Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  46. tölublað  106. árgangur  FJÖLBREYTT UMFJÖLLUN UM FALLEG ELDHÚS VERKFRÆÐING- URINN SEM VARÐ JÓGAKENNARI ÍSLENSKU MYND- LISTARVERÐ- LAUNIN AFHENT SÆUNN RUT, 12 SIGURÐUR GUÐJÓNSSON 30SÉRBLAÐ 32 SÍÐUR „Borgarstjórn og borgarkerfið er fjarlægt okkur í efri byggðum og mig langar til að snúa því við,“ segir Valgerður Sigurðardóttir sem skip- ar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokks- ins í borginni. Nafn hennar er eitt margra nýrra á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, en listinn var formlega samþykktur í gær. Eyþór Arnalds leiðir listann og segir marga hafa viljað vera á listan- um. „Ég fagna því að fá þetta góða fólk með í baráttuna og vil þakka þeim sem eru að kveðja fyrir vel unnin störf,“ segir Eyþór, en Marta Guðjónsdóttir er eini núverandi borgarfulltrúinn sem fékk sæti á uppstilltum lista kjörnefndar. Eyþór segir listann tilbúinn að takast á við margvíslegan vanda Reykjavíkurborgar. „Við erum með þverskurð af borg- arbúum, bæði hvað varðar búsetu og reynslu, óvenjubreiðan lista og ég held að hann geti átt samhljóm með íbúunum.“ Endurnýjun hjá D-lista  Tilbúinn að takast á við vanda borgarinnar, segir leiðtoginn MMikil nýliðun hjá D-lista »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framboð Vel fór á með fundar- mönnum í Valhöll síðdegis í gær. Keflavík Reykjanesbraut Keflavíkur- flugvöllur Njarðvík Bílaþorpið Loftmyndir ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á næstunni hefst uppbygging þjón- ustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri N1, segir hugmyndina þá að bílaleigur sameinist um að ferja við- skiptavini milli flugvallarins og þeirrar þjónustu sem fyrirtækin veita. Eggert Þór segir aðspurður farið að þrengja að bílaleigum við Kefla- víkurflugvöll og í Reykjavík. Þokað burt úr Reykjavík „Það er verið að ýta bílaleigum út úr bílaborginni Reykjavík. Það er ekki ólíklegt að höfuðstöðvar bíla- leiga muni færast nær flugvell- inum,“ segir Eggert Þór um stöð- una. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, segir orðið þröng á þingi við flugstöðina. „Þar hefur ekki orðið nein þróun. Við sjáum ekki fram á að Isavia geri neitt í þeim málum,“ segir Egill. »10 Bílaþorp rís við flugvöllinn  Þjónustukjarni fyr- ir þúsundir bílaleigu- bíla í Reykjanesbæ Útiæfingar knattspyrnufólks eru vorboði, enda þótt hríðarbylur geisi. Fótboltamenn Gróttu áttu góða spretti á íþróttavellinum á Seltjarnarnesi í gærkvöldi og sýndu ágæt tilþrif. Gætu þeir því átt sterka innkomu á knattspyrnusumrinu 2018. Í gær var éljagangur á höfuðborgarsvæðinu og í dag má búast við rigningu en strax á morgun snýst veðráttan til betri vegar svo boltastrákar eins og aðrir munu brosa hringinn. Vorboðar á vellinum þótt hríðarbylur geisi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fótboltamenn á Seltjarnarnesi komnir á fullt í æfingum fyrir sumarið ans en meðal annarra leikara má nefna Sigurð Sigurjónsson og Svein Ólaf Gunnarsson sem einnig léku í Hrútum. Tökuliðið hefur m.a. komið sér fyrir í félagsheimilinu Árbliki í Mið- dölum. Aðaltökustaðurinn verður bærinn Erpsstaðir en eftir páska fara fram tökur á Hvammstanga og í nágrenni. Um 30 manns verða á tökustöðum, auk leikara, en leitað hefur verið til heimamanna um að- stoð við fjöldasenur og fleira. Framleiðslukostnaður Héraðsins er áætlaður um 280 milljónir kr. »4 Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Há- konarsonar sem jafnframt skrifar handrit. Aðstandendur mynd- arinnar eru þeir sömu og gerðu Hrúta, margverðlaunaða kvikmynd er fjallaði um tvo sauðfjárbændur og bræður í afdölum. Grímar Jónsson hjá Netop Films, aðalframleiðandi Héraðsins, segir þessa mynd vera kvenhetjusögu kúabónda sem geri uppreisn í karl- lægu samfélagi. Arndís Hrönn Eg- ilsdóttir fer með hlutverk kúabónd- Kvenhetjusaga kúa- bónda á leið í tökur Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja Kirkjusandslóðina en í því felst m.a. að rífa stórbygginguna á Kirkjusandi sem um langt árabil hýsti höfuðstöðv- ar fyrirtækisins. Hún hefur staðið auð frá því í fyrra þegar bankinn flutti starfsemi sína í nýjar höfuðstöðvar í Norðurturni í Kópavogi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, segir að ákvörðun um niðurrifið eigi sér langan aðdraganda. „Húsið er illa skemmt af raka og þrjú sérfræðifyrirtæki hafa komist að þeirri niðurstöðu. Meðal niðurstaðna er að rakaskemmdir sem ekki eru sjá- anlegar leynist víða um húsið.“ Umfangsmiklar rannsóknir Eitt þeirra þriggja fyrirtækja sem lögðu mat á skemmdirnar á húsinu er verkfræðiskrifstofan Efla og mun rannsókn hennar á húsinu á Kirkju- sandi vera umfangsmesta rannsókn sem hún hefur gert. Birna segir að ákvörðunin um nið- urrif hafi í raun blasað við þegar ljóst var orðið að kostnaður við endurbæt- ur á húsinu myndi hlaupa á gríðarleg- um fjárhæðum. „Það er ljóst að viðgerðir á húsinu myndu kosta milljarða auk þess sem ekki er ljóst hvort hægt sé að hreinsa rakaskemmdirnar alveg,“ segir Birna. Hún segir að bankinn óski nú eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um nýtt skipulag fyrir lóðina. Nú þegar vinna Íslandssjóðir, sem eru í eigu Ís- landsbanka, að uppbyggingu á Strætólóðinni svokölluðu í nágrenn- inu og hefur það verið gert í samvinnu við borgina. Þar verða á næstu árum reistar 150 íbúðir. Birna segir mikil tækifæri vera í spennandi uppbygg- ingu á þessu svæði sem geymir mik- ilvæga atvinnusögu sem þurfi að varðveita. Hús Íslandsbanka rifið  Bankinn hyggst rífa stórbyggingu á Kirkjusandi  Viðgerð myndi kosta millj- arða  Bankinn óskar samstarfs við borgina um framtíðarskipulag lóðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.