Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 ✝ Jón Þór Karls-son fæddist í Borgarnesi 22. apríl 1933. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 28. febr- úar 2018. Foreldrar hans voru Karl Eyjólfur Jónsson, starfsmað- ur Vegagerðar rík- isins í Borgarnesi, f. 1910, d. 1986, og Ás- laug Bachmann húsmóðir, f. 1910, d. 2009. Systkini Jóns eru Guðrún, f. 1935, Guðjón, f. 1938, Ásgeir, f. 1941, Hjördís, f. 1944, og Sturla, f. 1949. Hinn 22. júlí 1965 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Ólafsdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 1940. Foreldrar hennar voru Ólafur Pálsson sundkennari, f. 1898, d. 1981, og Jústa Sigurðardóttir húsmóðir, f. 1901, d. 1995. flóahafna, f. 1959. Lilja, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir, f. 1961, dóttir hennar Bjarney Helga, f. 2000, barnsfaðir Guð- jón Viðar Guðjónsson, f. 1959. Jón ólst upp í Borgarnesi þar sem hann hóf sjómennsku ung- ur að árum. Hann fluttist þaðan til Reykjavíkur þar sem hann bjó lengst af ævinni. Jón lauk unglingaprófi 1949 og farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1958. Jón hóf sjómennsku sína á mb. Eldborg frá Borgarnesi 1951. Hann var stýrimaður á varðskipum Landhelgisgæsl- unnar frá 1960-1965, á ms. Kötlu og ms. Öskju 1965-1966. Þá hóf hann störf hjá Eimskipa- félagi Íslands þar sem hann var stýrimaður og skipstjóri á ýms- um skipum þar til hann lét af störfum árið 2000. Árið 2001 fór hann til Kína að sækja fjölveiði- skipið Guðrúnu Gísladóttur sem hann sigldi heim til Íslands. Útför Jóns fer fram frá Langholtskirkju í dag, 9. mars 2018, klukkan 13. Börn Jóns og Helgu eru: Þórdís María hjúkrunar- fræðingur, f. 1965. Ólafur Páll tann- læknir, f. 1968, kona hans er Birna Sigurðardóttir fé- lagsráðgjafi, f. 1964, börn þeirra eru: a) Helga Ásta, f. 1991, maður hennar Haraldur Gunnar, f. 1981, dóttir þeirra Hekla María, f. 2016, b) Hafþór Atli, f. 1996, c) Elvar Þór, f. 2001. Ágúst Sturla rafmagnstæknifræðingur, f. 1976, kona hans er Oddný Hró- bjartsdóttir iðjuþjálfi, f. 1982, börn þeirra eru a) Þórdís Nanna, f. 2008, b) Sigríður Ása, f. 2010, c) Freyja Rún, f. 2014, d) Iðunn Helga, f. 2014. Börn Jóns og Bjarneyjar Gunnarsdóttur, f. 1935, eru: Karl Þorvaldur, starfsmaður Faxa- Alveg frá því að við munum eft- ir okkur höfðum við alltaf mjög gaman af afa. Þó að hann væri ein- staklega rólegur og þögull maður lumaði hann oft á skemmtilegum sögum og aldrei var langt í húm- orinn. Afi hafði lifað tímana tvenna og átti því margar sögur að segja. Okkur þóttu sögurnar frá heimsstyrjaldarárunum og kalda stríðinu einstaklega skemmtileg- ar. Afi ólst upp í Borgarnesi og á stríðsárunum höfðu Bandaríkja- menn verið með herbúðir í Borg- arnesi. Afi var þá bara níu ára og eins og öðrum Íslendingum fannst honum bandarísku hermennirnir mjög áhugaverðir. Einn daginn var hann að leika sér með vinum sínum nálægt bragga þar sem bandarískir hermenn höfðu aðset- ur. Allt í einu byrjuðu bandarísku hermennirinir að kalla „Eskimos“ til afa og vina hans. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað það þýddi og kölluðu bara til baka „Eski- mos“. Það virðist hafa farið mjög illa í hermennina því þeir fóru og sóttu rifflana sína. Afi og vinir hans hentu sér ofan í skurð af hræðslu. Afi sagði líka að loft- varnaflauturnar í Borgarnesi hefðu verið einstaklega óþolandi. Afi átti margar fleiri sögur og sagði hann okkur krassandi sögur frá því þegar hann sigldi til Sov- étríkjanna og Austur-Þýskalands. Við spurðum hann hvernig honum fyndust þessir staðir. Afi var lítið hrifinn af þeim og sagði að í hvert skipti sem hann fór þangað hefðu alltaf einhverjir skuggalegir menn verið að elta hann og fylgjast með honum. Sögurnar hans afa voru eins og Hollywood-bíómyndir; þær voru æði. