til ömmu var
alltaf skemmtileg og við gátum
spjallað um heima og geima yfir
kaffibolla, horft á ruglið (Bold
and the Beautiful) saman og
dúllast í að lita augabrúnir. Þeg-
ar börnin okkar Eva María og
Axel Máni fæddust hafði amma
einstaklega gaman að því að fá
þau í heimsókn. Alltaf talaði
amma um hversu góð og falleg
þau væru, hafði hún unun af því
að fylgjast með þeim og gauka
að þeim einhverju góðgæti. Ég á
svo margar fallegar minningar
tengdar ömmu Möggu sem ég
mun geyma í hjarta mér. Þakk-
læti fyrir yndislegan tíma sam-
an er mér efst í huga og ég veit
við hittumst aftur. Takk fyrir
allt, elsku amma mín. Guð
geymi þig og varðveiti.
Þín
Heiða Björk og fjölskylda.
Elsku yndislega amma
Magga er búin að kveðja. Fyrir
okkur var hún besta amma sem
hægt var að hugsa sér. Á svona
tímum birtast ótal notalegar
minningar. Það sem er efst í
huga er sumarhúsið okkar í
Kjósinni, Brekkukot. Þarna var
ófáum stundum varið, enda var
þetta uppáhaldsstaðurinn henn-
ar. Hún naut þess að vera þarna
í dýrðinni, eins og hún sagði
sjálf, innan um fallega gróður-
inn sem hún og afi gróðursettu.
Hún sagði alltaf við okkur
„passiði hríslurnar“ þegar við
vorum að leika úti á bletti, og
bárum við mikla virðingu fyrir
því. Í Brekkukoti vaknaði mað-
ur ávallt við góða kaffilykt og
glæsilegt morgunverðarhlað-
borð með heimatilbúna bakkels-
inu hennar. Eftir það var oft
sest út á pall, hlustað á fugla-
sönginn og notið dýrðarinnar. Á
kvöldin fórum við oft í bíltúr og
þá naut hún þess að vera ein eft-
ir í bústaðnum, kveikja á kert-
um og búa vel um öll rúm fyrir
nóttina. Við getum öll séð hana
fyrir okkur, standandi á pallin-
um, veifandi okkur með stórum
handahreyfingum. Þessir litlu
hlutir lifa sterkt í minningunni.
Amma var mikill náttúruunn-
andi og kenndi okkur að meta
náttúruna. Við fórum mikið í bíl-
túra um helgar með ömmu.
Álftanes varð oft fyrir valinu,
sérstaklega á vorin til þess að
athuga hvort lóan eða krían
væri komin. Einnig fórum við
oft suður með sjó og fannst
henni svo stórkostlegt að horfa
á brimið. Þegar heim var komið
stóð hún út úr bílnum og bank-
aði skemmtilega með hringun-
um sínum á bílrúðuna í kveðju-
skyni.
Á heimili ömmu var alltaf
tekið vel á móti öllum með ynd-
islegri matar- eða bökunarlykt.
Oft mátti heyra út á götu klingj-
andi eldhúshljóðið. Það var
ávallt notalegt og rólegt heima
hjá henni. Það var oft sem mað-
ur sofnaði í sófanum hennar um
miðjan dag og rumskaði við það
að hún var að setja yfir mann
teppi. Aðfangadagskvöld var
alltaf haldið heima hjá ömmu,
sem við eigum okkar bestu
minningar af. Þar var mikið lagt
upp úr venjum. Oft var grínast
og sagt „við sitjum eins og við
erum vön“ þar sem allir áttu sitt
sæti við matarborðið.
Snyrtimennskan og vand-
virknin var alltaf í fyrirrúmi.
Hún fór vel með allt og það var
allt svo hreint og fínt hjá henni.
Allir hlutir áttu sinn stað á
heimilinu og svo fallega gengið
frá, meira segja voru viska-
stykki og tuskur straujaðar.
Þetta horfðum við ávallt á með
mikilli aðdáun.
Hún vildi allt fyrir okkur
gera og sagði hún oft „maður á
aldrei svo lítið að maður geti
ekki gefið með sér“. Hún var
ekki mikið fyrir athygli en húm-
orinn var aldrei langt undan
með hennar skemmtilegu frös-
um og tilsvörum. Amma var
rosalega fróð, hún las mikið og
fylgdist vel með. Oft leituðum
við til hennar með verkefni í ís-
lensku og opnaði hún okkur
nýja sýn á íslenskum ljóðum og
sögum.
Elsku amma Magga kenndi
okkur svo ótal margt sem við
getum tekið sem veganesti út í
lífið, t.d. að horfa jákvæðum
augum á hlutina, vera þolinmóð
og þakklát fyrir það sem við
höfum.
Guð geymi þig, elsku amma
okkar.
Halldór, Anna Lilja
og Sigrún Edda.
