Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 ✝ SigurveigGeorgsdóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1930. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 4. mars 2018. Foreldrar Sigur- veigar voru Georg Júlíus Guðmunds- son skipstjóri, f. 11.1. 1898, d. 28.2. 1977, og Jónína Ingibjörg Magnúsdóttir hús- móðir, f. 8.11. 1907, d. 28.6. 1955. Bræður Sigurveigar voru dr. Guðmundur, læknir, for- stöðumaður, kennari og háskólaprófessor, f. 11.1. 1932, d. 13.6. 2010, og Magnús Jóns- son, rennismiður, forstöðu- maður og framkvæmdastjóri, f. 24.12. 1930, d. 18.1. 2000. Sigurveig gekk í hjónaband 8.11. 1957. Maður hennar er sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson, prestur og prófastur, f. 16.5. 1933. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðni Kristjánsson, verkstjóri og skrifstofumaður, f. 23.1. 1893, d. 4.11. 1975, og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir hús- móðir, f. 19.7. 1894, d. 15.7. 1990. Börn Sigurveigar og Lár- usar eru: 1) Georg Kristinn, for- 30.9. 1994, og b) Ragnheiður, f. 24.3. 1998. Sigurveig ólst upp á Sólvalla- götunni í Vesturbæ Reykjavík- ur. Hún gekk í Landakotsskóla og Kvennaskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með gagnfræðapróf 1948. Hún stund- aði hjúkrunarnám við Hjúkr- unarskóla Íslands og útskrif- aðist þaðan 1954. Eftir útskrift vann hún sem hjúkrunarfræð- ingur á skurðstofum Landspít- alans þar til hún fluttist að Holti í Önundarfirði ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Árið 1969 hóf hún störf á Heilsugæslustöð- inni á Flateyri og starfaði þar til ársins 1987. Árið 1976 var henni veitt sérleyfi í skurðhjúkrun og árið 1981 lauk hún framhalds- námi í heilsugæsluhjúkrun við Háskóla Íslands. Það sama ár var hún skipuð hjúkrunar- forstjóri Heilsugæslustöðv- arinnar á Flateyri. Sigurveig var virk í félags- málum Hjúkrunarfélags Íslands, hún var formaður Vestfjarða- deildar félagsins og sat í samn- inganefnd þess um árabil. Árið 1987 fluttist hún ásamt eigin- manni sínum til Kaupmanna- hafnar þar sem hún var honum til aðstoðar í starfi hans sem sendiráðsprestur. Árið 1998 fluttust Sigurveig og sr. Lárus aftur til Íslands og settust að í Grafarvogi. Útför Sigurveigar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 9. mars 2018, klukkan 11. stjóri Landhelg- isgæslu Íslands, f. 21.3. 1959. Börn Georgs eru: a) Hild- ur, f. 28.7. 1984, maki Ólafur Már Ægisson, f. 27.3. 1981. Börn þeirra eru Ragnhildur Katla, f. 29.12. 2012, og Edda Guð- rún, f. 6.8. 2016. b) Lárus Gauti, f. 7.9. 1986. Móðir Hildar og Lárusar er Guðrún Hrund Sigurð- ardóttir, kennari og fatahönn- uður, f. 31.5. 1960. c) Vala Krist- ín, f. 16.7. 2009. Sambýliskona Georgs er Vala Agnes Odds- dóttir flugfreyja, f. 24.4. 1965. 2) Ragnheiður, kennari við Menntaskólann í Kópavogi, f. 29.5. 1961. Börn Ragnheiðar eru: a) Þorvaldur Sigurbjörn, f. 6.11. 1991, b) Rögnvaldur Kon- ráð, f. 4.1. 1995, og c) Sigurveig Steinunn, f. 8.1. 1997. Faðir þeirra er Helgi Smári Gunn- arsson, forstjóri Regins, f. 7.9. 1960. 3) Özur, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, f. 1.6. 1965, eiginkona Margrét Ása Sigfúsdóttir fram- kvæmdastjóri, f. 1.11. 