Morgunblaðið - 09.03.2018, Page 8

Morgunblaðið - 09.03.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Þingmenn hafa ýmsar leiðir tilað rækja skyldur sínar við kjósendur. Eitt af því sem þing- menn geta gert er að spyrja ráð- herra um eitt og annað sem máli skiptir og veita með því aðhald eða draga fram mikilvægar upp- lýsingar sem erfitt er að nálgast með öðrum hætti.    En það er meðþetta eins og flest annað að það er hægt að mis- nota.    Þingmaður Pí-rata, Björn Leví Gunnarsson, hefur lagt fram 61 fyrirspurn frá því um miðjan desember. Haldi hann áfram að spyrja af sama ákafa má gera ráð fyrir að spurn- ingarnar verði orðnar á bilinu 200-250 áður en árið er liðið.    Ef allir þingmenn sem ekki eruráðherrar sýndu sama stjórnleysi í fyrirspurnum sínum mætti búast við meira en 10.000 fyrirspurnum á ári frá þingmönn- um.    Það tekur tíma að svara fyrir-spurnum og ætla má að þessa stundina sitji til dæmis fjöldi starfsmanna stjórnarráðsins og svari misjafnlega þarflausum fyrirspurnum Björns Levís Gunn- arssonar.    Þessi vinna embættismannannakostar töluvert fé eins og gefur að skilja, en því miður liggja engar upplýsingar fyrir um hve mikið fé er um að ræða.    Er ekki brýnt að Björn Levíspyrji að því hver kostnaður- inn er við að svara fyrirspurnum hans? Björn Leví Gunnarsson Hvað kosta svörin? STAKSTEINAR 43 einstaklingar greindust með inflúensu í síð- ustu viku, viku 9. Þar af greindist 31 með inflúensu B og 12 með inflúensu A. Þetta kemur fram í frétt á vef Embættis land- læknis. Þar segir að af þeim sem greindust með síð- arnefndu tegundina hafi átta verið með afbrigðið A(H3) og fjórir með A(H1)pdm09. Flestir þeirra sem greindust með fyrrnefnda afbrigðið voru aldraðir. Í fréttinni segir að talsvert hafi verið um innlagnir á Landspítalanna vegna inflúensu í síðustu viku. Flest- ir þeirra sem lagðir voru inn hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma eða aldraðir. RSV-veiran var staðfest hjá 17 manns, sem er mikil aukning frá vik- unni á undan þegar hún var staðfest hjá fjórum. Þá var töluvert um niðurgang í síðustu viku og voru flest tilvikin hjá börnum 1-4 ára. Flensutil- vikum fjölgaði  Töluvert var um niðurgang í viku 9 Flensa Hún hefur hrjáð marga. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vel gekk að leggja samræmt próf í stærðfræði fyrir nemendur í níunda bekk í gær. Ekki komu upp sam- bærileg vandamál og með íslensku- hluta prófsins daginn áður. Alls þreyttu um 4.300 nemendur prófið og aðeins komu upp einstaka tækni- leg vandamál. Fulltrúar þjónustuað- ila prófakerfisins voru með sérstaka vakt og sáu til þess að tölvuþjónar á Írlandi réðu við álagið. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það er harmað að fram- kvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyr- andi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Ráðuneytið hefur boðað fulltrúa skólastjóra, kennara, nemenda, for- eldra og sveitarfélaga til fundar á miðvikudaginn í næstu viku þar sem farið verður yfir stöðuna eftir ís- lenskuprófið. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort íslensku- próf verður lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða prófið fellt niður. Prófin rædd á Alþingi Framkvæmd samræmdu próf- anna var rædd á Alþingi í gær. Þar spurði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, Lilju Al- freðsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, út í tilgang sam- ræmdu prófanna. Sagði hann að sú nálgun á íslenskukennslu sem sneri að prófunum og undirbúningi fyrir þau gæti skapað andúð á íslenskri tungu og bókmenntum meðal ung- menna. Lilja Alfreðsdóttir sagði í svari sínu að brýnt væri að skoða samræmdu prófin og athuga hvað ætti við og hvað ekki í dag. Telur brýnt að skoða samræmdu prófin  Rætt um samræmd próf á Alþingi  Engin teljandi vandamál komu upp í gær Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Veður víða um heim 8.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -2 snjókoma Nuuk -10 léttskýjað Þórshöfn 2 snjóél Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki -4 heiðskírt Lúxemborg 6 rigning Brussel 8 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 5 skúrir London 9 skýjað París 7 rigning Amsterdam 6 skúrir Hamborg 8 rigning Berlín 8 léttskýjað Vín 11 léttskýjað Moskva -3 heiðskírt Algarve 18 skýjað Madríd 10 rigning Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 þoka Róm 13 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -16 þoka Montreal -1 snjókoma New York 3 alskýjað Chicago -2 léttskýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:07 19:10 ÍSAFJÖRÐUR 8:15 19:12 SIGLUFJÖRÐUR 7:58 18:55 DJÚPIVOGUR 7:37 18:39

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.