Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Fullir vasar
Ný íslensk kvikmynd eftir Anton
Sigurðsson. Sjá umfjöllun á bls. 31.
The Florida Project
Hin sex ára gamla Moonee elst upp
hjá uppreisnargjarnri og ástríkri
móður sinni í skugga Disneylands í
Flórída. Leikstjóri er Sean Baker
og með aðalhlutverk fara Brook-
lynn Prince, Bria Vinaite og Willem
Dafoe. Kvikmynd sem hefur verið
tilnefnd til fjölda alþjóðlegra verð-
launa og hlotið þau mörg.
Metacritc: 92/100
Phantom Thread
Nýjasta kvikmynd leikstjórans og
handritshöfundarins Paul Thomas
Anderson. Sögusvið hennar er
London í byrjun sjöunda áratug-
arins og segir af klæðskeranum
Reynold Woodcock sem hefur sér-
hæft sig í viðskiptum við breskt há-
stéttarfólk og notið velgengni.
Klæðskerinn er óhemju vana- og
reglufastur og líf hans gjörbreytist
þegar hann kynnist ungri þjónustu-
stúlku sem verður unnusta hans.
Með aðalhlutverk fara Daniel Day-
Lewis, Vicky Krieps og Lesley
Manville. Metacritic: 90/100
Game Night
Gamanmynd um þrenn hjón sem
hittast vikulega á leikjakvöldi og
spila leiki af ýmsu tagi. Á einu slíku
er nýr og spennandi leikur kynntur
til sögunnar, morðleikur og fljót-
lega fer allt úr böndunum og óljóst
hvort um leik er að ræða eða raun-
verulega atburði. Leikstjórar eru
John Francis Daley og Jonathan
Goldstein og í aðalhlutverkum eru
Jason Bateman, Rachel McAdams,
Jesse Plemons, Billy Magnussen,
Kyle Chandler og Sharon Horgan.
Metacritic: 68/100
Bíófrumsýningar
Disneyland, vanafastur
klæðskeri og morðleikur
Stórleikari Willem Dafoe þykir
sýna stjörnuleik í The Florida Pro-
ject. Hér sést hann með hinni barn-
ungu leikkonu Brooklynn Prince.
Bresk/nígeríska
tónlistarkonan
Sade mun senn
senda frá sér
nýtt lag sem
nefnist „Flower
of the Universe“.
Breska dag-
blaðið The
Guardian greinir
frá því að hún
hafi nýverið tekið upp nýtt lag sem
hún samdi fyrir kvikmyndina A
Wrinkle in Time. Átta ár eru síðan
Sade sendi frá sér plötuna Soldier
of Love, sem var sjötta hljóðvers-
plata hljómsveitar hennar.
Leikstjóri myndarinnar, Ava Du-
Vernay, greindi fyrst frá málinu á
Twitter-reikningi sínum. „Ég átti
aldrei von á því að hún myndi
segja já. Hún var vinsamleg og ör-
lát. Saman hófum við ferðalag sem
ég mun aldrei gleyma,“ skrifar
DuVernay. Kvikmyndin, sem verð-
ur frumsýnd 9. mars, skartar
stjörnum á borð við Oprah Win-
frey, Reese Witherspoon, Mindy
Kaling og Gugu Mbatha-Raw. Tvö
ár eru síðan tilkynnt var að Du-
Vernay myndi leikstýra myndinni
og varð hún þar með fyrsta þel-
dökka konan sem leikstýrir leik-
inni mynd sem kostar meira en 100
milljónir bandaríkjadala eða 10
milljarða íslenskra króna að fram-
leiða. Um er að ræða ævintýra-
mynd þar sem aðalpersónur flakka
fram og til baka í tíma til að
bjarga málum.
Nýtt lag frá Sade eftir átta ár
Sade
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip,
réttu nafni Þórður Ingi Jónsson, var
fenginn til að semja tónlist fyrir aug-
lýsingu á nýrri vörulínu stórfyrirtæk-
isins Adidas, Adidas Originals X
NBHD, sem nú má sjá á netinu, með-
al annars á vefnum Vimeo á slóðinni
vimeo.com/256106956?ref=fb-share.
Þórður Ingi hefur áður samið tónlist
fyrir erlent stórfyrirtæki því árið
2016 samdi hann lag fyrir auglýsingu
gosdrykkjaframleiðandans Pepsi. Þá
hefur hann einnig samið tónlist við
sjónvarpsþættina Paradísarheimt og
lög af fyrstu plötu hans voru einnig
notuð í þáttaröðinni Fangar.
