Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 12

Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Smástundamarkaður verður haldin í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi í Garðabæ, kl. 12 - 17 á morgun, laug- ardaginn 24. febrúar. Í safninu er mikið prjónastuð þessa dagana, en þar standa yfir tvær sýningar tengd- ar prjóni. Önnur er Íslenska lopa- peysan, Uppruni, Saga og Hönnun. Hin sýningin er Ðyslextwhere, prjónaverkefni á villigötum, en þar eru stafsetningarvillur í aðal- hlutverki. Á smástundamarkaðnum mun Ein- rúm kynna íslenskt band unnið úr ull og taílensku silki. Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt á heiðurinn af bandinu sem er mun mýkra og léttara en ullin ein og sér. Kristín kynnir bandið og nýja uppskriftabók sem hönnuð er í samstarfi við graf- íska hönnuðinn Snæfríð Þorsteins. Þetta er næst síðasta sýning- arhelgi á sýningunni Íslenska lopa- peysan, uppruni, saga og hönnun. Smástundamarkaður Ljósmyndari/Vigfús Birgisson Prjónastuð Prjónuð húfa með stöfum. Tvær sem tengjast prjóni Bandaríski sál- fræðingurinn dr. Eve Markowitz heldur fyrirlestur um sálfræði þakk- lætis og gildi þess kl. 14 á morgun, laugardaginn 24. febrúar, í Borg- arbókasafninu í Kringlunni. Í fyr- irlestrinum fjallar hún um hvernig breyting á hugarfari og ástundun getur aukið hamingju um allt að fjórðung. Rannsóknir sýna að það að sýna þakklæti getur hjálp- að fólki bæði andlega og líkamlega, aukið orku, ýtt undir bjartsýni, bætt félagsleg tengsl og jafnvel dregið úr verkjum. Í fyrirlestrinum kynnir Markowitz aðferðir sem allir geta notað og hvet- ur áhorfendur til að taka þátt með spurningum og reynslusögum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Borgarbókasafnið Kringlunni Sálfræði þakklætis og gildi þess Dr. Eve Markowitz Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Ég er með BSc-próf íhönnunarverkfræði fráHáskólanum í Skövde íSvíþjóð en eftir útskrift flutti ég til Englands. Mig langaði að einbeita mér frekar að hönn- unarhliðinni heldur en verkfræð- inni. En því miður getur það verið frekar erfitt fyrir nýútskrifuð ung- menni að finna starf í Bretlandi svo ég var ekki alveg í stöðu til að velja og hafna. En eftir smátíma fann ég starfsnám í gegnum styrkjaáætlun Evrópusambandsins Erasmus sem varð til þess að ég fluttist til Prag í nokkra mánuði. Starfsnámið sjálft var í hönnun, aðallega lýsingar- hönnun, en hluti af pakkanum var að við þurftum öll að taka kúrs í vefhönnun og vefsíðugerð. Mér lík- aði vefhönnunin það vel að ég end- aði á að finna vinnu við það þegar ég kom aftur til London í lok starfsnámsins.“ Sæunn segist lengi hafa stund- að jóga en þó dálítið óreglulega. Það breyttist í Prag. „Ég fór við og við í jógatíma í ræktinni, en það var ekki fyrr en í Prag, þegar ég hafði ekki efni á korti í ræktina, sem ég fór að stunda það reglulega heima. Áhuginn varð meiri og meiri og jóga var farið að vera hluti af mínu daglega lífi.“ Sæunn ákvað því að venda kvæði sínu í kross og safna fyrir jógakennaranámi, sem tók hana um það bil ár. Skref út í óvissuna „Eftir námið gerðist þetta svo- lítið í skrefum, fyrst fann ég að ég var ekki nógu sátt í örtröðinni í London þannig að ég og kærastinn minn fluttum í sveitina fyrir utan Oxford. Þar fékk ég aðra vinnu sem verkefnastjóri, sem var voða spennandi til að byrja með. Það var samt alltaf eitthvað sem nagaði mig þannig að ég var ekki alveg nógu ánægð. Ég var búin að vera að reyna að einbeita mér að jóga- kennslu svona til hliðar en ég fann að pressan í vinnunni gerði það að verkum að ég hafði enga orku til þess. Eftir miklar rökræður við mömmu, pabba, kærastann og kannski mest sjálfa mig, þá ákvað ég að taka skrefið út í óvissuna, hætta í öruggu vinnunni minni og láta reyna á að einbeita mér að jógakennslunni. Nú er ég með hóp- tíma rétt fyrir utan Oxford en ein- beiti mér aðallega að því að kenna í einkatímum.“ Framfarir nemendanna mesta gleðin Sæunn sér ekki eftir því að hafa látið verða af því að elta drauminn og segir jógakennsluna hafa gengið mjög vel. „Auðvitað hefur það verið erfitt að byrja al- veg frá grunni en ég finn þvílíka gleði þegar ég er að kenna, þegar ég sé framfarir hjá nemendum og þegar ég sé eitthvað smella saman hjá þeim sem þeir eru búnir að vinna í lengi. Að geta aðstoðað fólk svona er alveg frábær tilfinning.“ Starf Sæunnar er þó meira en bara kennslan ein og sér. „Svona yfirleitt þá stunda ég smá jóga sjálf, svo skipulegg ég tímana sem ég er að fara að kenna, það er að segja pæli í flæðinu, hvort ég ætli að nota eitthvert þema, hvaða stell- ingar ég ætla að hafa og hvaða tón- list ég ætla að nota. Svo fer einhver tími alltaf í að stússast aðeins í Hönnunarverkfræðingurinn sem gerðist jógakennari Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Jóga alls staðar Sæunn Rut í jógastellingum í fögru umhverfi; í grænum garði, uppi á fjalli og á ströndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.