Meira: mbl.is/minningar
Fleiri minningargreinar
um Magnúsínu Bjarnadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
tugasta og eitthvað skiptið.
Veðrið er ekkert sérstaklega
sumarlegt, en það er bjart og
eftirvænting í loftinu. Allt í einu
hár hvellur. Hlaupararnir leggja
af stað og afi hverfur í þvöguna.
Þegar þeir allra rólegustu hafa
skokkað yfir Vonarstræti, inn
Tjarnargötu, þá birtist afi aftur.
Og þannig birtast mér minn-
ingarnar af afa. Þær eru hlýjar
og góðar. Í eldhúsinu í Ljósa-
landi. Amma ber í mig heilu lítr-
ana af ís og afi dáist að mat-
arlyst minni. Við rifjum upp
hlaup, köst, stökk, heimsmet.
Innsæið í kastlengdir nánast
upp á sentimetra, alveg fram í
það síðasta.
Það er með söknuði en þakk-
læti sem ég kveð þennan góða
mann.
Dagur Hjartarson.
Elsku afi.
Það eru margar minningar
um þig og ömmu sem koma upp
í hugann þegar ég skrifa þetta.
Allar eru þær góðar og hlýjar.
Eins og pabbi varstu alveg
ótrúlega röskur og hafðir
snöggar hreyfingar. Ég gleymi
því aldrei þegar þú labbaðir
með mér úr Fossvoginum alla
leið í mjólkursamsöluna þar sem
ég fékk ís. Ég hef ekki verið
eldri en sex ára og mátti hafa
mig alla við á leiðinni upp stokk-
inn í Elliðaárdalnum þar sem þú
hálfpartinn hljópst en ég hef
ekki labbað svona hratt síðan.
Þú varst fyndinn og ekkert að
skafa af hlutunum. Hlæjandi
þakkaði maður stundum fyrir
það að enginn ókunnugur heyrði
brandarana.
Síðustu ár varstu kannski
ekki eins snöggur á fætur, eða
með það á hreinu hvað klukkan
væri en húmorinn fór aldrei.
Síðast í janúar kom ég til þín
í heimsókn. Þegar þú varst að
fara að borða hádegismat spurði
ég þig hvort ég ætti ekki að
kveikja á sjónvarpinu inni í her-
bergi. Þú afþakkaðir það.
Mér fannst þetta samt góð
hugmynd svo ég endurtók
spurninguna áður en ég fór.
„Ertu viss, afi, á ég ekki að
setja sjónvarpið í samband fyrir
þig?“
Svarið var svo skemmtilega
afalegt. „Jú, jú, þú getur gert
það ef þú vilt, en ég tek það þá
bara strax úr sambandi.“
Snögg, fyndin og góð svör, afi.
Alltaf.
Ég er þakklát fyrir öll árin
með þér, elsku besti afi.
Ég minnist þín og ömmu
brosandi þangað til ég sé ykkur
seinna.
En hamingjan geymir þeim
gullkransinn sinn,
sem gengur með brosið til síðustu
stundar
fær síðan kvöldroða á koddann sinn
inn,
kveður þar heiminn í sólskini og
blundar.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Þín
Katrín.
Fallinn er frá góður félagi,
Marteinn Guðjónsson. Hann var
áberandi í starfi ÍR um áratuga
skeið og var valinn heiðursfélagi
ÍR 2008. Ég fletti 100 ára af-
mælisriti ÍR, „Heil öld til
heilla“, eftir Ágúst Ásgeirsson
til að rifja upp gamla tíma þar
sem Marteinn kemur oft við
sögu.
Það eru skemmtilegar mynd-
ir frá æfingahópnum í gamla ÍR
húsinu um og fyrir 1960, hóp-
myndir með þjálfurunum Sim-
onyi Gabor og síðar Guðmundi
Þórarinssyni, myndir úr fé-
lagsaðstöðunni á loftinu í ÍR-
húsinu með Vilhjálmi Einars-
syni, Birgi Guðjónssyni, Helga
Hólm og Kristjáni Eyjólfssyni.
Gamlir félagar minnast Mar-
teins sem sérlega hvetjandi fé-
laga. Hann lét vel til sín taka á
fundum deildarinnar og það var
alla tíð kraftur og léttleiki yfir
Matta á vellinum.
Þá sjáum við Martein sem
dómara á frjálsíþróttamótum en
Marteinn var einn helsti kast-
dómari landsins um áratuga
skeið. Það hugsa margir kast-
arar með hlýju til Matta sem
var óþreytandi að starfa á kast-
mótum með Guðmundi Þórar-
inssyni og fleirum, oft við kalsa-
legar aðstæður eins og á
haustkastmótunum vinsælu.