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Takk fyrir allt. Þín Þykkvabæjarbarnabörn Helga Ásta, Hafþór Atli og Elvar Þór. Þótt mér brygði frekar illilega við þegar Sturla Karlsson, frændi minn, hringdi um daginn til að segja mér að Jón Þór bróðir hans væri allur, þá hafði mig grunað um skeið að komið væri að leikslokum hjá honum. Heilsa hans hafði tekið alvarlega sveigju í þá átt. Mér hef- ur alltaf þótt dauðinn miskunnar- laus og oft brugðið við er mér hef- ur borist fregn af nýlátnu frændfólki og/eða vinum, en svo séð að oft hefur hann jafnvel verið miskunnsamur og hreinlega líkn fyrir viðkomandi. Þannig var það í tilfelli Jóns Þórs Karlssonar, fv. skipstjóra, frænda míns og mikils vinar. Ás- mundur afi minn, alltaf kenndur við Dal, og Þórdís amma Jóns, ávallt kennd við Litla-Dal, voru systkin. Jón fæddist í Borgarnesi 1933. Hann bar giftu til að njóta hins holla andrúmslofts sem skap- ast á myndar- og regluheimilum eins og hinir dugmiklu foreldrar hans, sá góði drengur Kalli í Dal og hin yndislega kona hans Áslaug G. Bachmann, bjuggu sér og börn- um sínum sex. Fyrst í Litla-Dal, en eftir 1949 á Berugötu 9 þar sem tvö af systkinunum búa enn. Heimili sem var fullt af ástúð, hamingju sem og stuðningi við framtíðarplön barnanna. Og þar sem þeim var kennt að bera virðingu hvert fyrir öðru sem og öðru samferðafólki. Þannig að úr varð samhentur systkinahópur. Jón er því alinn upp í miklum stöðugleika þegar unglingar eru næmastir fyrir áhrifum og enginn vafi er á því að hann mótaðist þar að mestu leyti. Jón var góðum gáfum gæddur og á margan hátt óvenjulegur per- sónuleiki. Hann kom gjarnan auga á hinar spaugilegu hliðar varðandi menn og málefni. Við Jón kynnt- umst strax og ég kom í Borgarnes 1945 og urðum góðir vinir þar til yfir lauk hjá honum. Á þessum ár- um söfnuðust krakkar og ungling- ar í Borgarnesi (en þá bjuggu að mig minnir um 700 manns í bæn- um) saman á vorkvöldum á Sam- lagsplaninu í ýmsum boltaleikjum þótt ekki væri um fótbolta að ræða, aðallega einhvers konar ís- lenska eftirlíkingu af hafnabolta. Nú, ef einhver ætlaði að abbast upp á nýja gæjann, sem þá átti heima í Kletti, kom frændinn úr Litla-Dal til skjalanna. Sannaðist þá oft að „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ en í þessu tilfelli ætti að standa „sér frænda eigi“ og sannaðist þetta máltæki með mínum breytingum mjög svo oft í okkar samskiptum gegnum lífið. Og svo sannarlega þegar leið- ir okkur lágu saman á Eldborg- inni. En svona orti „Refur bóndi“ í Baðstofuhjali Tímans 1954 um okkur Jón: Nonni og Óli nýtir tveir, njóta margra hylli. Seggir úti á sjónum þeir sýna tíðum snilli. Það hlýtur að hafa verið Jón sem sýndi snilldina. Jón kvæntist mikilli eðalkonu, Helgu Ólafsdótt- ur hjúkrunarfræðingi, sem bjó honum virkilega hlýlegt og fallegt heimili alla tíð. Eignuðust þau þrjú börn en áður hafði Jón eign- ast tvö börn með Bjarneyju Gunn- arsdóttur. Börn Jóns hafa erft gáfur, fjör og manndóm föður síns. Mikið manndómsfólk. Við dauðlegir menn horfum hjálpar- vana á eftir vinum okkar og sam- starfsmönnum hverfa yfir landa- mæri lífs og dauða. En