Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 9. MARS 68. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Guðni og Eliza í fótbolta á Bessastöðum
2. Sérsveitin kölluð út í Bríetartún
3. Sagt upp störfum fyrirvaralaust
4. „Ég er naumhyggjumanneskja“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rithöfundarnir Ævar Þór Bene-
diktsson og Kristín Ragna Gunn-
arsdóttir eru tilnefnd til hinna virtu
Other Words-verðlauna.
Ævar er tilnefndur fyrir bók sína
Risaeðlur í Reykjavík en Kristín fyrir
Úlfur og Edda: Dýrgripurinn. Átta
bækur eru tilnefndar en þær eru eftir
höfunda með annað móðurmál en
ensku og eru ætlaðar börnum 6 til 12
ára. Verðlaunin verða afhent 11. apríl
í London.
Tilnefnd til Other
Words-verðlaunanna
Tjáning og Tíða-
hvörf nefnast sýn-
ingar þeirra Jonnu,
Jónborgar Sigurð-
ardóttur, og Bryn-
hildar Kristinsdóttur
í SÍM- salnum fram
til 16. mars. Verk
Jonnu eru unnin úr OB-töppum og ak-
rýlmálningu. Brynhildur fjallar um
tjáningu mannsins, angist, ótta og
hvernig hugmyndir hlutgerast.
Tjáning og Tíðahvörf
í SÍM-salnum
Óþægu strákarnir Big & Ben hyggj-
ast halda uppi erótískri stemningu á
Dillon í kvöld. Annað kvöld
stígur síðan Nýríki Nonni á
stokk. Hljómsveitin spilar
frumsamið
rokk í anda
áttunda ára-
tugarins.
Sveitin er skipuð
Guðlaugi Hjaltasyni
söngvara á gítar, Loga
Má Einarssyni söngvara á
bassa og Óskari Torfa Þor-
valdssyni á trommur.
Óþægir strákar og
Nýríki Nonni á Dillon
Á laugardag Norðaustan 5-13 m/s og él norðaustantil, en létt-
skýjað sunnan- og vestanlands. Kalt áfram.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s og él austanlands, annars
hægari og víða bjart veður. Þykknar nokkuð upp með heldur vax-
andi suðaustanátt við utanverðan Breiðafjörð seint í dag og líkur á
dálítilli snjókomu í kvöld. Frost yfirleitt 0 til 10 stig.
VEÐUR
Fram og Haukar mætast í
úrslitaleiknum um bik-
armeistaratitil kvenna í
handknattleik í Laugardals-
höllinni á morgun. Fram
vann ÍBV, 29:26, þar sem
reynsla Safamýrarliðsins vó
þungt á lokakaflanum.
Haukar lentu í miklu basli
með 1. deildar lið KA/Þórs
en náðu að sigra, 23:21, og
eru því loks í úrslitum eftir
að hafa tapað í undan-
úrslitum fjögur ár í röð. »4
Fram og Haukar
í úrslitaleiknum
Haukar tryggðu sér deildarmeist-
aratitilinn í körfuknattleik karla í
gærkvöld þegar lokaumferð Dom-
inos-deildarinnar fór fram. Þeir
náðu um leið sínum besta árangri í
deildinni frá upphafi, betri en þegar
þeir urðu Íslandsmeistarar. ÍR hafn-
aði í öðru sæti
og það er besti
árangur
Breiðholts-
liðsins í 41 ár.
Tindastóll og
KR urðu í
þriðja og
fjórða
sæti.
Haukar
mæta
Keflavík, ÍR
mætir
Stjörnunni,
Tindastóll
mætir
Grindavík
og KR mætir
Njarðvík. »2-3
Besti árangur Hauka
frá upphafi og ÍR í 41 ár
Ynjur voru 15 sekúndur frá því að
tryggja sér Íslandsmeistaratitil
kvenna í íshokkíi annað árið í röð
þegar þær mættu Ásynjum í öðrum
úrslitaleik Akureyrarliðanna í gær-
kvöld. Guðrún Viðarsdóttir jafnaði
hinsvegar fyrir Ásynjur og skoraði
síðan sigurmark í framlengingu. Liðin
mætast í oddaleik um titilinn á
sunnudagskvöldið. »1
Fimmtán sekúndur frá
Íslandsmeistaratitli
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tónleikar eða ball? Það gildir svo sem einu hvað
þetta er kallað, við stöndum hvort heldur sem er á
sviðinu og spilum lögin okkar af krafti og innlifun
og þannig líður okkur best,“ segir Stefán Hilm-
arsson, söngvari Sálarinnar hans Jóns míns,
spurður um afmælisfögnuð sveitarinnar. Rokklög
og ballöður Sálarinnar munu óma um sali Vals-
hallarinnar á Hlíðarenda annað kvöld.