Þá eru myndir frá Víðavangs-
hlaupi ÍR þar sem Marteinn var
ræsir í hálfa öld sem er alveg
einstakur ferill. Ég hafði oft það
hlutverk að hringja í Matta til
að athuga hvort hann myndi
ekki ræsa eitt árið enn og það
voru alltaf ánægjuleg símtöl þar
sem fram kom hve sterkar
taugar hann bar til ÍR alla tíð.
Sleggjukast var aðalgrein hans í
gamla daga en hann keppti líka
í hlaupum og þegar hann fór að
keppa í öldungaflokkum keppti
hann í ýmsum greinum og setti
þá allnokkur aldursflokkamet.
Fyrir hönd frjálsíþróttadeild-
ar ÍR og allra gömlu félaganna í
ÍR sendi ég fjölskyldu Marteins
samúðarkveðjur, með þökk fyrir
löng og gefandi kynni.
Gunnar Páll Jóakimsson.
Fleiri minningargreinar
um Martein Guðjónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf.
Aðalfundur Ramma hf. verður haldinn í
Höllinni, Hafnagötu 16, Ólafsfirði,
föstudaginn 2. mars 2018 og hefst fundurinn
kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa
eigin bréf skv. 55. gr. laga um hlutafélög.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar
Ramma hf. til aðalfundar munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins á Siglufirði viku
fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis.
Fundargögn verða afhent á fundarstað á
fundardegi.
Siglufirði 22. febrúar 2018.
Stjórn Ramma hf.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið góða kl. 13.30, allir
velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17.
Opið fyrir innipútt. Bíó kl. 13. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535 2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Línudans fyrir byrjend-
ur og lengra komna kl. 15.15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Heimsókn frá unglingum í Háteigsskóla kl. 10-11. Leikfimi kl.
12.50-13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi með Rósu kl. 10.15.
Fella- og Hólakirkja Karlakaffi: Má bjóða þér í kaffi og vínarbrauð,
spjall og samveru. Gestur okkar er Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur
og ljóðskáld. Sigurbjörn ætlar að spjalla um lífið og tilveruna. Láttu
sjá þig, við tökum hlýlega á móti ykkur. Fella- og Hólakirkja, Hólabergi
88, 111 Reykjavík.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum
kl. 9.30 - 10.30, Föstudagshópurinn kl. 10-11.30, gönguhópur kl. 10.30,
Handaband, vinnustofa með leiðbeinendum kl. 13-16. Bingó fellur
niður. Vöfflukaffi kl. 14.30. Velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jóns-
húsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá
Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er.
Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13–16. Allir velkomnir. Boðið er upp á
leikfimi og vatnsleikfimi kl. 11 í sal og 11.50 í laug, allir velkomnir.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með
leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-
10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbeinanda
kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl.
13. Tréskurður, kl. 13. Léttgönguhópur (frjáls mæting).
Gullsmári Handavinna kl. 9. Ganga kl. 10. Leikfimi kl. 10.
Ljósmyndaklúbbur kl. 13. Bingó kl. 13:30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9 – 12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15.
Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi
kl. 9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Spilað bridge
kl. 13, söngstund kl. 13.30 með Heiðu Bald. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Fótaaðgerðir 588 2320, hársnyrting 517 3005, kem heim ef þess er
óskað.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl. 8.50, Thai Chi kl. 9, boccia kl. 10.15, bingó Hollvina kl. 13, næsta
föstudag verður Góugleði í Hæðargarði allir velkomnir óháð aldri
nánar í síma 411 2790
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum.
Bridge kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur kl. 12.30 í Borgum.
Tréútskurður kl. 13 í Borgum. Sundleikfimi kl. 13.30 í Borgum.
Vöfflukaffi í Borgum kl. 14.30 - 15.30 ídag. Minnum á aðalfund
Korpúlfa næsta miðvikudag kl. 13. í Borgum.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl.8.30 trésmiðja kl. 9 - 12, listasmiðja
m/leiðbeinanda kl. 9 - 12. morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
föstudagsskemmtun kl. 14, ganga m/starfsmanni kl. 14.
Uppl í s.411 2760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10 - 14. Upp úr 10 er
boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin,
hádegisverður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið.
Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögu / fornsagna-
námskeiðið kl. 13. Kennari: Baldur Hafstað. Dansleikur sunnudags-
kvöld kl. 20. Hljómsveit hússins leikur. Allir velkomnir. Aðalfundur
FEB Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar og hefst kl.
15.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Félagsmenn hvattir til að fjölmenna og hafa með sér félagsskírteini
fyrir árið 2017.
Vesturgata 7 Enska hefst 22 september, leiðb. Peter R.K.Vosicky
Sungið við flygilinn kl. 13-14. Gylfi Gunnarsson.
Kaffiveitingar kl.14 - 14.30.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Smá- og raðauglýsingar
smið?
Þú finnur allt á
FINNA.IS
Vantar
þig