meðal okkar, sem eftir stöndum, er um sinn opinn skurður, óútfyllt lína, fyrsta kastið. Minn elskulegi og góði vinur, Jón Þór: mikið sárnaði mér að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn en ýmsar miður góðar aðstæður í mínu lífi komu í veg fyrir það. Minningin um þig, hinn góða dreng, mun lifa í hjörtum okkar sem til þín þekktum. Ólafur Ragnarsson. Jón Þór Karlsson ✝ Þórunn BennýFinnbogadóttir fæddist í Bolung- arvík 27. maí 1923. Hún lést 26. febr- úar 2018. Hún var dóttir Finnboga Bernód- ussonar, f. 26. júlí 1892, d. 9. nóv- ember 1980, og Sesselju Sturlu- dóttur, f. 14. sept- ember 1893, d. 21. janúar 1963. Systkini Þórunnar Bennýjar, þau sem komust á fullorðinsár, þrjú börn sem dóu í bernsku. Þórunn Benný giftist hinn 1. nóvember 1952 Ingólfi Jóhann- essyni, f. í Reykjavík 19. maí 1928, d. 7. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Jóhannes Björnsson, f. 14. júní 1905, d. 4. janúar 1990, og Guðbjörg Lilja Árna- dóttir, f. 4. september 1909, d. 2. nóvember 1987. Benný og Ing- ólfur bjuggu alla sína hjúskap- artíð í Reykjavík og þeim varð ekki barna auðið. Útför Bennýjar fer fram frá Áskirkju í dag, 9. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. eru: Sigríður, f. 9.8. 1914, d. 4.4. 1997; Ásdís, f. 18.12. 1915, d. 5.9. 2007; Valgerður, f. 10.11. 1918, d. 11.5. 2005; Bernódus Örn, f. 21.2. 1922, d. 17.4. 1995; Þór- laug, f. 22.2. 1925, d. 8.1. 2001; Ingi- björg, f. 13.6. 1926; Guðrún Helga, f. 25.6. 1929; og Stella, f. 6.8. 1934, d. 18.12. 2014. Auk þessara barna áttu Finnbogi og Sesselja Ó, Jesú, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. Látin er í hárri elli Þórunn Benný móðursystir mín. Loka- orðin í 40. passíusálmi Hallgríms Péturssonar koma upp í hugann við þessi tímamót. Þórunn Benný var trúuð og andlega sinnuð eins og hennar systkini öll en var ekk- ert alltaf að flíka því. Hún var venjulega kölluð Benný af þeim sem þekktu hana en mamma sagði stundum Þórunn systir þegar hún nefndi hana og það var nánast daglega meðan mamma heitin lifði. Milli þeirra systra og systkina voru almennt miklir kærleikar. Þau voru níu systkini sem komust til fullorðinsára og af þeim bjuggu fimm systur í Reykjavík. Þær töluðu saman löngum stundum í síma eða í heimsóknum hver til annarrar. Benný var bráðvel gefin og hefði getað lagt fyrir sig langskóla- nám. En það þótti ekki sjálfsagt fyrir alþýðustúlkur á hennar tíð úr barnmargri fjölskyldu og það í vestfirsku sjávarplássi. Annað sem hindraði voru berklarnir sem hún smitaðist af og komu fram um tvítugsaldurinn. Hún fékk það sem kallaðist þá hnút- arós en það eru einkenni sem koma stundum fram samfara berklasmiti. Hún lá á Vífilsstöð- um í gifsi í marga mánuði. Sér til dægrastyttingar stundaði hún hannyrðir sem hún varð að vinna upp fyrir sig. Þar vann hún ýmis listaverk og lærði handbragð sem hún bjó að alla tíð. Berklarnir hurfu en höfðu afleiðingar sem hún glímdi við alla ævi. Svo kom Ingólfur til sögunnar. Hann var fimm árum yngri, sjen- tilmaður fram í fingurgóma. Með honum átti hún sextíu og fimm ár, nær allar stundir voru góðar sagði hún sjálf. Þau ferðuðust innanlands og utan, bjuggu sér fallegt og hlýlegt heimili og áttu góðan vinahóp. