Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun
leggja til að áll verði alfriðaður hér á
landi. Grundvallast tillögur stofn-
ananna einkum á skýrslum alþjóð-
legra stofnana um að Evrópustofn
áls hafi minnkað mikið og á til-
mælum um veiðibann. Fiskifræð-
ingur sem fylgst hefur með álastofn-
inum hér á landi telur ástæðulaust
að banna þær litlu veiðar sem hér
eru stundaðar.
Í frumvarpi sem sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra hefur látið
dreifa á Alþingi, öðru sinni, er gert
ráð fyrir að ráðherra verði heimilt að
setja reglur um álaveiðar, meðal
annars að banna þær alfarið eða tak-
marka, ef það er talið nauðsynlegt að
mati Hafrannsóknastofnunar.
Bann við verslun með ál
Tilefni frumvarpsins eru tillögur
Fiskistofu og Veiðimálastofnunar
síðustu árin um að álaveiðar verði
bannaðar. Í greinargerð með frum-
varpinu kemur fram að tillögur um
bann eru að meginstefnu byggðar á
því að álastofninn hafi minnkað svo
mikið að állinn hafi frá árinu 2009
verið á lista CITES samningsins um
bann við alþjóðaverslun með teg-
undir villtra dýra og plantna sem eru
í útrýmingarhættu. Einnig hafi Al-
þjóðahafrannsóknaráðið og fleiri al-
þjóðastofnanir um fiskveiðimál al-
farið lagst gegn veiðum.
Ráðuneytinu barst formleg ráð-
gjöf frá Veiðimálastofnun í febrúar
2016 þar sem lagt er til að bann verði
sett á allar álaveiðar hér á landi.
Jafnframt að skylt verði að sleppa ál
sem veiðist við laxveiði.
Áll hér á landi er brot af álastofni
Evrópu, segir í ráðgjöf Veiðimála-
stofnunar. Stofnunum hefur hnignað
mikið beggja vegna Atlantsála og
afli orðinn um 10% af því sem áður
var. Talið er að margir samverkandi
þættir, af mannavöldum, hafi valdið
hingnum stofnsins, ma. loftslags-
breytingar, bygging stíflna og meng-
un, auk veiða.
Ekki þörf á banni
Fullyrt er í ráðgjöf Veiðimála-
stofnunar að ekki séu neinar rann-
sóknir eða vöktun hér á landi. Bjarni
Jónsson fiskifræðingur, sem áður
starfaði fyrir Veiðimálastofnun og nú
er framkvæmdastjóri Náttúrustofu
Norðurlands vestra, hefur hins vegar
vaktað álastofninn frá árinu 1999 og
sérstaklega fylgst með göngum gler-
áls á vorin. Hann segir að göngur
gleráls hafi minnkað mikið árið 2005
og haldist þannig í tíu ár en byrjað að
vaxa aftur á árinu 2015. Lægðin hafi
ekki verið eins mikil og í Evrópu en
göngurnar hafi þó enn ekki náð fyrri
styrk. Þær athuganir sem hann hefur
gert í ám og vötnum bendi ekki til
hnignunar í veiðistofni.
„Við höfum þá sérstöðu að ekki er
búið að eyðileggja eða loka af eins
miklum hluta búsvæða álsins og ann-
arsstaðar í Evrópu. Hér er einnig
minna um sjúkdóma og sníkjudýr
sem valda afföllum og tiltölulega lítið
er veitt. Við erum því ekki í sömu
stöðu og mörg önnur Evrópulönd og í
þeim gögnum sem fylgja frumvarpinu
gætir nokkurs misskilnings á stöð-
unni og kröfum um aðgerðir,“ segir
Bjarni. Vísar hann þar til krafna um
að stjórnvöld þurfi að tryggja að 40%
af þeim ál sem gangi upp að ströndum
viðkomandi lands nái að vaxa upp.
Það mark náist örugglega á Íslandi.
Það þýði að ekki þurfi að grípa til
banns við álaveiðum eins og víða ann-
ars staðar en gæta þurfi varkárni og
fylgjast með stofninum. Niðurstaða
hans er sú að ekki sé þörf og raunar
ástæðulaust að banna álaveiðar hér.
Bændasamtök Íslands bentu í at-
hugasemdum sínum við frumvarps-
drögin á að ástand stofnsins væri ekki
vegna óábyrgra veiða hérlendis þótt
þær séu stundaðar í takmörkuðum
mæli. Telja þau að þær fyrirætlanir
sem fram koma í ráðgjöf Veiði-
málastofnunar séu umfram með-
alhóf til að ná til tilætluðum árangri.
Lítið veitt
Í ráðgjöf Veiðimálastofnunar sem
sameinast hefur Hafrannsókna-
stofnun kemur fram að hér á landi
hafi álaveiðar lítið verið stundaðar.