1971. Börn þeirra eru: a) Guðrún, f. Ég hélt að hún mamma yrði eilíf. Hún var alla tíð svo sterk og örugg, skynsöm og klár. Hún var harðgerð, góð blanda úr Önundarfirðinum og Reykja- vík. Hún var eins og klettur. Hún ólst upp í Vesturbænum. Afi var togarasjómaður og amma og langamma voru heima með krakkana. Uppeldið var í nánum tengslum við lífið, til- veruna, sjóinn og fiskinn og frændfólkið að vestan, uppi á Skaga og í Reykjavík. Mamma var eins og aðrir krakkar send í sveit, m.a. til frændfólksins og Maju Jóhanns vestur á Flat- eyri. Það var því kannski ekki svo skrítið að mamma og pabbi, sem er fæddur og uppalinn á Ísafirði, skyldu flytjast vestur í Önundarfjörð árið 1963. Þetta var langt ferðalag með Esjunni um vetur, komið til Flateyrar í snjó og myrkri. Ninna frænka og Greipur tóku vel á móti okk- ur. Með leiðbeiningu tókst að finna leiðina heim í Holt. Það hlýtur að hafa verið allnokkuð fyrir rétt rúmlega þrítuga Reykjavíkurstúlku að flytjast að Holti þar sem ekki var einu sinni rafmagn en reyndar mjög góð gljákolavél og símanúmerið var tvær langar og tvær stutt- ar. Þetta eins og annað leysti hún mamma vel. Það var þó ekki þannig að henni líkaði allt sem fylgdi þessum nýja raun- veruleika og er þá fyrst fyrir ferðalögin í ófærð og hættur bæði á sjó og landi í snjó og ís. Mamma var hjúkrunarkona, sérmenntuð í skurðstofuhjúkr- un og sú reynsla var ekki látin liggja ónotuð í þessari sveit. Fljótlega var hún farin að gera að sárum og leggja lið dýrum og mönnum og komin í fasta vinnu á Sjúkraskýlinu á Flat- eyri. Við systkinin þrjú vorum þá bráðung. Á þessum árum var oft læknislaust og samgöngur verulega frábrugðnar því sem nú er. Til að komast til vinnu þurfti að fara fyrir fjörð en það var um 25 km leið. Á þeim ár- um lokaði Vegagerðin aldrei þessum vegi og opnaði hann reyndar heldur ekki. Þegar skoðuð eru orðin „að sinna sínu starfi, rækja sínar skyldur“ kemur þessi aðstaða oft upp í hugann. Mamma fór nánast í öllum veðrum til að sinna sínum skyldum. Hún vissi að hennar var þörf og oft á tíðum engum öðrum til að dreifa. Hún var ekki alltaf hrifin af ferðunum, sérstaklega á bátnum þar sem þurfti að miða á bryggjuljósið, ef það sást, og taka mið af fall- inu þegar lagt var inn í ís- hrönglið til að ná að hitta á Eyr- ina. Svo komu vélsleðarnir en annars var það Landroverinn, snjóflóðin, snjómoksturinn og kófið. Henni þótti huggulegast að ferðast með varðskipunum sem oft voru hjálpleg á milli fjarða. Hún mamma var sum- arkona sem naut vestfirska vorsins og þá var hún í æð- arvarpinu, hún þekkti kollurnar með nafni og reyndar alla fugla og plöntur. Mamma var eins og náttúran fyrir vestan; stundum svolítið hrjúf, alltaf í raunveru- leikanum og með báða fæturna á jörðinni en líka svo ljúf og mild. Hún var rífandi klár, hún las sagnfræði, amerísk leikrit og ljóð í frístundum. Hún var okk- ar internet, sem var flett upp í við öll tækifæri, og það nýttist í námi og starfi. Hún mamma gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana, hún var baráttukona og það staðfesti hún nú í vikunni. Georg Kristinn Lárusson. Elskuleg tengdamóðir mín, Sigurveig Georgsdóttir, hefur fengið hvíldina eilífu. Systa og Lárus bjuggu megn- ið af sínum búskaparárum í Holti í Önundarfirði. Systa starfaði þar sem hjúkrunarfræð- ingur og síðar hjúkrunarfor- stjóri á heilsugæslustöðinni á Flateyri, eftir að hún lauk mast- ersprófi sínu í hjúkrun. Starf hennar fyrir vestan var ansi fjölbreytt enda þurfti hún oft að fylla í skarðið þar sem læknir var ekki alltaf til staðar. Þannig var hún oft einnig í hlutverki ljósmóður þar sem hún þurfti oft að ferðast í vondu veðri í sveitinni til að sinna sjúklingum og taka á móti börnum. Eftir tæplega 30 ára farsælt starf fyrir vestan fluttu Systa og Lárus til Danmerkur þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn. Það fór ekki á milli mála að hún naut þess að búa í Kaup- mannahöfn. Hún talaði stundum um að sér hefði nú þótt snjórinn fullmikill þarna fyrir vestan enda sjálf uppalin í Reykjavík og fyrir vestan voru oft allar leiðir lokaðar, jafnvel í allt að