Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Karlakórinn Heimir heldur tónleika á Akranesi föstudaginn 9. mars kl. 20.30 í Tónbergi og í Reykjavík laugardaginn 10. mars kl. 14.00 í Langholtskirkju Æringjarnir Óskar Pétursson, Birgir Björnsson og Valmar Väljaots koma fram með kórnum. Stjórnandi: Stefán R. Gíslason. Undirleikari: Thomas R. Higgerson. www.heimir.is Miðar seldir við innganginn, miðaverð: kr. 4.000 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta er okkar árlega uppskeruhátíð,“ segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor, forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um hugvís- indaþingið sem haldið er í dag og á morgun. „Hér koma kennarar, doktorsnemar, nýdokt- orar og nemendur og segja frá þeim rannsóknum sem þeir hafa verið að sinna að undanförnu. Það er boðið upp á sýnishorn af því sem er að gerast innan Hugvís- indasviðs og þótt erindin séu fræðileg eru þau hugs- uð þannig að þau höfði einnig til almennings og eru allar málstofurnar opn- ar.“ Á þinginu í ár verða fluttir um 160 fyrirlestrar í 38 málstofum. Guðmundur segir að mikil fjölbreytni ein- kenni þingið. Vont fólk og ljótt, Reykjavík 1918, ættjarðarljóð, femínískar byltingar, samband Íslands og Grænlands, Vest- urheimur, lýðræði, þýðingar, umhverfi, hin- segin rannsóknir, siðbót 21. aldar, syndin, sambýli íslensku og ensku eru meðal þess sem fjallað verður um. Afraksturinn verður ekki gefinn út í sér- stöku ráðstefnuriti heldur mun hann birtast smátt og smátt í tímaritsgreinum, ritgerðum og bókum. Margar rannsóknanna sem sagt verður frá eru enn í gangi og ekki um fullmót- aðar niðurstöður að ræða. Guðmundur segir að stundum megi greina ákveðna strauma og áhugamál á hugvís- indaþingum, en það sé þó tilviljunarkennt hvað kynnt sé hverju sinni og endurspegli fyrst og fremst fjölbreytt viðfangsefni kenn- ara og nemenda háskólans. Hann segir að þegar rennt sé yfir dagskrána að þessu sinni megi greina talsverðan áhuga á jaðarhópum. „Það er verið að horfa á hluti sem lengi hefur verið horft framhjá, á fólk sem átt hefur undir högg að sækja í samfélaginu,“ segir hann og er þá með í huga málstofuna Vont fólk og ljótt – jaðarinn í íslensku samfélagi fortíðarinnar. Hún verður stofu 201 í Lögbergi á laugardag- inn og hefst kl. 13. Þar verða fluttir sex fyr- irlestrar. M.a. talar Sigurður Gylfi Magn- ússon um „fríkin í samfélaginu“ og spyr við hvaða aðstæður fólk er jaðarsett, jafnvel út- hrópað og þokað til hliðar í samfélaginu – af þeim sem ráða, og Sólveig Ólafsdóttir veltir fyrir sér hvernig sagnfræðingur fjallar um jafn viðkvæmt efni og sögur af fólki sem er vont við annað fólk, viðkvæmt eða vanmátt- ugt. „Nafngreinir maður það og rekur ættir þess?“ spyr hún í kynningu á erindinu. „Hvaða þýðingu hefur það t.d. fyrir afkom- endur þeirra? Getur verið að með því sé fræðimaðurinn að yfirfæra „illskuna“ á milli kynslóða?“ Í fyrirlestrinum verður rakin sag- an af Kaprasíusi Guðmundssyni sem lenti í fá- dæma vanrækslu í Borgarfirði á áttunda ára- tug 19. aldar. Marina Warner, rithöfundur og prófessor, er heiðursgestur þingsins. Við upphaf þings- ins í dag kl. 12 flytur hún hátíðarfyrirlestur um notkun nútímahöfunda á goðsögum og furðusögum. Fyrirlesturinn, sem fluttur verð- ur á ensku, nefnir hún Hugsað með sögum. Notkun ímyndunarafls á erfiðum tímum. Uppskeruhátíð hugvísinda  Árlegt Hugvísindaþing í Háskóla Íslands í dag og á morgun  160 fyrir- lestrar í 38 málstofum  Mikil fjölbreytni  Þingið er opið almenningi Morgunblaðið/Ómar Hugvísindaþing Málstofurnar eru ýmist í aðalbyggingu Háskólans eða Lögbergi. Guðmundur Hálfdánarson Á einni málstofu Hugvísindaþings „Stafrænt málsambýli íslensku og ensku,“ sem haldin er í Lögbergi fyrir hádegi á morgun, verður fjallað um stöðu íslenskunnar á tímum mik- illa enskra áhrifa á þjóðtunguna í gegnum stafræna miðla og snjalltæki. Rannsóknasjóður veitti á vormánuðum ár- ið 2016 þriggja ára öndvegisstyrk til verkefn- isins „Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis.“ Í einu erinda málstof- unnar munu verkefnisstjórar þess, Eiríkur Rögnvaldsson og Sigríður Sigurjónsdóttir, kynna helstu markmið verkefnisins, stöðu þess í dag og gefa yfirlit yfir þær niðurstöður sem nú þegar liggja fyrir. Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka áhrif stafrænna miðla og snjalltækja, sem gjarnan bjóða upp á gagnvirk samskipti við notendur á ensku, á orðaforða, málkunnáttu og málnotkun Ís- lendinga og á stöðu og framtíð íslenskunnar. Snjalltækjabylting síðustu ára hefur haft í för með sér aukna enskunotkun víða um heim en í verkefninu verður íslenska notuð sem dæmi um tungumál sem er undir auknu álagi vegna aukinnar notkunar ensku í kjölfar samfélags- breytinga undanfarinna ára. Viðamikil netkönnun, sem ætlað er að veita yfirlit yfir notkun íslensku og ensku í ís- lensku málsamfélagi, málkunnáttu í íslensku og ensku, viðhorf til málanna tveggja o.fl., hefur nú þegar verið send til lagskipts handa- hófsúrtaks 5.000 Íslendinga á aldrinum 3-98 ára (svarhlutfall: um 45%). Gefið verður yf- irlit yfir helstu niðurstöður sem nú þegar liggja fyrir úr netkönnuninni frá þátttak- endum á aldrinum 13-98 ára og rætt hvort niðurstöðurnar bendi til að nú þegar séu komin fram máltilbrigði sem tengjast nánu sambýli íslensku og ensku. Íslensk tunga á tímum mikilla áhrifa frá ensku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.