Af og til í gegnum tíðina hafi vaknað
áhugi á þeim og menn tekið til við
veiðar. Oftast hafi afli dvínað hratt á
veiðislóð þar sem aðeins takmarkað
uppsafnað magn hafi verið.
Aflinn er ekki skráður. Bjarni
áætlar að aflinn sé nokkur hundruð
kíló á ári, að hámarki 2 tonn. Það
þýðir að nokkur hundruð álar eða að
hámarki fáein þúsund eru veiddir ár-
lega. Hann segir að veiðarnar hafi
hverfandi áhrif á stofninn.
Er þörf á alfriðun álsins?
Frumvarp um heimild til friðunar áls Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun leggja til veiðibann
Fiskifræðingur sem vaktað hefur göngur áls hér á landi segir tillögurnar byggðar á misskilningi
Lífsferill álsins frá hrogni til dauða
Gleráll
6-8 cm á lengd
Hrogn
Lirfur
Berast með
Golfstraumnum
að ströndum
Íslands
Álaseiði
Guláll
Hrygning
400-700 m dýpi í
Þanghafinu
Bjartáll
35-100 cm
á lengd
8-14 ára gamall
6.500 km
FERSK-
VATN
ÚTHAF
ÞANGHAFIÐ
Áll er ein af fimm ferskvatns-
tegundum sem lifa á Íslandi.
Tveir stofnar ála eru í Atlants-
hafi, evrópski állinn og sá am-
eríski en lítill munur er á útliti
þeirra. Íslenski állinn hefur
verið talinn af evrópska stofn-
inum en í grein Magnúsar Jó-
hannssonar, fiskifræðings hjá
Hafrannsóknastofnun, sem
birtist á vef Veiðimálastofn-
unar kemur fram að nú sé talið
að hér finnist einnig amerískur
áll og blendingar.
Báðar álategundirnar
hrygna í Þanghafinu (Sar-
gassóhafi), vestan við Asor-
eyjar og nálægt Bermúda-
eyjum. Hrognin og álalirfurnar
sem úr þeim klekjast berast
með Golfstraumnum að
ströndum Evrópu og Ameríku.
Þegar lirfurnar nálgast strönd-
ina taka þær breytingum og
eru eftir það nefndar glerálar
eftir útliti þeirra. Þær ganga í
ferskvatn og breyta um lit og
nefnast þá gulálar eða ála-
seiði. Áll sést einnig í sjávar-
lónum og í sjó.
Þegar állinn hefur náð
ákveðinni stærð, eftir 6-20 ár í
ferskvatni, tekur hann að
ganga aftur í Þanghafið til að
hrygna. Áður og á leiðinni
verða miklar lífeðlisfræðilegar
breytingar á honum, kynfæri
þroskast en önnur innyfli
minnka, auk annarra breyt-
inga. Hann er þá nefndur bjart-
áll. Lítið er vitað um gönguna
þessa 5000-6500 kílómetra
leið í Þanghafið en allur áll er
talinn drepast eftir hrygningu.
Hrygnir í
Þanghafinu
LÖNG LEIÐ
Gengið hefur verið frá skipan í nýja
mannanafnanefnd en skipan fyrri
nefndar rann út 26. janúar. Sigurð-
ur Konráðsson, prófessor í íslensku
máli við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands, Aðalsteinn Hákonarson,
doktorsnemi í íslenskri málfræði við
Háskóla Íslands, og Auður Björg
Jónsdóttir lögmaður eru skipuð í
nefndina frá 6. febrúar 2018 til 5.
febrúar 2022.
Skipað er í mannanafnanefnd til
fjögurra ára í senn af dómsmála-
ráðherra að fengnum tillögum
heimspekideildar Háskóla Íslands,
lagadeildar Háskóla Íslands og ís-
lenskrar málnefndar.
Frumvarpi til laga um manna-
nöfn er nú statt í allsherjar- og
menntamálanefnd eftir að hafa far-
ið í gegnum fyrstu umræðu á Al-
þingi í byrjun febrúar. Umsagna-
beiðnir hafa verið sendar út og er
frestur til að skila inn umsögnum við
frumvarpið til 6. mars. Ef frum-
varpið verður að lögum yrði manna-
nafnanefnd lögð niður og foreldrum
yrði frjálst að gefa börnum sínum
nöfn að vild. Einnig mætti fólk
breyta nafni sínu eins oft og það vill,
í stað eins skiptis eins og nú er raun.
Flutningsmenn frumvarpsins eru
allur þingflokkur Viðreisnar auk
Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata
og Guðjóns Brjánssonar úr Samfylk-
ingunni. Flutningsmenn segja mark-
mið frumvarpsins að tryggja rétt
einstaklinga til að bera það nafn eða
þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja
að lög um mannanöfn takmarki ekki
persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til
að skilgreina sig. ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ungbörn Foreldrar mega ekki gefa börnum sínum hvaða nöfn sem er.
Skipað í manna-
nafnanefnd að nýju
Frumvarp um mannanöfn í nefnd