þrjár vikur sem gerði vinnuna oft erfiða. Þegar þau voru flutt út til Kaupmannahafnar kynntist ég syni þeirra Özuri, það hefur verið lán mitt að eignast þau sem tengdaforeldra. Við Özur bjuggum við nám í Danmörku og áttum við tvö mjög skemmti- leg ár úti með Systu og Lárusi. Þótt söknuður fylli hjarta mitt þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Systa var sérstaklega orðheppin, gáfuð og með ynd- islegan húmor. Hún var fyrir- mynd mín í lífinu. Þau hjónin áttu góðan tíma í Kaupmanna- höfn þar sem Lárus starfaði sem sendiráðsprestur og hún aðstoðaði hann. Systa var meistarakokkur og hún hafði unun af að elda góðan mat fyrir vini sína og fjölskyldu. Í Kaup- mannahöfn hún gat hún valið úr úrvalshráefni og eldað alls kyns lystisemdir. Ég ylja mér við minningar úr eldhúsinu þar sem ég lærði af henni að búa til góð- an mat og við skáluðum saman í sérríglasi yfir pottunum. Hún naut sín best ef hún hafði allt fólkið sitt hjá sér. Í Jónshúsi var alltaf gestkvæmt og man ég að hún hélt veislur fyrir kirkju- kórinn eftir hverja kóræfingu. Við matarborðið skapaðist iðu- lega skemmtileg stemning yfir höfðinglegum kræsingum þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Eftir 10 ára starf í Dan- mörku fluttu þau heim í faðm fjölskyldunnar. Þegar þau komu heim fengum við að njóta þess að ferðast um allt landið með þeim. Síðustu árin hafa Systa og Lárus búið á Eir þar sem Systa sofnaði sínum hinsta svefni sátt við alla hér á jörð. Við varð- veitum dýrmætar minningar og þökkum samfylgdina. Guð geymi Systu. Margrét Ása (Mása). Ég sakna hennar ömmu minnar sem dó á sunnudaginn. Hún var góð og skemmtileg. Mér fannst gaman að koma til hennar. Henni fannst ís mjög góður og líka mér. Það var gaman að fara í útilegur með henni og afa og stundum hittum við fullt af frændfólkinu okkar og ég fékk að leika með stóru krökkunum. Ég er langyngst af barna- börnunum hennar ömmu. Ég man alltaf eftir henni þegar ég fæ mér ís. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Við amma ólumst báðar upp í Vesturbænum, hún á Sólvalla- götunni en ég á Framnesveg- inum. Það var gaman að koma á Eir. Afi kenndi mér margföld- unartöfluna og við amma feng- um nammi. Bless elsku amma og Guð geymi þig. Vala Kristín Georgsdóttir. Ég var svo heppin að eiga ömmu Systu sem ömmu, alvöru ömmulega ömmu, sem tók alltaf á móti mér með ólýsanlegri hlýju þegar við hittumst. Ég minnist einna helst tímans sem við áttum í Dofraskóla, þegar við barnabörnin vorum svo heppin að fá að vera hjá ömmu og afa meðan verkfall var í grunnskólum landsins. Afi sá um stærðfræðitímana og amma um íslenskutímana og þegar verkfallinu lauk vorum við frændsystkinin búin að læra allt sem læra átti þann veturinn – enda var Dofraskóli enginn barnaskóli. Amma sá ekki bara um íslenskutímana, heldur auð- vitað hádegismatinn líka – enda varla til betri kokkur en hún. Síðar, þegar ég byrjaði í menntaskóla, tók ég það upp að heimsækja ömmu og afa einu sinni í viku eftir skóla og það var alltaf notalegt hjá okkur, amma eldaði eitthvað gott og við spjölluðum öll þrjú saman fram eftir kvöldi. Amma hafði líka gaman af því að fara í bíl- túr og við gerðum svolítið af því síðustu árin, fórum á ísrúnt, en við amma áttum það sameig- inlegt að vera nammigrísir. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með ömmu minni, sem alltaf var glöð að sjá mig, sýndi mér mikla væntumþykju og hlýju og passaði upp á að öllum í kringum sig liði vel. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Guðrún Özurardóttir. Hún amma mín var kjarna- kona. Hún var hámenntuð úti- vinnandi kona sem mér fannst allt kunna. Mínar helstu minn- ingar um ömmu eru um allt það sem hún gat og kunni. Hún gat lagað allt og vissi allt. Ef ein- hvern vantaði klippingu gat hún bjargað því. Veiktist einhver eða slasaðist gat hún bjargað því og vissi allt um alla mögu- lega sjúkdóma. Hún saumaði skírnarkjóla og brúðarföt, hekl- aði teppi og sjöl sem við barna- börnin og barnabarnabörnin fáum enn í dag að njóta. Amma að öðrum ólöstuðum eldaði heimsins besta mat. Hún hefði hæglega geta unnið sem matreiðslumaður á fínustu veit- ingahúsum heimsins. Amma eldaði heldur engan hefðbund- inn „ömmumat“ heldur bauð hún upp á framúrstefnulega rétti og notaði óhefðbundin krydd og fræ til matargerðar. Þegar við Lalli vorum hjá ömmu og afa í Jónshúsi fengum við mjög oft að ráða hvað yrði í matinn. Þá sló amma reglulega upp dýrindis veislu af engu til- efni, bauð upp á þriggja rétta máltíð og við fengum að aðstoða hana. Mér fannst mjög gaman að rölta með henni yfir í Irma þegar amma og afi bjuggu í Kaupmannahöfn. Þar völdum við saman hvað ætti að kaupa inn og hafa í matinn og settum það síðan í innkaupakerruna hennar sem afi hafði gefið henni. Amma var mikill sælkeri sem hafði unun af góðum mat og smá rauðvíni með. Það var því Sigurveig Georgsdóttir✝ Björn Þorkels-son fæddist í Ármótaseli á Jökuldal 16. júlí 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 28. febrúar 2018. Foreldrar: Þor- kell Björnsson, f. 3. febrúar 1905 á Skeggjastöðum á Jökuldal, og Anna Eiríksdóttir, f. 8. mars 1907 á Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal. Systkini: Anna Þrúður Eidís, f. 1936, Eiríkur Skjöldur, f. 1938, og Ingvi Þór, f. 1939. Eiginkona Björns er Oddný Óskarsdóttir, f. 22. mars 1936. Þau kynntust á Akureyri og gengu í hjónaband 24. maí 1958. Oddný er dóttir Óskars Tryggvasonar og Sigrúnar Kristjánsdóttur sem bjuggu í Kristnesi í Glerárþorpi á Akur- eyri. Börn Björns og Oddnýjar: 1) Þorkell, f. 4.2. 1958. Maki El- ísabet Sveinsdóttir. Börn þeirra: Björn, f. 1979, maki Guðfinna Berg Stefánsdóttir. Sveinn, f. 1988. Karen Nanna, f. 1992, maki Konráð Þór Þór- hallsson og þeirra barn er Aron Þorkell, f. 2015. 2) Sigrún Ósk, f. 12.10. 1959. Maki Pétur Ægir Hreiðarsson. Synir þeirra: Hreiðar, f. 1984, maki Erna Þórdís Kristinsdóttir og þeirra barn er Elfa Rut, f. 2011. Elfar, f. 1988, maki Tobias Bieder- mann. Oddur Birnir, f. 1993. 3) Björn Óskar, f. 28.4. 1964. Maki Ásta Einarsdóttir. Börn þeirra: Birkir Einar, f. 1993, maki Ás- dís Björk Gunnarsdóttir. Guð- rún Björg, f. 1996. Matthías Óskar Páll, f. 2008. 4) Ingvi Þór, f. 25.1. 1968. Maki Jónína Freydís Jóhannesdóttir. Börn þeirra: Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir, f. 1986, maki Dami- an Ksepko og dæt- ur þeirra eru Nat- alia Emma, f. 2012, og Adríana Stella, f. 2017. Baldvin, f. 1998. Þorkell Björn, f. 2001. 5) Eidís Anna, f. 18.5. 1976. Maki Jó- hann Elvar Tryggvason. Synir þeirra: Stefán Björn Svav- arsson, f. 2007, og Þorkell Hugi Svavarsson, f. 2010. Björn lauk skyldunámi í Hveragerði og starfaði þar um hríð við garðyrkju en fékk síð- an starf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þaðan lá leiðin norður til Akureyrar þar sem hann vann hjá ullarverk- smiðjunni Gefjun uns hann komst fljótlega á samning í raf- virkjun hjá Viktori Kristjáns- syni rafvirkjameistara. Fljót- lega að námi loknu stofnaði hann með félögum sínum verk- takafyrirtækið Ljósgjafann hf. Björn vann mikið við raflagna- teikningar og rafvæðingu dreifbýlis norðanlands og aust- an, kenndi við Vélskólann og var um skeið prófdómari í sínu fagi við Iðnskólann á Akureyri. Að áliðinni starfsævinni seldi Björn sinn hlut í Ljósgjafanum og vann til starfsloka hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, lengst sem umsjónarmaður rafmagns- mála hjá fyrirtækinu. Útför Björns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. mars 2018, klukkan 10.30. Hann Bubbi bróðir er látinn. Hann skilur eftir sig sorg og söknuð en einnig þakklæti okk- ar sem stóðum næst honum fyr- ir að hafa átt þennan glaðsinna gjöfula mann að. Bubbi var hann kallaður í fjölskyldunni þó að á Akureyri væri hann kallaður Bjössi. Hann var elstur okkar fjögurra systkina sem erum öll fædd á Jökuldal. Foreldrar okkar bjuggu þar fyrstu búskaparárin en fluttu í Eyjafjörð vorið 1941. Bernskuár okkar þar voru þau björtustu í minningunum á Syðri-Varðgjá, sólrík sumur, ilmandi hey í hlöðunni, fallegur garður, sendiferð með mjólk til Kristjáns sem átti bústað í fjör- unni. Bubbi stjórnaði en ég fékk að fara með og skoða fjör- una og finna þar dýrgripi. Stundum sóttum við mjólkur- brúsa út á Eyrarlandsfit; Bubbi stjórnaði hestinum og kerrunni, ég aðstoðarekill, oft mættum við herbílalestum sem köstuðu sælgæti til okkar, þvílík sæla. Við fluttum vegna staðsetn- ingar skóla fyrir Björn og seinna urðum við hin yngri að feta þessa leið, en skólinn var á Þverá, langt frá Varðgjá. Þá voru engir skólabílar. Norð- lensk stórhríð gerði ekki að gamni sínu við átta ára dreng sem gekk einn þessa löngu leið, oft í myrkri og ófærð. Við flutt- um til Akureyrar og keypt var hús við Ægisgötu en pabbi fékk enga vinnu, austfirskur bóndi, örugglega kommi, engin tengsl við KEA-veldið. Hann fór þá að vinna við smíðar í Reykjavík og seinna í Hveragerði. Þá fluttum við öll til Hveragerðis, þar sem við gengum í skóla og áttum góð ár. Bubbi vann þá um tíma í gróðurhúsi og hélt alltaf upp á blóm eftir það, einkum ilmskúf og rósir. Bubbi hefði örugglega verið greindur sem ofvirkur og með athyglisbrest nú á dögum en hann spjaraði sig, erfði stærð- fræðigen afa síns og alnafna og lærði rafvirkjun sem hann vann við alla tíð. Hann var uppá- tækjasamur, glaður og síkvikur krakki sem umbar systur sína sem kom í heiminn og tók alla athyglina. 1949 fluttum við aftur norður og vann pabbi við byggingu á nýju fjósi fyrir mág sinn í Kræklingahlíð, keypti smá kot- býli í sömu sveit og hóf búskap. Veikindi pabba og ýmsir erf- iðleikar urðu á vegi fjölskyld- unnar, oft var þröngt í búi en aldrei kvartað eða gefist upp. Bubbi vann þá á Ullarverk- smiðjunni Gefjuni og kom oft færandi hendi, meðal annars gaf hann mér fallega skó af sín- um litlu efnum. Skólaganga var fjarlægur draumur en Björn varð rafvirki með dugnaði sín- um og við hin systkinin gengum menntaveginn eitt af öðru. Bubbi kynnti unnustu sína Oddnýju Óskarsdóttur frá Kristnesi í Glerárhverfi fyrir foreldrum sínum um jólin 1957. Þau gengu í hjónaband og eign- uðust fimm börn sem erft hafa mannkosti foreldranna, eiga öll góða maka og börn og buru. Björn byggði reisulegt hús í túnfæti æskuheimilis Obbu. Þangað var gott að koma, gest- risni og glaðværð húsbóndans og veitingar Obbu sem bakaði fallegustu smákökur í heimi fyrir jólin og enginn gekk jafn fallega frá þvottinum. Þannig týnist tíminn, árin flugu. Bubbi varð fyrir líkamsárás og vinnu- slysi sem settu mark á hann þó að hann héldi sínu striki í að leysa hvers manns vanda og Obba var kletturinn á heim- ilinu. Obba missti heilsuna eftir erfið veikindi og heilsu Bubba hrakaði þó að jákvæðnin hyrfi aldrei. Þau voru saman á hjúkr- unarheimilinu Hlíð þar sem Obba hafði dvalið um tíma og Björn kom þangað seinna þar sem hann lést. Innilegar samúðarkveðjur, Obba mín, og þið öll sem elsk- uðuð hann Bubba. Anna Þrúður Eidís Þorkelsdóttir. Björn Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.