Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem blaðamaður ræddi við í gær, um hver staða þingmannanna tveggja í VG, þeirra Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, sé eftir að þau greiddu atkvæði með van- trauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra virðast sammála um að það sé í verkahring VG, þing- flokksins og forystu flokksins, að taka ákvörðun um pólitíska framtíð þingmannanna. Fram kom hér í Morgunblaðinu í gær að Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, og Sig- urður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, líta báðir þannig á, að þingmenn í stuðnings- liði ríkisstjórnarinnar séu 33, en ekki 35, þannig að hvorugur for- mannanna telur þau Andrés Inga og Rósu Björk með í stjórnarliðinu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem rætt var við í gær, sögðu að málið væri af- skaplega viðkvæmt og þeir kusu því að koma ekki fram undir nafni. Þau sögðu þó að atkvæðagreiðsla þing- mannanna tveggja hefði svo sem ekki komið á óvart, því Andrés Ingi og Rósa Björk hefðu sl. haust lýst því yfir að landsréttarmálið væri m.a. skýringin á því að þau væru andvíg því að vinna með Sjálfstæðis- flokknum í ríkis- stjórn. „Hvað gerist í framhaldinu er of snemmt að segja. Nú er uppi sú staða að hvort um sig, þessara tveggja þing- manna, á sæti í tveimur fasta- nefndum þingsins. Það er því þeirra atkvæði sem ræður úrslitum um meirihluta eða minnihluta í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Það er staða sem þingflokkur VG þarf að finna út úr og komast til botns í því hvort atkvæðagreiðsla þing- mannanna um vantraust á dóms- málaráðherra, þýðir að þau séu tilbúin að snúast gegn málum rík- isstjórnarinnar hvenær sem er, eða hvort um eitt einangrað tilvik er að ræða,“ segir þingmaður Framsókn- arflokksins. Aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem rætt var við í gær taka undir ofangreint við- horf, og telja að þingflokkur VG og flokksforystan þurfi að skera úr um það hvort meirihluti ríkisstjórnar- innar sé enn fyrir hendi í þing- nefndunum fjórum. Boltinn sé hjá þingflokki VG og Katrínu Jakobsdóttur og því kjósa þingmennirnir sem rætt var við að tjá sig ekki frekar um málið að sinni Sammála um að boltinn sé hjá þingflokki VG  Þingmenn spyrja hvort meirihluti í fjórum fastanefndum sé enn fyrir hendi Rósa Björk Brynjólfsdóttir Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði kvennasamstöðu gríð- arlega mikilvæga og að konur þyrftu ekki að hegða sér eins og karlar til að ná árangri eða völdum í ávarpi á há- degisverðarfundi Félags kvenna í at- vinnulífinu í Iðnó í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Katrín sagði fátt betra en að vera í herbergi fullu af konum og finna kvenorkuna streyma inn í sig. „Maður gengur út og líður alveg brjálæðislega vel. Það er orkan sem við eigum að rækta og njóta þess að þrátt fyrir að við ætlum að gera okk- ar í íslensku samfélagi og þrátt fyrir að við ætlum að ná árangri og þrátt fyrir að við ætlum að taka völdin, þegar við viljum taka völdin, þá þurf- um við samt ekki að hætta að vera konur. Það þarf ekkert að breyta sér í karl. Það þarf ekkert að hegða sér eins og karl. Þeir eru öðruvísi og við erum öðruvísi og við eigum að byggja á því sem við eigum sem konur,“ sagði Katrín. Katrín sagðist oft vera spurð af er- lendum fjölmiðlum, í ljósi þess að hún væri orðin forsætisráðherra, hvort Ísland væri í raun og veru orðið full- komið þegar kæmi að jafnrétti karla og kvenna. „Spurðu mig að þessu þegar 30 konur eru búnar að vera forsætisráð- herrar í röð,“ sagðist Katrín segja við erlendu blaðamennina. Hún lagði áherslu á að jafnréttisbaráttan væri viðvarandi verkefni og að #metoo- byltingin hefði sýnt það. Sömuleiðis upplifi hún það oft sjálf sem kona í valdastöðu í stjórnmálum. Sex fengu Jafnlaunamerkið Jafnlaunamerkið, viðurkenning til vinnustaða fyrir innleiðingu jafn- launastaðals, var afhent á Jafnrétt- isþingi í gær og voru það Össur, VÍS, Hafnarfjarðarbær, Tollstjóri, Land- mælingar