Tryggir áhangendur
Sálin er þrjátíu ára um þessar mundir; en það
var 10. mars 1988 sem Guðmundur Jónsson og
Stefán Hilmarsson með fleirum héldu fyrstu tón-
leikana undir nafninu Sálin hans Jóns míns, í Bíó-
kjallaranum við Lækjargötu og fluttu þar soul-
standarda frá sjöunda áratugnum. Ári síðar komu
Friðrik Sturluson og Jens Hansson inn í bandið
og þá var róið á ný mið. Sálin varð þessi fína rokk-
hljómsveit sem enn starfar án teljandi ellimerkja.
Á ferli sínum hafa þeir samið fjölmörg vinsæl lög
og má nefna Hvar er draumurinn? Sódóma, Eltu
mig uppi, Undir þínum áhrifum, Hjá þér og Okkar
nótt – svo fáein séu nefnd.
„Við erum svo lánsamir að eiga tryggari áhang-
endur en flestar íslenskar hljómsveitir, líklega þá
dyggustu á landinu, held ég að óhætt sé að full-
yrða. Plöturnar og tónleikarnir hefðu orðið mun
færri ef við ættum ekki svona gott fólk að. En auð-
vitað snýst þetta líka um dugnað, metnað og
heppni. Allt helst þetta í hendur,“ segir Stefán
Hilmarsson.
„Okkar kjarnafylgi í dag eru auðvitað ekki ung-
menni, það segir sig sjálft,“ segir Stefán kíminn.
„Það er samt merkilegt hvernig ákveðin lög
ferðast á milli kynslóða, til dæmis sungu ungling-
ar hástöfum með í fjölmörgum lögum okkar á
skólaballi fyrir skemmstu.“
Þó að hljómsveitir eigi vinsæl lög þarf fleira til í
langt úthald. Stefán segir að Sálarmenn hafi
lengst af starfað með heilbrigðum hléum. „Það má
segja að þetta snúist um að halda góðu Sálar-
ástandi og auðvitað gengur á ýmsu í nánu sam-
starfi. Þar fyrir utan er Ísland lítill markaður sem
auðvelt er að ofbjóða. Það gildir hið sama og um
fiskimiðin; þau þarf að hvíla reglulega. Show-
mennskan er ákveðin jafnvægislist, eins og sjó-
mennskan. Við höfum farið okkur hægt und-
anfarin misseri, en þó tekið eitt og eitt gigg, svona
til að halda okkur volgum og þá leikið „fyrir unga
jafnt sem aldraða“ eins og Númi Þorbergs orti
forðum.“
Forréttindi að syngja
Söng með Sálinni segir Stefán óneitanlega hafa
tekið drýgstan tíma sinn þegar á heildina er litið.
„En auðvitað sér maður ekki eftir einni mínútu
sem fer í að músísera, með hverjum sem það kann
að vera, því það eru forréttindi að fá að syngja. Og
því hlakka ég mjög til að fagna merkisáfanga með
vinum með því einmitt að syngja í Valsheimilinu.“
Morgunblaðið/Eggert
Tónleikar Fáar hljómsveitir hafa átt sömu vinsældum að fagna eða fylgt þjóðinni jafn lengi. Frá 20 ára tónleikum Sálarinnar sem voru í Laugardalshöll.
Lögin ferðast á milli kynslóða
Sálin hans Jóns míns er 30 ára og ball á Hlíðarenda Hvar er draumurinn?
Ljósmynd/Úr einkasafni
Sálin Svona er sveitin skipuð. Frá vinstri: Frið-
rik Sturluson, Jens Hansson, Jóhann Hjörleifs-
son, Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson.