Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þriðja kvikmynd leikstjórans Ant- ons Sigurðssonar, Fullir vasar, verð- ur frumsýnd í dag en fyrri myndir hans eru Grafir og bein frá árinu 2014 og Grimmd frá árinu 2016. Í Fullum vösum segir af fjórum körl- um sem ræna banka til þess að greiða upp tugmilljóna skuld við einn hættulegasta mann Íslands og er myndinni lýst sem gamanmynd með spennuívafi. Atburðarásin er eftir því og fer margt á annan veg en til stóð hjá bankaræningj- unum. Í aðal- hlutverkum eru Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason sem þekktir eru sem liðsmenn Átt- unnar, Hjálmar Örn Jóhannesson, Aron Már Ólafsson, Laddi, Hilmir Snær Guðnason, Salka Sól Eyfeld og Júlíana Sara Gunnarsdóttir. Aron skrifaði handrit Fullra vasa, líkt og fyrri kvikmynda sinna og þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að gera svona kvikmynd, þ.e. gaman- og glæpamynd með spennuívafi, segir hann að sér hafi þótt vanta slíka ís- lenska mynd. „Íslenska grínmynd sem fólk fer á í bíó, hlær og er í góðu skapi þegar það fer út,“ útskýrir hann. Íslenskar kvikmyndir verði sí- fellt betri en þó vanti fleiri gaman- myndir. Anton segist líka hafa viljað taka u-beygju frá því sem hann hef- ur áður gert og að hann hafi langað að vinna með Ladda, Hjálmari, Agli, Nökkva og Aroni. Ólærðir en með mikla reynslu –Þú ert bæði með lærða og ólærða leikara í myndinni. Eru þeir ólærðu í meirihluta? „Aron er lærður eða er að klára nám við leiklistarbraut LHÍ, það eru náttúrlega þrír ólærðir leikarar þarna en það sögðu allir leikarar já [við því að leika í kvikmyndinni, innsk.blm.]; Hilmir Snær, Ólafía Hrönn, Helga Braga, Júlíana, þetta eru allt lærðir leikarar en af þessum fjórum aðalhlutverkum er Aron í raun sá eini með einhvern bakgrunn í leiklist,“ svarar Anton. Hinir ólærðu búi samt sem áður yfir mik- illi reynslu af því að skapa fyrir framan myndavél. „Þeir eru allan daginn að skapa eitthvað og búa til og þá sérstaklega Hjálmar,“ segir Anton og vísar þar til vinsælda Hjálmars á Snapchat (viðtal við Hjálmar verður í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út á morgun). –Af söguþræði myndarinnar að dæma og stiklu virðist þetta vera al- gjör strákamynd, fáar konur kynnt- ar til leiks. „Já, en það er náttúrlega fullt af konum og til dæmis er ný leikkona, Arndís Arnarsdóttir, sem leikur dóttur Hjálmars. Hún er 12 eða 13 ára og bara frábær og svo er Júlíana Sara úr gamanþáttunum Þær tvær þarna líka, hún leikur fyrrverandi eiginkonu Hjálmars. Salka Sól leik- ur vinnufélaga Egils og Nökkva og Ólafía Hrönn og Helga Braga eru þarna líka þannig að það eru margar konur. En það eru þessi fjórir gæjar sem ákveða að fara í þennan leið- angur.“ Nær ekki prófinu Aron er í framhaldi spurður að því hvort kvikmyndin standist Bechdel- prófið og hann hugsar sig stuttlega um og svarar svo: „Örugglega ekki en hinar myndirnar mínar tvær gerðu það, í þeim báðum voru konur í aðalhlutverkum.“ Fyrir þá sem ekki vita þá segir Bechdel-prófið til um birtingarmynd kvenna í kvikmyndum og til að standast það þarf kvikmynd að upp- fylla þrjú skilyrði: í henni þurfa að vera a.m.k. tvær nafngreindar kon- ur, þær þurfa að tala saman og um eitthvað annað en karlmenn. Anton segir að hins vegar megi finna fleiri konur á lista yfir þá sem komu að gerð myndarinnar en karla og hann segist ekki hafa áhyggjur af hlut kvenna í Fullum vösum eftir að hafa gert tvær myndir með konum í aðalhlutverkum, sem fyrr segir. „En það koma töluvert fleiri konur við sögu en margir halda,“ bætir hann við. Scott veitti byr í seglin –Leitaðir þú fyrirmynda í kvik- myndum af þessu tagi, t.d. Snatch, áður en þú hófst handa? „Já, klárlega, í þessar bresku Guy Ritchie-myndir og ég hef alltaf lýst henni sem Ocean’s Eleven en það er enginn Brad Pitt eða George Cloon- ey,“ svarar Anton kíminn. –Hilmir Snær kemst kannski næst þeim? „Já, hann leikur son Ladda. Þeir leika feðga og glæpakónga sem reka bílasölu og eru með kúrekahatta og bjóða upp á 110% bílalán,“ segir Anton sposkur og bætir við að nokkrar persónur myndarinnar séu byggðar á raunverulegum Íslend- ingum. –Hvað þótti þér erfiðast og hvað skemmtilegast við gerð Fullra vasa? „Skemmtilegast var að mæta í vinnuna og geta hlegið, eftir að hafa gert tvær þungar myndir og líka hvað allir voru til í að vera með. Það var auðvelt að koma þessu af stað,“ svarar Anton. „Það sem var erfiðast var að myndin var skotin á mjög fáum dögum og við kláruðum tökur í nóvember en í janúar þurftum við að fara í aukatökur og myndin var for- sýnd 15. febrúar. Það hélt enginn að þetta væri hægt en það sem gaf mér styrk var að á sama tíma og þetta var að gerast var Ridley Scott að endurtaka allar senurnar með Kevin Spacey, þremur vikum fyrir frum- sýningu. Scott er áttræður þannig að ég hugsaði með mér að ég hefði enga afsökun.“ Ocean’s Eleven án Pitt og Clooney  Gaman-, spennu- og glæpamyndin Fullir vasar frumsýnd Glæpagrín Úr kvikmyndinni Fullir vasar sem frumsýnd verður í dag. Anton Sigurðsson Grime-tónlistarmaðurinn Stormzy stóð uppi sem sigurvegari Brit- tónlistarverðlaunanna sem afhent voru í fyrrakvöld en hann hlaut verðlaun sem besti breski tónlist- armaðurinn og fyrir bestu bresku plötuna, Gang Signs and Prayer. Er það fyrsta platan í flokki grime- tónlistar sem hlýtur þau verðlaun. Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fékk ein verðlaun, fyrir árangur sinn á heimsvísu. Í kvennaflokki var það Dua Lipa sem hlaut verð- laun sem besta breska tónlistar- konan og verðlaun fyrir að slá í gegn en Gorillaz var verðlaunuð sem besta breska hljómsveitin. Stormzy gagnrýndi m.a. for- sætisráðherra Bretlands, Theresu May, fyrir aðgerðaleysi þegar kem- ur að bótum til þeirra sem misstu allt sitt í stórbrunanum í Grenfell- háhýsinu í London í fyrra. Tugir létu lífið og fjölmargir misstu heim- ili sín. „Hvar eru peningarnir fyrir Grenfell?“ rappaði hann. „Hélstu að við værum búin að gleyma Gren- fell?“ Stormzy sigurveg- ari Brit tónlistar- verðlaunanna AFP Bestur Stormzy fór mikinn á sviði Brit-verðlaunahátíðarinnar í fyrrakvöld. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 23/2 kl. 20:00 128. s Fös 2/3 kl. 20:00 132. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Lau 24/2 kl. 20:00 129. s Lau 3/3 kl. 20:00 133. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Sun 25/2 kl. 20:00 130. s Sun 4/3 kl. 20:00 134. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Fim 1/3 kl. 20:00 131. s Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 3/3 kl. 20:00 57. s Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Fös 2/3 kl. 20:00 56. s Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 17. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 AUka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 16:00 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Þri 27/2 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 25/2 kl. 13:00 12.sýn Sun 4/3 kl. 13:00 13.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 23/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30 Sun 25/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 1/3 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.