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Ég var hjá þeim sem ungbarn og barn í nokkur skipti og í lengri tíma vegna veikinda mömmu. Margar bestu bernskuminningarnar eru tengdar þeim hjónum og viðmóti þeirra og hlýju. Þrátt fyrir barn- leysið áttu þau fjölda systkina- barna sem tengdust þeim nánum og sterkum böndum. Síðustu æviárin áttu þau hjón á Hrafnistu í Reykjavík. Þar leið þeim vel og fengu góða og nær- gætna umönnun. Fram á síðustu stund naut Benný þess að spjalla við fólk, hún var vel inni í öllum málum og átti auðvelt með að setja sig í annarra spor. Hún var dama, hafði góða lund og var stál- minnug. Víkin var Bennýju alltaf efst í huga og varla það samtal við hana að ekki bærist talið þangað. Þær systur nefndu Bolungarvík á hverjum degi meðan þær lifðu held ég. Það bendir til þess að þrátt fyrir að hafa alist upp á kreppuárum hafi þeim liðið vel þar í uppvextinum og treyst sínu góða fólki. Blessuð sé minning þín, Benný mín. Bjarni Guðmundsson. Þórunn Benný Finnbogadóttir Ástkær systir okkar, INGIBJÖRG SVERRISDÓTTIR sjúkraliði frá Höfn í Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 5. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 13. mars klukkan 11. Ólöf Sverrisdóttir Sveinbjörn Sverrisson Svava Sverrisdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR, Didda, Lindasíðu 4, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 4. mars. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Skúli Sigurgeirsson Margrét Skúladóttir Sigurður Bjarklind Svanhildur Skúladóttir Einar Ólafsson Ragnheiður Skúladóttir Árni V. Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JÓHANNA BÆRINGS HALLDÓRSDÓTTIR Nana sjúkraliði frá Patreksfirði, Vesturbergi 70, lést 27. febrúar á líknardeild LHS í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Landspítalans, Heimahjúkrunar og Heimahlynningar fyrir sérlega góða og nærgætna umönnun. Erla Unnur Sigurðardóttir Guðmundur U. D. Hjálmarsson Anna Jóhanna Sigurðard. Nana Daðey Haraldsdóttir Uni Dalmann Guðmundsson Sólrún Silfá Guðmundsdóttir Daði Bæring Halldórsson Brynja Bærings Halldórsdóttir Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR KARLSDÓTTIR frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 10. mars klukkan 14. Karl V. Steingrímsson Sigmundur Steingrímsson Auður Jónsdóttir Kristín Steingrímsdóttir Þórður Helgason Hilmar Steingrímsson Steingerður Steingrímsd. Ólafur R. Gunnarsson Kolbrún Steingrímsdóttir Grétar Ólafsson Unnur Steingrímsdóttir Hilmar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI GUÐBRANDUR VILHJÁLMSSON, andaðist á Grund aðfaranótt sunnudagsins 4. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Friðrik Ágúst Helgason Margrét Guðmundsdóttir og aðrir vandamenn Taumar tárvotra rósa á rúðunni Tvílitt ljós leiftrar í fjarska Ég teygi út hendurnar og gríp í tómt (Ingunn Snædal) Elsku hjartans vinur minn er farinn. Ég trúi þessu ekki, býst ennþá við að heyra frá Bato þeg- ✝ Miroslav Ma-nojlovic, Bato, fæddist í Bosníu 1. nóvember 1966. Hann varð bráð- kvaddur 24. janúar 2018. Útför hans fór fram 12. febrúar 2018. ar hann er kominn tilbaka úr ferðinni. Við mælum okkur mót, ég rukka hann um ferðasöguna eins og venjulega og við hlæjum og spjöllum fram á nótt, tökum jafnvel snúning á dansgólf- inu. Við hittumst í enskudeildinni í há- skólanum og tónninn var sleginn. Með árunum dýpkaði og þéttist vináttan. Ein sú fallegasta og dýrmæt- asta vinátta sem hægt er að eiga. Söknuðurinn er skerandi sár. Sögurnar, samræðurnar, hlátur- inn og dansinn. Þangað til næst, elsku vinur. Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir. Miroslav Manojlovic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.