„Þetta var fyrir nýju Adidas Orig-
inals herferðina sem er í samstarfi við
Neighbourhood, japanskt merki,“
segir Þórður. Hann viti í raun ekki
mikið um herferðina sem slíka en
auglýsingin sé í það minnsta komin á
netið.
Leikstjórinn hafði samband
En hvernig kom þetta til, að hann
var fenginn til að semja fyrir Adidas?
„Þannig er mál með vexti að félagi
minn, Taz Tron Delix, sem er breskur
leikstjóri og býr í London og hefur
aðallega gert tónlistarmyndbönd þar,
m.a. fyrir Novelist og félaga minn
Onoe Caponoe sem er rappari, var
fenginn til að leikstýra þessari aug-
lýsingu og hann bað mig um að gera
tónlistina,“ svarar Þórður. Hann hafi
kynnst báðum við gerð myndbands
sem hann framleiddi við eitt af lögum
Onoe Caponoe, „Ghosts in ma
Hallway“, sem Delix og Caponoe leik-
stýrðu í sameiningu.
Meiri pressa
Þórður segir að Adidas hafi í fram-
haldi beðið hann að gera tónlist fyrir
næstu auglýsingu í herferðinni og að
pressan hafi þá verið meiri, m.a.
styttri tími til að klára verkefnið.
„Ég fékk hann Bngrboy, Martein,
með mér en hann er líka þekktur
pródúser og við gerðum eitt lag sam-
an og ég gerði svo eitt lag sjálfur. Það
var ekki alveg áttin sem þeir [hjá Adi-
das] vildu fara í þannig að þeir
panikkuðu dálítið og fóru eitthvert
annað þannig að við erum núna með
a.m.k. tvo góða takta sem við ætlum
bara að nota í eitthvað annað,“ segir
Þórður, léttur í bragði.
Hann segir Adidas hafa viljað ein-
hvers konar hip hop í tilraunakennd-
ari kantinum. „Það getur verið erfitt
að vinna með svona fyrirtækjum,
þetta var langt ferli og þeir gerðu
miklar breytingar. Persónulega var
ég miklu sáttari við það sem ég gerði
fyrst og leikstjórinn líka en þegar
þetta er komið á svona „corporate“
skala hafa svo margir skoðanir og
ferlið er langt þar sem maður er mik-
ið að breyta til. En það var auðvitað
mikill heiður að fá að vinna með
Adidas.“
Ný plata væntanleg
Þórður hefur gefið út eitt „mix-
tape“ og safnkassettu undir nafninu
Lord Pusswhip og ný plata er vænt-
anleg og sú fyrsta sem kemur út á
vínyl. Hún nefnist The Hand of Glory
og kemur út 14. mars, tveimur dögum
áður en Sónar tónlistarhátíðin hefst
þar sem Lord Pusswhip verður meðal
flytjenda. Útgáfufyrirtækið bbbbbb
records gefur plötuna út og útgáfu-
tónleikar verða haldnir í Lucky Rec-
ords á útgáfudegi. „Þá verð ég ný-
kominn úr Bandaríkjaferð en ég er að
spila í New York, LA og Seattle í
byrjun mars,“ segir Þórður.
Hann er að lokum spurður að því
hvaðan þetta listamannsnafn komi.
„Vinur minn byrjaði að kalla mig
Pusswhip fyrir mörgum árum og það
festist við mig. Fyrst var ég DJ
Pusswhip og svo Lord Pusswhip,“
segir hann kíminn.
Samdi fyrir Adidas
Lord Pusswhip er höfundur tónlistar í auglýsingu Adidas fyrir
nýja Originalslínu Hefur samið fyrir Pepsi Ný plata væntanleg
Skjáskot
Ný lína Úr auglýsingu Adidas sem Lord Pusswhip samdi tónlistina við.
Lord Pusswhip Þórður Ingi.
Tónlist Lord Pusswhip má finna á
lordpusswhip.bandcamp.com og
soundcloud.com/mantisfromda-
mudgang.
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Sýnd kl. 5, 7.50, 10.35
ÓDÝRT Í BÍÓ
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA.
ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU.
Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10
Sýnd kl. 8Sýnd kl. 10.15 Sýnd kl. 3.50Sýnd kl. 5
SÉRBLAÐ
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 16. mars
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 12. mars.