Íslands og velferðarráðu- neytið sem hlutu það að þessu sinni. Þessir vinnustaðir tóku þátt í til- raunaverkefni um innleiðingu jafn- launastaðals og hafa á síðustu árum fengið vottun um að körlum og kon- um séu greidd sambærileg laun fyrir sambærileg störf. Morgunblaðið/Hanna Jafnrétti „Það þarf ekkert að breyta sér í karl. Það þarf ekkert að hegða sér eins og karl. Þeir eru öðruvísi og við erum öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi Félags kvenna í atvinnulífinu í hádeginu í gær. Konur þurfa ekki að hegða sér eins og karlar  Katrín flutti ávarp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Katrín Olga Jóhannesdóttir, formað- ur Viðskiptaráðs, náði ekki kjöri í stjórn Icelandair Group sem fór fram á aðalfundi félagsins á Hilton hóteli í gær. Katrín hefur setið í stjórn fé- lagsins frá árinu 2009. Þá hættir Georg Lúðvíksson í stjórninni. Tveir nýir stjórnarmenn koma inn í stað Katrínar og Georgs; Heiðrún Jónsdóttir, lög- maður og stjórn- armaður í Ís- landsbanka, og Guðmundur Haf- steinsson sem leiðir vöruþróun hjá Google. Katrín seldi haustið 2016 400 þúsund hluti í Ice- landair Group á genginu 24, eða fyrir 9,6 milljónir króna. Stór hópur hluthafa og stjórnendur félagsins voru ósáttir við ákvörðun Katrínar að selja bréf sín og gengi hlutabréfa í fé- laginu hefði fallið eftir að hún seldi, að því er fram kom í fjölmiðlum á þeim tíma. „Heildarvirði bréfa í Icelandair Group var um 114 milljarðar króna á þeim tíma sem ég seldi mín bréf, fyrir 9,6 milljónir króna. Ég seldi á föstu- degi en heildarvirði bréfanna féll um 5% þann dag. Á þriðjudaginn eftir helgina hafði heildarvirði þeirra hækkað aftur, upp fyrir það verð sem þau voru á þegar ég seldi,“ sagði Katrín Olga. „Hluthafarnir velja og þetta er nið- urstaðan að þessu sinni. Ég hef setið í stjórninni í níu ár með mjög hæfu fólki og ég óska þeim öllum og starfs- fólki Icelandair Group alls hins besta, mér þykir vænt um félagið. Ég kom inn í félagið þegar það var í fjárhagslegri endurskipulagningu árið 2009 og hef fylgt því síðan. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í vexti félagsins og hvatt til stefnumarkandi hugsunar innan þess, ásamt breyt- ingum sem við gerðum um daginn varðandi nýtt fólk, fjölbreytileika og ásýnd félagsins.“ Katrín Olga segir að spennandi hlutir séu framundan hjá félaginu og að hún voni að hluthafar horfi til lengri tíma og styðji við bakið á því. Aðrir stjórnarmenn í stjórn Ice- landair Group eru Úlfar Steindórs- son, Ásthildur Margrét Otharsdóttir og Ómar Benediktsson. Stjórnin hef- ur þegar skipt með sér verkum og verður Úlfar áfram formaður og Óm- ar varaformaður. „Hluthafarnir velja og þetta er niðurstaðan“  Katrín Olga náði ekki kjöri í stjórn Icelandair Group Morgunblaðið/Júlíus Icelandair Tveir nýir stjórnarmenn komu inn í stjórn Icelandair Group. Katrín Olga Jóhannesdóttir Tyrkinn Mustafa Yilmaz er einn í efsta sæti á Reykjavíkurskák- mótinu eftir fjórðu umferð þess í gær. Hefur hann unnið allar sínar skákir og lagði í gær indverska stórmeistarann Suri Vaibhav. Els- han Moradiabadi var sá eini sem gat náð Yilmaz með sigri í gær en hann gerði jafntefli með svörtu við stigahæsta skákmann mótsins, Richard Rapport. Augu flestra í gær voru á þriðja borði þar sem Jóhann Hjartarson tefldi frábæra skák gegn næst- stigahæsta manni mótsins, Pavel Eljanov (2713) frá Úkraínu. Elj- anov hefur lengi verið með sterk- ustu skákmönnum heims og farið mest yfir 2750 skákstig. Jóhann lagði hann að velli með svörtu mönnunum sem oft þykir frétt- næmt hjá bestu skákmönnum heims. Jóhann er því í stórum hópi skákmanna með 3,5 vinninga af 4 og bíða margir spenntir eftir að sjá hvern hann mun kljást við í næstu umferð. Frídagur er á mótinu í dag vegna Evrópumeist- aramótsins í slembiskák (Fischer Random). Fimmta umferð Reykja- víkurskákmótsins verður tefld á laugardag klukkan 13. Glæsilegur sigur Jóhanns Hjartarsonar á einum af sterkustu skákmönnum heims Jóhann Hjartarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.