Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 41
Ánægðar Inga Lind, Kolbrún og Anna Vigdís voru á meðal sýningargesta.
» Andið eðlilega,
kvikmynd Ísoldar
Uggadóttur, var for-
sýnd í Háskólabíói í
gærkvöldi en myndin
var heimsfrumsýnd á
Sundance-kvik-
myndahátíðinni í
Bandaríkjunum í jan-
úar sl. og hlaut Ísold
þar verðlaun fyrir leik-
stjórn í flokki erlendra
kvikmynda. Fjölmennt
var á forsýningunni og
Ísold, leikurum og öðr-
um sem komu að gerð
myndarinnar var fagn-
að innilega að lokinni
sýningu.
Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, var forsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi
Andað eðlilega Ísold Uggadóttir, leikstjóri kvikmyndarinnar, og Hrafn Gunnlaugsson fyrir sýninguna í gærkvöldi.Sæt saman Aldís og Pétur Óskar voru spennt fyrir kvikmynd Ísoldar.
Glöð María Kristín Jónsdóttir og Árni Heiðar Karlsson í Háskólabíói.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
ICQC 2018-20
Andið eðlilega
Kvikmynd eftir Ísold Uggadóttur.
Sjá umfjöllun á blaðsíðu 38 í
blaðinu í dag. Myndin hefur hlot-
ið jákvæða gagnrýni í Hollywood
Reporter, Screen International og
Variety.
Death Wish
Hasarmynd með Bruce Willis í
aðalhlutverki. Kvikmyndin er að
hluta byggð á Death Wish frá
árinu 1974 en í henni fór Charles
Bronson með aðalhlutverkið.
Handrit þeirrar myndar var
byggt á samnefndri skáldsögu
Brians Garfields sem kom út
tveimur árum fyrr. Í myndinni
segir af lækni sem tekur málin í
sínar hendur eftir að grímu-
klæddir innbrotsþjófar myrða
eiginkonu hans og limlesta dóttur
hans. Lögreglan segist ekkert
geta gert þar sem vísbendingar
skorti en læknirinn sættir sig
ekki við þau svör og einsetur sér
að finna morðingjana og taka af
lífi. Auk Willis fara með helstu
hlutverk Vincent D’Onofrio, El-
isabeth Shue og Camila Morrone
en leikstjóri er Eli Roth.
Metacritic: 31/100
Því má við bæta að Stockfish-
kvikmyndahátíðin stendur nú yfir
í Bíó Paradís og lýkur á sunnu-
daginn, 11. mars.
Bíófrumsýningar
Í hefndarhug Bruce Willis í Death
Wish sem frumsýnd verður í dag.
Andið eðlilega
og hefndarþorsti