Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
VELDU ÚR MEÐ SÁL
Frisland 1941 með blárri skífu
www.gilbert.is
Í tilefni afmælisinsætla ég að haldaveislu í sal Tónlist-
arskóla FÍH í Rauða-
gerði milli klukkan 5 og
7 í kvöld. Ég held það
mæti yfir 120 manns,“
segir Gunnar Magnús
Gröndal, sem á 70 ára
afmæli í dag.
Það er við hæfi að
halda afmælisveisluna í
sal Félags íslenskra
hljómlistarmanna enda
hefur tónlistin verið
stór þáttur innan fjöl-
skyldu Gunnars, en
hann er faðir Ragnheið-
ar og Hauks sem bæði
eru landsþekktir tónlist-
armenn. „Faðir minn,
Haukur Gröndal, var
líka á kafi í tónlist og
var einn af stofnendum
Tónlistarfélags Reykja-
víkur og Tónlistarskóla
Reykjavíkur.“
Sjálfur spilar Gunnar
á kontrabassa. „Ég hef
í gegnum árin alltaf
verið að gutla eitthvað í tónlistinni og er að spila núna djassstand-
arda með ágætum félaga mínum, Hirti Guðbrandssyni. Við erum
báðir meðlimir í Oddfellowreglunni og höfum spilað á samkomum á
vegum hennar.“
Gunnar vann hjá SÍS og síðar hjá Íslenskum sjávarafurðum hf.
sem stofnaðar voru upp úr sjávarafurðadeild Sambandsins. Síðast
starfaði hann hjá ríkisskattstjóra en hann hætti að vinna fyrir réttu
ári.
„Eftir að ég hætti að vinna þá hef ég verið duglegri við að spila
golf og svo eigum við hjónin sumarbústað í Grímsnesi þar sem við
dveljum þegar tími gefst. Við fórum í okkar fyrstu golfferð til Spán-
ar síðastliðið haust og ætlum að gera meira af því.“
Eiginkona Gunnars er Oddný Björgvinsdóttir bókasafnsfræðingur
og fyrrverandi forstöðumaður Bókasafns Garðabæjar. Börn þeirra
eru Gunnar Orri, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, Haukur,
saxófón- og klarínettuleikari, og Ragnheiður, píanóleikari og söng-
kona, og barnabörnin eru fjögur.
Hjónin Gunnar og Oddný stödd á Islantilla
á Suður-Spáni síðastliðið haust.
Alltaf verið að gutla
eitthvað í tónlistinni
Gunnar M. Gröndal er sjötugur í dag
L
eifur Sigfinnur Garð-
arsson fæddist í
Reykjavík 23.2. 1968
en ólst upp í Hafnar-
firði: „Ég er Gaflari í
húð og hár – og reyndar langt aft-
ur í ættir eftir því sem ég best
veit.“
Leifur gekk í Víðistaðaskóla,
lauk stúdentsprófi frá Flensborg
1987, lauk B.Ed.-kennaraprófi frá
KHÍ 1992 og framhaldsnámi í
stjórnun menntastofnana frá KHÍ
2004.
Leifur var grunnskólakennari
við Öldutúnsskóla 1992-2001 og
jafnframt deildarstjóri á miðstigi
og unglingastigi við sama skóla
1997-2001. Samhliða kennslu var
hann starfsmaður UTA (Upplýs-
inga- og tæknimennt fyrir alla) á
vegum Hafnarfjarðarbæjar 2000-
2001, forstöðumaður Skólatorgs
Öldutúnsskóla og umsjónarmaður
þróunarvinnu þess á vegum
Leifur S. Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla – 50 ára
Á Goodison Park Leifur og Dögg, ásamt Garðari Inga, Anton Inga og Elsu Rut, fylgdust með Gylfa skora mark.
Gaflari og grjótharður
Everton-maður
Myndarlegt par Leifur með sambýliskonu sinni, Dögg Ívarsdóttur.
Álftanes Ingvi Karel
Gautason fæddist 23. febr-
úar 2017 kl. 21.15 og á því
eins árs afmæli í dag. Hann
vó 4.385 g og var 53 cm
langur. Foreldrar hans eru
Sigrún Árnadóttir og Gauti
Kjartan Gíslason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is